Endurmat náttúruvár Ari Trausti Guðmundsson skrifar 17. apríl 2023 12:00 Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það. Ofanflóð er safnheiti fyrir hraðar massahreyfingar eftir hallandi landi. Þyngdartog jarðar veldur þeim, allt eftir aðstæðum. Þau eru flokkuð í snjóflóð og skriður af ýmsu tagi. Snjóflóð eru þurr eða misblaut, til og með krapaflóð. Snjóflóð eiga sé næstum punktlaga upptök og breiða úr sér niður halla eða verða til þegar snjóhengjur bresta á brúnum eða þegar löng rifa opnast í snjóþekju og stór spilda rennur af stað og brotnar upp (flekaflóð). Mjög alvarlegir atburðir á allnokkrum undanförnum áratugum urðu til þess að víðtækt átak var gert í snjóflóðavarnamálum og er enn unnið að nýframkvæmdum og endurbótum. Töluvert er enn í land með þessar varnir. Samhliða hafa sérstakar fjárveitingar verið efldar og bótasjóðir sameinaðir. Þeir þurfa líka að skoðast í kjölinn. Nú er aukin áhersla lögð á varnir gegn hinum meginflokki ofanflóða. Þau má gróflega flokka í eðjuhlaup eða aurflóð (aðallega mold og lítt gróf bergmylsna), grjótskriður eða grjóthrun (aðallega gróf bergmyslna og misstórir steinar) og berghrun eða berghlaup (stórir hlutar fjallshlíða falla fram). Vísbendingar eru um að loftslagsbreytingar ýti undir þessa náttúruvá. Má benda á breytt úrkomumynstur og tíðari stórrigningar, hlýnun, bráðnun sífrera á hálendi, hop jökla og tíðari skipti milli frosts og þíðu sem veldur endurtekinni frostþenslu vatns við ísmyndun í jarðvegi og bergi. Við þessari tegund náttúruvár hafa þegar verið hafin viðbrögð, m.a. aukin vöktun. Hana þarf að auka skv. nýju skýrslu ráðuneytis umhverfis, orku og loftslags. Enn fremur þarf að hyggja að ýmis konar kerfisbreytingum í náttúruvár- og almannavarnageiranum, móta heildræna grunnstefnu og vinna að beinum vörnum. Eitt af því sem ég hef nefnt er sameining fulltrúa ráðgjafaráða og náttúruvárteyma í Náttúruvárráð, svipað og Þjóðaröryggisráð. Mörg önnur verkefni bíða frekari vinnu; líka þau sem við höfum takmarkaða reynslu af og litla getu til viðbragaða við. Til dæmis eld í lággróðri eða skóglendi á stórum svæði. Verkefnin eru ærin, þau eru fjárfrek að hluta, varða mannafla og sérþekkingu og þau fylgja okkur langt inn í framtíðina. Nýja skýrslan (sjá t.d. www.urn.is) fjallar um allt þetta og meira. Hún er vönduð og yfirgripsmikil og ber að þakka nefndinni sem hana vann og ráðherrum málaflokksins í núverandi og síðustu ríkisstjórn fyrir að raungera þingsályktunina sem samþykkt var á vorþinginu 2021. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Eldgos verða með 3 til 4 ára bili hér á landi. Jarðskjálftar eru mjög algengir. Tekist hefur að byggja upp stórt og öflugt vöktunarkerfi frammi fyrir þessum náttúrufyrirbærum þótt vafalaust þurfi enn að bæta það. Ofanflóð er safnheiti fyrir hraðar massahreyfingar eftir hallandi landi. Þyngdartog jarðar veldur þeim, allt eftir aðstæðum. Þau eru flokkuð í snjóflóð og skriður af ýmsu tagi. Snjóflóð eru þurr eða misblaut, til og með krapaflóð. Snjóflóð eiga sé næstum punktlaga upptök og breiða úr sér niður halla eða verða til þegar snjóhengjur bresta á brúnum eða þegar löng rifa opnast í snjóþekju og stór spilda rennur af stað og brotnar upp (flekaflóð). Mjög alvarlegir atburðir á allnokkrum undanförnum áratugum urðu til þess að víðtækt átak var gert í snjóflóðavarnamálum og er enn unnið að nýframkvæmdum og endurbótum. Töluvert er enn í land með þessar varnir. Samhliða hafa sérstakar fjárveitingar verið efldar og bótasjóðir sameinaðir. Þeir þurfa líka að skoðast í kjölinn. Nú er aukin áhersla lögð á varnir gegn hinum meginflokki ofanflóða. Þau má gróflega flokka í eðjuhlaup eða aurflóð (aðallega mold og lítt gróf bergmylsna), grjótskriður eða grjóthrun (aðallega gróf bergmyslna og misstórir steinar) og berghrun eða berghlaup (stórir hlutar fjallshlíða falla fram). Vísbendingar eru um að loftslagsbreytingar ýti undir þessa náttúruvá. Má benda á breytt úrkomumynstur og tíðari stórrigningar, hlýnun, bráðnun sífrera á hálendi, hop jökla og tíðari skipti milli frosts og þíðu sem veldur endurtekinni frostþenslu vatns við ísmyndun í jarðvegi og bergi. Við þessari tegund náttúruvár hafa þegar verið hafin viðbrögð, m.a. aukin vöktun. Hana þarf að auka skv. nýju skýrslu ráðuneytis umhverfis, orku og loftslags. Enn fremur þarf að hyggja að ýmis konar kerfisbreytingum í náttúruvár- og almannavarnageiranum, móta heildræna grunnstefnu og vinna að beinum vörnum. Eitt af því sem ég hef nefnt er sameining fulltrúa ráðgjafaráða og náttúruvárteyma í Náttúruvárráð, svipað og Þjóðaröryggisráð. Mörg önnur verkefni bíða frekari vinnu; líka þau sem við höfum takmarkaða reynslu af og litla getu til viðbragaða við. Til dæmis eld í lággróðri eða skóglendi á stórum svæði. Verkefnin eru ærin, þau eru fjárfrek að hluta, varða mannafla og sérþekkingu og þau fylgja okkur langt inn í framtíðina. Nýja skýrslan (sjá t.d. www.urn.is) fjallar um allt þetta og meira. Hún er vönduð og yfirgripsmikil og ber að þakka nefndinni sem hana vann og ráðherrum málaflokksins í núverandi og síðustu ríkisstjórn fyrir að raungera þingsályktunina sem samþykkt var á vorþinginu 2021. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun