Liðskiptiaðgerðir og réttindi sjúklinga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. apríl 2023 14:01 Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ. Auðvitað ber að fagna þessu litla skrefi til bættrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu, notendum þess vonandi til heilla og vonandi á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og njóta réttinda innan þess. Skrefin þurfa bara að vera fleiri og stærri á komandi misserum. Enda af nógu að taka þar sem einkareknar læknastofur gætu með samningum við Sjúkratryggingar Íslands, létt verulega undir með opinbera kerfinu. Hvort sem um að ræða, framkvæmd fleiri aðgerða eða opnun fleiri einkarekinna heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Íslensku heilbrigðiskerfi mun nefnilega ekki vaxa fiskur um hrygg, fyrr en kostir blandaðs heilbrigðiskerfis verða nýttir til hins ítrasta. En snúum okkur þá að liðskiptunum. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðum þessara tveggja einkareknu læknastofa sem samið var við á dögunum um framkvæmd liðskiptiaðgerða, er fólk sem verið hefur níu mánuði eða lengur á biðlista eftir þannig aðgerð hvatt til þess að panta aðgerð. Í tilkynningu að minnsta annarrar þessara læknastofa, er einnig bent á það, að sjúklingar sem ekki geti beðið allan þennan tíma, í 9 mánuði, geti haft samband og komist í aðgerð, en þá á eigin kostnað. Núna hljómar þetta í fyrstu kannski ósköp eðlilega. En samt kannski ekki. Vissulega má færa fyrir því rök, að skilyrtur biðtími sé níu mánuðir því þannig tekst betur að ná niður þeim fjölda sem hvað lengst hefur beðið eftir aðgerð. En þá gleymist kannski, að huga að réttindum þeirra sem sjúkratryggðir eru af íslenskum stjórnvöldum sem þeir klárlega hafa samkvæmt EES-samningnum. Mögulega er meint gleymska stjórnvalda eða öllu heldur ákvörðun þeirra að líta framhjá réttindum sjúkratryggðra einstaklinga, meðvituð og á forsendum heilbrigðiskerfisins sjálfs, en ekki á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og eiga að njóta skýlausra réttinda innan þess. Samkvæmt EES-tilskipun, er svokallað biðtímaákvæði, sem leyfir sjúklingum að fara í aðgerð á sjúkrahúsi innan EES ef óvenjulega löng bið hefur verið eftir aðgerðinni í heimalandinu. Íslensk stjórnvöld samþykktu ákvæðið árið 2012. Árið 2016 skilgreindi svo Landlæknir óvenjulega langa bið eftir aðgerð sem 90 daga. Þá á sjúklingur rétt á því, eftir að hafa verið á biðlista þrjá mánuði eða lengur að geta farið í aðgerð í öðru EES-landi, komist hann ekki í aðgerð í sínu heimalandi, að þessum tíma liðnum. Það þýðir þá einhver þeirra sem að nú hafa verið þrjá mánuði eða lengur á biðlista, geti sótt um hjá Sjúkratryggingum Íslands, um að komast á kostnað SÍ í liðskiptiaðgerð í öðru EES-landi. Með öllum þeim kostnað sem því fylgir. En Sjúkratryggingar Íslands greiða í þeim tilfellum sem að sjúklingur fer í aðgerð í öðru EES-landi auk kostnaðar við aðgerðina sjálfa, allan ferðakostnað og upphald sjúklings og einnig eftir atvikum fyrir aðstoðarmann líka. Eins gæti íbúi einhvers EES-lands, sótt um hjá sjúkratryggingum síns lands um að komast á kostnað sjúkratrygginga síns lands, hingað til lands í liðskiptiaðgerð á annað hvorri læknastofunni sem getið er hér að ofan. Kjósi þær að gera samninga við sjúkratryggingar annarra EES-landa.Engu að síður er þetta jákvæða skref afar kærkomið og mun auka verulega lífsgæði margra einstaklinga sem þurft hafa að líða óþarflega miklar kvalir og í mörgum tilfellum verulegan afkomubrest á meðan þessi eilífðarlanga bið eftir aðgerð hefur varað. Við þurfum og eigum að gera betur. Tíminn til þess er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ. Auðvitað ber að fagna þessu litla skrefi til bættrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu, notendum þess vonandi til heilla og vonandi á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og njóta réttinda innan þess. Skrefin þurfa bara að vera fleiri og stærri á komandi misserum. Enda af nógu að taka þar sem einkareknar læknastofur gætu með samningum við Sjúkratryggingar Íslands, létt verulega undir með opinbera kerfinu. Hvort sem um að ræða, framkvæmd fleiri aðgerða eða opnun fleiri einkarekinna heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Íslensku heilbrigðiskerfi mun nefnilega ekki vaxa fiskur um hrygg, fyrr en kostir blandaðs heilbrigðiskerfis verða nýttir til hins ítrasta. En snúum okkur þá að liðskiptunum. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðum þessara tveggja einkareknu læknastofa sem samið var við á dögunum um framkvæmd liðskiptiaðgerða, er fólk sem verið hefur níu mánuði eða lengur á biðlista eftir þannig aðgerð hvatt til þess að panta aðgerð. Í tilkynningu að minnsta annarrar þessara læknastofa, er einnig bent á það, að sjúklingar sem ekki geti beðið allan þennan tíma, í 9 mánuði, geti haft samband og komist í aðgerð, en þá á eigin kostnað. Núna hljómar þetta í fyrstu kannski ósköp eðlilega. En samt kannski ekki. Vissulega má færa fyrir því rök, að skilyrtur biðtími sé níu mánuðir því þannig tekst betur að ná niður þeim fjölda sem hvað lengst hefur beðið eftir aðgerð. En þá gleymist kannski, að huga að réttindum þeirra sem sjúkratryggðir eru af íslenskum stjórnvöldum sem þeir klárlega hafa samkvæmt EES-samningnum. Mögulega er meint gleymska stjórnvalda eða öllu heldur ákvörðun þeirra að líta framhjá réttindum sjúkratryggðra einstaklinga, meðvituð og á forsendum heilbrigðiskerfisins sjálfs, en ekki á forsendum þeirra sem kerfið þurfa að nota og eiga að njóta skýlausra réttinda innan þess. Samkvæmt EES-tilskipun, er svokallað biðtímaákvæði, sem leyfir sjúklingum að fara í aðgerð á sjúkrahúsi innan EES ef óvenjulega löng bið hefur verið eftir aðgerðinni í heimalandinu. Íslensk stjórnvöld samþykktu ákvæðið árið 2012. Árið 2016 skilgreindi svo Landlæknir óvenjulega langa bið eftir aðgerð sem 90 daga. Þá á sjúklingur rétt á því, eftir að hafa verið á biðlista þrjá mánuði eða lengur að geta farið í aðgerð í öðru EES-landi, komist hann ekki í aðgerð í sínu heimalandi, að þessum tíma liðnum. Það þýðir þá einhver þeirra sem að nú hafa verið þrjá mánuði eða lengur á biðlista, geti sótt um hjá Sjúkratryggingum Íslands, um að komast á kostnað SÍ í liðskiptiaðgerð í öðru EES-landi. Með öllum þeim kostnað sem því fylgir. En Sjúkratryggingar Íslands greiða í þeim tilfellum sem að sjúklingur fer í aðgerð í öðru EES-landi auk kostnaðar við aðgerðina sjálfa, allan ferðakostnað og upphald sjúklings og einnig eftir atvikum fyrir aðstoðarmann líka. Eins gæti íbúi einhvers EES-lands, sótt um hjá sjúkratryggingum síns lands um að komast á kostnað sjúkratrygginga síns lands, hingað til lands í liðskiptiaðgerð á annað hvorri læknastofunni sem getið er hér að ofan. Kjósi þær að gera samninga við sjúkratryggingar annarra EES-landa.Engu að síður er þetta jákvæða skref afar kærkomið og mun auka verulega lífsgæði margra einstaklinga sem þurft hafa að líða óþarflega miklar kvalir og í mörgum tilfellum verulegan afkomubrest á meðan þessi eilífðarlanga bið eftir aðgerð hefur varað. Við þurfum og eigum að gera betur. Tíminn til þess er núna. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun