Leikmenn Vals með hæstu launin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2023 09:30 vísir/getty Það er óhætt að segja að stórveldið Breiðablik sé í sérflokki er kemur að launum og tengdum gjöldum hjá félögum á Íslandi. Samkvæmt ársreikningum síðasta árs greiddu Blikar 501 milljón í laun og tengd gjöld. Valur kemur þar á eftir með 306 milljónir. Þarna munar tæplega 200 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Skýrslan verður birt síðar í dag en Vísir fékk aðgang að skýrslunni og birtir greinar úr henni í dag. Þessar tölur frá síðasta ári sýna svart á hvítu að rekstur Kópavogsliðsins er mun meiri en hjá öðrum félögum. Tekjur voru rúmar 900 milljónir króna en gjöldin 746 milljónir. Þetta er það langhæsta í báðum flokkum hjá félögum landsins. Laun og tengd gjöld: 2022: Breiðablik - 501 milljón Valur - 306 FH - 285 Stjarnan - 224 Víkingur - 220 Keflavík - 211 ÍA - 191 KR - 176 HK - 169 KA - 155 Fylkir - 140 ÍBV - 123 Fram - 100 Er við skoðum eingöngu launakostnað liðanna á síðasta ári þá kemur í ljós að Valsmenn greiða leikmönnum sínum best eða 30 milljónum meira en Blikar. Valur var eina liðið sem fór yfir 200 milljónir króna í laun til leikmanna á síðasta ári. Athygli vekur líka að launakostnaður KR er ekki hár og hreinlega minni en hjá ÍA til að mynda. Svona var launakostnaður liðanna til leikmanna í fyrra.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte Valsmenn greiddu líka langhæstu launin til leikmanna árið 2021 en launakostnaður liðsins var samt 40 milljónum króna minni en árið á undan. Svona var árið 2021 hjá liðunum.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte. Ef við færum okkur svo til ársins 2019, áður en Covid dundi á okkur, eru Valsmenn sem fyrr í sérflokki í launakostnaði leikmanna. KA er einnig með veglega útgerð og mikill launakostnaður hjá Þrótturum vekur líka athygli. Besta deild karla Besta deild kvenna KR FH Breiðablik Valur Víkingur Reykjavík KA Fram Fylkir Keflavík ÍF ÍA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Samkvæmt ársreikningum síðasta árs greiddu Blikar 501 milljón í laun og tengd gjöld. Valur kemur þar á eftir með 306 milljónir. Þarna munar tæplega 200 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Skýrslan verður birt síðar í dag en Vísir fékk aðgang að skýrslunni og birtir greinar úr henni í dag. Þessar tölur frá síðasta ári sýna svart á hvítu að rekstur Kópavogsliðsins er mun meiri en hjá öðrum félögum. Tekjur voru rúmar 900 milljónir króna en gjöldin 746 milljónir. Þetta er það langhæsta í báðum flokkum hjá félögum landsins. Laun og tengd gjöld: 2022: Breiðablik - 501 milljón Valur - 306 FH - 285 Stjarnan - 224 Víkingur - 220 Keflavík - 211 ÍA - 191 KR - 176 HK - 169 KA - 155 Fylkir - 140 ÍBV - 123 Fram - 100 Er við skoðum eingöngu launakostnað liðanna á síðasta ári þá kemur í ljós að Valsmenn greiða leikmönnum sínum best eða 30 milljónum meira en Blikar. Valur var eina liðið sem fór yfir 200 milljónir króna í laun til leikmanna á síðasta ári. Athygli vekur líka að launakostnaður KR er ekki hár og hreinlega minni en hjá ÍA til að mynda. Svona var launakostnaður liðanna til leikmanna í fyrra.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte Valsmenn greiddu líka langhæstu launin til leikmanna árið 2021 en launakostnaður liðsins var samt 40 milljónum króna minni en árið á undan. Svona var árið 2021 hjá liðunum.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte. Ef við færum okkur svo til ársins 2019, áður en Covid dundi á okkur, eru Valsmenn sem fyrr í sérflokki í launakostnaði leikmanna. KA er einnig með veglega útgerð og mikill launakostnaður hjá Þrótturum vekur líka athygli.
Laun og tengd gjöld: 2022: Breiðablik - 501 milljón Valur - 306 FH - 285 Stjarnan - 224 Víkingur - 220 Keflavík - 211 ÍA - 191 KR - 176 HK - 169 KA - 155 Fylkir - 140 ÍBV - 123 Fram - 100
Besta deild karla Besta deild kvenna KR FH Breiðablik Valur Víkingur Reykjavík KA Fram Fylkir Keflavík ÍF ÍA Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira