Opið bréf til ráðherra og alþingismanna Karen Jónsdóttir, Eygló Björk Ólafsdóttir, Oddný Anna Björnsdóttir og Ólafur Stephensen skrifa 25. apríl 2023 15:31 Í framhaldi af umræðu um stöðu birgja við gjaldþrot fyrirtækja og lög um samningsveð. Við undirrituð skorum á háttvirt Alþingi að endurskoða 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Öllum má það vera ljóst þegar fyrirtæki er stofnað að því fylgi ákveðin áhætta og felst áhættan aðallega í því að ekki sé hægt að innheimta skuld sem búið er að stofna og verður því töpuð krafa. Þegar stofnað er til viðskipta ávinnst traust í gegnum árin og þetta traust myndar góð viðskiptatengsl sem yfirleitt eru gagnkvæm. Traustið felst meðal annars í því að fyrirtæki í viðskiptum aðstoða hvert annað í hremmingum en það er ætíð beggja hagur. Greiðslufrestir, sem veittir eru til að greiða fyrir viðskiptum, byggjast sömuleiðis á slíku trausti. Undirrituð hvetja dómsmálaráðherra og Alþingi til að beita sér fyrir breytingum á 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997 en ákvæðið í núgildandi mynd auðveldar fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Samkvæmt ákvæðinu verður söluveð ekki stofnað í hlutum sem ætlaðir eru til endursölu þótt kaupverðið hafi ekki verið greitt. Ákvæðið kemur í veg fyrir að innflytjendur og heildsalar geti gert eignarréttarfyrirvara vegna vara sem ætlaðar eru til endursölu. Þetta grefur undan því viðskiptatrausti sem flestir vilja varðveita og auðveldar rekstraraðilum að setja fyrirtæki í þrot og byrja upp á nýtt á nýrri kennitölu. Greinin getur virkað á þann hátt að allar vörur sem eru til staðar í fyrirtækinu þegar það fer í þrot verða sjálfkrafa eign þrotabúsins hvort sem greitt hefur verið fyrir þær eður ei, þ.e vörur sem eru í raun eign birgja renna sjálfkrafa til þrotabúsins þar sem lánastofnun hefur allsherjarveð í þeim. Þessar vörur eru síðan seldar og tekjurnar nýttar til að greiða forgangskröfur. Birgjar eru síðastir í forgangsröðinni og fá sjaldnast nokkuð upp í sitt tjón. Birgjar eru stórar heildsölur, litlar heildsölur, smáframleiðendur og einyrkjar. Við skorum á Alþingi að breyta þessari reglu á þann hátt að birgjar geti sett eignarréttarfyrirvara varðandi vörur sem ekki hafa verið greiddar og þannig gengið að þeim í þrotabúum. Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic Eygló Björk Ólafsdóttir formaður VOR (Verndun og ræktun) - Félags um lífræna ræktun og framleiðslu Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldþrot Ólafur Stephensen Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldi af umræðu um stöðu birgja við gjaldþrot fyrirtækja og lög um samningsveð. Við undirrituð skorum á háttvirt Alþingi að endurskoða 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Öllum má það vera ljóst þegar fyrirtæki er stofnað að því fylgi ákveðin áhætta og felst áhættan aðallega í því að ekki sé hægt að innheimta skuld sem búið er að stofna og verður því töpuð krafa. Þegar stofnað er til viðskipta ávinnst traust í gegnum árin og þetta traust myndar góð viðskiptatengsl sem yfirleitt eru gagnkvæm. Traustið felst meðal annars í því að fyrirtæki í viðskiptum aðstoða hvert annað í hremmingum en það er ætíð beggja hagur. Greiðslufrestir, sem veittir eru til að greiða fyrir viðskiptum, byggjast sömuleiðis á slíku trausti. Undirrituð hvetja dómsmálaráðherra og Alþingi til að beita sér fyrir breytingum á 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997 en ákvæðið í núgildandi mynd auðveldar fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Samkvæmt ákvæðinu verður söluveð ekki stofnað í hlutum sem ætlaðir eru til endursölu þótt kaupverðið hafi ekki verið greitt. Ákvæðið kemur í veg fyrir að innflytjendur og heildsalar geti gert eignarréttarfyrirvara vegna vara sem ætlaðar eru til endursölu. Þetta grefur undan því viðskiptatrausti sem flestir vilja varðveita og auðveldar rekstraraðilum að setja fyrirtæki í þrot og byrja upp á nýtt á nýrri kennitölu. Greinin getur virkað á þann hátt að allar vörur sem eru til staðar í fyrirtækinu þegar það fer í þrot verða sjálfkrafa eign þrotabúsins hvort sem greitt hefur verið fyrir þær eður ei, þ.e vörur sem eru í raun eign birgja renna sjálfkrafa til þrotabúsins þar sem lánastofnun hefur allsherjarveð í þeim. Þessar vörur eru síðan seldar og tekjurnar nýttar til að greiða forgangskröfur. Birgjar eru síðastir í forgangsröðinni og fá sjaldnast nokkuð upp í sitt tjón. Birgjar eru stórar heildsölur, litlar heildsölur, smáframleiðendur og einyrkjar. Við skorum á Alþingi að breyta þessari reglu á þann hátt að birgjar geti sett eignarréttarfyrirvara varðandi vörur sem ekki hafa verið greiddar og þannig gengið að þeim í þrotabúum. Karen Jónsdóttir eigandi Kaja organic Eygló Björk Ólafsdóttir formaður VOR (Verndun og ræktun) - Félags um lífræna ræktun og framleiðslu Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar