Hvað amar eiginlega að okkur? Jakob Frímann Magnússon skrifar 5. júní 2023 09:31 Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Ef tímabærri athygli er beint inn á við - að okkur sjálfum - blasir þessi hryggðarmynd við: Vaxandi fjöldi Íslendinga er andlega laskaður! Tugþúsundir landsmanna glíma við geðræn veikindi og fer fjölgandi frá ári til árs. Við eigum heimsmet í neyslu geðlyfja og heilbrigðiskerfi okkar nær ekki utan um vandann nema að litlu leyti þótt auknum fjármunum kunni að vera til að dreifa. Ísland mælist þrátt fyrir allt 6. ríkasta þjóð heims skv. OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni). Þetta er auðvitað óboðlegt ástand. Ef við svipumst um stund eftir mögulegum orsökum þessa vaxandi heilsubrests, kemur sitthvað til álita. Hvað er það í samfélagsgerð okkar og háttum sem valdið getur svo ískyggilegum heilsubresti á vorum dögum? Við eigum þrátt fyrir allt að heita velferðarsamfélag sem fjárfest hefur allmyndarlega í menntun, heilbrigðiskerfi og lykilinnviðum. Erum að auki auðug að auðlindum og nýjum, sívaxandi tekjustofnum ríkissjóðs. Hvað greinir okkur frá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, Norðurlöndum og öðrum þróuðum Evrópuríkjum, annað en hryssingslegt veðurfarið? „The Drugs don´t Work“ Kann það að vera sú rótgróna og viðvarandi spenna sem einkennt hefur líf venjulegs fólks undanfarna hálfa öld og tengja mætti öldugangi og ófyrirsjáanleika íslensks efnahagslífs? Óttinn við að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót? Að þurfa að horfast í augu við tóman ísskáp? Að ráða ekki við snarhækkaðar afborganir lána? Hið krampakennda og bólguþrútna efnahagsástand sem landsmenn hafa búið við langtímum saman, allt frá stofnun lýðveldisins, hreiðrar um sig í undirvitundinni eins og mara. Efnahagssveiflurnar gera okkur betur stæð eitt árið en fátæk það næsta. Ástandið er aldrei fyrirsjáanlegt eins og sjálfsagt þykir í þróðuðum nágrannaríkjum okkar. Gæti hér verið að finna rót þeirrar streitu sem smám saman leiðir til heilsubrests, óbærilegs ástands sem einungis rótsterk og rándýr lyf megna að sefa tímabundið? Meðulin sem gripið hefur verið til í Seðlabankanum gegn óstöðugleika efnahagslífins, virðast hins vegar ekkert megna að sefa, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit þar að lútandi. Sem rispuð vínylplata hljómar hér misserum saman viðlag gamla Verve-lagsins„The Drugs don´t Work“. Lækningajurtirnar úr garði Seðlabankans við Kalkofnveg virðast sumsé skammgóður vermir, líkt og lyfin sem daglega eru skenkt þeim tugþúsundum Íslendinga sem glíma við stöðugan kvíða og þunglyndi – af völdum ástandsins. Hér þarf nýjan gangráð Við verðum að horfast í augu við, greina og viðurkenna okkar stóralvarlega, viðvarandi þjóðarvanda. Ráðast síðan að rótum hans. Skammtímalækningar og snákaolíumeðferðir munu hér lítt gagnast. Heilsa sjálfs þjóðarlíkamans er í húfi. Víkjum okkur ekki undan óhjákvæmilegri breytingu, jafnvel þó til sársaukafulls uppskurðar þurfi að koma. Þessi óstöðugi púls efnahagslífsins er hreinlega ekki boðlegur lengur. Nýr, nútímalegur og traustur gangráður mundi hér miklu breyta til betri vegar og langrar framtíðar. Meinið blasir við. Lækningin sömuleiðis. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir ófarir og sársauka af völdum hrunsins hefur athygli okkar á undanförnum árum mjög beinst að áskorunum að utan, einkum heimsfaraldri og vopnaskaki í austurvegi. Ef tímabærri athygli er beint inn á við - að okkur sjálfum - blasir þessi hryggðarmynd við: Vaxandi fjöldi Íslendinga er andlega laskaður! Tugþúsundir landsmanna glíma við geðræn veikindi og fer fjölgandi frá ári til árs. Við eigum heimsmet í neyslu geðlyfja og heilbrigðiskerfi okkar nær ekki utan um vandann nema að litlu leyti þótt auknum fjármunum kunni að vera til að dreifa. Ísland mælist þrátt fyrir allt 6. ríkasta þjóð heims skv. OECD (Efnahags- og framfarastofnuninni). Þetta er auðvitað óboðlegt ástand. Ef við svipumst um stund eftir mögulegum orsökum þessa vaxandi heilsubrests, kemur sitthvað til álita. Hvað er það í samfélagsgerð okkar og háttum sem valdið getur svo ískyggilegum heilsubresti á vorum dögum? Við eigum þrátt fyrir allt að heita velferðarsamfélag sem fjárfest hefur allmyndarlega í menntun, heilbrigðiskerfi og lykilinnviðum. Erum að auki auðug að auðlindum og nýjum, sívaxandi tekjustofnum ríkissjóðs. Hvað greinir okkur frá þeim þjóðum sem við berum okkur helst saman við, Norðurlöndum og öðrum þróuðum Evrópuríkjum, annað en hryssingslegt veðurfarið? „The Drugs don´t Work“ Kann það að vera sú rótgróna og viðvarandi spenna sem einkennt hefur líf venjulegs fólks undanfarna hálfa öld og tengja mætti öldugangi og ófyrirsjáanleika íslensks efnahagslífs? Óttinn við að ná ekki endum saman um næstu mánaðamót? Að þurfa að horfast í augu við tóman ísskáp? Að ráða ekki við snarhækkaðar afborganir lána? Hið krampakennda og bólguþrútna efnahagsástand sem landsmenn hafa búið við langtímum saman, allt frá stofnun lýðveldisins, hreiðrar um sig í undirvitundinni eins og mara. Efnahagssveiflurnar gera okkur betur stæð eitt árið en fátæk það næsta. Ástandið er aldrei fyrirsjáanlegt eins og sjálfsagt þykir í þróðuðum nágrannaríkjum okkar. Gæti hér verið að finna rót þeirrar streitu sem smám saman leiðir til heilsubrests, óbærilegs ástands sem einungis rótsterk og rándýr lyf megna að sefa tímabundið? Meðulin sem gripið hefur verið til í Seðlabankanum gegn óstöðugleika efnahagslífins, virðast hins vegar ekkert megna að sefa, þrátt fyrir ítrekuð fyrirheit þar að lútandi. Sem rispuð vínylplata hljómar hér misserum saman viðlag gamla Verve-lagsins„The Drugs don´t Work“. Lækningajurtirnar úr garði Seðlabankans við Kalkofnveg virðast sumsé skammgóður vermir, líkt og lyfin sem daglega eru skenkt þeim tugþúsundum Íslendinga sem glíma við stöðugan kvíða og þunglyndi – af völdum ástandsins. Hér þarf nýjan gangráð Við verðum að horfast í augu við, greina og viðurkenna okkar stóralvarlega, viðvarandi þjóðarvanda. Ráðast síðan að rótum hans. Skammtímalækningar og snákaolíumeðferðir munu hér lítt gagnast. Heilsa sjálfs þjóðarlíkamans er í húfi. Víkjum okkur ekki undan óhjákvæmilegri breytingu, jafnvel þó til sársaukafulls uppskurðar þurfi að koma. Þessi óstöðugi púls efnahagslífsins er hreinlega ekki boðlegur lengur. Nýr, nútímalegur og traustur gangráður mundi hér miklu breyta til betri vegar og langrar framtíðar. Meinið blasir við. Lækningin sömuleiðis. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun