Rísum upp Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2023 17:01 Ég veit ekki í hvaða samfélagi ég bý en í mínum heimi er staða örorkulífeyristaka á húsnæðismarkaði hörmuleg, afkomuöryggi þeirra ekkert, heilbrigðisþjónusta of dýr, matarkarfan tóm og skerðingar óhóflegar. Enn bíður fatlað fólk, veikt fólk, fólk sem fæðist fatlað og fólk sem hefur slasast á lífsleiðinni - eftir réttlætinu. Það er óréttlátt samfélag þar sem fjöldi fólks býr við skort, tugir þúsunda eða um 13% af þjóðinni, 48.000 manns eru undir lágtekjumörkum þrátt fyrir að sum hafi húsnæðisstuðning og barnabætur. Í mörg, mörg ár höfum við vakið athygli stjórnvalda á því að fátækt skapi sífellt tvandamál og því verði að breyta. Ekki gangi að þau sem aðeins eiga skjól sitt hjá stjórnvöldum og hafi framfærslu frá almannatryggingum sé haldið í svo mikilli fátækt að þau geti vart lifað. Nú loksins fyrir tilstuðlan þingmanns var unnin skýrsla um fátækt, enn ein skýrslan er á borð borin og stjórnvöld tala um einhverjar aðgerðir til næstu tveggja ára, um leið og þau friða samviskuna með því að henda í tekjulægsta hóp samfélagsins 2,5%, nokkrum krónum, í hækkun á lífeyri sem enn er langt undir lágmarkstekjum. Nú loks er viðurkennt að hér á landi búa tugþúsundir við fátækt. Fólk er svo fátækt og það elur börn sín upp í jaðarsetningu sem rífur af þeim tækifærin til að taka þátt í samfélaginu, svíður þau um framtíðardraumana og dæmir sömu leið og foreldrana, í fátækt. Ríkisstjórn síðustu sex ára hefur ekki breytt þeirri stöðu! Fyrir tveimur árum kom út skýrsla unnin af Vörðu fyrir ÖBÍ þar sem niðurstaðan var að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að láta enda ná saman og 44% bjuggu við skort á efnislegum gæðum, sem sagt fátækt. Enn stefnir niður á við. Þar kom einnig fram að fjöldi þeirra sem áttu ekki fyrir mánaðarlegum útgjöldum árið2009, í upphafi dýpstu kreppunnar, var enn sá sami 2021 eða 44%. Í dag, þrátt fyrir eitt mesta hagvaxtaskeið íslandssögunnar síðustu ár og nú 7% hagvöxt, breytist ekkert hjá þeim sem lifa á lífeyri almannatrygginga. Hér verður að setja punktinn. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða strax en ekki hunsa stöðuna og gera ekkert! Þau verða að stíga fram og takast á við verkefnið, það verður að hefja fatlað fólk upp úr þeirri fátækt sem því hefur verið búin af mörgum ríkisstjórnum undanfarinna ára. Stjórnvöld mega ekki skýla sér bak við kerfisbreytingar, sem nú er frestað um enn eitt árið. Fatlað fólk, fatlaðir öryrkjar og börn þeirra – eru án tækifæra, eru á hrakhólum á húsnæðismarkaði og eiga ekki fyrir hafragrautnum sem sumum þingmönnum þykir svo boðlegt að þessi hópur lifi á. Mannréttindi eru brotin á fötluðu fólki hvern einasta dag. Rétturinn til að taka þátt í samfélaginu er ekki til staðar, við þurfum viðhorfsbreytingu. Vanrækslan blasir við, fólk er vanrækt. Heilbrigðiskerfið er of dýrt og fólk neitar sér um læknisþjónustu, fer ekki til sjúkraþjálfara og fær engan aðang að geðheilbrigðisþjónustu. Komugjöld í heilbrigðisþjónustu eru lífeyristökum of dýr og ríkið spólar í sama hjólfarinu mánuð eftir mánuð, engin lausn í sjónmáli, og kostnaðurinn eykst á báða bóga. Vanræksla nú og síðustu ára kallar á dýrari aðgerðir síðar. Það nefnilega kostar mest að gera ekkert og það kostar að halda fólki í fátækt. Við lifum og hrærumst í umhverfi þar sem verðbólga er nær 10% og ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka lífeyri okkar um aðeins 2,5%. Staðan er hörmuleg og mikiðáhyggjuefni. Í þessari stöðu skapast aukin misskipting þar sem efnamikið fólk hefur mestan ávinning, á meðan þau sem verst standa berjast hvern einasta dag við að lifa af. Það er óréttlátt að svomikill ójöfuður sé milli þeirra auðugu og þeirra sem berjast við draga fram lífið á of fáum krónum. Við verðum að standa saman, hækka röddina ogkrefjast aðgerða frá ríkisstjórninni. Við öll sem samfélagið byggjum verðum að taka þátt í að breyta stefnunni, skapa umhverfi sem hefur jöfnuðí fyrirrúmi – þar sem öll njóta. Ójöfnuður má ekki þróast enn frekar. Þetta er viðfangsefni er allra, og við sem byggjum samfélagið þurfum að berjast fyrir því sem rétt er. Látum sjá okkur, Hækkum röddina og berjumst fyrir réttlæti og jöfnuði. Sköpum samfélag þar sem öll hafa jafnan og réttlátan aðgang að velsældinni sem boðuð er. Velsæld sem við öll eigum að njóta. Við erum öflug, við erum áhrifamikilog við munum skapa breytingar. Stöndum saman krefjumst réttlætis og jöfnuðar. Rísum upp! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Húsnæðismál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég veit ekki í hvaða samfélagi ég bý en í mínum heimi er staða örorkulífeyristaka á húsnæðismarkaði hörmuleg, afkomuöryggi þeirra ekkert, heilbrigðisþjónusta of dýr, matarkarfan tóm og skerðingar óhóflegar. Enn bíður fatlað fólk, veikt fólk, fólk sem fæðist fatlað og fólk sem hefur slasast á lífsleiðinni - eftir réttlætinu. Það er óréttlátt samfélag þar sem fjöldi fólks býr við skort, tugir þúsunda eða um 13% af þjóðinni, 48.000 manns eru undir lágtekjumörkum þrátt fyrir að sum hafi húsnæðisstuðning og barnabætur. Í mörg, mörg ár höfum við vakið athygli stjórnvalda á því að fátækt skapi sífellt tvandamál og því verði að breyta. Ekki gangi að þau sem aðeins eiga skjól sitt hjá stjórnvöldum og hafi framfærslu frá almannatryggingum sé haldið í svo mikilli fátækt að þau geti vart lifað. Nú loksins fyrir tilstuðlan þingmanns var unnin skýrsla um fátækt, enn ein skýrslan er á borð borin og stjórnvöld tala um einhverjar aðgerðir til næstu tveggja ára, um leið og þau friða samviskuna með því að henda í tekjulægsta hóp samfélagsins 2,5%, nokkrum krónum, í hækkun á lífeyri sem enn er langt undir lágmarkstekjum. Nú loks er viðurkennt að hér á landi búa tugþúsundir við fátækt. Fólk er svo fátækt og það elur börn sín upp í jaðarsetningu sem rífur af þeim tækifærin til að taka þátt í samfélaginu, svíður þau um framtíðardraumana og dæmir sömu leið og foreldrana, í fátækt. Ríkisstjórn síðustu sex ára hefur ekki breytt þeirri stöðu! Fyrir tveimur árum kom út skýrsla unnin af Vörðu fyrir ÖBÍ þar sem niðurstaðan var að 80% fatlaðs fólks átti erfitt með að láta enda ná saman og 44% bjuggu við skort á efnislegum gæðum, sem sagt fátækt. Enn stefnir niður á við. Þar kom einnig fram að fjöldi þeirra sem áttu ekki fyrir mánaðarlegum útgjöldum árið2009, í upphafi dýpstu kreppunnar, var enn sá sami 2021 eða 44%. Í dag, þrátt fyrir eitt mesta hagvaxtaskeið íslandssögunnar síðustu ár og nú 7% hagvöxt, breytist ekkert hjá þeim sem lifa á lífeyri almannatrygginga. Hér verður að setja punktinn. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða strax en ekki hunsa stöðuna og gera ekkert! Þau verða að stíga fram og takast á við verkefnið, það verður að hefja fatlað fólk upp úr þeirri fátækt sem því hefur verið búin af mörgum ríkisstjórnum undanfarinna ára. Stjórnvöld mega ekki skýla sér bak við kerfisbreytingar, sem nú er frestað um enn eitt árið. Fatlað fólk, fatlaðir öryrkjar og börn þeirra – eru án tækifæra, eru á hrakhólum á húsnæðismarkaði og eiga ekki fyrir hafragrautnum sem sumum þingmönnum þykir svo boðlegt að þessi hópur lifi á. Mannréttindi eru brotin á fötluðu fólki hvern einasta dag. Rétturinn til að taka þátt í samfélaginu er ekki til staðar, við þurfum viðhorfsbreytingu. Vanrækslan blasir við, fólk er vanrækt. Heilbrigðiskerfið er of dýrt og fólk neitar sér um læknisþjónustu, fer ekki til sjúkraþjálfara og fær engan aðang að geðheilbrigðisþjónustu. Komugjöld í heilbrigðisþjónustu eru lífeyristökum of dýr og ríkið spólar í sama hjólfarinu mánuð eftir mánuð, engin lausn í sjónmáli, og kostnaðurinn eykst á báða bóga. Vanræksla nú og síðustu ára kallar á dýrari aðgerðir síðar. Það nefnilega kostar mest að gera ekkert og það kostar að halda fólki í fátækt. Við lifum og hrærumst í umhverfi þar sem verðbólga er nær 10% og ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka lífeyri okkar um aðeins 2,5%. Staðan er hörmuleg og mikiðáhyggjuefni. Í þessari stöðu skapast aukin misskipting þar sem efnamikið fólk hefur mestan ávinning, á meðan þau sem verst standa berjast hvern einasta dag við að lifa af. Það er óréttlátt að svomikill ójöfuður sé milli þeirra auðugu og þeirra sem berjast við draga fram lífið á of fáum krónum. Við verðum að standa saman, hækka röddina ogkrefjast aðgerða frá ríkisstjórninni. Við öll sem samfélagið byggjum verðum að taka þátt í að breyta stefnunni, skapa umhverfi sem hefur jöfnuðí fyrirrúmi – þar sem öll njóta. Ójöfnuður má ekki þróast enn frekar. Þetta er viðfangsefni er allra, og við sem byggjum samfélagið þurfum að berjast fyrir því sem rétt er. Látum sjá okkur, Hækkum röddina og berjumst fyrir réttlæti og jöfnuði. Sköpum samfélag þar sem öll hafa jafnan og réttlátan aðgang að velsældinni sem boðuð er. Velsæld sem við öll eigum að njóta. Við erum öflug, við erum áhrifamikilog við munum skapa breytingar. Stöndum saman krefjumst réttlætis og jöfnuðar. Rísum upp! Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun