Að rökræða við rætið innræti Arna Magnea Danks skrifar 16. apríl 2023 10:31 Undanfarið hefur fólki verið tíðrætt um tjáningarfrelsi og heldur að það gefi því leyfi til að segja hvað sem er um hvern sem er, en það er einfaldlega ekki svo. Samkvæmt lögum þá ber fólki að geta gert grein fyrir máli sínu gagnvart dómstólum ef þess sé krafist og ákveðin orðræða er hreinlega ólögleg samkvæmt lögum. En þegar lögum er ekki fylgt og afleiðingar haturs orðræðunnar er nánast engin, þá er auðvelt að áætla sem svo að tjáningarfrelsinu sé engar skorður settar. Þennan vagn hoppa þau svo á sem hafa sem hæst í fullyrðingum sínum að trans fólk sé hættulegt. En af hverju er þeim í svo miklum mun að lýsa trans fólki sem hættulegu? Trans fólk er um 0,02% á Íslandi, um 0,5% í Bretlandi og á heimsvísu er talað um 1 - 2% að hámarki. Þar að auki er mikið um heimilisleysi, atvinnuleysi, sjálfskaðandi hegðun og sjálfvíga hjá trans fólki vegna þeirrar útskúfunar sem trans fólk verður fyrir. Hvar er þá þessi ógn og í hverju er hún fólgin? Margir lesa um að trans fólk, aðallega verið að ræða um trans konur í þessu sambandi, muni taka yfir öll verðlaun á heimsmeistaramótum og ólympíumótum ef ekkert er að gert. Aftur vil ég benda á að við erum að tala um brotabrot af heildarmannfjölda og litlar sem engar líkur að trans konur séu að fara að dominera íþróttaviðburði heimsins. Fyrir utan það að vísindin hafa sýnt fram á að trans konur hafa enga yfirburði gagnvart öðrum konum (nefndar sis konur héðan í frá) eftir að hafa verið í hormónameðferð í ár eða lengur. Hvað varðar yfirburði í íþróttum þá er það staðreynd að fólk kemst áfram vegna meðfædda eiginleika sem má rekja til erfða og jafnvel líffræðilegra frávika. T.d. framleiðir Michael Phelps sundkappi af náttúrunnar hendi mun minna af mjólkursýru en meðalmanneskjan og hefur líkamsbyggingu (langa handleggi, langa fótleggi) sem nýtast vel í sundi. Engum dettur í hug að segja að hann, vegna líffræðilegra frávika, ætti ekki að taka þátt í keppnum. Svo má ræða um Brittney Griner sem er 2.06 metrar á hæð, langt yfir meðalhæð bæði karla, kvenna og kvára en engum dettur í hug að banna henni að spila körfubolta þrátt fyrir að búa yfir líffræðilegum yfirburðum þegar horft er til heildarinnar. Nei það er ráðist á trans konur, sem í flestum tilfellum þora oftast ekki að stunda íþróttir til að byrja með vegna fordóma, og þær sakaðar um að vera ógn við aðrar konur. En ógnin er engin nema í hugum þeirra sem vilja sjá ógn þar sem engin er. Staðreyndin er sú að trans konur hafa haft réttinn til að keppa á öllum alþjóðlegum stórmótum undanfarin ár og áratugi og ekki ein einasta trans kona hefur unnið til verðlauna á þeim mótum í einstaklings greinunum. Erlendis er talað um að það sé verið að nota viðkvæman jaðarsettan minnihlutahóp til þess að dreifa athygli fólks frá raunverulegum hættum sem steðjar að okkur öllum en stjórnmálaöflin ráða ekki við. Ógnir eins og hnatthlýnun, hnignandi velferðarkerfi, spillingu og sístækkandi bil á milli þeirra sem eiga nánast allt og þeirra sem eiga ekkert. Á íslensku tölum við um blóraböggul en það útskýrir aðeins hluta hatursins en ekki allt. Það er nefnilega til þau sem trúa að trans fólk sé af hinu ílla og þau vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að uppræta trans fólk af þessari jarðvist og með því ala á ótta annarra hefur þeim orðið ágengt í þeirri vegferð að hluta. Ofbeldi gegn trans fólki hefur aukist um 81% í Bretlandi samkvæmt nýlegri rannsókn og þó að ekki hafi verið gerð formleg rannsókn hér á landi þá hafa óformlegar kannanir sýnt fram á að alls kyns ofbeldi gagnvart trans fólki er og hefur verið að aukast hér líka. UN Women gaf nýlega út að samkvæmt þeirra rannsóknum eru trans konur fjórum sinnum líklegri að verða fyrir alvarlegu ofbeldi en sis konum. Nauðganir og morð á trans konum fer einnig fjölgandi og ef það er sett í hlutfallslegt samhengi, þá eru trans konur álíka stór hluti mannkyns og náttúrulega rauðhært fólk með blá augu. Ég er viss um að það þætti frétt ef um 400 rauðhærðir einstaklingar með blá augu væru myrtir á hverju einasta ári, en lítið er rætt um þessi morð í fjölmiðlum og þeir sem þau fremja nást sjaldnast og enn sjaldgæfara er að þeir fái dóm sem hæfir glæpnum. Svo er það hin mýtan, um "karlinn" sem vill gera allt sem þeir geta til að komast inn í kvennarými. Þetta er auðvitað algjörlega fáránlegt og gerir lítið úr þeim ótal rannsóknum sem hafa sýnt fram á að það að vera trans er líffræðilegt frávik, svipað og fæðast örvhentur og trans fólk er nákvæmlega það sem það segist vera, enda hefur alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ásamt öllum helstu sérfræðistofnunum á svið læknavísinda og geðheilbrigðisvísinda gefið það út að það að vera trans er ekki geðsjúkdómur en ef hið líffræðilega frávik sé ekki meðhöndlað á viðeigandi hátt, valdi það kynama sem geti leitt til geðrænna vandamála á borð við þunglyndi og sjálfskaðandi hegðunar. Trans karlar eru karlar og trans konur eru konur og kynsegin fólk er nákvæmlega það sem það segist vera. Það er engin trans kona að fara að leggja það á sig að ganga í gegnum hormónameðferð og skurðaðgerðir, lenda svo ítrekað í allskyns áreiti og ofbeldi vegna fordóma og fáfræði, til þess eins að geta notað rými eingöngu ætlað konum. Margar þora varla að fara á salerni, hvað þá í sund vegna þeirra fordóma sem þær verða fyrir og þær sem það þora, oft ekki fyrr en eftir að hafa farið í kyn staðfestandi skurðaðgerðir og búnar að vera á hormónum í þónokkur ár. Staðreyndin er að karlar sem ætla sér að nauðga og ráðast á konur eru ekki að þykjast vera konur, þeir eru í 99% tilvika gagnkynhneigðir sis karlmenn, en við dæmum samt ekki alla menn er það? Það finnast rotin epli í öllum hópum og það eru til, örfá reyndar, dæmi um kynferðisglæpi framda af konum, bæði sis og trans en málpípur hatursins vilja að þið hlustið bara á dæmi um vonda trans fólkið, sérstaklega hættulegu, vondu trans konuna. En þetta er allt rekjanlegt og í raun svo fáránlegt að lengi vel töldum við, sem höfum verið uppnefnd "góða fólkið" - eins og það sé nú eitthvað slæmt, að það væri best að fæða ekki tröllin með athygli og þögðum því lengi vel. Of lengi í raun og veru, því raddir þessa öfgafólks náði að sá fræjum efa og ótta í hugum þeirra sem vissu ekkert um trans fólk, hafði aldrei hitt trans manneskju og í eigin fáfræði, hlustandi á fordómafullar raddir fullar af hatri, má vorkenna ansi mörgum fyrir að láta glepjast af áróðnum. En hingað og ekki lengra, og alveg eins og það er ekki til neins að rökræða við fólk sem vill ekki hlusta og er búið að ákveða fyrirfram hvað sé rétt og hvað sé rangt, þá er tími þagnarinnar lokið og öll ykkar sem viljið vita meira og nálgast réttar upplýsingar án þess að láta hatrið hafa ykkur að fíflum, vil ég benda á eftirfarandi: https://otila.is/ og https://www.transactual.org.uk/transphobia Svo að lokum vil ég að þið hugsið um ykkur sjálf. Eruð þið bara kynið ykkar? Nei þið eruð svo margt annað en bara það, þið eruð foreldrar, vinir, ættingjar, vinnufélagar og afkomendur. Þið eruð allt það sem þið hafið reynt, lært, lesið, kynnst og misst. Þið eruð gleði, sorg, undrun, vonbrigði og reiði. Þið eruð ósigrar ykkar og sigrar, þið eruð stundum hatrið á vondum degi en oftast eru þið ástin sem elskar lífið og sigrar allt nema ykkar eigin endalok og í í öllu þessu eruð þið og við öll, nánast, bara að reyna að gera okkar allra besta. Ég sjálf er svo margt og fyrir marga er ég ennþá fleira, aðeins eitt af því er sú staðreynd að ég er trans. Manneskja sem fékk úthlutað vitlausu kyni við fæðingu og þurfti að berjast í gegnum fáfræði, fordóma og hatur. Þurft að þola alls kyns ofbeldi, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt, þar sem meðal annars átti að "laga mig" með biblíunni í annarri og bareflinu í hinni, en öll sú innræting sem átti sér stað frá unga aldri, frá því ég var bara lítið barn, breytti aldrei þeirri staðreynd að ég er, var og hef alltaf verið trans og ef það er ekki hægt með vondu og verra að gera trans barn að sis, hvaða líkur haldið þið að með góðu einu, fræðslunni, sé hægt að gera sis barn að trans? Svarið er, við erum það sem við erum og vorum sköpuð til að vera og ekkert getur breytt því en við getum vissulega gert líf fólks erfiðara með fáfræði, fordómum og hatri. Er ekki komin tími til að vakna og átta sig á að ógnin sem er verið að selja ykkur er tálbeita frá þeim raunverulegu ógnum sem steðjar að okkur öllum og hætta að gefa röddum hatursins endalaust svigrúm til tjáningar. Það rökræðir enginn við rætið innræti. Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari, meistaranemi í kynjafræði og trans kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur fólki verið tíðrætt um tjáningarfrelsi og heldur að það gefi því leyfi til að segja hvað sem er um hvern sem er, en það er einfaldlega ekki svo. Samkvæmt lögum þá ber fólki að geta gert grein fyrir máli sínu gagnvart dómstólum ef þess sé krafist og ákveðin orðræða er hreinlega ólögleg samkvæmt lögum. En þegar lögum er ekki fylgt og afleiðingar haturs orðræðunnar er nánast engin, þá er auðvelt að áætla sem svo að tjáningarfrelsinu sé engar skorður settar. Þennan vagn hoppa þau svo á sem hafa sem hæst í fullyrðingum sínum að trans fólk sé hættulegt. En af hverju er þeim í svo miklum mun að lýsa trans fólki sem hættulegu? Trans fólk er um 0,02% á Íslandi, um 0,5% í Bretlandi og á heimsvísu er talað um 1 - 2% að hámarki. Þar að auki er mikið um heimilisleysi, atvinnuleysi, sjálfskaðandi hegðun og sjálfvíga hjá trans fólki vegna þeirrar útskúfunar sem trans fólk verður fyrir. Hvar er þá þessi ógn og í hverju er hún fólgin? Margir lesa um að trans fólk, aðallega verið að ræða um trans konur í þessu sambandi, muni taka yfir öll verðlaun á heimsmeistaramótum og ólympíumótum ef ekkert er að gert. Aftur vil ég benda á að við erum að tala um brotabrot af heildarmannfjölda og litlar sem engar líkur að trans konur séu að fara að dominera íþróttaviðburði heimsins. Fyrir utan það að vísindin hafa sýnt fram á að trans konur hafa enga yfirburði gagnvart öðrum konum (nefndar sis konur héðan í frá) eftir að hafa verið í hormónameðferð í ár eða lengur. Hvað varðar yfirburði í íþróttum þá er það staðreynd að fólk kemst áfram vegna meðfædda eiginleika sem má rekja til erfða og jafnvel líffræðilegra frávika. T.d. framleiðir Michael Phelps sundkappi af náttúrunnar hendi mun minna af mjólkursýru en meðalmanneskjan og hefur líkamsbyggingu (langa handleggi, langa fótleggi) sem nýtast vel í sundi. Engum dettur í hug að segja að hann, vegna líffræðilegra frávika, ætti ekki að taka þátt í keppnum. Svo má ræða um Brittney Griner sem er 2.06 metrar á hæð, langt yfir meðalhæð bæði karla, kvenna og kvára en engum dettur í hug að banna henni að spila körfubolta þrátt fyrir að búa yfir líffræðilegum yfirburðum þegar horft er til heildarinnar. Nei það er ráðist á trans konur, sem í flestum tilfellum þora oftast ekki að stunda íþróttir til að byrja með vegna fordóma, og þær sakaðar um að vera ógn við aðrar konur. En ógnin er engin nema í hugum þeirra sem vilja sjá ógn þar sem engin er. Staðreyndin er sú að trans konur hafa haft réttinn til að keppa á öllum alþjóðlegum stórmótum undanfarin ár og áratugi og ekki ein einasta trans kona hefur unnið til verðlauna á þeim mótum í einstaklings greinunum. Erlendis er talað um að það sé verið að nota viðkvæman jaðarsettan minnihlutahóp til þess að dreifa athygli fólks frá raunverulegum hættum sem steðjar að okkur öllum en stjórnmálaöflin ráða ekki við. Ógnir eins og hnatthlýnun, hnignandi velferðarkerfi, spillingu og sístækkandi bil á milli þeirra sem eiga nánast allt og þeirra sem eiga ekkert. Á íslensku tölum við um blóraböggul en það útskýrir aðeins hluta hatursins en ekki allt. Það er nefnilega til þau sem trúa að trans fólk sé af hinu ílla og þau vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur til að uppræta trans fólk af þessari jarðvist og með því ala á ótta annarra hefur þeim orðið ágengt í þeirri vegferð að hluta. Ofbeldi gegn trans fólki hefur aukist um 81% í Bretlandi samkvæmt nýlegri rannsókn og þó að ekki hafi verið gerð formleg rannsókn hér á landi þá hafa óformlegar kannanir sýnt fram á að alls kyns ofbeldi gagnvart trans fólki er og hefur verið að aukast hér líka. UN Women gaf nýlega út að samkvæmt þeirra rannsóknum eru trans konur fjórum sinnum líklegri að verða fyrir alvarlegu ofbeldi en sis konum. Nauðganir og morð á trans konum fer einnig fjölgandi og ef það er sett í hlutfallslegt samhengi, þá eru trans konur álíka stór hluti mannkyns og náttúrulega rauðhært fólk með blá augu. Ég er viss um að það þætti frétt ef um 400 rauðhærðir einstaklingar með blá augu væru myrtir á hverju einasta ári, en lítið er rætt um þessi morð í fjölmiðlum og þeir sem þau fremja nást sjaldnast og enn sjaldgæfara er að þeir fái dóm sem hæfir glæpnum. Svo er það hin mýtan, um "karlinn" sem vill gera allt sem þeir geta til að komast inn í kvennarými. Þetta er auðvitað algjörlega fáránlegt og gerir lítið úr þeim ótal rannsóknum sem hafa sýnt fram á að það að vera trans er líffræðilegt frávik, svipað og fæðast örvhentur og trans fólk er nákvæmlega það sem það segist vera, enda hefur alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ásamt öllum helstu sérfræðistofnunum á svið læknavísinda og geðheilbrigðisvísinda gefið það út að það að vera trans er ekki geðsjúkdómur en ef hið líffræðilega frávik sé ekki meðhöndlað á viðeigandi hátt, valdi það kynama sem geti leitt til geðrænna vandamála á borð við þunglyndi og sjálfskaðandi hegðunar. Trans karlar eru karlar og trans konur eru konur og kynsegin fólk er nákvæmlega það sem það segist vera. Það er engin trans kona að fara að leggja það á sig að ganga í gegnum hormónameðferð og skurðaðgerðir, lenda svo ítrekað í allskyns áreiti og ofbeldi vegna fordóma og fáfræði, til þess eins að geta notað rými eingöngu ætlað konum. Margar þora varla að fara á salerni, hvað þá í sund vegna þeirra fordóma sem þær verða fyrir og þær sem það þora, oft ekki fyrr en eftir að hafa farið í kyn staðfestandi skurðaðgerðir og búnar að vera á hormónum í þónokkur ár. Staðreyndin er að karlar sem ætla sér að nauðga og ráðast á konur eru ekki að þykjast vera konur, þeir eru í 99% tilvika gagnkynhneigðir sis karlmenn, en við dæmum samt ekki alla menn er það? Það finnast rotin epli í öllum hópum og það eru til, örfá reyndar, dæmi um kynferðisglæpi framda af konum, bæði sis og trans en málpípur hatursins vilja að þið hlustið bara á dæmi um vonda trans fólkið, sérstaklega hættulegu, vondu trans konuna. En þetta er allt rekjanlegt og í raun svo fáránlegt að lengi vel töldum við, sem höfum verið uppnefnd "góða fólkið" - eins og það sé nú eitthvað slæmt, að það væri best að fæða ekki tröllin með athygli og þögðum því lengi vel. Of lengi í raun og veru, því raddir þessa öfgafólks náði að sá fræjum efa og ótta í hugum þeirra sem vissu ekkert um trans fólk, hafði aldrei hitt trans manneskju og í eigin fáfræði, hlustandi á fordómafullar raddir fullar af hatri, má vorkenna ansi mörgum fyrir að láta glepjast af áróðnum. En hingað og ekki lengra, og alveg eins og það er ekki til neins að rökræða við fólk sem vill ekki hlusta og er búið að ákveða fyrirfram hvað sé rétt og hvað sé rangt, þá er tími þagnarinnar lokið og öll ykkar sem viljið vita meira og nálgast réttar upplýsingar án þess að láta hatrið hafa ykkur að fíflum, vil ég benda á eftirfarandi: https://otila.is/ og https://www.transactual.org.uk/transphobia Svo að lokum vil ég að þið hugsið um ykkur sjálf. Eruð þið bara kynið ykkar? Nei þið eruð svo margt annað en bara það, þið eruð foreldrar, vinir, ættingjar, vinnufélagar og afkomendur. Þið eruð allt það sem þið hafið reynt, lært, lesið, kynnst og misst. Þið eruð gleði, sorg, undrun, vonbrigði og reiði. Þið eruð ósigrar ykkar og sigrar, þið eruð stundum hatrið á vondum degi en oftast eru þið ástin sem elskar lífið og sigrar allt nema ykkar eigin endalok og í í öllu þessu eruð þið og við öll, nánast, bara að reyna að gera okkar allra besta. Ég sjálf er svo margt og fyrir marga er ég ennþá fleira, aðeins eitt af því er sú staðreynd að ég er trans. Manneskja sem fékk úthlutað vitlausu kyni við fæðingu og þurfti að berjast í gegnum fáfræði, fordóma og hatur. Þurft að þola alls kyns ofbeldi, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt, þar sem meðal annars átti að "laga mig" með biblíunni í annarri og bareflinu í hinni, en öll sú innræting sem átti sér stað frá unga aldri, frá því ég var bara lítið barn, breytti aldrei þeirri staðreynd að ég er, var og hef alltaf verið trans og ef það er ekki hægt með vondu og verra að gera trans barn að sis, hvaða líkur haldið þið að með góðu einu, fræðslunni, sé hægt að gera sis barn að trans? Svarið er, við erum það sem við erum og vorum sköpuð til að vera og ekkert getur breytt því en við getum vissulega gert líf fólks erfiðara með fáfræði, fordómum og hatri. Er ekki komin tími til að vakna og átta sig á að ógnin sem er verið að selja ykkur er tálbeita frá þeim raunverulegu ógnum sem steðjar að okkur öllum og hætta að gefa röddum hatursins endalaust svigrúm til tjáningar. Það rökræðir enginn við rætið innræti. Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari, meistaranemi í kynjafræði og trans kona.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun