Sjálfbærar hvalveiðar? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. maí 2023 08:00 Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Það var svo fyrirferðarmikið í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 1987 (Brundtland skýrslan): Sameiginleg framtíð okkar, þar sem sjálfbær þróun var skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: efnahagsvöxtur, samfélagsleg velferð og vernd umhverfisins. Stunda Íslendingar þá sjálfbærar hvalveiðar? Ég veit að það fer í taugarnar á mörgum, og það með réttu, þegar talað er um hvalveiðar Íslendinga í stað hvalveiða Hvals ehf. En á meðan veiðarnar eru stundaðar með sérstöku leyfi íslenskra stjórnvalda, þá stunda Íslendingar hvalveiðar. Því miður. Ísland er eina þjóðin í heiminum sem leyfir veiðar á langreyðum. Eru veiðarnar sjálfbærar? Þann 14. maí sl. fjallaði visir.is um veiðar Hvals ehf. og meðal annars svona: „Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð.“ Ein stoð sjálfbærni fallin. Það er sennilega óþarfi að fjölyrða hér um skelfilegar aðferðir við veiðar á stórhvelum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Auk harðra viðbragða og fordæmingar íslensks samfélags við dýraníðinu sem lýst var í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum hefur fólk í ferðaþjónustu og öðrum alþjóðaviðskiptum kvartað vegna neikvæðra áhrifa veiðanna. Þar fór samfélagslega stoðin. Hvalir eru að ganga af fiskistofnunum dauðum með gegndarlausu áti sínu. Þess vegna er nauðsynlegt að skjóta þá. Þetta vita allir. Eða hvað? Árið 2019 birtist skýrsla sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét gera um áhrif hvala á loftslagið og vistkerfin. Niðurstaðan var sláandi. Á líftíma sínum skilar hvert stórhveli að jafnaði 33 tonnum af kolvetni aftur niður á hafsbotn og ef hvalveiðum yrði hætt gæti það fjölgað plöntusvifi um það sem samsvarar 40 þúsund ferkílómetrum af fullvöxnum skógi. Hvalir eru sem sagt ómissandi hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Tilvist þeirra styrkir fiskistofna en ógnar þeim ekki. Hér fellur þriðja og síðasta stoð hinna meintu sjálfbæru hvalveiða. Og sú stoð er sannarlega ekkert einkamál okkar hér á landi í ljósi mikilvægra jákvæðra áhrifa hvala á vistkerfi sjávar. Þegar fólk lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar liggur í orðanna hljóðan að það styður ekki ósjálfbærar hvalveiðar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að leyfi Hvals ehf. til að halda áfram sínum ósjálfbæru veiðum á langreyðum í sumar verði afturkallað með fullum stuðningi þingheims. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Það var svo fyrirferðarmikið í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 1987 (Brundtland skýrslan): Sameiginleg framtíð okkar, þar sem sjálfbær þróun var skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: efnahagsvöxtur, samfélagsleg velferð og vernd umhverfisins. Stunda Íslendingar þá sjálfbærar hvalveiðar? Ég veit að það fer í taugarnar á mörgum, og það með réttu, þegar talað er um hvalveiðar Íslendinga í stað hvalveiða Hvals ehf. En á meðan veiðarnar eru stundaðar með sérstöku leyfi íslenskra stjórnvalda, þá stunda Íslendingar hvalveiðar. Því miður. Ísland er eina þjóðin í heiminum sem leyfir veiðar á langreyðum. Eru veiðarnar sjálfbærar? Þann 14. maí sl. fjallaði visir.is um veiðar Hvals ehf. og meðal annars svona: „Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð.“ Ein stoð sjálfbærni fallin. Það er sennilega óþarfi að fjölyrða hér um skelfilegar aðferðir við veiðar á stórhvelum sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu. Auk harðra viðbragða og fordæmingar íslensks samfélags við dýraníðinu sem lýst var í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum hefur fólk í ferðaþjónustu og öðrum alþjóðaviðskiptum kvartað vegna neikvæðra áhrifa veiðanna. Þar fór samfélagslega stoðin. Hvalir eru að ganga af fiskistofnunum dauðum með gegndarlausu áti sínu. Þess vegna er nauðsynlegt að skjóta þá. Þetta vita allir. Eða hvað? Árið 2019 birtist skýrsla sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lét gera um áhrif hvala á loftslagið og vistkerfin. Niðurstaðan var sláandi. Á líftíma sínum skilar hvert stórhveli að jafnaði 33 tonnum af kolvetni aftur niður á hafsbotn og ef hvalveiðum yrði hætt gæti það fjölgað plöntusvifi um það sem samsvarar 40 þúsund ferkílómetrum af fullvöxnum skógi. Hvalir eru sem sagt ómissandi hluti af heilbrigðu vistkerfi sjávar. Tilvist þeirra styrkir fiskistofna en ógnar þeim ekki. Hér fellur þriðja og síðasta stoð hinna meintu sjálfbæru hvalveiða. Og sú stoð er sannarlega ekkert einkamál okkar hér á landi í ljósi mikilvægra jákvæðra áhrifa hvala á vistkerfi sjávar. Þegar fólk lýsir yfir stuðningi við sjálfbærar hvalveiðar liggur í orðanna hljóðan að það styður ekki ósjálfbærar hvalveiðar. Ég geri þess vegna fastlega ráð fyrir því að leyfi Hvals ehf. til að halda áfram sínum ósjálfbæru veiðum á langreyðum í sumar verði afturkallað með fullum stuðningi þingheims. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun