Leikmenn Vals með hæstu launin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2023 09:30 vísir/getty Það er óhætt að segja að stórveldið Breiðablik sé í sérflokki er kemur að launum og tengdum gjöldum hjá félögum á Íslandi. Samkvæmt ársreikningum síðasta árs greiddu Blikar 501 milljón í laun og tengd gjöld. Valur kemur þar á eftir með 306 milljónir. Þarna munar tæplega 200 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Skýrslan verður birt síðar í dag en Vísir fékk aðgang að skýrslunni og birtir greinar úr henni í dag. Þessar tölur frá síðasta ári sýna svart á hvítu að rekstur Kópavogsliðsins er mun meiri en hjá öðrum félögum. Tekjur voru rúmar 900 milljónir króna en gjöldin 746 milljónir. Þetta er það langhæsta í báðum flokkum hjá félögum landsins. Laun og tengd gjöld: 2022: Breiðablik - 501 milljón Valur - 306 FH - 285 Stjarnan - 224 Víkingur - 220 Keflavík - 211 ÍA - 191 KR - 176 HK - 169 KA - 155 Fylkir - 140 ÍBV - 123 Fram - 100 Er við skoðum eingöngu launakostnað liðanna á síðasta ári þá kemur í ljós að Valsmenn greiða leikmönnum sínum best eða 30 milljónum meira en Blikar. Valur var eina liðið sem fór yfir 200 milljónir króna í laun til leikmanna á síðasta ári. Athygli vekur líka að launakostnaður KR er ekki hár og hreinlega minni en hjá ÍA til að mynda. Svona var launakostnaður liðanna til leikmanna í fyrra.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte Valsmenn greiddu líka langhæstu launin til leikmanna árið 2021 en launakostnaður liðsins var samt 40 milljónum króna minni en árið á undan. Svona var árið 2021 hjá liðunum.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte. Ef við færum okkur svo til ársins 2019, áður en Covid dundi á okkur, eru Valsmenn sem fyrr í sérflokki í launakostnaði leikmanna. KA er einnig með veglega útgerð og mikill launakostnaður hjá Þrótturum vekur líka athygli. Besta deild karla Besta deild kvenna KR FH Breiðablik Valur Víkingur Reykjavík KA Fram Fylkir Keflavík ÍF ÍA Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Samkvæmt ársreikningum síðasta árs greiddu Blikar 501 milljón í laun og tengd gjöld. Valur kemur þar á eftir með 306 milljónir. Þarna munar tæplega 200 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Skýrslan verður birt síðar í dag en Vísir fékk aðgang að skýrslunni og birtir greinar úr henni í dag. Þessar tölur frá síðasta ári sýna svart á hvítu að rekstur Kópavogsliðsins er mun meiri en hjá öðrum félögum. Tekjur voru rúmar 900 milljónir króna en gjöldin 746 milljónir. Þetta er það langhæsta í báðum flokkum hjá félögum landsins. Laun og tengd gjöld: 2022: Breiðablik - 501 milljón Valur - 306 FH - 285 Stjarnan - 224 Víkingur - 220 Keflavík - 211 ÍA - 191 KR - 176 HK - 169 KA - 155 Fylkir - 140 ÍBV - 123 Fram - 100 Er við skoðum eingöngu launakostnað liðanna á síðasta ári þá kemur í ljós að Valsmenn greiða leikmönnum sínum best eða 30 milljónum meira en Blikar. Valur var eina liðið sem fór yfir 200 milljónir króna í laun til leikmanna á síðasta ári. Athygli vekur líka að launakostnaður KR er ekki hár og hreinlega minni en hjá ÍA til að mynda. Svona var launakostnaður liðanna til leikmanna í fyrra.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte Valsmenn greiddu líka langhæstu launin til leikmanna árið 2021 en launakostnaður liðsins var samt 40 milljónum króna minni en árið á undan. Svona var árið 2021 hjá liðunum.mynd úr skýrslu KSÍ og Deloitte. Ef við færum okkur svo til ársins 2019, áður en Covid dundi á okkur, eru Valsmenn sem fyrr í sérflokki í launakostnaði leikmanna. KA er einnig með veglega útgerð og mikill launakostnaður hjá Þrótturum vekur líka athygli.
Laun og tengd gjöld: 2022: Breiðablik - 501 milljón Valur - 306 FH - 285 Stjarnan - 224 Víkingur - 220 Keflavík - 211 ÍA - 191 KR - 176 HK - 169 KA - 155 Fylkir - 140 ÍBV - 123 Fram - 100
Besta deild karla Besta deild kvenna KR FH Breiðablik Valur Víkingur Reykjavík KA Fram Fylkir Keflavík ÍF ÍA Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira