Endurnýja tryggingar á Nordstream-gasleiðslunni Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 11:49 Nordstream 1-gasleiðslan liggur um Eystrasalt á milli Rússlands og Þýskalands. Rússneskt gas var um 40% af innfluttu gasi í Evrópui fyrir innrásina í Úkraínu en hlutdeild þess er nú í kringum 10%. Vísir/EPA Tvö stór þýsk tryggingafélög endurnýjuðu tryggingu á Nordstream 1-gasleiðslunni sem skemmdarverk voru unnin á í haust. Það er sagt benda til þess að ekki hafi verið útilokað að leiðslan verði tekin aftur í notkun einhvern daginn. Nordstream 1-leiðslan flutti gas frá Rússlandi til meginlands Evrópu en þau viðskipti stöðvuðust nánast í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í fyrra. Í september voru skemmdir svo unnar á bæði Nordstream 1 og 2. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Munich Re og Allianz, tvö stærstu tryggingafélög Þýskalands, hafi endurnýjað vátryggingu fyrir Nordstream 1. Þrátt fyrir að þýsk stjórnvöld hafi rofið tengsl við Rússland hafi þau ekki lagst gegn ákvörðun tryggingafélaganna. Rússesk stjórnvöld eiga 51 prósent í gasleiðslunni í gegnum ríkisorkufyrirtækið Gazprom. Flestir vestrænir fjárfestar hafa afskrifað eignarhlut sinn í henni. Einhverjir hluthafar eru sagðir vilja viðhalda leiðslunni ef ske kynni að samskipti Rússa við Evrópu batni. Endurnýjaða tryggingin er sögð auðvelda viðgerðir á leiðslunni ef til þess kemur að hún verði aftur notuð til þess að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Rússland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nordstream 1-leiðslan flutti gas frá Rússlandi til meginlands Evrópu en þau viðskipti stöðvuðust nánast í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í fyrra. Í september voru skemmdir svo unnar á bæði Nordstream 1 og 2. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Munich Re og Allianz, tvö stærstu tryggingafélög Þýskalands, hafi endurnýjað vátryggingu fyrir Nordstream 1. Þrátt fyrir að þýsk stjórnvöld hafi rofið tengsl við Rússland hafi þau ekki lagst gegn ákvörðun tryggingafélaganna. Rússesk stjórnvöld eiga 51 prósent í gasleiðslunni í gegnum ríkisorkufyrirtækið Gazprom. Flestir vestrænir fjárfestar hafa afskrifað eignarhlut sinn í henni. Einhverjir hluthafar eru sagðir vilja viðhalda leiðslunni ef ske kynni að samskipti Rússa við Evrópu batni. Endurnýjaða tryggingin er sögð auðvelda viðgerðir á leiðslunni ef til þess kemur að hún verði aftur notuð til þess að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands.
Rússland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra. 7. mars 2023 20:01
Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent