Hinsegin fræðsla í grunnskólum Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 20. júní 2023 16:30 Fræðsla Samtakanna ‘78 er mannréttindamiðuð hinsegin fræðsla. Hinsegin fræðsla fjallar um hinsegin fólk, okkar málefni og hvert hægt er að leita eftir aðstoð og stuðningi. Við kennum fólki á öllum aldri um fjölbreytileikann í kyntjáningu, kynhneigð, kynvitund og kyneinkennum fólks. Að gefnu tilefni er gott að taka það sérstaklega fram að Samtökin ‘78 sinna ekki kynfræðslu í grunnskólum. Það höfum við aldrei gert og munum aldrei gera. Aukinn skilningur á hinsegin málefnum er hornsteinn mannréttindabaráttu Samtakanna ‘78. Ekkert er áhrifaríkara í því að vinna gegn fordómum og auka umburðarlyndi í samfélaginu en fræðsla og sýnileiki. Jafnrétti, lýðræði og mannréttindi og heilsa og velferð eru þrír af sex grunnþáttum menntunar sem eiga samkvæmt aðalnámskrá að vera eins og rauður þráður í gegnum allt nám á grunn- og framhaldsskólastigi. Hinsegin fræðsla styður við þessa þrjá grunnþætti og þar með þær kröfur sem aðalnámskrá gerir til skólanna. Hinsegin málefni eru ekki á allra valdi og kennarar taka heimsóknum okkar því fagnandi, þar sem við getum oft svarað spurningum sem þau eiga erfitt með að svara, svarað spurningum sem þau kunna sjálf að hafa og beint þeim áfram í viðeigandi úrræði ef þörf krefur. Það er líka einfaldlega öðruvísi að ræða við hóp ungmenna um hinsegin málefni sem umsjónarkennari en sem utanaðkomandi manneskja sem tilheyrir hópnum sem um er rætt. Í dag eru Samtökin ´78 með fjórtán samninga við sveitarfélög. Samningarnir ganga út á fræðslu til grunnskólanemenda, starfsfólks leik- og grunnskóla, bæjarskrifstofa og annarra sem sinna þjónustu við íbúa. Við erum mjög þakklát fyrir traustið sem sveitarfélögin sýna Samtökunum ‘78 með samstarfinu. Traustið er hins vegar ekki gripið úr lausu lofti, því samningarnir byggja á viðræðum sem taka jafnan langan tíma og oftast höfum við frætt í skólum sveitarfélaga áður en samningar eru gerðir. Við höfum áunnið okkur traust opinberra aðila með faglegri fræðslu og ráðgjöf til fjölda ára. Starfsfólk sveitarfélaganna hefur setið fræðsluerindi og þekkir nálgunina okkar þegar gengið er til samninga. Hvað erum við að kenna? Við hittum þúsundir einstaklinga á hverju ári og kennum þeim í reynd öllum það sama, þótt við aðlögum efnið vissulega að aldri, þroska og hvað nýtist hverjum hópi best. Hér verður fjallað um þá fræðslu sem við veitum í grunnskólum, en þegar Samtökin ‘78 koma inn í skóla fylgja kennarar alltaf nemendum sínum og taka yfirleitt þátt í umræðum. Á yngsta stigi förum við yfir ólík fjölskylduform og kyntjáningu. Við segjum frá því að börn geta átt alls konar fjölskyldur. Sum börn eiga mömmu og pabba, önnur tvær mömmur eða tvo pabba, sum alast upp á tveimur heimilum, hjá einstæðum foreldrum, frændum og frænkum, stjúpforeldrum, öfum og ömmum. Grunnstefið er að allar fjölskyldur eru jafngildar. Þegar rætt er um kyntjáningu við yngstu börnin er útgangspunkturinn sá að mannflóran er fjölbreytt. Sumt fólk er með stutt hár og annað fólk með sítt. Sumt fólk vill vera í kjól og sumt fólk í buxum. Sumt fólk elskar svartan lit, sumt fólk elskar bleikan. Við reynum að koma því á framfæri við börnin að sama hver þú ert og hvernig þú klæðir þig eða hvernig fjölskyldan þín er, þá ert þú ekki minna virði en annað fólk og átt skilið virðingu og kærleika. Á miðstigi fer fram fyrsta kynning á grunnhugtökum innan hinsegin fræða, þ.e. á helstu hugtökum sem tengjast kynhneigð, kynvitund og kyneinkennum. Hvað er að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður? Hvað er að vera trans? Hvað er að vera intersex? Sumt fólk fæðist með öðruvísi líkama, sumt fólk upplifir kyn sitt á fjölbreyttan hátt og við löðumst á mismunandi hátt að öðru fólki. Við gerum börnum á miðstigi það ljóst að það er fullkomlega eðlilegt að fara fram og til baka, skipta um skoðun og að enginn þarf að festast í kössum eða skilgreiningum. Við höfum öll leyfi og frelsi til að þroskast og þróast á mismunandi hátt. Það getur hins vegar verið gott að eiga orð til að útskýra hvernig fólki líður. Á unglingastigi fer í raun fram nokkuð svipuð fræðsla og á miðstigi. Farið er dýpra yfir grunnhugtök, fjallað um fordóma, að koma út og virðingu við annað fólk. Við útskýrum að það er skiljanlegt að skilja ekki hvernig öðrum líður ef þú hefur ekki upplifað það á eigin skinni. Það sem við getum hins vegar alltaf gert er að bera virðingu fyrir hvert öðru. Stór hluti af fræðslunni á unglingastigi er spurningatími þar sem unglingarnir stjórna eftir því hvað þau vilja helst læra um. Þau geta spurt út í það sem er að flækjast fyrir þeim eftir fræðsluna eða það sem þau eru forvitin um, en alltaf innan skynsamlegra marka sem rúmast innan þessa málaflokks og í samræmi við markmið fræðslunnar. Það er ekki hægt að gera fólk hinsegin Undanfarna mánuði höfum við í fræðsluteymi Samtakanna setið undir stöðugum árásum og áreiti, sem virðist byggja á innfluttum áróðri og fordómum. Yfirleitt er fræðsla og sýnileiki hinsegin fólks meðal barna það fyrsta sem afturhaldsöfl ráðast að víða um heim og því koma þessar árásir okkur ekki á óvart. Það hefur verið reynt að gera okkur tortryggileg á opinberum vettvangi og fullyrt að kennsla okkar hafi einhvern annarlegan tilgang, stangist jafnvel á við lög. Það hefur raunar ekki liðið sá dagur undanfarna mánuði að við höfum ekki verið kölluð barnaníðingar og ‘groomerar’, bæði á samfélagsmiðlum og utan þeirra. Helsti ótti fólksins sem talar svona virðist vera að við séum að reyna að gera börn hinsegin. Það er ómögulegt að gera mig gagnkynhneigða með einu samtali, það er fjarstæðukennd hugsun. Það er á sama hátt ekki hægt að gera neinn hinsegin, hvorki börn né fullorðna, og klukkustundarlöng fræðsla hefur svo sannarlega ekki þau áhrif. Markmið Samtakanna ‘78 með fræðslustarfinu er að auka skilning fólks á að fólk er fjölbreytt og létta á mögulegri skömm þeirra barna og ungmenna sem eru hinsegin sjálf eða eiga hinsegin fjölskyldumeðlimi. Það segir sig svo sjálft að þegar skömminni er aflétt þorir fólk frekar að koma út sem hinsegin, það upplifir frelsi til að bera höfuðið hátt. Við þau sem virðast vilja koma skömm vegna hinseginleika aftur fyrir í huga fólks segi ég: Það er allt í lagi að vera hinsegin. Fólk er alls konar og við eigum öll skilið að vera elskuð og virt nákvæmlega eins og við erum. Þetta er inntakið í fræðslu Samtakanna ‘78 og við erum stolt af því. Höfundur er fræðslustýra Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Skóla- og menntamál Grunnskólar Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fræðsla Samtakanna ‘78 er mannréttindamiðuð hinsegin fræðsla. Hinsegin fræðsla fjallar um hinsegin fólk, okkar málefni og hvert hægt er að leita eftir aðstoð og stuðningi. Við kennum fólki á öllum aldri um fjölbreytileikann í kyntjáningu, kynhneigð, kynvitund og kyneinkennum fólks. Að gefnu tilefni er gott að taka það sérstaklega fram að Samtökin ‘78 sinna ekki kynfræðslu í grunnskólum. Það höfum við aldrei gert og munum aldrei gera. Aukinn skilningur á hinsegin málefnum er hornsteinn mannréttindabaráttu Samtakanna ‘78. Ekkert er áhrifaríkara í því að vinna gegn fordómum og auka umburðarlyndi í samfélaginu en fræðsla og sýnileiki. Jafnrétti, lýðræði og mannréttindi og heilsa og velferð eru þrír af sex grunnþáttum menntunar sem eiga samkvæmt aðalnámskrá að vera eins og rauður þráður í gegnum allt nám á grunn- og framhaldsskólastigi. Hinsegin fræðsla styður við þessa þrjá grunnþætti og þar með þær kröfur sem aðalnámskrá gerir til skólanna. Hinsegin málefni eru ekki á allra valdi og kennarar taka heimsóknum okkar því fagnandi, þar sem við getum oft svarað spurningum sem þau eiga erfitt með að svara, svarað spurningum sem þau kunna sjálf að hafa og beint þeim áfram í viðeigandi úrræði ef þörf krefur. Það er líka einfaldlega öðruvísi að ræða við hóp ungmenna um hinsegin málefni sem umsjónarkennari en sem utanaðkomandi manneskja sem tilheyrir hópnum sem um er rætt. Í dag eru Samtökin ´78 með fjórtán samninga við sveitarfélög. Samningarnir ganga út á fræðslu til grunnskólanemenda, starfsfólks leik- og grunnskóla, bæjarskrifstofa og annarra sem sinna þjónustu við íbúa. Við erum mjög þakklát fyrir traustið sem sveitarfélögin sýna Samtökunum ‘78 með samstarfinu. Traustið er hins vegar ekki gripið úr lausu lofti, því samningarnir byggja á viðræðum sem taka jafnan langan tíma og oftast höfum við frætt í skólum sveitarfélaga áður en samningar eru gerðir. Við höfum áunnið okkur traust opinberra aðila með faglegri fræðslu og ráðgjöf til fjölda ára. Starfsfólk sveitarfélaganna hefur setið fræðsluerindi og þekkir nálgunina okkar þegar gengið er til samninga. Hvað erum við að kenna? Við hittum þúsundir einstaklinga á hverju ári og kennum þeim í reynd öllum það sama, þótt við aðlögum efnið vissulega að aldri, þroska og hvað nýtist hverjum hópi best. Hér verður fjallað um þá fræðslu sem við veitum í grunnskólum, en þegar Samtökin ‘78 koma inn í skóla fylgja kennarar alltaf nemendum sínum og taka yfirleitt þátt í umræðum. Á yngsta stigi förum við yfir ólík fjölskylduform og kyntjáningu. Við segjum frá því að börn geta átt alls konar fjölskyldur. Sum börn eiga mömmu og pabba, önnur tvær mömmur eða tvo pabba, sum alast upp á tveimur heimilum, hjá einstæðum foreldrum, frændum og frænkum, stjúpforeldrum, öfum og ömmum. Grunnstefið er að allar fjölskyldur eru jafngildar. Þegar rætt er um kyntjáningu við yngstu börnin er útgangspunkturinn sá að mannflóran er fjölbreytt. Sumt fólk er með stutt hár og annað fólk með sítt. Sumt fólk vill vera í kjól og sumt fólk í buxum. Sumt fólk elskar svartan lit, sumt fólk elskar bleikan. Við reynum að koma því á framfæri við börnin að sama hver þú ert og hvernig þú klæðir þig eða hvernig fjölskyldan þín er, þá ert þú ekki minna virði en annað fólk og átt skilið virðingu og kærleika. Á miðstigi fer fram fyrsta kynning á grunnhugtökum innan hinsegin fræða, þ.e. á helstu hugtökum sem tengjast kynhneigð, kynvitund og kyneinkennum. Hvað er að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður? Hvað er að vera trans? Hvað er að vera intersex? Sumt fólk fæðist með öðruvísi líkama, sumt fólk upplifir kyn sitt á fjölbreyttan hátt og við löðumst á mismunandi hátt að öðru fólki. Við gerum börnum á miðstigi það ljóst að það er fullkomlega eðlilegt að fara fram og til baka, skipta um skoðun og að enginn þarf að festast í kössum eða skilgreiningum. Við höfum öll leyfi og frelsi til að þroskast og þróast á mismunandi hátt. Það getur hins vegar verið gott að eiga orð til að útskýra hvernig fólki líður. Á unglingastigi fer í raun fram nokkuð svipuð fræðsla og á miðstigi. Farið er dýpra yfir grunnhugtök, fjallað um fordóma, að koma út og virðingu við annað fólk. Við útskýrum að það er skiljanlegt að skilja ekki hvernig öðrum líður ef þú hefur ekki upplifað það á eigin skinni. Það sem við getum hins vegar alltaf gert er að bera virðingu fyrir hvert öðru. Stór hluti af fræðslunni á unglingastigi er spurningatími þar sem unglingarnir stjórna eftir því hvað þau vilja helst læra um. Þau geta spurt út í það sem er að flækjast fyrir þeim eftir fræðsluna eða það sem þau eru forvitin um, en alltaf innan skynsamlegra marka sem rúmast innan þessa málaflokks og í samræmi við markmið fræðslunnar. Það er ekki hægt að gera fólk hinsegin Undanfarna mánuði höfum við í fræðsluteymi Samtakanna setið undir stöðugum árásum og áreiti, sem virðist byggja á innfluttum áróðri og fordómum. Yfirleitt er fræðsla og sýnileiki hinsegin fólks meðal barna það fyrsta sem afturhaldsöfl ráðast að víða um heim og því koma þessar árásir okkur ekki á óvart. Það hefur verið reynt að gera okkur tortryggileg á opinberum vettvangi og fullyrt að kennsla okkar hafi einhvern annarlegan tilgang, stangist jafnvel á við lög. Það hefur raunar ekki liðið sá dagur undanfarna mánuði að við höfum ekki verið kölluð barnaníðingar og ‘groomerar’, bæði á samfélagsmiðlum og utan þeirra. Helsti ótti fólksins sem talar svona virðist vera að við séum að reyna að gera börn hinsegin. Það er ómögulegt að gera mig gagnkynhneigða með einu samtali, það er fjarstæðukennd hugsun. Það er á sama hátt ekki hægt að gera neinn hinsegin, hvorki börn né fullorðna, og klukkustundarlöng fræðsla hefur svo sannarlega ekki þau áhrif. Markmið Samtakanna ‘78 með fræðslustarfinu er að auka skilning fólks á að fólk er fjölbreytt og létta á mögulegri skömm þeirra barna og ungmenna sem eru hinsegin sjálf eða eiga hinsegin fjölskyldumeðlimi. Það segir sig svo sjálft að þegar skömminni er aflétt þorir fólk frekar að koma út sem hinsegin, það upplifir frelsi til að bera höfuðið hátt. Við þau sem virðast vilja koma skömm vegna hinseginleika aftur fyrir í huga fólks segi ég: Það er allt í lagi að vera hinsegin. Fólk er alls konar og við eigum öll skilið að vera elskuð og virt nákvæmlega eins og við erum. Þetta er inntakið í fræðslu Samtakanna ‘78 og við erum stolt af því. Höfundur er fræðslustýra Samtakanna ‘78.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun