Andinn & efnið Árni Már Jensson skrifar 8. apríl 2023 10:20 Er það ekki verðugt umhugsunarefni að á lægsta tímapunkti mannlegrar tilveru verður efnisheimurinn að engu í huga mannsins? Rétt fyrir viðskilnað sálar og líkama umbreytist hugsun mannsins frá því að vera efnistengd í að vera andleg. Hverju sætir og hvaða öfl eru þarna að verki sem hafa þessi áhrif á hugsunina? Jú, á þessum tímamótum upplifir maðurinn forgengileika efnisins á eigin skinni og líkama. Raunvísindin sem hann hefur treyst og trúað á allt sitt líf að komi honum að gagni reynast allt í einu haldlaus. Þarna gildir einu hvort maðurinn hafi verið trúmaður eða trúleysingi. Holdlíkami hans bregst honum þrátt fyrir öll þau lyf, bætiefni og læknisaðstoð sem hann hefur lagt traust sitt á. Þrátt fyrir allt það erfiði sem hann hefur lagt á sig til að viðhalda líkamlegri hreysti með hreyfingu og hollustu, þá virkar ekkert á þessari loka stundu. Fasteignirnar, hlutabréfin og bílarnir hafa ekkert verðgildi lengur þrátt fyrir að hafa kostað blóð svita og tár að eignast og lungan úr ævinni að hlaða kringum sig. Á þessum tímapunkti upplifir maðurinn aðeins þá einu ósk sem hann ávalt tók sem sjálfsagða – að fá að lifa. Af hverju þarf maðurinn að snerta lægstu skör jarðvistarlífsins til að verða þess áskynja að hann hafi fórnað sálarþroskanum, sinni einu varanlegu eign, á altari hverfulleikans – altari efnisins? Og hvað færir okkur betur heim vissuna um andann ofar efninu en hugsun mannsins og þrá á sinni hinstu stund – stund sannleikans. Jesú sagði: “Það mætti undur teljast ef holdið hefur orðið til fyrir tilstilli andans. En stærra undur hlýtur það að kallast ef andinn hefir orðið til fyrir tilstilli dauðlegs líkamans. Ég furða mig aftur og aftur á því hvernig þessi stórkostlega auðlegð andans hefir tekið sér bólfestu í þessari fátæklegu eymd.”(Tómasarguðspjall 29. ummæli). Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Er það ekki verðugt umhugsunarefni að á lægsta tímapunkti mannlegrar tilveru verður efnisheimurinn að engu í huga mannsins? Rétt fyrir viðskilnað sálar og líkama umbreytist hugsun mannsins frá því að vera efnistengd í að vera andleg. Hverju sætir og hvaða öfl eru þarna að verki sem hafa þessi áhrif á hugsunina? Jú, á þessum tímamótum upplifir maðurinn forgengileika efnisins á eigin skinni og líkama. Raunvísindin sem hann hefur treyst og trúað á allt sitt líf að komi honum að gagni reynast allt í einu haldlaus. Þarna gildir einu hvort maðurinn hafi verið trúmaður eða trúleysingi. Holdlíkami hans bregst honum þrátt fyrir öll þau lyf, bætiefni og læknisaðstoð sem hann hefur lagt traust sitt á. Þrátt fyrir allt það erfiði sem hann hefur lagt á sig til að viðhalda líkamlegri hreysti með hreyfingu og hollustu, þá virkar ekkert á þessari loka stundu. Fasteignirnar, hlutabréfin og bílarnir hafa ekkert verðgildi lengur þrátt fyrir að hafa kostað blóð svita og tár að eignast og lungan úr ævinni að hlaða kringum sig. Á þessum tímapunkti upplifir maðurinn aðeins þá einu ósk sem hann ávalt tók sem sjálfsagða – að fá að lifa. Af hverju þarf maðurinn að snerta lægstu skör jarðvistarlífsins til að verða þess áskynja að hann hafi fórnað sálarþroskanum, sinni einu varanlegu eign, á altari hverfulleikans – altari efnisins? Og hvað færir okkur betur heim vissuna um andann ofar efninu en hugsun mannsins og þrá á sinni hinstu stund – stund sannleikans. Jesú sagði: “Það mætti undur teljast ef holdið hefur orðið til fyrir tilstilli andans. En stærra undur hlýtur það að kallast ef andinn hefir orðið til fyrir tilstilli dauðlegs líkamans. Ég furða mig aftur og aftur á því hvernig þessi stórkostlega auðlegð andans hefir tekið sér bólfestu í þessari fátæklegu eymd.”(Tómasarguðspjall 29. ummæli). Höfundur er áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar