Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. apríl 2023 10:01 Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir kvöldin vera sínar gæðastundir. Þá á hann það til að senda sjálfum sér hugmyndir í SMS eða tölvupósti til að muna að morgni, sem hann segir oft geta verið nokkuð fyndið því stundum virðast hugmyndirnar ekki jafn góðar þegar sólin er upp komin. Vísir/Vilhelm Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan átta eða níu. Er meiri kvöldmanneskja yfir háveturinn og er þá lengur af stað, en með rísandi sól þá breytist það og ég vakna fyrr.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég er óþreyjufullur á morgnana og vil komast strax af stað. Um leið og ég er kominn á fætur fer ég úr húsi og held rakleiðis út á Granda. Suma daga byrja ég á morguntíma í ræktinni, sem fyrir mig er Grandi 101. Ég hef aldrei séð eftir því að mæta þangað, þjálfararnir eru fyrsta flokks og bæði líkamleg og andleg vellíðan varir út daginn. Hinir dagarnir byrja í Sjávarklasanum við Grandagarð, en þar deili ég skrifstofu með nokkrum öðrum í eigin fyrirtækjarekstri.“ Nefndu atvik úr æsku sem þér finnst alltaf jafn fyndið að rifja upp. Ég er ekki besti viðmælandinn til að svara þessari spurningu því ég hugsa nær ekkert um fortíðina. Foreldrum mínum til mikilla vonbrigða man ég varla eftir ferðalögum fjölskyldunnar þegar ég var barn, og félagar mínir gera grín að mér fyrir að muna ekki eftir hlutum sem gerðust fyrir örfáum dögum. Tengdi mikið við grein sem ég las um daginn þar sem fólki var skipt í þrennt eftir þankagangi. Sumir einblína fyrst og fremst á framtíðina, aðrir eru mest í núinu og enn aðrir rifja gjarnan upp fortíðina. Ég er tvímælalaust í fyrsta flokkinum; hugsanirnar yfir daginn og á koddanum á kvöldin snúast allar um hvað muni gerast síðar meir. Það fylgja því kostir og gallar. Kostirnir eru að framtíðarsýnin verður skýrari og mér finnst ég hafa meiri áhrif á það hvernig líf mitt þróast. En á hinn bóginn man ég lítið úr fortíðinni, á stundum erfitt með að róa hugann, og staldra ekki nógu oft við til að læra að meta það sem ég hef.“ Björn leggur mikla áherslu á að hámarka starfsorkuna og telur sjálfur að það sé frekar orkan en tíminn sem sé dýrmætasta auðlindin okkar. Fyrirtækin tvö sem hann rekur eru annars vegar Moodup, sem mælir starfsánægju fyrir vinnustaði og síðan Frami, sem býður upp á vefnámskeið með hæfileikaríkum Íslendingum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég set langmestan tíma í Moodup, bæði að þróa áfram þjónustuna og fyrirtækið sjálft. Moodup er einungis tveggja ára gamalt og mælir í dag starfsánægju hjá 28.000 manns. Það er því af nægu að taka við að bæta og breikka þjónustuna. Við opnuðum fyrir stjórnendamöt á mánudaginn, sem voru nokkra mánuði í undirbúningi, og þessi vika fór í að fylgja opnuninni eftir til að tryggja að þau virki vel.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég hef tileinkað mér nokkur prinsipp í gegnum árin sem hafa virkað fyrir mig til að ná árangri í vinnunni. Mikilvægast er að hámarka starfsorkuna. Flestir segja að tíminn sé takmarkaðasta auðlindin í vinnunni, en í mínum huga er það orkan. Þegar ég er þreyttur þá kem ég litlu í verk. Forgangsröðunin er óskýr, erfiðustu verkefnin vaxa mér í augum og ég næ ekki nægri einbeitingu til að leysa flókin vandamál. Erfiðustu viðfangsefnin eru hins vegar þau sem skila mestum ávinningi, því þau aðgreina þig frá öðrum. Grunnurinn að góðum vinnudegi fyrir mig er því að hreyfa mig reglulega, borða ekki of óhollt og ná góðum nætursvefni. Að því sögðu þá er stend ég líka vörð um tímann minn. Meginverkefnið mitt í dag er að þróa Moodup áfram og forrita það sem sú framtíðarsýn krefst. Í forritun kafar maður djúpt í viðfangsefnið og nær utan um fjölmarga aðliggjandi þætti í höfðinu áður en maður gerir breytingar. Einn fundur eða símtal getur tekið mann alveg út úr því hugarástandi og valdið því að hálfur dagurinn er farinn fyrir bí. Ég er því óvæginn við að segja nei við hlutum sem krefjast rauntímasamskipta. Við erum tveir saman í Moodup, og samstarfsfélagi minn tekur nær alla fundi sem tengjast sölu og þjónustu. Á meðan einblíni ég á vöruþróun og tölvupóstsamskipti. Tölvupóstar henta mér mun betur en fundir – ég get skoðað þá þegar mér hentar og skipulagt sjálfur hvenær ég svara. Fullkominn vinnudagur fyrir mig er algerlega autt dagatal, því þá hef ég ráðrúm til að forgangsraða og kafa djúpt í mikilvægustu verkefnin. Loks reyni ég að geyma hluti ekki í hausnum á mér heldur koma þeim á skriflegt form þar sem ég get treyst því að ég sjái þá aftur fljótlega. Yfir vinnudaginn er ég með einfaldan aðgerðalista opinn og raða þar upp og haka við verkefni dagsins, ásamt því að fresta og bæta við nýjum atriðum sem ég vil gera síðar. Eftir vinnu finnst mér síðan best að slaka á og gera eitthvað skemmtilegt sem tengist vinnunni ekki neitt. Þá kemur undirmeðvitundin stundum upp með hugleiðingar og hugmyndir úr meiri „lofthæð“, sem tengjast til dæmis langtímastefnu og nýjum vörum eða fyrirtækjum. Ef ég er á koddanum þegar það gerist þá sendi ég sjálfum mér tölvupóst eða SMS til að geta sofnað í vissu um að muna hvað ég hugsaði daginn eftir. Það getur verið fyndið að mæta í vinnuna, opna tölvupóstinn og sjá þá þrjá tölvupósta frá sjálfum mér, stundum með hugmyndum sem voru frábærar kvöldið áður en furðulegar þegar sólin er komin upp.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Mér líður vel á kvöldin og þau eru mín gæðastund frekar en morgnarnir. Ég fresta alltaf svefninum þar til á síðasta mögulega tíma, og hef fyrir vikið lítinn tíma til að taka því rólega morguninn eftir. Las fyrir löngu síðan að hollast væri að sofa í margfeldi af 1,5 klukkustundum þar sem svefninn okkar skiptist í svefnhringi af þeirri lengd. Finnst ég eiga auðveldara með að vakna ef ég fer eftir þeirri reglu. Slekk því yfirleitt ljósið á náttborðinu 7,5 klst áður en ég þarf að vakna, óháð því hvenær vekjaraklukkan er stillt.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00 Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00 Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01 Eiginmaðurinn vakinn af snjallúri á meðan frúin sefur með eyrnatappa Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni, ræðismaður Spánar og verðandi amma, uppgötvaði eyrnatappa á næturnar fyrir ekkert svo löngu síðan. Og segir þá snilld. Inga byrjar daginn í tennis og bíður spennt eftir því að verða bráðum amma. 4. mars 2023 10:00 Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna klukkan átta eða níu. Er meiri kvöldmanneskja yfir háveturinn og er þá lengur af stað, en með rísandi sól þá breytist það og ég vakna fyrr.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég er óþreyjufullur á morgnana og vil komast strax af stað. Um leið og ég er kominn á fætur fer ég úr húsi og held rakleiðis út á Granda. Suma daga byrja ég á morguntíma í ræktinni, sem fyrir mig er Grandi 101. Ég hef aldrei séð eftir því að mæta þangað, þjálfararnir eru fyrsta flokks og bæði líkamleg og andleg vellíðan varir út daginn. Hinir dagarnir byrja í Sjávarklasanum við Grandagarð, en þar deili ég skrifstofu með nokkrum öðrum í eigin fyrirtækjarekstri.“ Nefndu atvik úr æsku sem þér finnst alltaf jafn fyndið að rifja upp. Ég er ekki besti viðmælandinn til að svara þessari spurningu því ég hugsa nær ekkert um fortíðina. Foreldrum mínum til mikilla vonbrigða man ég varla eftir ferðalögum fjölskyldunnar þegar ég var barn, og félagar mínir gera grín að mér fyrir að muna ekki eftir hlutum sem gerðust fyrir örfáum dögum. Tengdi mikið við grein sem ég las um daginn þar sem fólki var skipt í þrennt eftir þankagangi. Sumir einblína fyrst og fremst á framtíðina, aðrir eru mest í núinu og enn aðrir rifja gjarnan upp fortíðina. Ég er tvímælalaust í fyrsta flokkinum; hugsanirnar yfir daginn og á koddanum á kvöldin snúast allar um hvað muni gerast síðar meir. Það fylgja því kostir og gallar. Kostirnir eru að framtíðarsýnin verður skýrari og mér finnst ég hafa meiri áhrif á það hvernig líf mitt þróast. En á hinn bóginn man ég lítið úr fortíðinni, á stundum erfitt með að róa hugann, og staldra ekki nógu oft við til að læra að meta það sem ég hef.“ Björn leggur mikla áherslu á að hámarka starfsorkuna og telur sjálfur að það sé frekar orkan en tíminn sem sé dýrmætasta auðlindin okkar. Fyrirtækin tvö sem hann rekur eru annars vegar Moodup, sem mælir starfsánægju fyrir vinnustaði og síðan Frami, sem býður upp á vefnámskeið með hæfileikaríkum Íslendingum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég set langmestan tíma í Moodup, bæði að þróa áfram þjónustuna og fyrirtækið sjálft. Moodup er einungis tveggja ára gamalt og mælir í dag starfsánægju hjá 28.000 manns. Það er því af nægu að taka við að bæta og breikka þjónustuna. Við opnuðum fyrir stjórnendamöt á mánudaginn, sem voru nokkra mánuði í undirbúningi, og þessi vika fór í að fylgja opnuninni eftir til að tryggja að þau virki vel.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég hef tileinkað mér nokkur prinsipp í gegnum árin sem hafa virkað fyrir mig til að ná árangri í vinnunni. Mikilvægast er að hámarka starfsorkuna. Flestir segja að tíminn sé takmarkaðasta auðlindin í vinnunni, en í mínum huga er það orkan. Þegar ég er þreyttur þá kem ég litlu í verk. Forgangsröðunin er óskýr, erfiðustu verkefnin vaxa mér í augum og ég næ ekki nægri einbeitingu til að leysa flókin vandamál. Erfiðustu viðfangsefnin eru hins vegar þau sem skila mestum ávinningi, því þau aðgreina þig frá öðrum. Grunnurinn að góðum vinnudegi fyrir mig er því að hreyfa mig reglulega, borða ekki of óhollt og ná góðum nætursvefni. Að því sögðu þá er stend ég líka vörð um tímann minn. Meginverkefnið mitt í dag er að þróa Moodup áfram og forrita það sem sú framtíðarsýn krefst. Í forritun kafar maður djúpt í viðfangsefnið og nær utan um fjölmarga aðliggjandi þætti í höfðinu áður en maður gerir breytingar. Einn fundur eða símtal getur tekið mann alveg út úr því hugarástandi og valdið því að hálfur dagurinn er farinn fyrir bí. Ég er því óvæginn við að segja nei við hlutum sem krefjast rauntímasamskipta. Við erum tveir saman í Moodup, og samstarfsfélagi minn tekur nær alla fundi sem tengjast sölu og þjónustu. Á meðan einblíni ég á vöruþróun og tölvupóstsamskipti. Tölvupóstar henta mér mun betur en fundir – ég get skoðað þá þegar mér hentar og skipulagt sjálfur hvenær ég svara. Fullkominn vinnudagur fyrir mig er algerlega autt dagatal, því þá hef ég ráðrúm til að forgangsraða og kafa djúpt í mikilvægustu verkefnin. Loks reyni ég að geyma hluti ekki í hausnum á mér heldur koma þeim á skriflegt form þar sem ég get treyst því að ég sjái þá aftur fljótlega. Yfir vinnudaginn er ég með einfaldan aðgerðalista opinn og raða þar upp og haka við verkefni dagsins, ásamt því að fresta og bæta við nýjum atriðum sem ég vil gera síðar. Eftir vinnu finnst mér síðan best að slaka á og gera eitthvað skemmtilegt sem tengist vinnunni ekki neitt. Þá kemur undirmeðvitundin stundum upp með hugleiðingar og hugmyndir úr meiri „lofthæð“, sem tengjast til dæmis langtímastefnu og nýjum vörum eða fyrirtækjum. Ef ég er á koddanum þegar það gerist þá sendi ég sjálfum mér tölvupóst eða SMS til að geta sofnað í vissu um að muna hvað ég hugsaði daginn eftir. Það getur verið fyndið að mæta í vinnuna, opna tölvupóstinn og sjá þá þrjá tölvupósta frá sjálfum mér, stundum með hugmyndum sem voru frábærar kvöldið áður en furðulegar þegar sólin er komin upp.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Mér líður vel á kvöldin og þau eru mín gæðastund frekar en morgnarnir. Ég fresta alltaf svefninum þar til á síðasta mögulega tíma, og hef fyrir vikið lítinn tíma til að taka því rólega morguninn eftir. Las fyrir löngu síðan að hollast væri að sofa í margfeldi af 1,5 klukkustundum þar sem svefninn okkar skiptist í svefnhringi af þeirri lengd. Finnst ég eiga auðveldara með að vakna ef ég fer eftir þeirri reglu. Slekk því yfirleitt ljósið á náttborðinu 7,5 klst áður en ég þarf að vakna, óháð því hvenær vekjaraklukkan er stillt.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00 Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00 Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01 Eiginmaðurinn vakinn af snjallúri á meðan frúin sefur með eyrnatappa Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni, ræðismaður Spánar og verðandi amma, uppgötvaði eyrnatappa á næturnar fyrir ekkert svo löngu síðan. Og segir þá snilld. Inga byrjar daginn í tennis og bíður spennt eftir því að verða bráðum amma. 4. mars 2023 10:00 Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00
Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00
Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01
Eiginmaðurinn vakinn af snjallúri á meðan frúin sefur með eyrnatappa Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni, ræðismaður Spánar og verðandi amma, uppgötvaði eyrnatappa á næturnar fyrir ekkert svo löngu síðan. Og segir þá snilld. Inga byrjar daginn í tennis og bíður spennt eftir því að verða bráðum amma. 4. mars 2023 10:00
Missir kúlið yfir Notebook og dreginn í morgunhugleiðslu með kærustunni Þær eru ólíkar vikurnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Akademias, markaðsstjóri Hoobla og hluteigandi í báðum félögum. Því í pabbavikum dugir ekkert minna en fimm stjörnu þjónusta á morgnana, á meðan kærastan platar hann í morgunhugleiðslu hinar vikurnar. Sem Guðmundur viðurkennir reyndar í dag að sé mikið galdratæki. 25. febrúar 2023 10:01