Söfn stuðla að vellíðan fólks og samfélaga Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 9. maí 2023 07:01 Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks. En með breiðum aðgerðum er átt við skipulags- og byggingarmál bæja og borga, og ákvarðanir sem teknar eru um fyrirkomulag heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo dæmi séu tekin. Almennt má segja að slíkar aðgerðir snúi alltaf fyrst og fremst að íbúum staða, að þær eigi að þjóna þeim fyrst og fremst. Ferðamenn og aðrir sem eiga styttri eða lengri erindi á þá staði eru að sjálfsögðu hafðir með í þeirri hugsun, en samt er einblínt á þá hópa sem dvelja þar og búa um lengri tíma. Þessar ábendingar Alþjóðaráðs safna og OECD byggja á hugmyndum um það sem við getum kallað ´heilbrigt samfélag´. En hvernig lítur slíkt samfélag út? Ein hugmyndin er sú að heilbrigði samfélags stýrist af möguleikum fólks til menntunar, öruggrar búsetu og umhverfis, og möguleikum fólks á því að taka þátt. Þessir þættir eru taldir ýta undir sjálfsvirðingu fólks, umburðarlyndi og að fólk finni gleði í því að skapa eitthvað af hvaða tagi sem það er – á vettvangi lista, menningar, daglegs lífs í leik og starfi eða hverju sem er. Breiða sýnin og hugmyndir um heilbrigt samfélag lítur þar með á málin út frá heildstæðari hætti en oft áður á vellíðan fólks. Ef við setjum þetta í samhengi við yfirskrift Alþjóðlegs dags safna, sem er Söfn, sjálfbærni og vellíðan, þá má segja að megin spurningin sé: hvað geta söfn, listir og menning gert bæði fyrir fólk og samfélagið. Hér er gamalgróinni spurningu snúið við, en hún hljómar einhvern vegin svona: hvað getur samfélagið gert fyrir söfn, listir og menningu. Samkvæmt riti Alþjóðaráðs safna og OECD er það röng spurning og skilar ekki hámarks árangri sem leitast er við þegar kemur að vellíðan fólks og samfélaga. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks. En með breiðum aðgerðum er átt við skipulags- og byggingarmál bæja og borga, og ákvarðanir sem teknar eru um fyrirkomulag heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo dæmi séu tekin. Almennt má segja að slíkar aðgerðir snúi alltaf fyrst og fremst að íbúum staða, að þær eigi að þjóna þeim fyrst og fremst. Ferðamenn og aðrir sem eiga styttri eða lengri erindi á þá staði eru að sjálfsögðu hafðir með í þeirri hugsun, en samt er einblínt á þá hópa sem dvelja þar og búa um lengri tíma. Þessar ábendingar Alþjóðaráðs safna og OECD byggja á hugmyndum um það sem við getum kallað ´heilbrigt samfélag´. En hvernig lítur slíkt samfélag út? Ein hugmyndin er sú að heilbrigði samfélags stýrist af möguleikum fólks til menntunar, öruggrar búsetu og umhverfis, og möguleikum fólks á því að taka þátt. Þessir þættir eru taldir ýta undir sjálfsvirðingu fólks, umburðarlyndi og að fólk finni gleði í því að skapa eitthvað af hvaða tagi sem það er – á vettvangi lista, menningar, daglegs lífs í leik og starfi eða hverju sem er. Breiða sýnin og hugmyndir um heilbrigt samfélag lítur þar með á málin út frá heildstæðari hætti en oft áður á vellíðan fólks. Ef við setjum þetta í samhengi við yfirskrift Alþjóðlegs dags safna, sem er Söfn, sjálfbærni og vellíðan, þá má segja að megin spurningin sé: hvað geta söfn, listir og menning gert bæði fyrir fólk og samfélagið. Hér er gamalgróinni spurningu snúið við, en hún hljómar einhvern vegin svona: hvað getur samfélagið gert fyrir söfn, listir og menningu. Samkvæmt riti Alþjóðaráðs safna og OECD er það röng spurning og skilar ekki hámarks árangri sem leitast er við þegar kemur að vellíðan fólks og samfélaga. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun