Eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða eftir réttlæti Viðar Eggertsson skrifar 4. maí 2023 09:00 Kjaragliðnun er pólitísk ákvörðun. Lög um almannatryggingar tryggja lífeyristaka gegn kjaragliðnun, en þrátt fyrir það er kjaragliðnun staðreynd á Íslandi. Á hverju ári leggur fjármála- og efnhagsráðherra fram fjárlagafrumvarp. Árlega kemur þar fram hvað ráðherrann og ráðuneyti hans ætla eldra fólki til að lifa af, hversu hár ellilífeyrir eigi að vera. Þar er ár eftir ár beitt ótrúegust reiknikúnstum til að komast hjá því að framfylgja 69. grein laga um almannatryggingar, þar sem skýrt er kveðið á um að ellilífeyrir eigi aldrei að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Reiknikúnstir ráðuneytis hæstvirts ráðherrans hafa sífellt vanmetið verðlagsþróun, almenna launaþróun og vísitölu neysluverðs - og þá hefur alltaf hallað á lífeyristaka. Kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við launaþróun né vísitölu Á síðustu átta árum hefur lífeyrir hækkað um 39%, verðbólgan hefur verið 40,3%, almenn vísitala hefur hækkað um 65% og laun ráðherra hafa hækkað um rúmlega 90%. Samkvæmt útreikningum Landssambands eldri borgara hefur kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við almenna launaþróun á síðustu árum, frá árinu 2018, hvort sem horft er til lágsmarslauna eða launavísitölu. En til þess að svo megi vera, ætti hann að vera 20-40 þúsund krónum hærri en hann er í dag.Þetta er vel tíundað í umsögn Landssambandsins um síðustu fjárlög og rökstutt skírt og afar skilmerkilega. Nú lifum við á verðbólgutímum. Verðbólgan sleikir tveggja stafa tölu í dag. Í ár er gert er ráð fyrir að verðbólga verði 8.2% en ekki 5,6% eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Munar um 95.000 kr Ranglega hefur fjármála- og efnahagsráðherra haldið því fram í mörg liðin ár að ellilífeyrir væri 300.000 kr. Ráðherra veit fullvel að ellilífeyrir náði ekki þessari tölu fyrr en í ár. Loksins á þessu ári. Í dag er ellilífeyrir 307.829 kr. fyrir skatta og skerðingar. – Það er nú öll rausnin!Lífeyristakar hafa árum saman kallað eftir því að óskertur ellilífeyrir nái sömu upphæð og lágmarks taxtalaun á vinnumarkaði. Lágmarkstaxti Eflingar er í dag 402.235 kr. Þarna munar um 95.000 kr.! Ellilífeyristakanum í óhag. Láglaunafólk getur vart lifað af 402 þúsund – hvað þá að fátækt eldra fólk geti lifað af 307 þúsundum. Síðan á eftir að greiða tekjuskatt af þessum upphæðum – svo rauntekjurnar eru lægri. Svo koma skerðingarnar. Við skulum tala um þær, því þær eru óhjákvæmilegar samkvæmt lögum. Enda er það svo að það eru sárafáir sem fá ellilífeyri óskertan vegna þess hve almenna frítekjumarkið er lágt. 1. janúar 2017 var sett frítekjumark á allar tekjur, sem nú gilda fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur. Frítekjumarkið var þá 25.000 kr. Það er enn, rúmum 6 árum síðar, 25.000 kr. Þau sem veikast standa Lágt frítekjumark kemur harðast niður á því fólki sem hefur lægstu tekjurnar. Einkum og sér í lagi konum sem unnið hafa láglaunastörf, einhleypu fólki, og að ógleymdum þeim sem eru á hinum alræmda íslenska leigumarkaði þar sem leiguverð er í hæstu hæðum og húsnæðisöryggi lítið. Kjaragliðnun verður að uppræta strax. Það er lágmarks krafa að ráðherra og ráðuneyti hans fari eftir 69. gr. laga um almannatryggingar og reikni rétt. Eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða eftir réttlæti! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Eldri borgarar Kjaramál Fjármál heimilisins Samfylkingin Alþingi Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Kjaragliðnun er pólitísk ákvörðun. Lög um almannatryggingar tryggja lífeyristaka gegn kjaragliðnun, en þrátt fyrir það er kjaragliðnun staðreynd á Íslandi. Á hverju ári leggur fjármála- og efnhagsráðherra fram fjárlagafrumvarp. Árlega kemur þar fram hvað ráðherrann og ráðuneyti hans ætla eldra fólki til að lifa af, hversu hár ellilífeyrir eigi að vera. Þar er ár eftir ár beitt ótrúegust reiknikúnstum til að komast hjá því að framfylgja 69. grein laga um almannatryggingar, þar sem skýrt er kveðið á um að ellilífeyrir eigi aldrei að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Reiknikúnstir ráðuneytis hæstvirts ráðherrans hafa sífellt vanmetið verðlagsþróun, almenna launaþróun og vísitölu neysluverðs - og þá hefur alltaf hallað á lífeyristaka. Kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við launaþróun né vísitölu Á síðustu átta árum hefur lífeyrir hækkað um 39%, verðbólgan hefur verið 40,3%, almenn vísitala hefur hækkað um 65% og laun ráðherra hafa hækkað um rúmlega 90%. Samkvæmt útreikningum Landssambands eldri borgara hefur kaupmáttur ellilífeyris ekki haldið í við almenna launaþróun á síðustu árum, frá árinu 2018, hvort sem horft er til lágsmarslauna eða launavísitölu. En til þess að svo megi vera, ætti hann að vera 20-40 þúsund krónum hærri en hann er í dag.Þetta er vel tíundað í umsögn Landssambandsins um síðustu fjárlög og rökstutt skírt og afar skilmerkilega. Nú lifum við á verðbólgutímum. Verðbólgan sleikir tveggja stafa tölu í dag. Í ár er gert er ráð fyrir að verðbólga verði 8.2% en ekki 5,6% eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Munar um 95.000 kr Ranglega hefur fjármála- og efnahagsráðherra haldið því fram í mörg liðin ár að ellilífeyrir væri 300.000 kr. Ráðherra veit fullvel að ellilífeyrir náði ekki þessari tölu fyrr en í ár. Loksins á þessu ári. Í dag er ellilífeyrir 307.829 kr. fyrir skatta og skerðingar. – Það er nú öll rausnin!Lífeyristakar hafa árum saman kallað eftir því að óskertur ellilífeyrir nái sömu upphæð og lágmarks taxtalaun á vinnumarkaði. Lágmarkstaxti Eflingar er í dag 402.235 kr. Þarna munar um 95.000 kr.! Ellilífeyristakanum í óhag. Láglaunafólk getur vart lifað af 402 þúsund – hvað þá að fátækt eldra fólk geti lifað af 307 þúsundum. Síðan á eftir að greiða tekjuskatt af þessum upphæðum – svo rauntekjurnar eru lægri. Svo koma skerðingarnar. Við skulum tala um þær, því þær eru óhjákvæmilegar samkvæmt lögum. Enda er það svo að það eru sárafáir sem fá ellilífeyri óskertan vegna þess hve almenna frítekjumarkið er lágt. 1. janúar 2017 var sett frítekjumark á allar tekjur, sem nú gilda fyrir lífeyrissjóðstekjur og fjármagnstekjur. Frítekjumarkið var þá 25.000 kr. Það er enn, rúmum 6 árum síðar, 25.000 kr. Þau sem veikast standa Lágt frítekjumark kemur harðast niður á því fólki sem hefur lægstu tekjurnar. Einkum og sér í lagi konum sem unnið hafa láglaunastörf, einhleypu fólki, og að ógleymdum þeim sem eru á hinum alræmda íslenska leigumarkaði þar sem leiguverð er í hæstu hæðum og húsnæðisöryggi lítið. Kjaragliðnun verður að uppræta strax. Það er lágmarks krafa að ráðherra og ráðuneyti hans fari eftir 69. gr. laga um almannatryggingar og reikni rétt. Eldra fólk hefur ekki tíma til að bíða eftir réttlæti! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun