Þú getur hjálpað barni að eignast hjól Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 25. apríl 2023 15:00 Nú er Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hafin í tólfta sinn. Viðtökurnar hafa verið góðar og mikill fjöldi hjóla hefur safnast á móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru lagfærð af sjálfboðaliðum og þeim svo úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti hafa ekki tök á því að eignast hjól. Eins og gera má ráð fyrir eru hjólin í misgóðu ástandi og meðan það dugar að bæta lofti í dekkin á sumum hjólum þá þarfnast önnur meiri lagfæringar. Í gegnum árin hefur þátttaka sjálfboðaliða í hjólaviðgerðum verið mikilvægur liður í því að geta veitt öllum þeim börnum og ungmennum hjól sem á þeim þurfa að halda en á hverju ári eru þau um 300 talsins. Eins og fram kemur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn sama rétt og þeim skal ekki mismunað á neinn hátt. Auk þess hafa þau rétt á lífsafkomu sem tryggir að líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska sé náð. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tengjast líkt og Barnasáttmálinn markmiðum Hjólasöfnunarinnar en þar er kveðið meðal annars á um enga fátækt, aukinn jöfnuð, sjálfbæra orku og heilsu og vellíðan. Það er því ljóst að með Hjólasöfnuninni er komið til móts við mörg þau réttindi sem börn og ungmenni eiga. Allir geta lagt sitt af mörkum í Hjólasöfnuninni. Ekki er nauðsynlegt að hafa mikla kunnáttu í hjólaviðgerðum til að taka þátt því sérfræðingar frá Reiðhjólabændum leiðbeina þeim sem bjóða fram krafta sína. Reiðhjólaklúbbar, fyrirtæki og félög hafa í gegnum árin tekið höndum saman og gert við hjól og hefur sá stuðningur verið ómetanlegur fyrir börnin. Frá upphafi hafa margir sjálfboðaliðar stuðlað að því að samtals hafa um 3.500 börn fengið tækifæri til að hjóla um með jafnöldrum sínum. Þannig er stuðlað að réttindum þeirra til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum eins og fram kemur í Barnasáttmálanum. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nú er Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi hafin í tólfta sinn. Viðtökurnar hafa verið góðar og mikill fjöldi hjóla hefur safnast á móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru lagfærð af sjálfboðaliðum og þeim svo úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti hafa ekki tök á því að eignast hjól. Eins og gera má ráð fyrir eru hjólin í misgóðu ástandi og meðan það dugar að bæta lofti í dekkin á sumum hjólum þá þarfnast önnur meiri lagfæringar. Í gegnum árin hefur þátttaka sjálfboðaliða í hjólaviðgerðum verið mikilvægur liður í því að geta veitt öllum þeim börnum og ungmennum hjól sem á þeim þurfa að halda en á hverju ári eru þau um 300 talsins. Eins og fram kemur í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn sama rétt og þeim skal ekki mismunað á neinn hátt. Auk þess hafa þau rétt á lífsafkomu sem tryggir að líkamlegum, sálrænum, andlegum, siðferðilegum og félagslegum þroska sé náð. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tengjast líkt og Barnasáttmálinn markmiðum Hjólasöfnunarinnar en þar er kveðið meðal annars á um enga fátækt, aukinn jöfnuð, sjálfbæra orku og heilsu og vellíðan. Það er því ljóst að með Hjólasöfnuninni er komið til móts við mörg þau réttindi sem börn og ungmenni eiga. Allir geta lagt sitt af mörkum í Hjólasöfnuninni. Ekki er nauðsynlegt að hafa mikla kunnáttu í hjólaviðgerðum til að taka þátt því sérfræðingar frá Reiðhjólabændum leiðbeina þeim sem bjóða fram krafta sína. Reiðhjólaklúbbar, fyrirtæki og félög hafa í gegnum árin tekið höndum saman og gert við hjól og hefur sá stuðningur verið ómetanlegur fyrir börnin. Frá upphafi hafa margir sjálfboðaliðar stuðlað að því að samtals hafa um 3.500 börn fengið tækifæri til að hjóla um með jafnöldrum sínum. Þannig er stuðlað að réttindum þeirra til þátttöku í tómstundum, leikjum og skemmtunum eins og fram kemur í Barnasáttmálanum. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun