Rannsókn og ákvörðun Haukur Arnþórsson skrifar 23. júní 2023 11:30 Fullyrðingin um að rannsóknarskyldu hafi ekki verið fullnægt við töku ákvörðunarinnar um hvalveiðibann byggir á því að ráðherrann segir það sjálfur - með því að ætla að rannsaka málið í sumar. Hún getur ekki fullyrt að málið sé fullrannsakað og farið um leið að rannsaka það. Ég tel að annað hvort hafi hún átt (i) að setja bannið á og segja málið fullrannsakað (og reyna að halda því til streitu), hún var að rökstyðja það í Mbl. í dag eða (ii) að framkvæma rannsókn í sumar og taka ákvörðunina að henni lokinni. Hún segir í Mbl. að „nota [eigi] næstu vikur til að kanna mögulegar úrbætur og taka samtal við leyfishafa og sérfræðinga“. Þannig segir hún annars vegar að rannsókn á drápunum sé lokið en rannsókn á veiðiaðferðunum sé eftir. Það er þetta sem er að, því þetta er hundalógík - alvarleiki drápanna byggir á veiðiaðferðunum. Þá er ekki heldur hægt að segja að ákveðnir þættir í rannsóknarskyldu stjórnvalds, rannsókn á drápunum, nægi til að taka ákvörðun, en um leið að önnur atriði, veiðiaðferðirnar, eigi að rannsaka betur og þær verði rannsökuð að ákvörðun tekinni. Stjórnvaldið þarf að hafa fullrannsakað mál til að taka ákvörðun. Auðvitað getur stjórnvald alltaf snúið fyrri ákvörðun við, í prinsippinu, en til þess þarf gerbreyttar forsendur, nýjar upplýsingar, nýja rannsókn og vönduð vinnubrögð (munum hvernig fór fyrir Sigríði Andersen þegar hún víxlaði röðinni á landsréttardómurunum. Þá var rannsókn ráðuneytisins ábótavant fyrir svo afdrifaríka ákvörðun). Ég vil taka fram að gefnu tilefni að ég er andstæðingur hvalveiða, en vil líka búa í réttarríki. Ég tel ekki að einar reglur eigi að gilda fyrir góðan málstað, en aðrar fyrir vondan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og starfar við ReykjavíkurAkademíuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Hvalveiðar Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Fullyrðingin um að rannsóknarskyldu hafi ekki verið fullnægt við töku ákvörðunarinnar um hvalveiðibann byggir á því að ráðherrann segir það sjálfur - með því að ætla að rannsaka málið í sumar. Hún getur ekki fullyrt að málið sé fullrannsakað og farið um leið að rannsaka það. Ég tel að annað hvort hafi hún átt (i) að setja bannið á og segja málið fullrannsakað (og reyna að halda því til streitu), hún var að rökstyðja það í Mbl. í dag eða (ii) að framkvæma rannsókn í sumar og taka ákvörðunina að henni lokinni. Hún segir í Mbl. að „nota [eigi] næstu vikur til að kanna mögulegar úrbætur og taka samtal við leyfishafa og sérfræðinga“. Þannig segir hún annars vegar að rannsókn á drápunum sé lokið en rannsókn á veiðiaðferðunum sé eftir. Það er þetta sem er að, því þetta er hundalógík - alvarleiki drápanna byggir á veiðiaðferðunum. Þá er ekki heldur hægt að segja að ákveðnir þættir í rannsóknarskyldu stjórnvalds, rannsókn á drápunum, nægi til að taka ákvörðun, en um leið að önnur atriði, veiðiaðferðirnar, eigi að rannsaka betur og þær verði rannsökuð að ákvörðun tekinni. Stjórnvaldið þarf að hafa fullrannsakað mál til að taka ákvörðun. Auðvitað getur stjórnvald alltaf snúið fyrri ákvörðun við, í prinsippinu, en til þess þarf gerbreyttar forsendur, nýjar upplýsingar, nýja rannsókn og vönduð vinnubrögð (munum hvernig fór fyrir Sigríði Andersen þegar hún víxlaði röðinni á landsréttardómurunum. Þá var rannsókn ráðuneytisins ábótavant fyrir svo afdrifaríka ákvörðun). Ég vil taka fram að gefnu tilefni að ég er andstæðingur hvalveiða, en vil líka búa í réttarríki. Ég tel ekki að einar reglur eigi að gilda fyrir góðan málstað, en aðrar fyrir vondan. Höfundur er stjórnsýslufræðingur og starfar við ReykjavíkurAkademíuna.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar