Öryggi og velferð í Uppsveitum Haraldur Helgi Hólmfríðarson skrifar 12. júlí 2023 15:31 Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í. Í fyrra varð banaslys á þekktum ferðamannastað í Uppsveitum Árnessýslu og fyrsti „viðbragðsaðili” á staðinn var rúmlega hálftíma á staðinn frá því að útkall berst, og 15 mínútum síðar komu þeir næstu. Ég set orðið viðbragðsaðili í gæsalappir því samkvæmt huglægu mati lögreglustjóra á Suðurlandi virðist skipta máli hvaða vindátt er á Selfossi hvort ég flokkist sem slíkur. Seinnipart síðastliðins föstudag kem ég svo að slysi á Laugarvatnsvegi hvar maður lætur lífið úti i vegkanti á fallegum og sólríkum sumardegi. Biðin eftir viðbragðsaðilum var óþægilega löng, sjálfsagt eins og hún er alltaf þegar líf liggur við, en það sem stakk mig svolítið i þessu var það að enginn viðbragðsaðili frá næstu slökkvistöð (Laugarvatni í þessu tilviki) var kallaður út og fréttu bara af slysinu i fréttum. Á sama tíma berast fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að engin bakvakt lækna verði á svæðinu eftir 1. september næstkomandi aukinheldur að Heilsugæslan i Laugarási sé að öllum líkindum að flytja á Flúðir í Hrunamannahreppi. Það er eiginlega alveg sama hvernig ég horfi á þetta mál, hvaða póla ég tek inn í breytuna, mér tekst bara ekki með nokkru móti að fá þetta dæmi til að ganga upp. Samkvæmt fasteignaskrá eru 2143 sumarhús í Bláskógabyggð og 3272 sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi - 5415 sumarhús auk íbúa, og margir þessir bústaðir í +40 mínútna aksturstíma frá næsta sjúkrahúsi. Auk þess fara þúsundir um svæðið daglega á leið sinni um Gullna Hringinn. Og ekki hvarflar að framámönnum ferðaþjónustunnar annað en að koma fram og segja „Ísland er ekki uppselt“ þegar ljóst er að innviðir landsins sem smíðaðir eru fyrir 370 þúsund íbúa þess eru komnir að þolmörkum – nei, það er ennþá til hótelpláss og það er besti mælikvarðinn.Heilbrigðisþjónustan, löggæslan, slökkvilið/sjúkraflutningar, vegakerfið og sjálfboðaliða samtök sem sinna neyðarþjónustu hafa ekki þróast né stækkað í takti við aukinn straum ferðamanna til landsins. Hér eru allir mikilvægir innviðir komnir að þolmörkum og það fyrir talsverðu síðan. Hvenær í ósköpunum gerist það og hvað þarf eiginlega að ganga á áður en sjúkrabíll fær fasta stöð í Uppsveitunum og lögregla sér fram á að bíll sé á svæðinu að staðaldri? Vissulega er sjúkraflutningamaður á vakt í Þingvallaþjóðgarði en hann er þar því þjóðgarðurinn greiðir fyrir viðveru hans þar - dýru gjaldi og fer ekki útfyrir þjóðgarðinn til að sinna neyðartilfellum nema í algjörum undantekningum. Aukinheldur er lítill hópur á Flúðum sem sinnir hlutverki vettvangsliða á því svæði upp að Gullfossi og Geysi, en hvað svo? Er hreppapólitíkin/rígurinn svona svakalega vel inngróinn að við hin mætum bara afgangi? Höfundur er björgunarsveitarmaður, búsettur á Laugarvatni og hefur áhuga á samfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Ferðamennska á Íslandi Slökkvilið Sjúkraflutningar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sem íbúi í Uppsveitum Árnessýslu er ég mjög hugsi þessa dagana varðandi öryggi og velferð okkar hér í því samfélagi sem við búum og störfum í. Í fyrra varð banaslys á þekktum ferðamannastað í Uppsveitum Árnessýslu og fyrsti „viðbragðsaðili” á staðinn var rúmlega hálftíma á staðinn frá því að útkall berst, og 15 mínútum síðar komu þeir næstu. Ég set orðið viðbragðsaðili í gæsalappir því samkvæmt huglægu mati lögreglustjóra á Suðurlandi virðist skipta máli hvaða vindátt er á Selfossi hvort ég flokkist sem slíkur. Seinnipart síðastliðins föstudag kem ég svo að slysi á Laugarvatnsvegi hvar maður lætur lífið úti i vegkanti á fallegum og sólríkum sumardegi. Biðin eftir viðbragðsaðilum var óþægilega löng, sjálfsagt eins og hún er alltaf þegar líf liggur við, en það sem stakk mig svolítið i þessu var það að enginn viðbragðsaðili frá næstu slökkvistöð (Laugarvatni í þessu tilviki) var kallaður út og fréttu bara af slysinu i fréttum. Á sama tíma berast fréttir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands að engin bakvakt lækna verði á svæðinu eftir 1. september næstkomandi aukinheldur að Heilsugæslan i Laugarási sé að öllum líkindum að flytja á Flúðir í Hrunamannahreppi. Það er eiginlega alveg sama hvernig ég horfi á þetta mál, hvaða póla ég tek inn í breytuna, mér tekst bara ekki með nokkru móti að fá þetta dæmi til að ganga upp. Samkvæmt fasteignaskrá eru 2143 sumarhús í Bláskógabyggð og 3272 sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi - 5415 sumarhús auk íbúa, og margir þessir bústaðir í +40 mínútna aksturstíma frá næsta sjúkrahúsi. Auk þess fara þúsundir um svæðið daglega á leið sinni um Gullna Hringinn. Og ekki hvarflar að framámönnum ferðaþjónustunnar annað en að koma fram og segja „Ísland er ekki uppselt“ þegar ljóst er að innviðir landsins sem smíðaðir eru fyrir 370 þúsund íbúa þess eru komnir að þolmörkum – nei, það er ennþá til hótelpláss og það er besti mælikvarðinn.Heilbrigðisþjónustan, löggæslan, slökkvilið/sjúkraflutningar, vegakerfið og sjálfboðaliða samtök sem sinna neyðarþjónustu hafa ekki þróast né stækkað í takti við aukinn straum ferðamanna til landsins. Hér eru allir mikilvægir innviðir komnir að þolmörkum og það fyrir talsverðu síðan. Hvenær í ósköpunum gerist það og hvað þarf eiginlega að ganga á áður en sjúkrabíll fær fasta stöð í Uppsveitunum og lögregla sér fram á að bíll sé á svæðinu að staðaldri? Vissulega er sjúkraflutningamaður á vakt í Þingvallaþjóðgarði en hann er þar því þjóðgarðurinn greiðir fyrir viðveru hans þar - dýru gjaldi og fer ekki útfyrir þjóðgarðinn til að sinna neyðartilfellum nema í algjörum undantekningum. Aukinheldur er lítill hópur á Flúðum sem sinnir hlutverki vettvangsliða á því svæði upp að Gullfossi og Geysi, en hvað svo? Er hreppapólitíkin/rígurinn svona svakalega vel inngróinn að við hin mætum bara afgangi? Höfundur er björgunarsveitarmaður, búsettur á Laugarvatni og hefur áhuga á samfélagsmálum.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun