Gert upp á milli barna í Reykjavík Helga Dögg Yngvadóttir skrifar 4. apríl 2023 08:01 Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Í desember 2022 lagði borgarstjórn fram 92 hagræðingartillögur til að rétta úr hallarekstri borgarinnar. Ein tillagan var á þá leið að spara mætti 10 millj. kr. vegna fækkunar á leigðum tímum í Egilshöll og afla ætti gagna um nýtingu og vannýtingu á núverandi tíma. Tillagan er ekki útfærð frekar. Á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. febrúar sl. var lagt fram minnisblað um þær hagræðingartillögur er snéru að menningar- og íþróttasviði. Þar kemur fram að tillaga vegna breytingar á leigðum tímum í Egilshöll sé til meðferðar hjá sviðinu en engar upplýsingar um stöðu málsins. Ekki virðist vera fjallað frekar um málið á fundum ráðsins samkvæmt þeim fundargerðum er liggja frammi á heimasíðu borgarinnar en þann 3. apríl fær íþróttafélagið Fjölnir tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að menningar-, íþrótta- og tómstundarráð hafi ákveðið að loka aðstöðu til skautaiðkunar í júnímánuði í Egilshöll. Þarna á greinilega að finna þær 10 millj. kr. á einu bretti sem menningar- og íþróttasviði bar að skera niður. Ekki er ljóst hvort greining á nýtingu og vannýttum tímum hafi farið fram eða hvort ákveðið hafi verið að stytta sér leið með því að loka í heilan mánuð. Fyrir lá að svellið yrði lokað í júlí líkt og fyrri ár en síðustu ár hefur verið opið fyrir skautaiðkun á svellinu í júní. Búið var að semja við þjálfara að taka að sér þjálfun út júnímánuð og verða deildirnar af töluverðum tekjum vegna sumarnámskeiða yngri grunnskólabarna sem ekki verður hægt að halda á svellinu sem og æfingagjöldum eldri iðkenda. Er þetta því mikill skellur fyrir þær smáu og brothættu íþróttadeildir sem íshokkí- og listskautadeildir Fjölnis eru. Bæði verða deildirnar fyrir tekjutapi sem og að iðkendur missa þá úr tvo mánuði til æfinga í stað þess að missa aðeins einn mánuð úr. Ekki má gleyma að mikilvægt er fyrir grunnskólabörn að halda virkni yfir sumarmánuðina og er ástundun þeirrar íþróttar sem börn iðka kjörin til þess, bæði upp á góðan anda og liðsheild þeirra sem iðka íshokkí og listskauta sem og að forvarnargildi íþróttastarfs hefur margsannað sig. Uppbygging starfs deildanna líður fyrir svona langa stöðvun á æfingum. Skautasvell er forsenda þess að hægt sé að iðka íshokkí og listskauta og ef loka á aðstöðunni eru engir aðrir valkostir um æfingaaðstöðu, þar sem einnig stendur til að loka skautasvellinu í Laugardal í júnímánuði. Eitthvað yrði nú sagt ef Reykjavíkurborg tilkynnti að ekki væri hægt að kynda inniaðstöðu fyrir útiíþróttir í desember og janúar því það væri svo kostnaðarsamt. En vogarafl annarra íþrótta virðist vera meira innan menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem og borgarstjórnar því ekki voru lagðar fram aðrar eins sparnaðartillögur á rekstri annarra íþróttagreina í fyrrnefndum hagræðingartillögum borgarstjórnar. Í frétt á heimasíðu borgarinnar frá 1. desember 2022 þar sem fjallað er um hagræðingartillögurnar eftir umfjöllun borgarráðs er vitnað í ummæli borgarstjóra um tillögurnar. Þar segir hann: “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótarverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa”. Ég tel að börn flokkist hiklaust undir viðkvæma hópa og þessi hópur barna er iðka íshokkí og listskauta er enn viðkvæmari en margir aðrir hópar íþróttaiðkenda sökum fámennis. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileika í íþróttavali barna, þetta eru mikilvægar íþróttir í starfsemi Fjölnis þrátt fyrir smæð deildanna en Fjölnir býður eitt fjölbreyttasta íþróttastarf á vegum hverfisfélags á höfuðborgarsvæðinu. Þó að Reykjavíkurborg telji sig hafa fjárhagslegan ávinning af því að loka skautaaðstöðu við Egilshöll í júnímánuði má spyrja að því, á kostnað hverra er sá ávinningur? Ólíðandi er að stórtæk ákvörðun líkt og þessi sé tekin einhliða þar sem slík ákvörðun getur haft varanleg og óafturkræf áhrif á skautaíþróttir, bæði með því að draga úr möguleikum á framförum hjá iðkendum sem og að auka líkurnar á brotthvarfi iðkenda. Betra hefði verið að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefði óskað eftir samtali við Fjölni og leitað samráðs varðandi heppilega nálgun á því að skera niður þann kostnað sem þeim bar samkvæmt hagræðingartillögum borgastjórnar. Þykir mér það synd að kjörnir fulltrúar taki það ekki af meiri alvöru að gæta hagsmuna barna í borginni. Undirrituð er foreldri barns sem leggur stund á íshokkí og óska ég eftir því að ákvörðun um lokun aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll verði dregin til baka og leitað verði annarra leiða til að draga úr kostnaði við rekstur borgarinnar en að leggja niður íþróttastarf barna að sumri til. Höfundur er foreldri íshokkíiðkanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Fjölnir Skautaíþróttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til borgarstjórnar og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Nú hefur menningar-, íþrótta- og tómstundarráð Reykjavíkurborgar ákveðið að stytta sér leið til að efna þau hagræðingarloforð sem borgarstjórn lagði upp með í desember síðastliðnum. Eins og svo oft áður í rekstri borgarinnar er sparnaður látinn bitna á varnarlausum hópum sem geta ekki varið hagsmuni sína sjálfir, í þessu tilviki börnum sem iðka íshokkí og listskauta. Í desember 2022 lagði borgarstjórn fram 92 hagræðingartillögur til að rétta úr hallarekstri borgarinnar. Ein tillagan var á þá leið að spara mætti 10 millj. kr. vegna fækkunar á leigðum tímum í Egilshöll og afla ætti gagna um nýtingu og vannýtingu á núverandi tíma. Tillagan er ekki útfærð frekar. Á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs þann 10. febrúar sl. var lagt fram minnisblað um þær hagræðingartillögur er snéru að menningar- og íþróttasviði. Þar kemur fram að tillaga vegna breytingar á leigðum tímum í Egilshöll sé til meðferðar hjá sviðinu en engar upplýsingar um stöðu málsins. Ekki virðist vera fjallað frekar um málið á fundum ráðsins samkvæmt þeim fundargerðum er liggja frammi á heimasíðu borgarinnar en þann 3. apríl fær íþróttafélagið Fjölnir tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur að menningar-, íþrótta- og tómstundarráð hafi ákveðið að loka aðstöðu til skautaiðkunar í júnímánuði í Egilshöll. Þarna á greinilega að finna þær 10 millj. kr. á einu bretti sem menningar- og íþróttasviði bar að skera niður. Ekki er ljóst hvort greining á nýtingu og vannýttum tímum hafi farið fram eða hvort ákveðið hafi verið að stytta sér leið með því að loka í heilan mánuð. Fyrir lá að svellið yrði lokað í júlí líkt og fyrri ár en síðustu ár hefur verið opið fyrir skautaiðkun á svellinu í júní. Búið var að semja við þjálfara að taka að sér þjálfun út júnímánuð og verða deildirnar af töluverðum tekjum vegna sumarnámskeiða yngri grunnskólabarna sem ekki verður hægt að halda á svellinu sem og æfingagjöldum eldri iðkenda. Er þetta því mikill skellur fyrir þær smáu og brothættu íþróttadeildir sem íshokkí- og listskautadeildir Fjölnis eru. Bæði verða deildirnar fyrir tekjutapi sem og að iðkendur missa þá úr tvo mánuði til æfinga í stað þess að missa aðeins einn mánuð úr. Ekki má gleyma að mikilvægt er fyrir grunnskólabörn að halda virkni yfir sumarmánuðina og er ástundun þeirrar íþróttar sem börn iðka kjörin til þess, bæði upp á góðan anda og liðsheild þeirra sem iðka íshokkí og listskauta sem og að forvarnargildi íþróttastarfs hefur margsannað sig. Uppbygging starfs deildanna líður fyrir svona langa stöðvun á æfingum. Skautasvell er forsenda þess að hægt sé að iðka íshokkí og listskauta og ef loka á aðstöðunni eru engir aðrir valkostir um æfingaaðstöðu, þar sem einnig stendur til að loka skautasvellinu í Laugardal í júnímánuði. Eitthvað yrði nú sagt ef Reykjavíkurborg tilkynnti að ekki væri hægt að kynda inniaðstöðu fyrir útiíþróttir í desember og janúar því það væri svo kostnaðarsamt. En vogarafl annarra íþrótta virðist vera meira innan menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs sem og borgarstjórnar því ekki voru lagðar fram aðrar eins sparnaðartillögur á rekstri annarra íþróttagreina í fyrrnefndum hagræðingartillögum borgarstjórnar. Í frétt á heimasíðu borgarinnar frá 1. desember 2022 þar sem fjallað er um hagræðingartillögurnar eftir umfjöllun borgarráðs er vitnað í ummæli borgarstjóra um tillögurnar. Þar segir hann: “Við erum búin að liggja töluvert yfir þessu undanfarnar vikur og þetta er afraksturinn, 92 skynsamlegar hagræðingartillögur og umbótarverkefni þar sem við stöndum vörð um framlínuþjónustu og viðkvæma hópa”. Ég tel að börn flokkist hiklaust undir viðkvæma hópa og þessi hópur barna er iðka íshokkí og listskauta er enn viðkvæmari en margir aðrir hópar íþróttaiðkenda sökum fámennis. Mikilvægt er að bera virðingu fyrir fjölbreytileika í íþróttavali barna, þetta eru mikilvægar íþróttir í starfsemi Fjölnis þrátt fyrir smæð deildanna en Fjölnir býður eitt fjölbreyttasta íþróttastarf á vegum hverfisfélags á höfuðborgarsvæðinu. Þó að Reykjavíkurborg telji sig hafa fjárhagslegan ávinning af því að loka skautaaðstöðu við Egilshöll í júnímánuði má spyrja að því, á kostnað hverra er sá ávinningur? Ólíðandi er að stórtæk ákvörðun líkt og þessi sé tekin einhliða þar sem slík ákvörðun getur haft varanleg og óafturkræf áhrif á skautaíþróttir, bæði með því að draga úr möguleikum á framförum hjá iðkendum sem og að auka líkurnar á brotthvarfi iðkenda. Betra hefði verið að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hefði óskað eftir samtali við Fjölni og leitað samráðs varðandi heppilega nálgun á því að skera niður þann kostnað sem þeim bar samkvæmt hagræðingartillögum borgastjórnar. Þykir mér það synd að kjörnir fulltrúar taki það ekki af meiri alvöru að gæta hagsmuna barna í borginni. Undirrituð er foreldri barns sem leggur stund á íshokkí og óska ég eftir því að ákvörðun um lokun aðstöðu til skautaiðkunar í Egilshöll verði dregin til baka og leitað verði annarra leiða til að draga úr kostnaði við rekstur borgarinnar en að leggja niður íþróttastarf barna að sumri til. Höfundur er foreldri íshokkíiðkanda.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar