Hvað amar eiginlega að okkur? Jakob Frímann Magnússon skrifar 5. júní 2023 09:31 Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Ef tímabærri athygli er beint inn á við - að okkur sjálfum - blasir þessi hryggðarmynd við: Vaxandi fjöldi Íslendinga er andlega laskaður! Tugþúsundir landsmanna glíma við geðræn veikindi og fer fjölgandi frá ári til árs. Við eigum heimsmet í neyslu geðlyfja og heilbrigðiskerfi okkar nær ekki utan um vandann nema að litlu leyti þótt auknum fjármunum kunni að vera til að dreifa. Ísland mælist þrátt fyrir allt 6. ríkasta þjóð heims skv. OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni). Þetta er auðvitað óboðlegt ástand. Ef við svipumst um stund eftir mögulegum orsökum þessa vaxandi heilsubrests, kemur sitthvað til álita. Hvað er það í samfélagsgerð okkar og háttum sem valdið getur svo ískyggilegum heilsubresti á vorum dögum? Við eigum þrátt fyrir allt að heita velferðarsamfélag sem fjárfest hefur allmyndarlega í menntun, heilbrigðiskerfi og lykilinnviðum. Erum að auki auðug að auðlindum og nýjum, sívaxandi tekjustofnum ríkissjóðs. Hvað greinir okkur frá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, Norðurlöndum og öðrum þróuðum Evrópuríkjum, annað en hryssingslegt veðurfarið? „The Drugs don´t Work“ Kann það að vera sú rótgróna og viðvarandi spenna sem einkennt hefur líf venjulegs fólks undanfarna hálfa öld og tengja mætti öldugangi og ófyrirsjáanleika íslensks efnahagslífs? Óttinn við að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót? Að þurfa að horfast í augu við tóman ísskáp? Að ráða ekki við snarhækkaðar afborganir lána? Hið krampakennda og bólguþrútna efnahagsástand sem landsmenn hafa búið við langtímum saman, allt frá stofnun lýðveldisins, hreiðrar um sig í undirvitundinni eins og mara. Efnahagssveiflurnar gera okkur betur stæð eitt árið en fátæk það næsta. Ástandið er aldrei fyrirsjáanlegt eins og sjálfsagt þykir í þróðuðum nágrannaríkjum okkar. Gæti hér verið að finna rót þeirrar streitu sem smám saman leiðir til heilsubrests, óbærilegs ástands sem einungis rótsterk og rándýr lyf megna að sefa tímabundið? Meðulin sem gripið hefur verið til í Seðlabankanum gegn óstöðugleika efnahagslífins, virðast hins vegar ekkert megna að sefa, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit þar að lútandi. Sem rispuð vínylplata hljómar hér misserum saman viðlag gamla Verve-lagsins„The Drugs don´t Work“. Lækningajurtirnar úr garði Seðlabankans við Kalkofnveg virðast sumsé skammgóður vermir, líkt og lyfin sem daglega eru skenkt þeim tugþúsundum Íslendinga sem glíma við stöðugan kvíða og þunglyndi – af völdum ástandsins. Hér þarf nýjan gangráð Við verðum að horfast í augu við, greina og viðurkenna okkar stóralvarlega, viðvarandi þjóðarvanda. Ráðast síðan að rótum hans. Skammtímalækningar og snákaolíumeðferðir munu hér lítt gagnast. Heilsa sjálfs þjóðarlíkamans er í húfi. Víkjum okkur ekki undan óhjákvæmilegri breytingu, jafnvel þó til sársaukafulls uppskurðar þurfi að koma. Þessi óstöðugi púls efnahagslífsins er hreinlega ekki boðlegur lengur. Nýr, nútímalegur og traustur gangráður mundi hér miklu breyta til betri vegar og langrar framtíðar. Meinið blasir við. Lækningin sömuleiðis. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Ef tímabærri athygli er beint inn á við - að okkur sjálfum - blasir þessi hryggðarmynd við: Vaxandi fjöldi Íslendinga er andlega laskaður! Tugþúsundir landsmanna glíma við geðræn veikindi og fer fjölgandi frá ári til árs. Við eigum heimsmet í neyslu geðlyfja og heilbrigðiskerfi okkar nær ekki utan um vandann nema að litlu leyti þótt auknum fjármunum kunni að vera til að dreifa. Ísland mælist þrátt fyrir allt 6. ríkasta þjóð heims skv. OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni). Þetta er auðvitað óboðlegt ástand. Ef við svipumst um stund eftir mögulegum orsökum þessa vaxandi heilsubrests, kemur sitthvað til álita. Hvað er það í samfélagsgerð okkar og háttum sem valdið getur svo ískyggilegum heilsubresti á vorum dögum? Við eigum þrátt fyrir allt að heita velferðarsamfélag sem fjárfest hefur allmyndarlega í menntun, heilbrigðiskerfi og lykilinnviðum. Erum að auki auðug að auðlindum og nýjum, sívaxandi tekjustofnum ríkissjóðs. Hvað greinir okkur frá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, Norðurlöndum og öðrum þróuðum Evrópuríkjum, annað en hryssingslegt veðurfarið? „The Drugs don´t Work“ Kann það að vera sú rótgróna og viðvarandi spenna sem einkennt hefur líf venjulegs fólks undanfarna hálfa öld og tengja mætti öldugangi og ófyrirsjáanleika íslensks efnahagslífs? Óttinn við að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót? Að þurfa að horfast í augu við tóman ísskáp? Að ráða ekki við snarhækkaðar afborganir lána? Hið krampakennda og bólguþrútna efnahagsástand sem landsmenn hafa búið við langtímum saman, allt frá stofnun lýðveldisins, hreiðrar um sig í undirvitundinni eins og mara. Efnahagssveiflurnar gera okkur betur stæð eitt árið en fátæk það næsta. Ástandið er aldrei fyrirsjáanlegt eins og sjálfsagt þykir í þróðuðum nágrannaríkjum okkar. Gæti hér verið að finna rót þeirrar streitu sem smám saman leiðir til heilsubrests, óbærilegs ástands sem einungis rótsterk og rándýr lyf megna að sefa tímabundið? Meðulin sem gripið hefur verið til í Seðlabankanum gegn óstöðugleika efnahagslífins, virðast hins vegar ekkert megna að sefa, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit þar að lútandi. Sem rispuð vínylplata hljómar hér misserum saman viðlag gamla Verve-lagsins„The Drugs don´t Work“. Lækningajurtirnar úr garði Seðlabankans við Kalkofnveg virðast sumsé skammgóður vermir, líkt og lyfin sem daglega eru skenkt þeim tugþúsundum Íslendinga sem glíma við stöðugan kvíða og þunglyndi – af völdum ástandsins. Hér þarf nýjan gangráð Við verðum að horfast í augu við, greina og viðurkenna okkar stóralvarlega, viðvarandi þjóðarvanda. Ráðast síðan að rótum hans. Skammtímalækningar og snákaolíumeðferðir munu hér lítt gagnast. Heilsa sjálfs þjóðarlíkamans er í húfi. Víkjum okkur ekki undan óhjákvæmilegri breytingu, jafnvel þó til sársaukafulls uppskurðar þurfi að koma. Þessi óstöðugi púls efnahagslífsins er hreinlega ekki boðlegur lengur. Nýr, nútímalegur og traustur gangráður mundi hér miklu breyta til betri vegar og langrar framtíðar. Meinið blasir við. Lækningin sömuleiðis. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun