Hvað amar eiginlega að okkur? Jakob Frímann Magnússon skrifar 5. júní 2023 09:31 Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Ef tímabærri athygli er beint inn á við - að okkur sjálfum - blasir þessi hryggðarmynd við: Vaxandi fjöldi Íslendinga er andlega laskaður! Tugþúsundir landsmanna glíma við geðræn veikindi og fer fjölgandi frá ári til árs. Við eigum heimsmet í neyslu geðlyfja og heilbrigðiskerfi okkar nær ekki utan um vandann nema að litlu leyti þótt auknum fjármunum kunni að vera til að dreifa. Ísland mælist þrátt fyrir allt 6. ríkasta þjóð heims skv. OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni). Þetta er auðvitað óboðlegt ástand. Ef við svipumst um stund eftir mögulegum orsökum þessa vaxandi heilsubrests, kemur sitthvað til álita. Hvað er það í samfélagsgerð okkar og háttum sem valdið getur svo ískyggilegum heilsubresti á vorum dögum? Við eigum þrátt fyrir allt að heita velferðarsamfélag sem fjárfest hefur allmyndarlega í menntun, heilbrigðiskerfi og lykilinnviðum. Erum að auki auðug að auðlindum og nýjum, sívaxandi tekjustofnum ríkissjóðs. Hvað greinir okkur frá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, Norðurlöndum og öðrum þróuðum Evrópuríkjum, annað en hryssingslegt veðurfarið? „The Drugs don´t Work“ Kann það að vera sú rótgróna og viðvarandi spenna sem einkennt hefur líf venjulegs fólks undanfarna hálfa öld og tengja mætti öldugangi og ófyrirsjáanleika íslensks efnahagslífs? Óttinn við að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót? Að þurfa að horfast í augu við tóman ísskáp? Að ráða ekki við snarhækkaðar afborganir lána? Hið krampakennda og bólguþrútna efnahagsástand sem landsmenn hafa búið við langtímum saman, allt frá stofnun lýðveldisins, hreiðrar um sig í undirvitundinni eins og mara. Efnahagssveiflurnar gera okkur betur stæð eitt árið en fátæk það næsta. Ástandið er aldrei fyrirsjáanlegt eins og sjálfsagt þykir í þróðuðum nágrannaríkjum okkar. Gæti hér verið að finna rót þeirrar streitu sem smám saman leiðir til heilsubrests, óbærilegs ástands sem einungis rótsterk og rándýr lyf megna að sefa tímabundið? Meðulin sem gripið hefur verið til í Seðlabankanum gegn óstöðugleika efnahagslífins, virðast hins vegar ekkert megna að sefa, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit þar að lútandi. Sem rispuð vínylplata hljómar hér misserum saman viðlag gamla Verve-lagsins„The Drugs don´t Work“. Lækningajurtirnar úr garði Seðlabankans við Kalkofnveg virðast sumsé skammgóður vermir, líkt og lyfin sem daglega eru skenkt þeim tugþúsundum Íslendinga sem glíma við stöðugan kvíða og þunglyndi – af völdum ástandsins. Hér þarf nýjan gangráð Við verðum að horfast í augu við, greina og viðurkenna okkar stóralvarlega, viðvarandi þjóðarvanda. Ráðast síðan að rótum hans. Skammtímalækningar og snákaolíumeðferðir munu hér lítt gagnast. Heilsa sjálfs þjóðarlíkamans er í húfi. Víkjum okkur ekki undan óhjákvæmilegri breytingu, jafnvel þó til sársaukafulls uppskurðar þurfi að koma. Þessi óstöðugi púls efnahagslífsins er hreinlega ekki boðlegur lengur. Nýr, nútímalegur og traustur gangráður mundi hér miklu breyta til betri vegar og langrar framtíðar. Meinið blasir við. Lækningin sömuleiðis. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Ef tímabærri athygli er beint inn á við - að okkur sjálfum - blasir þessi hryggðarmynd við: Vaxandi fjöldi Íslendinga er andlega laskaður! Tugþúsundir landsmanna glíma við geðræn veikindi og fer fjölgandi frá ári til árs. Við eigum heimsmet í neyslu geðlyfja og heilbrigðiskerfi okkar nær ekki utan um vandann nema að litlu leyti þótt auknum fjármunum kunni að vera til að dreifa. Ísland mælist þrátt fyrir allt 6. ríkasta þjóð heims skv. OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni). Þetta er auðvitað óboðlegt ástand. Ef við svipumst um stund eftir mögulegum orsökum þessa vaxandi heilsubrests, kemur sitthvað til álita. Hvað er það í samfélagsgerð okkar og háttum sem valdið getur svo ískyggilegum heilsubresti á vorum dögum? Við eigum þrátt fyrir allt að heita velferðarsamfélag sem fjárfest hefur allmyndarlega í menntun, heilbrigðiskerfi og lykilinnviðum. Erum að auki auðug að auðlindum og nýjum, sívaxandi tekjustofnum ríkissjóðs. Hvað greinir okkur frá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, Norðurlöndum og öðrum þróuðum Evrópuríkjum, annað en hryssingslegt veðurfarið? „The Drugs don´t Work“ Kann það að vera sú rótgróna og viðvarandi spenna sem einkennt hefur líf venjulegs fólks undanfarna hálfa öld og tengja mætti öldugangi og ófyrirsjáanleika íslensks efnahagslífs? Óttinn við að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót? Að þurfa að horfast í augu við tóman ísskáp? Að ráða ekki við snarhækkaðar afborganir lána? Hið krampakennda og bólguþrútna efnahagsástand sem landsmenn hafa búið við langtímum saman, allt frá stofnun lýðveldisins, hreiðrar um sig í undirvitundinni eins og mara. Efnahagssveiflurnar gera okkur betur stæð eitt árið en fátæk það næsta. Ástandið er aldrei fyrirsjáanlegt eins og sjálfsagt þykir í þróðuðum nágrannaríkjum okkar. Gæti hér verið að finna rót þeirrar streitu sem smám saman leiðir til heilsubrests, óbærilegs ástands sem einungis rótsterk og rándýr lyf megna að sefa tímabundið? Meðulin sem gripið hefur verið til í Seðlabankanum gegn óstöðugleika efnahagslífins, virðast hins vegar ekkert megna að sefa, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit þar að lútandi. Sem rispuð vínylplata hljómar hér misserum saman viðlag gamla Verve-lagsins„The Drugs don´t Work“. Lækningajurtirnar úr garði Seðlabankans við Kalkofnveg virðast sumsé skammgóður vermir, líkt og lyfin sem daglega eru skenkt þeim tugþúsundum Íslendinga sem glíma við stöðugan kvíða og þunglyndi – af völdum ástandsins. Hér þarf nýjan gangráð Við verðum að horfast í augu við, greina og viðurkenna okkar stóralvarlega, viðvarandi þjóðarvanda. Ráðast síðan að rótum hans. Skammtímalækningar og snákaolíumeðferðir munu hér lítt gagnast. Heilsa sjálfs þjóðarlíkamans er í húfi. Víkjum okkur ekki undan óhjákvæmilegri breytingu, jafnvel þó til sársaukafulls uppskurðar þurfi að koma. Þessi óstöðugi púls efnahagslífsins er hreinlega ekki boðlegur lengur. Nýr, nútímalegur og traustur gangráður mundi hér miklu breyta til betri vegar og langrar framtíðar. Meinið blasir við. Lækningin sömuleiðis. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar