„Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar 1. október 2025 11:31 Ég var kosningarstjóri Flokks fólksins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í þeim kosningum var slagorð okkar „450.000 kr. skatta- og skerðingarlaust“, tilvísun í eitt af okkar helstu baráttumálum. Forgangsröðun okkar var skýr: Að lyfta þeim, sem minnst höfðu, upp úr fátækt. Í kjölfar alþingiskosninga fékk ég þann heiður að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum Valkyrjustjórnarinnar. Þann 21. desember 2024 birti ný ríkisstjórn stefnuyfirlýsingu sína þar sem við kortlögðum þær aðgerðir sem samið var um að framkvæma á yfirstandandi kjörtímabili. Ég hef mínar skoðanir á því hversu vel Flokkur fólksins kom út úr þessum samningaviðræðum, en þar sem ég er hlutdrægur vil ég fremur benda á viðbrögð þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, þegar hann tjáði sig fyrst um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á Bessastöðum þann 21. desember 2024: „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu.“ Nú hefur félags- og húsnæðismálaráðherra kynnt nýtt almannatryggingakerfi og mun einnig endurflytja frumvarp sitt um að örorku- og ellilífeyrir hækki árlega í samræmi við hækkun launavísitölu, en þó aldrei minna en sem nemur verðlagsbreytingum. Með samþykkt þessa frumvarps verður þeirri kjaragliðnun á milli launþega og þeirra sem fá greiðslur frá almannatryggingum útrýmt. Í ljósi þess er augljóst að öryrkjar og eldra fólk munu ná 450.000 kr. grunnframfærslu. Spurningin er aðeins hvenær, og svarið við þeirri spurningu er háð framtíðar launaþróun í landinu. „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir: „Ríkisstjórnin mun leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, m.a. með því að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun.“ Fljótlega eftir að ég hóf störf í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður ráðherra fengum við kynningu á stöðu uppbyggingar hjúkrunarheimila. Biðlistinn á þeim tíma taldi tæplega 700 manns og fór hratt vaxandi miðað við metna viðbótarþörf hjúkrunarrýma næstu árin. Áætlanir fyrri ríkisstjórnar dugðu því engan veginn til að mæta vaxandi skorti á hjúkrunarrýmum. Nú hafa félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra tekið höndum saman um að setja uppbyggingu hjúkrunarheimila í forgang til að útrýma þessum biðlista. Það var skynsamlegt skref að færa sérfræðiþekkingu stjórnsýslunnar á sviði húsnæðismála og uppbyggingar hjúkrunarheimila undir sama ráðuneyti. Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því hvernig þetta öfluga fólk í ráðuneytinu vinnur kraftaverk til að halda metnaðarfullum uppbyggingaráformum okkar á áætlun. Sem stendur er ég afar bjartsýnn á að okkur takist að vinna bug á þessum biðlista, enda hefur félags- og húsnæðismálaráðherra, á fyrstu níu mánuðum ársins, þegar sett af stað uppbyggingaráform um 350 ný hjúkrunarrými auk þess sem 214 rými eru að bætast við um þessar mundir. Samtals er því um ræða 566 ný rými. „Það getur ekki verið markmið ríkisstjórnarinnar að skilja eldri borgara eftir“ Þegar félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti nýtt almannatryggingakerfi í byrjun september kom fram gagnrýni frá formanni Landssambands eldri borgara, sem sagði ríkisstjórnina „skilja eldri borgara eftir“. Við höfum svarað þessu með því að benda á að kerfisbreyting á ellilífeyri fór fram árið 2017, en samstaða náðist ekki um breytingar á örorkulífeyri fyrr en nú. Tekjugreiningar sýna að kjör ellilífeyrisþega og öryrkja verða jafnari eftir þær breytingar sem fylgja nýja kerfinu. En í stað þess að deila um hvor hópurinn hafi það verra getum við hins vegar vonandi sameinast um þá staðreynd að báðir hópar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, þurfa hærri tekjur, sérstaklega hvað varðar grunnframfærslu. Þessi ríkisstjórn mun afnema kjaragliðnunina með því að tryggja að lífeyrisþegar fái hækkanir í samræmi við launavísitölu. Á næstu árum mun þessi breyting hafa mjög jákvæð áhrif á grunnframfærslu þeirra lífeyrisþega sem hafa lægstu tekjurnar. Af þeim eldri borgurum sem eru alfarið háðir almannatryggingakerfinu og búa við fátækt er stór hópur öryrkja sem aldrei fengu tækifæri til að ávinna sér lífeyrisréttindi. Til að koma til móts við þennan hóp ætlar ríkisstjórnin meðal annars að lögbinda að aldurstengd uppbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við þetta má bæta að frítekjumark ellilífeyris verður hækkað í áföngum samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fram fyrir áramót. Samkvæmt því verður almennt frítekjumark ellilífeyrisþega nær tvöfaldað fyrir lok kjörtímabilsins. Óhætt er að fullyrða að þessi ríkisstjórn mun ekki skilja eldri borgara eftir. Þvert á móti er hún að taka stærri skref til að bæta stöðu aldraðra en sést hefur um langt skeið. Höfundur er aðstoðarmaður félags og húsnæðismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég var kosningarstjóri Flokks fólksins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í þeim kosningum var slagorð okkar „450.000 kr. skatta- og skerðingarlaust“, tilvísun í eitt af okkar helstu baráttumálum. Forgangsröðun okkar var skýr: Að lyfta þeim, sem minnst höfðu, upp úr fátækt. Í kjölfar alþingiskosninga fékk ég þann heiður að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum Valkyrjustjórnarinnar. Þann 21. desember 2024 birti ný ríkisstjórn stefnuyfirlýsingu sína þar sem við kortlögðum þær aðgerðir sem samið var um að framkvæma á yfirstandandi kjörtímabili. Ég hef mínar skoðanir á því hversu vel Flokkur fólksins kom út úr þessum samningaviðræðum, en þar sem ég er hlutdrægur vil ég fremur benda á viðbrögð þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssonar, þegar hann tjáði sig fyrst um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar á Bessastöðum þann 21. desember 2024: „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu.“ Nú hefur félags- og húsnæðismálaráðherra kynnt nýtt almannatryggingakerfi og mun einnig endurflytja frumvarp sitt um að örorku- og ellilífeyrir hækki árlega í samræmi við hækkun launavísitölu, en þó aldrei minna en sem nemur verðlagsbreytingum. Með samþykkt þessa frumvarps verður þeirri kjaragliðnun á milli launþega og þeirra sem fá greiðslur frá almannatryggingum útrýmt. Í ljósi þess er augljóst að öryrkjar og eldra fólk munu ná 450.000 kr. grunnframfærslu. Spurningin er aðeins hvenær, og svarið við þeirri spurningu er háð framtíðar launaþróun í landinu. „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir: „Ríkisstjórnin mun leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, m.a. með því að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun.“ Fljótlega eftir að ég hóf störf í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður ráðherra fengum við kynningu á stöðu uppbyggingar hjúkrunarheimila. Biðlistinn á þeim tíma taldi tæplega 700 manns og fór hratt vaxandi miðað við metna viðbótarþörf hjúkrunarrýma næstu árin. Áætlanir fyrri ríkisstjórnar dugðu því engan veginn til að mæta vaxandi skorti á hjúkrunarrýmum. Nú hafa félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra tekið höndum saman um að setja uppbyggingu hjúkrunarheimila í forgang til að útrýma þessum biðlista. Það var skynsamlegt skref að færa sérfræðiþekkingu stjórnsýslunnar á sviði húsnæðismála og uppbyggingar hjúkrunarheimila undir sama ráðuneyti. Ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því hvernig þetta öfluga fólk í ráðuneytinu vinnur kraftaverk til að halda metnaðarfullum uppbyggingaráformum okkar á áætlun. Sem stendur er ég afar bjartsýnn á að okkur takist að vinna bug á þessum biðlista, enda hefur félags- og húsnæðismálaráðherra, á fyrstu níu mánuðum ársins, þegar sett af stað uppbyggingaráform um 350 ný hjúkrunarrými auk þess sem 214 rými eru að bætast við um þessar mundir. Samtals er því um ræða 566 ný rými. „Það getur ekki verið markmið ríkisstjórnarinnar að skilja eldri borgara eftir“ Þegar félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti nýtt almannatryggingakerfi í byrjun september kom fram gagnrýni frá formanni Landssambands eldri borgara, sem sagði ríkisstjórnina „skilja eldri borgara eftir“. Við höfum svarað þessu með því að benda á að kerfisbreyting á ellilífeyri fór fram árið 2017, en samstaða náðist ekki um breytingar á örorkulífeyri fyrr en nú. Tekjugreiningar sýna að kjör ellilífeyrisþega og öryrkja verða jafnari eftir þær breytingar sem fylgja nýja kerfinu. En í stað þess að deila um hvor hópurinn hafi það verra getum við hins vegar vonandi sameinast um þá staðreynd að báðir hópar, öryrkjar og ellilífeyrisþegar, þurfa hærri tekjur, sérstaklega hvað varðar grunnframfærslu. Þessi ríkisstjórn mun afnema kjaragliðnunina með því að tryggja að lífeyrisþegar fái hækkanir í samræmi við launavísitölu. Á næstu árum mun þessi breyting hafa mjög jákvæð áhrif á grunnframfærslu þeirra lífeyrisþega sem hafa lægstu tekjurnar. Af þeim eldri borgurum sem eru alfarið háðir almannatryggingakerfinu og búa við fátækt er stór hópur öryrkja sem aldrei fengu tækifæri til að ávinna sér lífeyrisréttindi. Til að koma til móts við þennan hóp ætlar ríkisstjórnin meðal annars að lögbinda að aldurstengd uppbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við þetta má bæta að frítekjumark ellilífeyris verður hækkað í áföngum samkvæmt frumvarpi sem lagt verður fram fyrir áramót. Samkvæmt því verður almennt frítekjumark ellilífeyrisþega nær tvöfaldað fyrir lok kjörtímabilsins. Óhætt er að fullyrða að þessi ríkisstjórn mun ekki skilja eldri borgara eftir. Þvert á móti er hún að taka stærri skref til að bæta stöðu aldraðra en sést hefur um langt skeið. Höfundur er aðstoðarmaður félags og húsnæðismálaráðherra.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun