Betur gert, flokkað og merkt! Hugrún Geirsdóttir skrifar 5. apríl 2023 12:39 Nú flokkar þú úrganginn þinn á einfaldan og skilvirkan hátt. Nú borgar þú lægra gjald fyrir úrganginn þinn með því að draga úr magni hans og flokka betur. Nú flokkar þú eftir sömu flokkunarmerkingum hvort sem þú ert á Kópaskeri eða í Kópavogi. Það á að vera létt að gera betur í flokkun og endurvinnslu og með innleiðingu á hringrásarlögunum mun það verða einfaldara. Ekki seinna (umhverfis)vænna! Á árinu 2023 verður flokkun úrgangs stórbætt og einfölduð um allt land. Hringrásarlögin svokölluðu kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í fleiri úrgangsflokka á heimilum og vinnustöðum. Auk þess verða merkingar samræmdar um allt land til að tryggja að við flokkum í takt. Samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Umhverfisstofnun flokka langflestir úrganginn sinn en sífellt fleiri hafa áhuga á að flokka í fleiri úrgangsflokka en þeir gera í dag, eða 75% landsmanna. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að landsmenn eru tilbúnir til að gera betur í flokkun sé þeim boðið tækifæri til þess. Og nú er tækifærið! Í upphafi árs tóku gildi ný lög sem hafa oft verið kölluð einu nafni hringrásarlögin. Hringrásarlögin skapa ramma fyrir okkur svo hægt sé að halda auðlindum okkar í hringrás. Samhliða betrumbættu fyrirkomulagi við flokkun þurfum við þó einnig að huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir myndun úrgangs og lágmarkað alla sóun. Rétt meðferð úrgangsauðlindarinnar er allt í senn loftslagsmál, sjálfbærnimál og umfram allt spurning um heilbrigða skynsemi. En hvaða breytingar er hér um að ræða? Flokkarnir sjö Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Við kveðjum ekki tunnuna fyrir blandaða úrganginn fyrir fullt og allt alveg strax þar sem ýmislegt þarf að rata þangað sem ekki á heima í flokkunartunnum. Umfang hennar á þó að minnka samhliða betri flokkun. Pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi verður safnað við heimili og vinnustaði en textíl, málmum, gleri og spilliefnum verður safnað með öðrum hætti. Sveitarfélögunum er ætlað að útfæra leiðir við söfnun þessara úrgangsflokka. Bannað verður að urða eða brenna úrgang sem búið er að flokka enda er markmiðið að koma honum til endurnýtingar eða endurvinnslu. Urðun er úrelt þar sem hún er langversta aðferðin við meðhöndlun úrgangs. Borgað þegar hent er Við lagabreytinguna eiga sveitarfélögin að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs sem næst raunkostnaði. Með nýju fyrirkomulagi sem kallast „Borgað þegar hent er“ mun hvert heimili borga eftir magni og tegund úrgangs. Þau sem fleygja minna og flokka vel geta lækkað sinn kostnað fyrir meðhöndlun úrgangs. Breytingunni er ætlað að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins með hagrænum hvötum. Þannig má spara, umhverfið græðir en ávinningurinn er okkar allra! Sömu flokkunarmerkingar Sömu merkingar á ílátum og tunnum fyrir úrgang verða að veruleika á árinu 2023 og er kannski sú breyting sem flestir landsmenn hafa beðið eftir. Flokkun úrgangs á að vera einföld og skilvirk og því hefur notkun á samnorrænum merkingum fyrir flokkunartunnur- og ílát verið lögfest. Þessar merkingar er einnig að finna á mörgum vöruflokkum sem sýnir á einfaldan hátt í hvaða flokk varan eða umbúðirnar eiga að fara að notkun lokinni. Rétt skal vera létt og létt að flokka rétt! Allan hringinn Nú í apríl fer af stað vitundarvakning undir merkjum verkefnisins Allan hringinn. Verkefnið er samstarf stofnana, sveitarfélaga, rekstraraðila í úrgangsþjónustu og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu en allir þessir aðilar eiga mikið undir því að innleiðing hringrásarlaganna gangi greiðlega fyrir sig. Markmið vitundarvakningarinnar er að kynna nýtt og betrumbætt fyrirkomulag við flokkun úrgangs undir slagorðinu „Betur gert, flokkað og merkt“. Innleiðing lagabreytinganna og aðlögun að kröfum þeirra mun eiga sér stað yfir allt árið. Nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu mun til að mynda koma með vorinu á meðan einhver önnur sveitarfélög gætu þegar hafa sett upp nýjar tunnur og merkingar. Við sem stöndum að baki verkefninu Allan hringinn hvetjum ykkur til að kynna ykkur upplýsingar um breytingarnar á vefsíðunni úrgangur.is þar sem einnig má nálgast kynningarefni. Tökum komandi breytingum fagnandi og sameinumst um að halda dýrmætum auðlindum í hringrásinni – allan hringinn! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorphirða Loftslagsmál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú flokkar þú úrganginn þinn á einfaldan og skilvirkan hátt. Nú borgar þú lægra gjald fyrir úrganginn þinn með því að draga úr magni hans og flokka betur. Nú flokkar þú eftir sömu flokkunarmerkingum hvort sem þú ert á Kópaskeri eða í Kópavogi. Það á að vera létt að gera betur í flokkun og endurvinnslu og með innleiðingu á hringrásarlögunum mun það verða einfaldara. Ekki seinna (umhverfis)vænna! Á árinu 2023 verður flokkun úrgangs stórbætt og einfölduð um allt land. Hringrásarlögin svokölluðu kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í fleiri úrgangsflokka á heimilum og vinnustöðum. Auk þess verða merkingar samræmdar um allt land til að tryggja að við flokkum í takt. Samkvæmt könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Umhverfisstofnun flokka langflestir úrganginn sinn en sífellt fleiri hafa áhuga á að flokka í fleiri úrgangsflokka en þeir gera í dag, eða 75% landsmanna. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að landsmenn eru tilbúnir til að gera betur í flokkun sé þeim boðið tækifæri til þess. Og nú er tækifærið! Í upphafi árs tóku gildi ný lög sem hafa oft verið kölluð einu nafni hringrásarlögin. Hringrásarlögin skapa ramma fyrir okkur svo hægt sé að halda auðlindum okkar í hringrás. Samhliða betrumbættu fyrirkomulagi við flokkun þurfum við þó einnig að huga að því hvernig við getum komið í veg fyrir myndun úrgangs og lágmarkað alla sóun. Rétt meðferð úrgangsauðlindarinnar er allt í senn loftslagsmál, sjálfbærnimál og umfram allt spurning um heilbrigða skynsemi. En hvaða breytingar er hér um að ræða? Flokkarnir sjö Hringrásarlögin kveða á um skyldu til að flokka heimilisúrgang í pappír, plast, matarleifar, málma, gler, textíl og spilliefni á heimilum og vinnustöðum. Við kveðjum ekki tunnuna fyrir blandaða úrganginn fyrir fullt og allt alveg strax þar sem ýmislegt þarf að rata þangað sem ekki á heima í flokkunartunnum. Umfang hennar á þó að minnka samhliða betri flokkun. Pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi verður safnað við heimili og vinnustaði en textíl, málmum, gleri og spilliefnum verður safnað með öðrum hætti. Sveitarfélögunum er ætlað að útfæra leiðir við söfnun þessara úrgangsflokka. Bannað verður að urða eða brenna úrgang sem búið er að flokka enda er markmiðið að koma honum til endurnýtingar eða endurvinnslu. Urðun er úrelt þar sem hún er langversta aðferðin við meðhöndlun úrgangs. Borgað þegar hent er Við lagabreytinguna eiga sveitarfélögin að innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs sem næst raunkostnaði. Með nýju fyrirkomulagi sem kallast „Borgað þegar hent er“ mun hvert heimili borga eftir magni og tegund úrgangs. Þau sem fleygja minna og flokka vel geta lækkað sinn kostnað fyrir meðhöndlun úrgangs. Breytingunni er ætlað að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins með hagrænum hvötum. Þannig má spara, umhverfið græðir en ávinningurinn er okkar allra! Sömu flokkunarmerkingar Sömu merkingar á ílátum og tunnum fyrir úrgang verða að veruleika á árinu 2023 og er kannski sú breyting sem flestir landsmenn hafa beðið eftir. Flokkun úrgangs á að vera einföld og skilvirk og því hefur notkun á samnorrænum merkingum fyrir flokkunartunnur- og ílát verið lögfest. Þessar merkingar er einnig að finna á mörgum vöruflokkum sem sýnir á einfaldan hátt í hvaða flokk varan eða umbúðirnar eiga að fara að notkun lokinni. Rétt skal vera létt og létt að flokka rétt! Allan hringinn Nú í apríl fer af stað vitundarvakning undir merkjum verkefnisins Allan hringinn. Verkefnið er samstarf stofnana, sveitarfélaga, rekstraraðila í úrgangsþjónustu og hagsmunasamtaka í atvinnulífinu en allir þessir aðilar eiga mikið undir því að innleiðing hringrásarlaganna gangi greiðlega fyrir sig. Markmið vitundarvakningarinnar er að kynna nýtt og betrumbætt fyrirkomulag við flokkun úrgangs undir slagorðinu „Betur gert, flokkað og merkt“. Innleiðing lagabreytinganna og aðlögun að kröfum þeirra mun eiga sér stað yfir allt árið. Nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu mun til að mynda koma með vorinu á meðan einhver önnur sveitarfélög gætu þegar hafa sett upp nýjar tunnur og merkingar. Við sem stöndum að baki verkefninu Allan hringinn hvetjum ykkur til að kynna ykkur upplýsingar um breytingarnar á vefsíðunni úrgangur.is þar sem einnig má nálgast kynningarefni. Tökum komandi breytingum fagnandi og sameinumst um að halda dýrmætum auðlindum í hringrásinni – allan hringinn! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun