Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar 30. september 2025 18:02 Orð skipta máli. Þau eru ekki aðeins hljóð eða tákn á blaði heldur spegill á menninguna sem við sköpum, ekki síst á vinnustaðnum. Innan karllægra iðngreina hefur lengi ríkt sú hugmynd að þau sem vilja ná árangri þurfi að vera hörkutól sem aðlagast — í stað þess að umhverfið aðlagist fjölbreytileikanum. Raunverulegt jafnrétti næst aðeins þegar öll upplifa að þau tilheyri hópnum. Fyrsta skrefið er jafn einfalt og það er áhrifaríkt: orðræðan. Orðræða nær yfir það hvernig tungumálið er notað til að skapa merkingu, móta viðhorf, styrkja vald eða hafa áhrif á hugsun og samfélag. Hún endurspeglar ekki bara það sem við segjum, heldur líka hvaða hugmyndir og gildi liggja þar að baki. Orðræða getur t.d. verið pólitísk, fagleg, fræðileg eða kynbundin. – en hún hefur alltaf áhrif á það hvernig við skiljum heiminn og hvert annað. Ég hef margoft upplifað hvernig útilokandi orðræða læðist inn í daglegt tal. Hún birtist í setningum sem virðast saklausar en hafa þó áhrif: „Jæja strákar…eruð þið búnir?“ þótt hópurinn sé ekki eingöngu skipaður körlum. Orðin eru sjaldnast sögð af illvilja, en þau skilja engu að síður eftir sig skýr skilaboð. Þau draga ósýnilegan hring utan um hópinn sem flestir tilheyra í dag, meðan önnur þurfa stöðugt að sanna rétt sinn til að vera með. Í samtölum við konur sem starfa í karllægum iðngreinum hef ég oftar en ekki heyrt að þær sækist eftir samstarfi fremur en samkeppni við karla. Margar tala líka um að þær vilji helst láta koma fram við sig eins og eina af strákunum. Slíkt viðhorf gæti einfaldlega sprottið af ótta við að tilheyra ekki. Við setjum okkur í ákveðnar stellingar og látum útilokandi orðræðu eins og vind um eyru þjóta, fremur en að krefjast þess að hún breytist því við viljum síður beina athygli að okkur. Það sem kann að virðast saklaust orðalag getur þannig haft mikil áhrif á tilfinningu fólks fyrir því hvort það tilheyri eða ekki – og þá vaknar spurningin: hver ber ábyrgð á því að breyta orðræðunni? Til að skapa inngildandi menningu þurfum við öll að taka ábyrgð og huga að okkar orðræðu. Ábyrgðin hvílir þó sérstaklega á þeim sem mynda meirihlutann. Í flestum tilvikum innan iðngreina: körlum. Það er auðvelt að velta byrðinni yfir á konur og kvár, og ætlast til þess að þau leiðrétti, útskýri og berjist fyrir breytingum. Staðreyndin er að marktækar breytingar eiga sér aðeins stað þegar meirihlutinn tekur virkan þátt. Þegar karlar ákveða að orða sig öðruvísi, standa með inngildingu og skapa rými þar sem öll upplifa sig velkomin – þá fyrst sjáum við menninguna breytast. Rannsóknir sýna skýrt að fjölbreytt teymi skila betri árangri. Fyrirtæki sem hafa jafnvægi í kynjahlutföllum standa sterkar að vígi: þau eru lausnamiðuð, árangursrík og efla nýsköpun. Þetta er ekki tilviljun. Þegar ólík sjónarhorn mætast verða ákvarðanir betri og menningin heilbrigðari. Fjölbreytni er ekki byrði sem þarf að bera – hún er styrkur sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Innan iðngreina er þetta sérstaklega mikilvægt. Verkefnin sem við vinnum eru fjölbreytt og krefjast ólíkra hæfileika. Það er því ekki eingöngu spurning um réttlæti að öll fái jöfn tækifæri – það er líka spurning um gæði vinnunnar. Þegar fjölbreytt teymi fagaðila vinna saman verða lausnirnar betri – fyrir starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið í heild. Ef við ætlum að tryggja að iðngreinar séu vettvangur þar sem öll geta upplifað sig sem hluta af hópnum, þurfum við að leggja okkur fram. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum. Það byrjar með orðunum sem við veljum og heldur svo áfram í menningunni sem við mótum saman, dag eftir dag. Við verðum að vakna og vekja hvort annað til umhugsunar. Ábyrgðin er ekki bara mín eða þín – Hún er okkar allra. Hvaða orð velur þú næst? Höfundur er rafveitu- og rafvirki og formaður Félags fagkvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Orð skipta máli. Þau eru ekki aðeins hljóð eða tákn á blaði heldur spegill á menninguna sem við sköpum, ekki síst á vinnustaðnum. Innan karllægra iðngreina hefur lengi ríkt sú hugmynd að þau sem vilja ná árangri þurfi að vera hörkutól sem aðlagast — í stað þess að umhverfið aðlagist fjölbreytileikanum. Raunverulegt jafnrétti næst aðeins þegar öll upplifa að þau tilheyri hópnum. Fyrsta skrefið er jafn einfalt og það er áhrifaríkt: orðræðan. Orðræða nær yfir það hvernig tungumálið er notað til að skapa merkingu, móta viðhorf, styrkja vald eða hafa áhrif á hugsun og samfélag. Hún endurspeglar ekki bara það sem við segjum, heldur líka hvaða hugmyndir og gildi liggja þar að baki. Orðræða getur t.d. verið pólitísk, fagleg, fræðileg eða kynbundin. – en hún hefur alltaf áhrif á það hvernig við skiljum heiminn og hvert annað. Ég hef margoft upplifað hvernig útilokandi orðræða læðist inn í daglegt tal. Hún birtist í setningum sem virðast saklausar en hafa þó áhrif: „Jæja strákar…eruð þið búnir?“ þótt hópurinn sé ekki eingöngu skipaður körlum. Orðin eru sjaldnast sögð af illvilja, en þau skilja engu að síður eftir sig skýr skilaboð. Þau draga ósýnilegan hring utan um hópinn sem flestir tilheyra í dag, meðan önnur þurfa stöðugt að sanna rétt sinn til að vera með. Í samtölum við konur sem starfa í karllægum iðngreinum hef ég oftar en ekki heyrt að þær sækist eftir samstarfi fremur en samkeppni við karla. Margar tala líka um að þær vilji helst láta koma fram við sig eins og eina af strákunum. Slíkt viðhorf gæti einfaldlega sprottið af ótta við að tilheyra ekki. Við setjum okkur í ákveðnar stellingar og látum útilokandi orðræðu eins og vind um eyru þjóta, fremur en að krefjast þess að hún breytist því við viljum síður beina athygli að okkur. Það sem kann að virðast saklaust orðalag getur þannig haft mikil áhrif á tilfinningu fólks fyrir því hvort það tilheyri eða ekki – og þá vaknar spurningin: hver ber ábyrgð á því að breyta orðræðunni? Til að skapa inngildandi menningu þurfum við öll að taka ábyrgð og huga að okkar orðræðu. Ábyrgðin hvílir þó sérstaklega á þeim sem mynda meirihlutann. Í flestum tilvikum innan iðngreina: körlum. Það er auðvelt að velta byrðinni yfir á konur og kvár, og ætlast til þess að þau leiðrétti, útskýri og berjist fyrir breytingum. Staðreyndin er að marktækar breytingar eiga sér aðeins stað þegar meirihlutinn tekur virkan þátt. Þegar karlar ákveða að orða sig öðruvísi, standa með inngildingu og skapa rými þar sem öll upplifa sig velkomin – þá fyrst sjáum við menninguna breytast. Rannsóknir sýna skýrt að fjölbreytt teymi skila betri árangri. Fyrirtæki sem hafa jafnvægi í kynjahlutföllum standa sterkar að vígi: þau eru lausnamiðuð, árangursrík og efla nýsköpun. Þetta er ekki tilviljun. Þegar ólík sjónarhorn mætast verða ákvarðanir betri og menningin heilbrigðari. Fjölbreytni er ekki byrði sem þarf að bera – hún er styrkur sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Innan iðngreina er þetta sérstaklega mikilvægt. Verkefnin sem við vinnum eru fjölbreytt og krefjast ólíkra hæfileika. Það er því ekki eingöngu spurning um réttlæti að öll fái jöfn tækifæri – það er líka spurning um gæði vinnunnar. Þegar fjölbreytt teymi fagaðila vinna saman verða lausnirnar betri – fyrir starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið í heild. Ef við ætlum að tryggja að iðngreinar séu vettvangur þar sem öll geta upplifað sig sem hluta af hópnum, þurfum við að leggja okkur fram. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum. Það byrjar með orðunum sem við veljum og heldur svo áfram í menningunni sem við mótum saman, dag eftir dag. Við verðum að vakna og vekja hvort annað til umhugsunar. Ábyrgðin er ekki bara mín eða þín – Hún er okkar allra. Hvaða orð velur þú næst? Höfundur er rafveitu- og rafvirki og formaður Félags fagkvenna.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun