Hvaða grunnvatn? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. maí 2023 11:01 Bílaþvottaplön með slöngukústum og hreinu drykkjvatni í tonnatali er einkenni á Íslandi sem margir erlendir gestir undrast. Grunnvatn er til í ríkum mæli, einkum í þeim fjórðungi landsins sem telst eldvirkur og í næsta nágrenni við hann. Grunnvatnið er sá hluti úrkomunnar sem nær niður í berggrunnin (jarðlögin), djúpt eða grunnt. Allir helstu vatnsstraumarnir stefna út af landinu, beint í sjó fram á ströndum eða inn í jarðlög á sjávarbotni. Á landsvæðum með eldri berggrunn en u.þ.b. þriggja milljón ára rennur mikill meiri hluti úrkomunnar til sjávar sem yfirborðsvatn. Nýlegt eldgosaberg er með miklu meira af opnum glufum, sprungum og holrýmum en það gamla sem aftur á móti hefur orðið mun þéttara með aldri vegna alls konar efnaferla sem þar verða. Grunnvatn í efri hluta berggrunnsins, niður á tuga eða fáein hundruð metra dýpi, getum við notað sem kalt neysluvatn (ferskvatn). Neðar er vatnið víðast hvar tekið að hitna um of og hvarfast við bergið í meira mæli en svo að okkur þyki það neysluhæft. Rætur hverasvæða, bæði háhita- og lághitasvæða, innihalda upphitað grunnvatn að mestu leyti. Þar er borað niður á 1.000-2.800 metra og aflað gufu og heita vatnsins mikilvæga. Mat á vatnsrennsli út af öllu landinu, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn, leikur á bilinu 4.700-6.500 tonn á sek. eftir árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn á sek. - álíka og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Ætla má að ítrasta lágmarki að grunnvatnsrennslið nemi um 15-20% af afrennslinu, eða í kringum 1.000 tonn á sek. - tvær og hálf Ölfusá - en gæti numið allt að þriðjungi afrennslisins, þ.e. 1.800 tonnum á sek. eða rúmar fjórar Ölfusár. Reykjanesskagi er eitt þeirrra landsvæða sem inniheldur einna mest af ferskvatni í efri hluta berggrunnsins. Frekar lítið grunnvatnsrennsli er t.d. á Garðskaga - metið um 1 tonn á sek. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn á sek. í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn á sek., aðallega fyrrum úrkoma á Bláfjöllum og Brennisteinsfjöllum. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undan hrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæðið við Kaldá. Ferskvatn er numið á mörgum stöðum á skaganum, úr grunnum borholum, allt frá Gvendarbrunnum til Grindavíkur - í Svartsengisvirkjun er það hitað upp sem hitaveituvatn. Nálægt Þorlákshöfn er framleitt drykkjarvatn í umbúðum til útflutnings og þar er líka fiskeldi á landi. Grunnvatn sem er notað innanlands, kalt eða volgt, endar í hafi. Sé því dælt í jarðlög er verið að skila vatninu í berggrunninn, djúpt eða grunnt - og að lokum til hafs. Landeigendur, þ.e. einstaklingar, fyrirtæki, ríkið eða sveitarfélög, hafa vatnsréttindi með höndum og mega selja aðgang að vatnsöflun ef því er að skipta en skilyrtur eignarnámsréttur (með bótaskyldu) er falinn hjá ríkinu. Í gildi eru vatnalög (sjá lagasafn Alþingis) með ýmsum krókum og kimum. Þessi fáeinu grunnatriði, og raunar margt fleira, ber að hafa í huga þegar rætt er um Carbfix, hitaveitur, ferskvatnsútflutning, landakaup og hvaðeina sem tekur til grunnvatnsnytja á Íslandi. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Bílaþvottaplön með slöngukústum og hreinu drykkjvatni í tonnatali er einkenni á Íslandi sem margir erlendir gestir undrast. Grunnvatn er til í ríkum mæli, einkum í þeim fjórðungi landsins sem telst eldvirkur og í næsta nágrenni við hann. Grunnvatnið er sá hluti úrkomunnar sem nær niður í berggrunnin (jarðlögin), djúpt eða grunnt. Allir helstu vatnsstraumarnir stefna út af landinu, beint í sjó fram á ströndum eða inn í jarðlög á sjávarbotni. Á landsvæðum með eldri berggrunn en u.þ.b. þriggja milljón ára rennur mikill meiri hluti úrkomunnar til sjávar sem yfirborðsvatn. Nýlegt eldgosaberg er með miklu meira af opnum glufum, sprungum og holrýmum en það gamla sem aftur á móti hefur orðið mun þéttara með aldri vegna alls konar efnaferla sem þar verða. Grunnvatn í efri hluta berggrunnsins, niður á tuga eða fáein hundruð metra dýpi, getum við notað sem kalt neysluvatn (ferskvatn). Neðar er vatnið víðast hvar tekið að hitna um of og hvarfast við bergið í meira mæli en svo að okkur þyki það neysluhæft. Rætur hverasvæða, bæði háhita- og lághitasvæða, innihalda upphitað grunnvatn að mestu leyti. Þar er borað niður á 1.000-2.800 metra og aflað gufu og heita vatnsins mikilvæga. Mat á vatnsrennsli út af öllu landinu, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn, leikur á bilinu 4.700-6.500 tonn á sek. eftir árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn á sek. - álíka og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Ætla má að ítrasta lágmarki að grunnvatnsrennslið nemi um 15-20% af afrennslinu, eða í kringum 1.000 tonn á sek. - tvær og hálf Ölfusá - en gæti numið allt að þriðjungi afrennslisins, þ.e. 1.800 tonnum á sek. eða rúmar fjórar Ölfusár. Reykjanesskagi er eitt þeirrra landsvæða sem inniheldur einna mest af ferskvatni í efri hluta berggrunnsins. Frekar lítið grunnvatnsrennsli er t.d. á Garðskaga - metið um 1 tonn á sek. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn á sek. í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn á sek., aðallega fyrrum úrkoma á Bláfjöllum og Brennisteinsfjöllum. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undan hrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæðið við Kaldá. Ferskvatn er numið á mörgum stöðum á skaganum, úr grunnum borholum, allt frá Gvendarbrunnum til Grindavíkur - í Svartsengisvirkjun er það hitað upp sem hitaveituvatn. Nálægt Þorlákshöfn er framleitt drykkjarvatn í umbúðum til útflutnings og þar er líka fiskeldi á landi. Grunnvatn sem er notað innanlands, kalt eða volgt, endar í hafi. Sé því dælt í jarðlög er verið að skila vatninu í berggrunninn, djúpt eða grunnt - og að lokum til hafs. Landeigendur, þ.e. einstaklingar, fyrirtæki, ríkið eða sveitarfélög, hafa vatnsréttindi með höndum og mega selja aðgang að vatnsöflun ef því er að skipta en skilyrtur eignarnámsréttur (með bótaskyldu) er falinn hjá ríkinu. Í gildi eru vatnalög (sjá lagasafn Alþingis) með ýmsum krókum og kimum. Þessi fáeinu grunnatriði, og raunar margt fleira, ber að hafa í huga þegar rætt er um Carbfix, hitaveitur, ferskvatnsútflutning, landakaup og hvaðeina sem tekur til grunnvatnsnytja á Íslandi. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar