Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar 30. september 2025 18:02 Orð skipta máli. Þau eru ekki aðeins hljóð eða tákn á blaði heldur spegill á menninguna sem við sköpum, ekki síst á vinnustaðnum. Innan karllægra iðngreina hefur lengi ríkt sú hugmynd að þau sem vilja ná árangri þurfi að vera hörkutól sem aðlagast — í stað þess að umhverfið aðlagist fjölbreytileikanum. Raunverulegt jafnrétti næst aðeins þegar öll upplifa að þau tilheyri hópnum. Fyrsta skrefið er jafn einfalt og það er áhrifaríkt: orðræðan. Orðræða nær yfir það hvernig tungumálið er notað til að skapa merkingu, móta viðhorf, styrkja vald eða hafa áhrif á hugsun og samfélag. Hún endurspeglar ekki bara það sem við segjum, heldur líka hvaða hugmyndir og gildi liggja þar að baki. Orðræða getur t.d. verið pólitísk, fagleg, fræðileg eða kynbundin. – en hún hefur alltaf áhrif á það hvernig við skiljum heiminn og hvert annað. Ég hef margoft upplifað hvernig útilokandi orðræða læðist inn í daglegt tal. Hún birtist í setningum sem virðast saklausar en hafa þó áhrif: „Jæja strákar…eruð þið búnir?“ þótt hópurinn sé ekki eingöngu skipaður körlum. Orðin eru sjaldnast sögð af illvilja, en þau skilja engu að síður eftir sig skýr skilaboð. Þau draga ósýnilegan hring utan um hópinn sem flestir tilheyra í dag, meðan önnur þurfa stöðugt að sanna rétt sinn til að vera með. Í samtölum við konur sem starfa í karllægum iðngreinum hef ég oftar en ekki heyrt að þær sækist eftir samstarfi fremur en samkeppni við karla. Margar tala líka um að þær vilji helst láta koma fram við sig eins og eina af strákunum. Slíkt viðhorf gæti einfaldlega sprottið af ótta við að tilheyra ekki. Við setjum okkur í ákveðnar stellingar og látum útilokandi orðræðu eins og vind um eyru þjóta, fremur en að krefjast þess að hún breytist því við viljum síður beina athygli að okkur. Það sem kann að virðast saklaust orðalag getur þannig haft mikil áhrif á tilfinningu fólks fyrir því hvort það tilheyri eða ekki – og þá vaknar spurningin: hver ber ábyrgð á því að breyta orðræðunni? Til að skapa inngildandi menningu þurfum við öll að taka ábyrgð og huga að okkar orðræðu. Ábyrgðin hvílir þó sérstaklega á þeim sem mynda meirihlutann. Í flestum tilvikum innan iðngreina: körlum. Það er auðvelt að velta byrðinni yfir á konur og kvár, og ætlast til þess að þau leiðrétti, útskýri og berjist fyrir breytingum. Staðreyndin er að marktækar breytingar eiga sér aðeins stað þegar meirihlutinn tekur virkan þátt. Þegar karlar ákveða að orða sig öðruvísi, standa með inngildingu og skapa rými þar sem öll upplifa sig velkomin – þá fyrst sjáum við menninguna breytast. Rannsóknir sýna skýrt að fjölbreytt teymi skila betri árangri. Fyrirtæki sem hafa jafnvægi í kynjahlutföllum standa sterkar að vígi: þau eru lausnamiðuð, árangursrík og efla nýsköpun. Þetta er ekki tilviljun. Þegar ólík sjónarhorn mætast verða ákvarðanir betri og menningin heilbrigðari. Fjölbreytni er ekki byrði sem þarf að bera – hún er styrkur sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Innan iðngreina er þetta sérstaklega mikilvægt. Verkefnin sem við vinnum eru fjölbreytt og krefjast ólíkra hæfileika. Það er því ekki eingöngu spurning um réttlæti að öll fái jöfn tækifæri – það er líka spurning um gæði vinnunnar. Þegar fjölbreytt teymi fagaðila vinna saman verða lausnirnar betri – fyrir starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið í heild. Ef við ætlum að tryggja að iðngreinar séu vettvangur þar sem öll geta upplifað sig sem hluta af hópnum, þurfum við að leggja okkur fram. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum. Það byrjar með orðunum sem við veljum og heldur svo áfram í menningunni sem við mótum saman, dag eftir dag. Við verðum að vakna og vekja hvort annað til umhugsunar. Ábyrgðin er ekki bara mín eða þín – Hún er okkar allra. Hvaða orð velur þú næst? Höfundur er rafveitu- og rafvirki og formaður Félags fagkvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Orð skipta máli. Þau eru ekki aðeins hljóð eða tákn á blaði heldur spegill á menninguna sem við sköpum, ekki síst á vinnustaðnum. Innan karllægra iðngreina hefur lengi ríkt sú hugmynd að þau sem vilja ná árangri þurfi að vera hörkutól sem aðlagast — í stað þess að umhverfið aðlagist fjölbreytileikanum. Raunverulegt jafnrétti næst aðeins þegar öll upplifa að þau tilheyri hópnum. Fyrsta skrefið er jafn einfalt og það er áhrifaríkt: orðræðan. Orðræða nær yfir það hvernig tungumálið er notað til að skapa merkingu, móta viðhorf, styrkja vald eða hafa áhrif á hugsun og samfélag. Hún endurspeglar ekki bara það sem við segjum, heldur líka hvaða hugmyndir og gildi liggja þar að baki. Orðræða getur t.d. verið pólitísk, fagleg, fræðileg eða kynbundin. – en hún hefur alltaf áhrif á það hvernig við skiljum heiminn og hvert annað. Ég hef margoft upplifað hvernig útilokandi orðræða læðist inn í daglegt tal. Hún birtist í setningum sem virðast saklausar en hafa þó áhrif: „Jæja strákar…eruð þið búnir?“ þótt hópurinn sé ekki eingöngu skipaður körlum. Orðin eru sjaldnast sögð af illvilja, en þau skilja engu að síður eftir sig skýr skilaboð. Þau draga ósýnilegan hring utan um hópinn sem flestir tilheyra í dag, meðan önnur þurfa stöðugt að sanna rétt sinn til að vera með. Í samtölum við konur sem starfa í karllægum iðngreinum hef ég oftar en ekki heyrt að þær sækist eftir samstarfi fremur en samkeppni við karla. Margar tala líka um að þær vilji helst láta koma fram við sig eins og eina af strákunum. Slíkt viðhorf gæti einfaldlega sprottið af ótta við að tilheyra ekki. Við setjum okkur í ákveðnar stellingar og látum útilokandi orðræðu eins og vind um eyru þjóta, fremur en að krefjast þess að hún breytist því við viljum síður beina athygli að okkur. Það sem kann að virðast saklaust orðalag getur þannig haft mikil áhrif á tilfinningu fólks fyrir því hvort það tilheyri eða ekki – og þá vaknar spurningin: hver ber ábyrgð á því að breyta orðræðunni? Til að skapa inngildandi menningu þurfum við öll að taka ábyrgð og huga að okkar orðræðu. Ábyrgðin hvílir þó sérstaklega á þeim sem mynda meirihlutann. Í flestum tilvikum innan iðngreina: körlum. Það er auðvelt að velta byrðinni yfir á konur og kvár, og ætlast til þess að þau leiðrétti, útskýri og berjist fyrir breytingum. Staðreyndin er að marktækar breytingar eiga sér aðeins stað þegar meirihlutinn tekur virkan þátt. Þegar karlar ákveða að orða sig öðruvísi, standa með inngildingu og skapa rými þar sem öll upplifa sig velkomin – þá fyrst sjáum við menninguna breytast. Rannsóknir sýna skýrt að fjölbreytt teymi skila betri árangri. Fyrirtæki sem hafa jafnvægi í kynjahlutföllum standa sterkar að vígi: þau eru lausnamiðuð, árangursrík og efla nýsköpun. Þetta er ekki tilviljun. Þegar ólík sjónarhorn mætast verða ákvarðanir betri og menningin heilbrigðari. Fjölbreytni er ekki byrði sem þarf að bera – hún er styrkur sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Innan iðngreina er þetta sérstaklega mikilvægt. Verkefnin sem við vinnum eru fjölbreytt og krefjast ólíkra hæfileika. Það er því ekki eingöngu spurning um réttlæti að öll fái jöfn tækifæri – það er líka spurning um gæði vinnunnar. Þegar fjölbreytt teymi fagaðila vinna saman verða lausnirnar betri – fyrir starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið í heild. Ef við ætlum að tryggja að iðngreinar séu vettvangur þar sem öll geta upplifað sig sem hluta af hópnum, þurfum við að leggja okkur fram. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum. Það byrjar með orðunum sem við veljum og heldur svo áfram í menningunni sem við mótum saman, dag eftir dag. Við verðum að vakna og vekja hvort annað til umhugsunar. Ábyrgðin er ekki bara mín eða þín – Hún er okkar allra. Hvaða orð velur þú næst? Höfundur er rafveitu- og rafvirki og formaður Félags fagkvenna.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun