Jafnræði landsbyggðar – Tryggjum öllum grunnheilbrigðisþjónustu í heimabyggð Anton Guðmundsson skrifar 2. apríl 2023 14:01 Heilbrigðisstofnun Suðurlands rekur öfluga og blómlega starfsemi um allt Suðurland og heldur úti níu starfsstöðvum víðs vegar um Suðurlandið. aðalstarfsemi stofnunarinnar er á Selfossi þar sem sjúkrahúsið er staðsett. Stofnunin er m.a. með starfsemi í Hveragerði sem er í um 15 mínútna fjarlægð frá Selfossi. Í Hveragerði búa nú um 3.000 manns. Það þykir eðlilegt að slík starfsstöð sé til staðar þrátt fyrir að ekki sé um langan veg að fara á milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurnesjabær, sem varð til við sameiningu Sandgerðis og Garðs árið 2018, hýsir nú tæplega 4.000 íbúa. Þar er hins vegar ekki um neina heilsugæslu að ræða né hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu. Gríðarleg fjölgun hefur verið í sveitarfélaginu á undanförnum árum og er sveitarfélagið með stórt og mikið verkefni í fanginu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöðin er í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með tilheyrandi kostnaði sem það hefur í för með sér. Gera má ráð fyrir að það taki u.þ.b. 12 mínútur að aka á milli Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar sem er rétt tæplega sá tími sem það tekur að aka á milli Hveragerðis og Selfoss. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur ítrekað óskað eftir lagfæringu á þessu ófremdarástandi og aukinn þrýstingur verið settur á ríkið eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ríkið hefur gert Heilbrigðisstofnun Suðurlands kleift að reka sínar starfsstöðvar af miklum myndarskap en einhverra hluta vegna hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ekki séð sér fært að gera slíkt hið sama. Það eykur auðvitað álagið á stofnunina í Reykjanesbæ sem á, eins og allir vita, í verulegu basli með að sinna því sem henni ber. Ég vill einnig benda á það að það eru þrír byggðarkjarnar á íslandi sem hafa enga heilbrigðisþjónustu, þeir eru Garður, Sandgerði og Hellissandur. Íbúar landsbyggðar eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Og gæta verður jafnræðis óháð búsetu í landinu Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Byggðamál Anton Guðmundsson Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands rekur öfluga og blómlega starfsemi um allt Suðurland og heldur úti níu starfsstöðvum víðs vegar um Suðurlandið. aðalstarfsemi stofnunarinnar er á Selfossi þar sem sjúkrahúsið er staðsett. Stofnunin er m.a. með starfsemi í Hveragerði sem er í um 15 mínútna fjarlægð frá Selfossi. Í Hveragerði búa nú um 3.000 manns. Það þykir eðlilegt að slík starfsstöð sé til staðar þrátt fyrir að ekki sé um langan veg að fara á milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurnesjabær, sem varð til við sameiningu Sandgerðis og Garðs árið 2018, hýsir nú tæplega 4.000 íbúa. Þar er hins vegar ekki um neina heilsugæslu að ræða né hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu. Gríðarleg fjölgun hefur verið í sveitarfélaginu á undanförnum árum og er sveitarfélagið með stórt og mikið verkefni í fanginu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöðin er í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með tilheyrandi kostnaði sem það hefur í för með sér. Gera má ráð fyrir að það taki u.þ.b. 12 mínútur að aka á milli Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar sem er rétt tæplega sá tími sem það tekur að aka á milli Hveragerðis og Selfoss. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur ítrekað óskað eftir lagfæringu á þessu ófremdarástandi og aukinn þrýstingur verið settur á ríkið eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ríkið hefur gert Heilbrigðisstofnun Suðurlands kleift að reka sínar starfsstöðvar af miklum myndarskap en einhverra hluta vegna hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ekki séð sér fært að gera slíkt hið sama. Það eykur auðvitað álagið á stofnunina í Reykjanesbæ sem á, eins og allir vita, í verulegu basli með að sinna því sem henni ber. Ég vill einnig benda á það að það eru þrír byggðarkjarnar á íslandi sem hafa enga heilbrigðisþjónustu, þeir eru Garður, Sandgerði og Hellissandur. Íbúar landsbyggðar eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Og gæta verður jafnræðis óháð búsetu í landinu Höfundur er oddviti Framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun