Matvælaverð og Viðreisn landbúnaðarins Margrét Gísladóttir skrifar 15. apríl 2023 15:00 Undanfarin þrjú ár hefur heimurinn tekist á við viðfangsefni sem hafa m.a. hrint af stað verðbólgu og vaxtahækkunum um allan heim. Ísland er þar engin undantekning og fjarri því eyland að þessu leyti. Verðbólga í mörgum löndum hefur því mælst með tveggja stafa tölum um langt skeið. Verðhækkanir á orku (gasi og eldsneyti) og matvöru hafa verið helstu drifkraftar verðbólgu í nágrannalöndum okkar, mörg hver þeirra sem tilheyra ESB. Gjörbreytt tollaumhverfi á fáum árum Ísland, líkt og Evrópusambandið, Noregur, Sviss og fleiri lönd sem við berum okkur saman við, leggur tolla á ýmis innflutt matvæli. Er það gert til að jafna samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart innflutningi, stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Í grein á Vísi 8. apríl síðastliðinn mælti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með því að afnema tolla með öllu á hinar ýmsu matvörur. Ísland hefur reyndar gengið nokkuð langt í þeim efnum undanfarin ár. Með samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Hér hefur því orðið gjörbreyting á tollaumhverfi matvæla á stuttum tíma. Auk þess er Ísland í dag eina landið innan Evrópu sem leggur ekki verðjöfnunargjöld á unnar landbúnaðarvörur. Hlutfall útgjalda til matvörukaupa svipað hér á landi og öðrum Norðurlöndum Samkvæmt upplýsingum af vef ESB um verðbólgu og hækkanir á matvælaverði námu verðhækkanir á mat sl. 12 mánuði (febrúar 2022 - febrúar 2023) að meðaltali um 19,5% í aðildarlöndum ESB, minnst um 9,1% á Kýpur og mest um 47% í Ungverjalandi. Á sama tíma hækkaði matvælaverð á Íslandi um 12,2%. Verðbólgan bitnar þannig á neytendum um alla Evrópu. Það er hins vegar staðreynd að matvælaverð hefur hækkað minna hér sl. 12 mánuði en í öllum aðildarlöndum ESB utan Kýpur. Þegar borið er saman hlutfall útgjalda til matvælakaupa af heildarútgjöldum heimilanna kemur í ljós að þau eru svipuð hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Samkvæmt tölum frá Eurostat fyrir árið 2021 var hlutfall útgjalda til matvörukaupa á Íslandi af heildarútgjöldum heimila svipað og á hinum Norðurlöndunum eða 12,8%. Það er ívið lægra en ESB-meðaltalið sem þá mældist 14,3%. Hæst var hlutfallið í Rúmeníu (24,8%) og lægst á Írlandi (8,3%). Hagræðing litin hornauga? Framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er af ýmsum ástæðum hærri hér á landi en víða annarsstaðar. Þar má nefna launastig, veðurfar, fjarlægðir og svo vaxtakostnað sem leikur bæði heimili og fyrirtæki landsins grátt um þessar mundir. Þá hafa Samtök fyrirtækja í landbúnaði ásamt fleirum ítrekað bent á að afurðastöðvar í landbúnaði innan ESB og í Noregi búa við rýmri heimildir til samstarfs en hér á landi, til að ná fram ábata í þágu framleiðenda og neytenda. Þennan aðstöðumun þarf að leiðrétta og hefur matvælaráðherra boðað frumvarp sem mun taka á þessu gagnvart afurðastöðvum í kjötvinnslu. Þetta myndi skila af sér stærðahagkvæmni og lækkun framleiðslukostnaðar líkt og náðst hefur í mjólkurvinnslu á grundvelli 71. greinar búvörulaga. Þeim hugmyndum hefur Viðreisn barist gegn, þrátt fyrir augljóst samkeppnisforskot annarra þjóða á íslenskt atvinnulíf af þessum sökum. Bæði í Noregi og ESB, hvort sem er í ESB-rétti eða landsrétti einstakra landa, hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi í þeim tilgangi að unnt sé að tryggja stórar og burðugar rekstrareiningar. Eina undanþáguregla til handa íslenskum landbúnaði í íslenskum rétti er heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að sameinast,gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Hefur sú undanþáguregla sannarlega skilað sér í bættum hag bæði neytenda og bænda. Nú vill Viðreisn að sú undanþáguregla verði felld niður og Ísland, eitt Evrópuþjóða, verði án allra slíkra undanþágureglna fyrir landbúnaðinn. Að standa með innlendum atvinnurekstri Á sama tíma og þingmenn Viðreisnar vilja fella niður verndartolla á landbúnaðarvörur, koma í veg fyrir að heimila hagræðingu hjá kjötafurðastöðvum og afnema heimild afurðastöðva í mjólk til að vinna eftir sömu leikreglum og þekkist víða í ESB og Noregi, vilja þau þó standa með bændum og landbúnaðinum. Heillaráð væri að kynna sér vel landbúnaðarkerfi þeirra landa sem við helst berum okkur saman við, þær heimildir sem landbúnaðurinn býr við þar og veita innlendri framleiðslu sambærileg tækifæri til að hagræða, vaxa og dafna. Það er mun vænlegri leið til að standa með innlendum landbúnaði, bændum og neytendum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Margrét Gísladóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur heimurinn tekist á við viðfangsefni sem hafa m.a. hrint af stað verðbólgu og vaxtahækkunum um allan heim. Ísland er þar engin undantekning og fjarri því eyland að þessu leyti. Verðbólga í mörgum löndum hefur því mælst með tveggja stafa tölum um langt skeið. Verðhækkanir á orku (gasi og eldsneyti) og matvöru hafa verið helstu drifkraftar verðbólgu í nágrannalöndum okkar, mörg hver þeirra sem tilheyra ESB. Gjörbreytt tollaumhverfi á fáum árum Ísland, líkt og Evrópusambandið, Noregur, Sviss og fleiri lönd sem við berum okkur saman við, leggur tolla á ýmis innflutt matvæli. Er það gert til að jafna samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart innflutningi, stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Í grein á Vísi 8. apríl síðastliðinn mælti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með því að afnema tolla með öllu á hinar ýmsu matvörur. Ísland hefur reyndar gengið nokkuð langt í þeim efnum undanfarin ár. Með samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Hér hefur því orðið gjörbreyting á tollaumhverfi matvæla á stuttum tíma. Auk þess er Ísland í dag eina landið innan Evrópu sem leggur ekki verðjöfnunargjöld á unnar landbúnaðarvörur. Hlutfall útgjalda til matvörukaupa svipað hér á landi og öðrum Norðurlöndum Samkvæmt upplýsingum af vef ESB um verðbólgu og hækkanir á matvælaverði námu verðhækkanir á mat sl. 12 mánuði (febrúar 2022 - febrúar 2023) að meðaltali um 19,5% í aðildarlöndum ESB, minnst um 9,1% á Kýpur og mest um 47% í Ungverjalandi. Á sama tíma hækkaði matvælaverð á Íslandi um 12,2%. Verðbólgan bitnar þannig á neytendum um alla Evrópu. Það er hins vegar staðreynd að matvælaverð hefur hækkað minna hér sl. 12 mánuði en í öllum aðildarlöndum ESB utan Kýpur. Þegar borið er saman hlutfall útgjalda til matvælakaupa af heildarútgjöldum heimilanna kemur í ljós að þau eru svipuð hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Samkvæmt tölum frá Eurostat fyrir árið 2021 var hlutfall útgjalda til matvörukaupa á Íslandi af heildarútgjöldum heimila svipað og á hinum Norðurlöndunum eða 12,8%. Það er ívið lægra en ESB-meðaltalið sem þá mældist 14,3%. Hæst var hlutfallið í Rúmeníu (24,8%) og lægst á Írlandi (8,3%). Hagræðing litin hornauga? Framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er af ýmsum ástæðum hærri hér á landi en víða annarsstaðar. Þar má nefna launastig, veðurfar, fjarlægðir og svo vaxtakostnað sem leikur bæði heimili og fyrirtæki landsins grátt um þessar mundir. Þá hafa Samtök fyrirtækja í landbúnaði ásamt fleirum ítrekað bent á að afurðastöðvar í landbúnaði innan ESB og í Noregi búa við rýmri heimildir til samstarfs en hér á landi, til að ná fram ábata í þágu framleiðenda og neytenda. Þennan aðstöðumun þarf að leiðrétta og hefur matvælaráðherra boðað frumvarp sem mun taka á þessu gagnvart afurðastöðvum í kjötvinnslu. Þetta myndi skila af sér stærðahagkvæmni og lækkun framleiðslukostnaðar líkt og náðst hefur í mjólkurvinnslu á grundvelli 71. greinar búvörulaga. Þeim hugmyndum hefur Viðreisn barist gegn, þrátt fyrir augljóst samkeppnisforskot annarra þjóða á íslenskt atvinnulíf af þessum sökum. Bæði í Noregi og ESB, hvort sem er í ESB-rétti eða landsrétti einstakra landa, hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi í þeim tilgangi að unnt sé að tryggja stórar og burðugar rekstrareiningar. Eina undanþáguregla til handa íslenskum landbúnaði í íslenskum rétti er heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að sameinast,gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Hefur sú undanþáguregla sannarlega skilað sér í bættum hag bæði neytenda og bænda. Nú vill Viðreisn að sú undanþáguregla verði felld niður og Ísland, eitt Evrópuþjóða, verði án allra slíkra undanþágureglna fyrir landbúnaðinn. Að standa með innlendum atvinnurekstri Á sama tíma og þingmenn Viðreisnar vilja fella niður verndartolla á landbúnaðarvörur, koma í veg fyrir að heimila hagræðingu hjá kjötafurðastöðvum og afnema heimild afurðastöðva í mjólk til að vinna eftir sömu leikreglum og þekkist víða í ESB og Noregi, vilja þau þó standa með bændum og landbúnaðinum. Heillaráð væri að kynna sér vel landbúnaðarkerfi þeirra landa sem við helst berum okkur saman við, þær heimildir sem landbúnaðurinn býr við þar og veita innlendri framleiðslu sambærileg tækifæri til að hagræða, vaxa og dafna. Það er mun vænlegri leið til að standa með innlendum landbúnaði, bændum og neytendum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun