Fúskleysi er framkvæmanlegt Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 6. júní 2023 17:01 Fernumálið svokallaða, sem Heimildin vakti athygli á nýverið, er skýrt dæmi um það þegar fólk er svo að segja eitt til frásagnar um árangur sinn og afrakstur og að mikilvægur rekjanleiki liggur ekki fyrir. Sama staða hefur reyndar verið uppi á öðrum vettvangi umhverfismála þar sem frjálslega hefur verið farið með hugtakið kolefnisjöfnun. En hvernig er hægt að fá árangur staðfestan með óyggjandi hætti? Svarið er staðlar. Með notkun staðla svara stjórnendur fyrirtækja spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ og svarið er fengið frá bestu sérfræðingum hverju sinni sem jafnframt sammælast um niðurstöðuna. Þar eru líka hugtök og orð (t.d. endurnýting og endurvinnsla) skilgreind svo enginn vafi leikur á því hvað er hvað. Niðurstaðan er svo gefin út í formi staðals. Hagaðilar (sem stundum er löggjafinn sjálfur) geta þannig gert kröfu um að þjónustuveitandi eða vöruframleiðandi fylgi stöðlum og eftir atvikum, fái faggildar vottunar-, skoðunar eða prófunarstofur til að staðfesta árangurinn. Veitendur þjónustu og framleiðendur vöru geta að sama skapi valið að auka traust viðskiptavina og hagaðila með því að sýna fram á, með aðkomu þriðja aðila, að gera það sem þeir segjast vera að gera. Vottunarhæf stjórnunarkerfi sem byggja á ISO stöðlum innihalda grundvallarhugmyndir og meginreglur sem reksturinn byggir á s.s. að uppfylla kröfur sem geta bæði verið lögbundnar eða stafað annars staðar frá, s.s. frá neytendum. Stjórnunarkerfi leggja ríka áherslu á hagsmunaaðila, krafa er um að ákvarðanir séu teknar á grundvelli traustra sönnunargagna, að ráðist sé í reglulegar innri og ytri úttektir og áhættugreiningar og að lokum að faggildur vottunaraðili taki reksturinn út og votti að hann sé í samræmi við kröfur sem til hans eru gerðar og hagsmuni sem kerfið hverfist um. T.d. aðfangakeðjan og samstarfsaðilar séu traustir. Þó akur valkvæðrar staðlanotkunar sé á ýmsum sviðum óplægður hér á landi gagnast þeir mjög vel, um allan heim, við að koma í veg fyrir fúsk, fjártjón, álag og óreglu og auka gæði, öryggi og neytenda-, heilsu- og umhverfisvernd. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Íslenskum stöðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fernumálið svokallaða, sem Heimildin vakti athygli á nýverið, er skýrt dæmi um það þegar fólk er svo að segja eitt til frásagnar um árangur sinn og afrakstur og að mikilvægur rekjanleiki liggur ekki fyrir. Sama staða hefur reyndar verið uppi á öðrum vettvangi umhverfismála þar sem frjálslega hefur verið farið með hugtakið kolefnisjöfnun. En hvernig er hægt að fá árangur staðfestan með óyggjandi hætti? Svarið er staðlar. Með notkun staðla svara stjórnendur fyrirtækja spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ og svarið er fengið frá bestu sérfræðingum hverju sinni sem jafnframt sammælast um niðurstöðuna. Þar eru líka hugtök og orð (t.d. endurnýting og endurvinnsla) skilgreind svo enginn vafi leikur á því hvað er hvað. Niðurstaðan er svo gefin út í formi staðals. Hagaðilar (sem stundum er löggjafinn sjálfur) geta þannig gert kröfu um að þjónustuveitandi eða vöruframleiðandi fylgi stöðlum og eftir atvikum, fái faggildar vottunar-, skoðunar eða prófunarstofur til að staðfesta árangurinn. Veitendur þjónustu og framleiðendur vöru geta að sama skapi valið að auka traust viðskiptavina og hagaðila með því að sýna fram á, með aðkomu þriðja aðila, að gera það sem þeir segjast vera að gera. Vottunarhæf stjórnunarkerfi sem byggja á ISO stöðlum innihalda grundvallarhugmyndir og meginreglur sem reksturinn byggir á s.s. að uppfylla kröfur sem geta bæði verið lögbundnar eða stafað annars staðar frá, s.s. frá neytendum. Stjórnunarkerfi leggja ríka áherslu á hagsmunaaðila, krafa er um að ákvarðanir séu teknar á grundvelli traustra sönnunargagna, að ráðist sé í reglulegar innri og ytri úttektir og áhættugreiningar og að lokum að faggildur vottunaraðili taki reksturinn út og votti að hann sé í samræmi við kröfur sem til hans eru gerðar og hagsmuni sem kerfið hverfist um. T.d. aðfangakeðjan og samstarfsaðilar séu traustir. Þó akur valkvæðrar staðlanotkunar sé á ýmsum sviðum óplægður hér á landi gagnast þeir mjög vel, um allan heim, við að koma í veg fyrir fúsk, fjártjón, álag og óreglu og auka gæði, öryggi og neytenda-, heilsu- og umhverfisvernd. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Íslenskum stöðlum.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun