Söfn stuðla að vellíðan fólks og samfélaga Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 9. maí 2023 07:01 Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks. En með breiðum aðgerðum er átt við skipulags- og byggingarmál bæja og borga, og ákvarðanir sem teknar eru um fyrirkomulag heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo dæmi séu tekin. Almennt má segja að slíkar aðgerðir snúi alltaf fyrst og fremst að íbúum staða, að þær eigi að þjóna þeim fyrst og fremst. Ferðamenn og aðrir sem eiga styttri eða lengri erindi á þá staði eru að sjálfsögðu hafðir með í þeirri hugsun, en samt er einblínt á þá hópa sem dvelja þar og búa um lengri tíma. Þessar ábendingar Alþjóðaráðs safna og OECD byggja á hugmyndum um það sem við getum kallað ´heilbrigt samfélag´. En hvernig lítur slíkt samfélag út? Ein hugmyndin er sú að heilbrigði samfélags stýrist af möguleikum fólks til menntunar, öruggrar búsetu og umhverfis, og möguleikum fólks á því að taka þátt. Þessir þættir eru taldir ýta undir sjálfsvirðingu fólks, umburðarlyndi og að fólk finni gleði í því að skapa eitthvað af hvaða tagi sem það er – á vettvangi lista, menningar, daglegs lífs í leik og starfi eða hverju sem er. Breiða sýnin og hugmyndir um heilbrigt samfélag lítur þar með á málin út frá heildstæðari hætti en oft áður á vellíðan fólks. Ef við setjum þetta í samhengi við yfirskrift Alþjóðlegs dags safna, sem er Söfn, sjálfbærni og vellíðan, þá má segja að megin spurningin sé: hvað geta söfn, listir og menning gert bæði fyrir fólk og samfélagið. Hér er gamalgróinni spurningu snúið við, en hún hljómar einhvern vegin svona: hvað getur samfélagið gert fyrir söfn, listir og menningu. Samkvæmt riti Alþjóðaráðs safna og OECD er það röng spurning og skilar ekki hámarks árangri sem leitast er við þegar kemur að vellíðan fólks og samfélaga. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks. En með breiðum aðgerðum er átt við skipulags- og byggingarmál bæja og borga, og ákvarðanir sem teknar eru um fyrirkomulag heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo dæmi séu tekin. Almennt má segja að slíkar aðgerðir snúi alltaf fyrst og fremst að íbúum staða, að þær eigi að þjóna þeim fyrst og fremst. Ferðamenn og aðrir sem eiga styttri eða lengri erindi á þá staði eru að sjálfsögðu hafðir með í þeirri hugsun, en samt er einblínt á þá hópa sem dvelja þar og búa um lengri tíma. Þessar ábendingar Alþjóðaráðs safna og OECD byggja á hugmyndum um það sem við getum kallað ´heilbrigt samfélag´. En hvernig lítur slíkt samfélag út? Ein hugmyndin er sú að heilbrigði samfélags stýrist af möguleikum fólks til menntunar, öruggrar búsetu og umhverfis, og möguleikum fólks á því að taka þátt. Þessir þættir eru taldir ýta undir sjálfsvirðingu fólks, umburðarlyndi og að fólk finni gleði í því að skapa eitthvað af hvaða tagi sem það er – á vettvangi lista, menningar, daglegs lífs í leik og starfi eða hverju sem er. Breiða sýnin og hugmyndir um heilbrigt samfélag lítur þar með á málin út frá heildstæðari hætti en oft áður á vellíðan fólks. Ef við setjum þetta í samhengi við yfirskrift Alþjóðlegs dags safna, sem er Söfn, sjálfbærni og vellíðan, þá má segja að megin spurningin sé: hvað geta söfn, listir og menning gert bæði fyrir fólk og samfélagið. Hér er gamalgróinni spurningu snúið við, en hún hljómar einhvern vegin svona: hvað getur samfélagið gert fyrir söfn, listir og menningu. Samkvæmt riti Alþjóðaráðs safna og OECD er það röng spurning og skilar ekki hámarks árangri sem leitast er við þegar kemur að vellíðan fólks og samfélaga. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun