Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 1. október 2025 07:00 Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Ábyrgð okkar sem ríkrar þjóðar er meiri en tillaga ráðherra endurspeglar: við verðum að tryggja að markmiðin séu í samræmi við alþjóðleg vísindi og þá siðferðilegu skyldu sem við berum gagnvart vistkerfum jarðar og komandi kynslóðum. 11,5% samdráttur er ekki nóg Samkvæmt nýju tillögunni mun heildarlosun Íslands dragast saman um einungis 11,5% árið 2035 miðað við 2005. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að Ísland hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ef draga á svo löturhægt úr losun fram til ársins 2035 þarf að draga nettó-losunina saman um nær 90% á aðeins fimm árum eftir það, sem er bæði óraunhæft og óábyrgt. Vísindin krefjast hærri markmiða Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) bendir á að þróuð ríki þurfi að minnka samfélagslosun um a.m.k. 60–65% fyrir árið 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu marka. Markmið ríkisstjórnarinnar um 50–55% samdrátt dugar einfaldlega ekki og er lítil sem engin viðbót við markmið fyrri ríkisstjórnar. Nauðsynlegt er að halda alltaf áfram að setja fram metnaðarfyllri markmið og raunhæfar aðgerðir til að ná ásættanlegum árangri. VG leggur því til að stjórnvöld hækki markmið sitt um samdrátt í samfélagslosun í 60–70 % fyrir 2035, setji frekari kröfur á samdrátt í losun frá stærstu losendunum, álverum og annarri stóriðju með mælanlegum markmiðum, enda ekkert í regluverkinu um ETS sem hamlar því. Þá verða markmið um kolefnisbindingu bæði að vera metnaðarfyllri og skýrari. Náttúruvernd og vistkerfi í forgrunni Í tíð síðustu ríkisstjórnar var samþykkt áætlun um endurheimt birkiskóga, svokölluð Bonn-áskorun, og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt, áætluninni Land og líf, hrint í framkvæmd á grundvelli gildandi laga. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að nýtt markmið um losun vegna landnotkunar sé það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. En betur má ef duga skal! Samdráttartillaga ríkisstjórnarinnar – aðeins 8% til 2035 miðað við 2025 – er langt frá því að endurspegla forréttindastöðu Íslands eða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.Við leggjum áherslu á að samdráttur í losun helstu geira samfélagsins, endurheimt votlendis, náttúrulegs skóglendis og þurrlendis verði kjarninn í aðgerðunum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Samráð og réttlát umskipti Loftslagsaðgerðir eru samfélagslegt verkefni. Þær verða að byggjast á víðtæku samráði við almenning, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu, atvinnulíf og umhverfis- og náttúruverndarsamtök. Á sama tíma þarf að tryggja jöfnuð og réttlæti í framkvæmd aðgerða þar sem kostnaður og ávinningur dreifast með sanngjörnum hætti. Tími fyrir raunverulegt forystuhlutverk Ísland hefur einstaka stöðu og tækifæri til að vera leiðandi í loftslagsmálum. Við hvetjum ríkisstjórnina til að endurskoða markmið sín, byggja þau á vísindalegum tilmælum og taka mið af sögulegri losun okkar. Það er ekki aðeins spurning um pólitískan metnað, heldur um siðferðilega skyldu ríkrar þjóðar gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum. Höfundar eru formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni. Ábyrgð okkar sem ríkrar þjóðar er meiri en tillaga ráðherra endurspeglar: við verðum að tryggja að markmiðin séu í samræmi við alþjóðleg vísindi og þá siðferðilegu skyldu sem við berum gagnvart vistkerfum jarðar og komandi kynslóðum. 11,5% samdráttur er ekki nóg Samkvæmt nýju tillögunni mun heildarlosun Íslands dragast saman um einungis 11,5% árið 2035 miðað við 2005. Þetta er óásættanlegt í ljósi þess að Ísland hefur lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040. Ef draga á svo löturhægt úr losun fram til ársins 2035 þarf að draga nettó-losunina saman um nær 90% á aðeins fimm árum eftir það, sem er bæði óraunhæft og óábyrgt. Vísindin krefjast hærri markmiða Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) bendir á að þróuð ríki þurfi að minnka samfélagslosun um a.m.k. 60–65% fyrir árið 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu marka. Markmið ríkisstjórnarinnar um 50–55% samdrátt dugar einfaldlega ekki og er lítil sem engin viðbót við markmið fyrri ríkisstjórnar. Nauðsynlegt er að halda alltaf áfram að setja fram metnaðarfyllri markmið og raunhæfar aðgerðir til að ná ásættanlegum árangri. VG leggur því til að stjórnvöld hækki markmið sitt um samdrátt í samfélagslosun í 60–70 % fyrir 2035, setji frekari kröfur á samdrátt í losun frá stærstu losendunum, álverum og annarri stóriðju með mælanlegum markmiðum, enda ekkert í regluverkinu um ETS sem hamlar því. Þá verða markmið um kolefnisbindingu bæði að vera metnaðarfyllri og skýrari. Náttúruvernd og vistkerfi í forgrunni Í tíð síðustu ríkisstjórnar var samþykkt áætlun um endurheimt birkiskóga, svokölluð Bonn-áskorun, og stefnu stjórnvalda í landgræðslu og skógrækt, áætluninni Land og líf, hrint í framkvæmd á grundvelli gildandi laga. Það er því ekki rétt sem haldið hefur verið fram að nýtt markmið um losun vegna landnotkunar sé það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. En betur má ef duga skal! Samdráttartillaga ríkisstjórnarinnar – aðeins 8% til 2035 miðað við 2025 – er langt frá því að endurspegla forréttindastöðu Íslands eða alþjóðlegar skuldbindingar um vernd líffræðilegrar fjölbreytni.Við leggjum áherslu á að samdráttur í losun helstu geira samfélagsins, endurheimt votlendis, náttúrulegs skóglendis og þurrlendis verði kjarninn í aðgerðunum, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Samráð og réttlát umskipti Loftslagsaðgerðir eru samfélagslegt verkefni. Þær verða að byggjast á víðtæku samráði við almenning, sveitarfélög, verkalýðshreyfingu, atvinnulíf og umhverfis- og náttúruverndarsamtök. Á sama tíma þarf að tryggja jöfnuð og réttlæti í framkvæmd aðgerða þar sem kostnaður og ávinningur dreifast með sanngjörnum hætti. Tími fyrir raunverulegt forystuhlutverk Ísland hefur einstaka stöðu og tækifæri til að vera leiðandi í loftslagsmálum. Við hvetjum ríkisstjórnina til að endurskoða markmið sín, byggja þau á vísindalegum tilmælum og taka mið af sögulegri losun okkar. Það er ekki aðeins spurning um pólitískan metnað, heldur um siðferðilega skyldu ríkrar þjóðar gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum. Höfundar eru formaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun