Rétt að kjósa um Carbfix Davíð Arnar Stefánsson skrifar 28. apríl 2023 10:30 Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma. Til þess að áætlanirnar geti orðið að veruleika þarf Hafnarfjarðarbær að gera skipulagsbreytingar á svæðinu sem fela í sér breytta landnotkun sem einnig voru kynntar á fundinum. Jafnframt þarf sveitarfélagið að ráðast í innviðauppbyggingu í tengslum við hana og munar þar mestu um hafnarmannvirki og tilheyrandi byggingar. Gert er ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar verði kynntar í sumar og samþykktar í haust og hafnargerðin hefjist þegar í framhaldinu. Jafnframt sé verið að kanna fjármögnunarkosti en kostnaður við mannvirkin er áætlaður 9 milljarðar. Umhverfismat er svo væntanlegt á fyrri hluta næsta árs. Athygli vakti að fram kom að samstaða væri um málið í bæjarstjórn. Það verður að teljast óvenjulegt og jafnvel óeðlilegt að ekki séu skiptar skoðanir um svo stórt og mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið. Ekki síst þegar um þróunarverkefni er að ræða, mikilvægum spurningum ósvarað og umhverfismat liggur ekki fyrir. Það þýðir að á vettvangi bæjarstjórnar fer ekki fram opinber gagnrýnin umræða um hagræn-, samfélagsleg-, umhverfisleg-, og auðvitað siðferðileg álitamál sem tengjast verkefninu: Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun. Þegar bæjarstjórn getur ekki fjallað um jafn stórt mál með eðlilegum hætti er rétt að vísa því í íbúkosningu til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu um framgang þess. Þetta eru jú óafturkræfar og fordæmalausar framkvæmdir í mikilli nálægð við íbúabyggð. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Vinstri græn Davíð Arnar Stefánsson Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á opnum kynningarfundi í Hafnarfirði í vikunni kynnti fyrirtækið Coda Terminal áform sín um að byggja móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð (CO2) á lóð ÍSAL í Straumsvík. Til stendur að farga allt að þremur milljónum tonna á ári af efninu sem verður flutt inn til landsins og dælt djúpt niður í jörðina þar sem það „steinrennur“ á tiltölulega stuttum tíma. Til þess að áætlanirnar geti orðið að veruleika þarf Hafnarfjarðarbær að gera skipulagsbreytingar á svæðinu sem fela í sér breytta landnotkun sem einnig voru kynntar á fundinum. Jafnframt þarf sveitarfélagið að ráðast í innviðauppbyggingu í tengslum við hana og munar þar mestu um hafnarmannvirki og tilheyrandi byggingar. Gert er ráð fyrir að skipulagsbreytingarnar verði kynntar í sumar og samþykktar í haust og hafnargerðin hefjist þegar í framhaldinu. Jafnframt sé verið að kanna fjármögnunarkosti en kostnaður við mannvirkin er áætlaður 9 milljarðar. Umhverfismat er svo væntanlegt á fyrri hluta næsta árs. Athygli vakti að fram kom að samstaða væri um málið í bæjarstjórn. Það verður að teljast óvenjulegt og jafnvel óeðlilegt að ekki séu skiptar skoðanir um svo stórt og mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið. Ekki síst þegar um þróunarverkefni er að ræða, mikilvægum spurningum ósvarað og umhverfismat liggur ekki fyrir. Það þýðir að á vettvangi bæjarstjórnar fer ekki fram opinber gagnrýnin umræða um hagræn-, samfélagsleg-, umhverfisleg-, og auðvitað siðferðileg álitamál sem tengjast verkefninu: Hvernig fjármagnar sveitarfélagið innviðauppbygginguna og hver er hagrænn ávinningur samfélagsins af fjárfestingunni? Hvaða áhrif hefur það fyrir samfélagið og byggðina í bænum ef jarðskjálftavirkni eykst vegna starfseminnar? Hver eru áhrif starfseminnar á náttúru- og umhverfi í Hafnarfirði: jarðmyndanir, lífríki, grunnvatn og grunnvatnsstöðu, mengunarhættu ofl.? Hvert er kolefnissporið af framkvæmdunum og starfseminni? Umræður um sjálfbæra landnýtingu og minni auðlindasóun sem eru leiðarstef í aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Svara þarf hvort Hafnarfjörður sé rétti staðurinn til farga innfluttri iðnaðarmengun. Þegar bæjarstjórn getur ekki fjallað um jafn stórt mál með eðlilegum hætti er rétt að vísa því í íbúkosningu til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu um framgang þess. Þetta eru jú óafturkræfar og fordæmalausar framkvæmdir í mikilli nálægð við íbúabyggð. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun