Smábátaútgerð eða hefðbundin útgerð? Svanur Guðmundsson skrifar 13. júlí 2023 07:01 Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld. Alls lönduðu 750 bátar nærri 15 þúsund sinnum, samtals yfir 11 þúsund tonnum af fiski á þessum 40 dögum sem þeir höfðu til veiða. Það vita þó ekki allir að það er ekki á færi annarra en efnaðra manna í vel launuðum störfum að hefja slíkar sportveiðar því fæstum dugar til viðurværis að vinna bara 40 daga á ári. Meðal smábátasjómanna eru því fyrrverandi embættismenn og fyrirtækjaeigendur sem láta þarna draum sinn rætast. Svo eru hinir sem bíða eftir að strandveiðar hefjist og bölva þegar 10 þúsund tonna þorsksaflamarkið klárast. Þeir eru ekki að leika sér. Blessunarlega urðu ekki manntjón við veiðarnar þetta árið en einhverjir bátar voru dregnir í land fyrstu daganna. Hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa er aragrúi atvika skráður, sumir sjómennirnir voru aldurhnignir mjög og vissu varla hver þeir voru meðan leitað var að þeim. Það má einnig hafa í huga að þann afla sem þessir 750 bátar drógu inn hefði verið hægt að taka inn á þeim 42 togurum sem eru skráðir sem slíkir á aðeins 8 dögum með mun hagkvæmari og öruggari hætti en gert er með smábátum. Uppsett afl í opnum bátum hér á landi er 84 Mw en til samanburðar er uppsett afl togara hér við land 74 Mw. Gera má ráð fyrir að einhverjir smábátasjómenn hafi náð inn yfir 10 milljónum króna á þessum 40 dögum en sumir þurfa að leggjast í viðgerðir á sínum bátum og hafa að öllum líkindum lítið eftir þegar skatturinn og viðhaldsreikningurinn er greiddur. Gera má ráð fyrir að það hafi verið í heildina 750-850 manns sem stunduðu veiðar á smábátum í þessa 40 daga sem veiðarnar stóðu yfir. Um leið má segja að tekin sé vinna af 600 til 800 manns sem eru á þessum 42 togurum. Jafn margt fiskverkafólk þarf í landi til að vinna fiskinn af smábát eða togara. Aftur á móti er vinnan skipulögð út árið hjá vinnslu sem er með togara til hráefnisöflunar og fær fiskverkunarfólk frí í júlí en ekki ef aflinn er tekinn á smábát. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld. Alls lönduðu 750 bátar nærri 15 þúsund sinnum, samtals yfir 11 þúsund tonnum af fiski á þessum 40 dögum sem þeir höfðu til veiða. Það vita þó ekki allir að það er ekki á færi annarra en efnaðra manna í vel launuðum störfum að hefja slíkar sportveiðar því fæstum dugar til viðurværis að vinna bara 40 daga á ári. Meðal smábátasjómanna eru því fyrrverandi embættismenn og fyrirtækjaeigendur sem láta þarna draum sinn rætast. Svo eru hinir sem bíða eftir að strandveiðar hefjist og bölva þegar 10 þúsund tonna þorsksaflamarkið klárast. Þeir eru ekki að leika sér. Blessunarlega urðu ekki manntjón við veiðarnar þetta árið en einhverjir bátar voru dregnir í land fyrstu daganna. Hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa er aragrúi atvika skráður, sumir sjómennirnir voru aldurhnignir mjög og vissu varla hver þeir voru meðan leitað var að þeim. Það má einnig hafa í huga að þann afla sem þessir 750 bátar drógu inn hefði verið hægt að taka inn á þeim 42 togurum sem eru skráðir sem slíkir á aðeins 8 dögum með mun hagkvæmari og öruggari hætti en gert er með smábátum. Uppsett afl í opnum bátum hér á landi er 84 Mw en til samanburðar er uppsett afl togara hér við land 74 Mw. Gera má ráð fyrir að einhverjir smábátasjómenn hafi náð inn yfir 10 milljónum króna á þessum 40 dögum en sumir þurfa að leggjast í viðgerðir á sínum bátum og hafa að öllum líkindum lítið eftir þegar skatturinn og viðhaldsreikningurinn er greiddur. Gera má ráð fyrir að það hafi verið í heildina 750-850 manns sem stunduðu veiðar á smábátum í þessa 40 daga sem veiðarnar stóðu yfir. Um leið má segja að tekin sé vinna af 600 til 800 manns sem eru á þessum 42 togurum. Jafn margt fiskverkafólk þarf í landi til að vinna fiskinn af smábát eða togara. Aftur á móti er vinnan skipulögð út árið hjá vinnslu sem er með togara til hráefnisöflunar og fær fiskverkunarfólk frí í júlí en ekki ef aflinn er tekinn á smábát. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun