Aftur um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 29. apríl 2023 08:30 Fyrir sléttri viku skrifaði borgarfulltrúi í Reykjavík pistil um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Þar viðraði hann áhyggjur sínar af tjáningarfrelsinu í tengslum við málaflokkinn og dró í efa að eftirfarandi fullyrðing mín og meðhöfundar í grein í Morgunblaðinu 18. apríl sl. ætti við rök að styðjast: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Í næstu efnisgrein útskýrðum við þetta reyndar nánar: „Ástæðan fyrir því að haldið er aftur af kynþroska trans barna er að hann veldur breytingum á líkamanum sem mjög erfitt er að lagfæra eftir á. Hins vegar, ef barn kýs að hætta notkun hormónabælandi lyfja, hefst kynþroski af fullum krafti. Lyf af þessu tagi hafa verið notuð til þess að stöðva ótímabæran kynþroska hjá ungum börnum um áratugaskeið.“ Í nýjustu útgáfu Standards of Care 8 sem Alheimssamtök sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu trans fólks (World Professional Association of Transgender Health, eða WPATH) sendu frá sér 15. september 2022, segir orðrétt á bls. S112 (feitletrun mín): „In general, the goal of GnRHa administration in [transgender and gender diverse] adolescents is to prevent further development of the endogenous secondary sex characteristics corresponding to the sex designated at birth. Since this treatment is fully reversible, it is regarded as an extended time for adolescents to explore their gender identity by means of an early social transition.“ Fullyrðing okkar var sum sé ekki úr lausu lofti gripin, en vissulega geta verið aukaverkanir af hormónabælandi lyfjum eins og öllum öðrum lyfjum. Eins og fram kom í grein okkar, þá fá börn og foreldrar þeirra upplýsingar um allar þekktar aukaverkanir. Ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna eru alltaf teknar í samráði þeirra og fjölskyldna þeirra við lækna og samkvæmt bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þannig er það og þannig á það að vera. Kynstaðfestandi meðferð er ekki tilraunameðferð og langtímarannsóknum á sviðinu fjölgar stöðugt. Ég bendi í því samhengi á yfirlýsingu WPATH vegna fordómafullrar lagasetningar í Bandaríkjunum, þar sem reyndar er fjallað um skýrslu Socialstyrelsen í Svíþjóð líka. Hvað varðar þróunina í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, þá hafa þessi lönd sannarlega rýnt þjónustu við trans börn og ungmenni undanfarið, hafa gert þátttöku í rannsóknum hærra undir höfði og vilja gæta ítrustu varkárni með öryggi barna að leiðarljósi. Hvers vegna Norðmenn ganga, með sínum skilgreiningum á meðferðinni sem tilraunameðferð, gegn staðhæfingum helstu sérfræðinga heims í þessum málaflokki veit ég ekki. Það sem við vitum hins vegar er að meðferð við kynama er ennþá veitt í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Meðferðin er mikilvæg fyrir velferð trans barna og ungmenna, annars væri hún ekki veitt. Hér á landi er ekkert sem bendir til annars en að ítrustu varkárni sé gætt í málaflokknum. Gagnrýnin umræða er jafnan af hinu góða. Hins vegar verður að teljast forvitnilegt að trans málefni séu sá málaflokkur innan heilbrigðisþjónustu sem fólk, sem hvorki hefur tengsl við málaflokkinn né sérfræðiþekkingu á honum, hefur skyndilega mikla skoðun á. Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort borgarfulltrúinn hafi haft áhyggjur af kynhormónabælandi lyfjum í alla þá áratugi sem þau hafa verið notuð fyrir börn sem ekki eru trans. Heilbrigðisstarfsfólk og trans skjólstæðingar þeirra hafa bestu forsendurnar til þess að meta, út frá hverju tilviki og út frá rannsóknum, hvaða meðferð er við hæfi og hvenær. Opinber umræða um flókið úrræði bætir engu þar við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku skrifaði borgarfulltrúi í Reykjavík pistil um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Þar viðraði hann áhyggjur sínar af tjáningarfrelsinu í tengslum við málaflokkinn og dró í efa að eftirfarandi fullyrðing mín og meðhöfundar í grein í Morgunblaðinu 18. apríl sl. ætti við rök að styðjast: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Í næstu efnisgrein útskýrðum við þetta reyndar nánar: „Ástæðan fyrir því að haldið er aftur af kynþroska trans barna er að hann veldur breytingum á líkamanum sem mjög erfitt er að lagfæra eftir á. Hins vegar, ef barn kýs að hætta notkun hormónabælandi lyfja, hefst kynþroski af fullum krafti. Lyf af þessu tagi hafa verið notuð til þess að stöðva ótímabæran kynþroska hjá ungum börnum um áratugaskeið.“ Í nýjustu útgáfu Standards of Care 8 sem Alheimssamtök sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu trans fólks (World Professional Association of Transgender Health, eða WPATH) sendu frá sér 15. september 2022, segir orðrétt á bls. S112 (feitletrun mín): „In general, the goal of GnRHa administration in [transgender and gender diverse] adolescents is to prevent further development of the endogenous secondary sex characteristics corresponding to the sex designated at birth. Since this treatment is fully reversible, it is regarded as an extended time for adolescents to explore their gender identity by means of an early social transition.“ Fullyrðing okkar var sum sé ekki úr lausu lofti gripin, en vissulega geta verið aukaverkanir af hormónabælandi lyfjum eins og öllum öðrum lyfjum. Eins og fram kom í grein okkar, þá fá börn og foreldrar þeirra upplýsingar um allar þekktar aukaverkanir. Ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna eru alltaf teknar í samráði þeirra og fjölskyldna þeirra við lækna og samkvæmt bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þannig er það og þannig á það að vera. Kynstaðfestandi meðferð er ekki tilraunameðferð og langtímarannsóknum á sviðinu fjölgar stöðugt. Ég bendi í því samhengi á yfirlýsingu WPATH vegna fordómafullrar lagasetningar í Bandaríkjunum, þar sem reyndar er fjallað um skýrslu Socialstyrelsen í Svíþjóð líka. Hvað varðar þróunina í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, þá hafa þessi lönd sannarlega rýnt þjónustu við trans börn og ungmenni undanfarið, hafa gert þátttöku í rannsóknum hærra undir höfði og vilja gæta ítrustu varkárni með öryggi barna að leiðarljósi. Hvers vegna Norðmenn ganga, með sínum skilgreiningum á meðferðinni sem tilraunameðferð, gegn staðhæfingum helstu sérfræðinga heims í þessum málaflokki veit ég ekki. Það sem við vitum hins vegar er að meðferð við kynama er ennþá veitt í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Meðferðin er mikilvæg fyrir velferð trans barna og ungmenna, annars væri hún ekki veitt. Hér á landi er ekkert sem bendir til annars en að ítrustu varkárni sé gætt í málaflokknum. Gagnrýnin umræða er jafnan af hinu góða. Hins vegar verður að teljast forvitnilegt að trans málefni séu sá málaflokkur innan heilbrigðisþjónustu sem fólk, sem hvorki hefur tengsl við málaflokkinn né sérfræðiþekkingu á honum, hefur skyndilega mikla skoðun á. Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort borgarfulltrúinn hafi haft áhyggjur af kynhormónabælandi lyfjum í alla þá áratugi sem þau hafa verið notuð fyrir börn sem ekki eru trans. Heilbrigðisstarfsfólk og trans skjólstæðingar þeirra hafa bestu forsendurnar til þess að meta, út frá hverju tilviki og út frá rannsóknum, hvaða meðferð er við hæfi og hvenær. Opinber umræða um flókið úrræði bætir engu þar við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun