Banvænir biðlistar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. apríl 2023 07:01 Í aðsendri grein á Vísi skrifar Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um vímuefnavanda og faraldurinn sem geisar nú. Eins og hún bendir á eru sjúklingarnir flestir ungt fólk og þeim mun sorglegra er það hversu lítið samfélagið lætur sig þennan hóp varða. Kristín bendir á hversu „áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er“ meðal þessa hóps. Andlát og jarðarfarir verða daglegt brauð, en ég hef líkt þessu við við Squid Game þættina þar sem enginn veit hver verður næstur. Lýsingar Kristínar á aðkomu og hlutverki móður drengs sem lét nýlega lífið vegna vímuefnavanda eru okkur aðstandendur vel kunnar. Fólk með vímuefnavanda fær ekki sama stuðning og þjónustu í félags- og heilbrigðiskerfinu og annað langveikt fólk. Hvað þá aðstandendur þess. Við þekkjum það að koma alls staðar að lokuðum dyrum og að sjúklingarnir séu flokkaðir sem annars flokks í kerfinu okkar. Hvaða skýring gæti verið önnur á sinnuleysinu gagnvart því að ungt fólk deyi unnvörpum úr vímuefnasjúkdómi? Heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir því að við tökum á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Sagt að við þurfum að skera upp herör gegn þróuninni í málaflokknum. Þar hafa undanfarið verið tekin fjölmörg jákvæð skref þegar kemur að skaðaminnkandi úrræðum. Aukin áhersla hefur verið lögð á viðhaldsmeðferðir, auknir fjármunir farið í rekstur neyslurýma og átak verið gert varðandi dreifingu nefúða sem getur verið vörn gegn ofskömmtun. Þarna er þó alltaf rými til að gera betur. Ég lagði m.a. fram fyrirspurn til ráðherrans um heimild lækna til að ávísa ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, og fyrirspurn um aðgengi þessara einstaklinga að vímuefnagreiningu (e. drug checking) t.d. í neyslurýmum. Ég tek undir með Kristínu þegar hún segir að við sem samfélag getum gert miklu betur. Við eigum ekki að sætta okkur við að missa einstakling í hverri einustu viku úr fíknisjúkdómi. Þá er auðvitað algjört lykilatriði að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Það er enda besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Það er algjört lágmark að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi ekki að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu – deyi ekki á banvænum biðlistum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Skoðun Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi skrifar Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um vímuefnavanda og faraldurinn sem geisar nú. Eins og hún bendir á eru sjúklingarnir flestir ungt fólk og þeim mun sorglegra er það hversu lítið samfélagið lætur sig þennan hóp varða. Kristín bendir á hversu „áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er“ meðal þessa hóps. Andlát og jarðarfarir verða daglegt brauð, en ég hef líkt þessu við við Squid Game þættina þar sem enginn veit hver verður næstur. Lýsingar Kristínar á aðkomu og hlutverki móður drengs sem lét nýlega lífið vegna vímuefnavanda eru okkur aðstandendur vel kunnar. Fólk með vímuefnavanda fær ekki sama stuðning og þjónustu í félags- og heilbrigðiskerfinu og annað langveikt fólk. Hvað þá aðstandendur þess. Við þekkjum það að koma alls staðar að lokuðum dyrum og að sjúklingarnir séu flokkaðir sem annars flokks í kerfinu okkar. Hvaða skýring gæti verið önnur á sinnuleysinu gagnvart því að ungt fólk deyi unnvörpum úr vímuefnasjúkdómi? Heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir því að við tökum á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Sagt að við þurfum að skera upp herör gegn þróuninni í málaflokknum. Þar hafa undanfarið verið tekin fjölmörg jákvæð skref þegar kemur að skaðaminnkandi úrræðum. Aukin áhersla hefur verið lögð á viðhaldsmeðferðir, auknir fjármunir farið í rekstur neyslurýma og átak verið gert varðandi dreifingu nefúða sem getur verið vörn gegn ofskömmtun. Þarna er þó alltaf rými til að gera betur. Ég lagði m.a. fram fyrirspurn til ráðherrans um heimild lækna til að ávísa ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda, og fyrirspurn um aðgengi þessara einstaklinga að vímuefnagreiningu (e. drug checking) t.d. í neyslurýmum. Ég tek undir með Kristínu þegar hún segir að við sem samfélag getum gert miklu betur. Við eigum ekki að sætta okkur við að missa einstakling í hverri einustu viku úr fíknisjúkdómi. Þá er auðvitað algjört lykilatriði að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Það er enda besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Það er algjört lágmark að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi ekki að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu – deyi ekki á banvænum biðlistum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun