Aftur um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 29. apríl 2023 08:30 Fyrir sléttri viku skrifaði borgarfulltrúi í Reykjavík pistil um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Þar viðraði hann áhyggjur sínar af tjáningarfrelsinu í tengslum við málaflokkinn og dró í efa að eftirfarandi fullyrðing mín og meðhöfundar í grein í Morgunblaðinu 18. apríl sl. ætti við rök að styðjast: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Í næstu efnisgrein útskýrðum við þetta reyndar nánar: „Ástæðan fyrir því að haldið er aftur af kynþroska trans barna er að hann veldur breytingum á líkamanum sem mjög erfitt er að lagfæra eftir á. Hins vegar, ef barn kýs að hætta notkun hormónabælandi lyfja, hefst kynþroski af fullum krafti. Lyf af þessu tagi hafa verið notuð til þess að stöðva ótímabæran kynþroska hjá ungum börnum um áratugaskeið.“ Í nýjustu útgáfu Standards of Care 8 sem Alheimssamtök sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu trans fólks (World Professional Association of Transgender Health, eða WPATH) sendu frá sér 15. september 2022, segir orðrétt á bls. S112 (feitletrun mín): „In general, the goal of GnRHa administration in [transgender and gender diverse] adolescents is to prevent further development of the endogenous secondary sex characteristics corresponding to the sex designated at birth. Since this treatment is fully reversible, it is regarded as an extended time for adolescents to explore their gender identity by means of an early social transition.“ Fullyrðing okkar var sum sé ekki úr lausu lofti gripin, en vissulega geta verið aukaverkanir af hormónabælandi lyfjum eins og öllum öðrum lyfjum. Eins og fram kom í grein okkar, þá fá börn og foreldrar þeirra upplýsingar um allar þekktar aukaverkanir. Ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna eru alltaf teknar í samráði þeirra og fjölskyldna þeirra við lækna og samkvæmt bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þannig er það og þannig á það að vera. Kynstaðfestandi meðferð er ekki tilraunameðferð og langtímarannsóknum á sviðinu fjölgar stöðugt. Ég bendi í því samhengi á yfirlýsingu WPATH vegna fordómafullrar lagasetningar í Bandaríkjunum, þar sem reyndar er fjallað um skýrslu Socialstyrelsen í Svíþjóð líka. Hvað varðar þróunina í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, þá hafa þessi lönd sannarlega rýnt þjónustu við trans börn og ungmenni undanfarið, hafa gert þátttöku í rannsóknum hærra undir höfði og vilja gæta ítrustu varkárni með öryggi barna að leiðarljósi. Hvers vegna Norðmenn ganga, með sínum skilgreiningum á meðferðinni sem tilraunameðferð, gegn staðhæfingum helstu sérfræðinga heims í þessum málaflokki veit ég ekki. Það sem við vitum hins vegar er að meðferð við kynama er ennþá veitt í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Meðferðin er mikilvæg fyrir velferð trans barna og ungmenna, annars væri hún ekki veitt. Hér á landi er ekkert sem bendir til annars en að ítrustu varkárni sé gætt í málaflokknum. Gagnrýnin umræða er jafnan af hinu góða. Hins vegar verður að teljast forvitnilegt að trans málefni séu sá málaflokkur innan heilbrigðisþjónustu sem fólk, sem hvorki hefur tengsl við málaflokkinn né sérfræðiþekkingu á honum, hefur skyndilega mikla skoðun á. Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort borgarfulltrúinn hafi haft áhyggjur af kynhormónabælandi lyfjum í alla þá áratugi sem þau hafa verið notuð fyrir börn sem ekki eru trans. Heilbrigðisstarfsfólk og trans skjólstæðingar þeirra hafa bestu forsendurnar til þess að meta, út frá hverju tilviki og út frá rannsóknum, hvaða meðferð er við hæfi og hvenær. Opinber umræða um flókið úrræði bætir engu þar við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku skrifaði borgarfulltrúi í Reykjavík pistil um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Þar viðraði hann áhyggjur sínar af tjáningarfrelsinu í tengslum við málaflokkinn og dró í efa að eftirfarandi fullyrðing mín og meðhöfundar í grein í Morgunblaðinu 18. apríl sl. ætti við rök að styðjast: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Í næstu efnisgrein útskýrðum við þetta reyndar nánar: „Ástæðan fyrir því að haldið er aftur af kynþroska trans barna er að hann veldur breytingum á líkamanum sem mjög erfitt er að lagfæra eftir á. Hins vegar, ef barn kýs að hætta notkun hormónabælandi lyfja, hefst kynþroski af fullum krafti. Lyf af þessu tagi hafa verið notuð til þess að stöðva ótímabæran kynþroska hjá ungum börnum um áratugaskeið.“ Í nýjustu útgáfu Standards of Care 8 sem Alheimssamtök sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu trans fólks (World Professional Association of Transgender Health, eða WPATH) sendu frá sér 15. september 2022, segir orðrétt á bls. S112 (feitletrun mín): „In general, the goal of GnRHa administration in [transgender and gender diverse] adolescents is to prevent further development of the endogenous secondary sex characteristics corresponding to the sex designated at birth. Since this treatment is fully reversible, it is regarded as an extended time for adolescents to explore their gender identity by means of an early social transition.“ Fullyrðing okkar var sum sé ekki úr lausu lofti gripin, en vissulega geta verið aukaverkanir af hormónabælandi lyfjum eins og öllum öðrum lyfjum. Eins og fram kom í grein okkar, þá fá börn og foreldrar þeirra upplýsingar um allar þekktar aukaverkanir. Ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna eru alltaf teknar í samráði þeirra og fjölskyldna þeirra við lækna og samkvæmt bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þannig er það og þannig á það að vera. Kynstaðfestandi meðferð er ekki tilraunameðferð og langtímarannsóknum á sviðinu fjölgar stöðugt. Ég bendi í því samhengi á yfirlýsingu WPATH vegna fordómafullrar lagasetningar í Bandaríkjunum, þar sem reyndar er fjallað um skýrslu Socialstyrelsen í Svíþjóð líka. Hvað varðar þróunina í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, þá hafa þessi lönd sannarlega rýnt þjónustu við trans börn og ungmenni undanfarið, hafa gert þátttöku í rannsóknum hærra undir höfði og vilja gæta ítrustu varkárni með öryggi barna að leiðarljósi. Hvers vegna Norðmenn ganga, með sínum skilgreiningum á meðferðinni sem tilraunameðferð, gegn staðhæfingum helstu sérfræðinga heims í þessum málaflokki veit ég ekki. Það sem við vitum hins vegar er að meðferð við kynama er ennþá veitt í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Meðferðin er mikilvæg fyrir velferð trans barna og ungmenna, annars væri hún ekki veitt. Hér á landi er ekkert sem bendir til annars en að ítrustu varkárni sé gætt í málaflokknum. Gagnrýnin umræða er jafnan af hinu góða. Hins vegar verður að teljast forvitnilegt að trans málefni séu sá málaflokkur innan heilbrigðisþjónustu sem fólk, sem hvorki hefur tengsl við málaflokkinn né sérfræðiþekkingu á honum, hefur skyndilega mikla skoðun á. Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort borgarfulltrúinn hafi haft áhyggjur af kynhormónabælandi lyfjum í alla þá áratugi sem þau hafa verið notuð fyrir börn sem ekki eru trans. Heilbrigðisstarfsfólk og trans skjólstæðingar þeirra hafa bestu forsendurnar til þess að meta, út frá hverju tilviki og út frá rannsóknum, hvaða meðferð er við hæfi og hvenær. Opinber umræða um flókið úrræði bætir engu þar við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun