Jafnar byrðar – ekki undanþágur Bogi Nils Bogason skrifar 31. mars 2023 08:31 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. Útfærsla löggjafarinnar hefur nefnilega í för með sér auknar byrðar fyrir Ísland umfram önnur lönd, einungis vegna landfræðilegrar stöðu. Málið snýst ekki um að Ísland fái undanþágur, heldur einungis að flugfélög sem reka tengimiðstöð á Íslandi taki á sig sambærilegan kostnað og önnur evrópsk flugfélög sem fljúga yfir hafið, milli Evrópu og Norður-Ameríku. Metnaðarfull markmið um orkuskipti í flugi Um 3% af CO2 útblæstri heimsins kemur frá flugi. Við hjá Icelandair tökum loftslagsmálin mjög alvarlega og höfum sett okkur metnaðarfull markmið í því sambandi. Félagið hefur þegar stigið mikilvæg skref í átt að þeim markmiðum og hefur á síðustu fimm árum fjárfest fyrir um 100 milljarða króna í nýjum flugvélum sem eru mun umhverfisvænni en eldri vélategundir. Áframhaldandi fjárfestingar í þessa átt munu eiga sér stað hjá félaginu á næstu árum ef markmið þess ganga eftir. Félagið tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem snúa að þróun vetnis- og rafmagnsflugvéla fyrir innanlandsflug. Við erum bjartsýn á að fyrir lok þessa áratugar verði flugflotinn í innanlandsfluginu okkar knúinn áfram af 100% grænni orku. Þá er ljóst að ef markmið Icelandair og fluggeirans í heiminum í loftslagsmálum eiga að ganga eftir þá verður framleiðsla á sjálfbæru flugvélaeldsneyti að aukast verulega á næstu árum. Þar hefur Ísland tækifæri til að stíga stór skref. Í því skyni hefur Icelandair meðal annars skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á sjálfbæru flugvélaeldsneyti sem fyrirhugað er að framleitt verði hér á landi. Um hvað snýst baráttan? En aftur að baráttu íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusambandinu sem Icelandair styður heilshugar. Að undanförnu hafa ýmsir komið fram og mótmælt því að stjórnvöld séu að standa í þessari baráttu. Rökin eru í flestum tilvikum að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og ekki biðja um undanþágu á neinu sem að þeim málum snýr. En málið snýst einmitt ekki um undanþágur heldur einungis að kostnaður sé lagður jafnt á ríki innan EES. Af hverju á hærri hlutfallslegur kostnaður að leggjast á flug milli Parísar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið er beint? Eða á flug milli Hamborgar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið væri í gegnum Frankfurt? Það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga ekki síst í ljósi þess að í mörgum tilvikum er umhverfisvænna að fljúga á nýjustu tegundum mjóþotna (e. narrow body) milli heimsálfanna með viðkomu á Íslandi en á breiðþotum beint yfir hafið. Það er ljóst að ef reglurnar verða innleiddar óbreyttar verða áhrifin á Ísland verulega neikvæð. Auk þess mun eiga sér stað svokallaður kolefnisleki. Það þýðir að flugið mun ekki minnka heldur einfaldlega færast til. Kolefnislosun mun því ekki dragast saman, hún mun jafnvel aukast. Varla getur það verið markmiðið. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. Útfærsla löggjafarinnar hefur nefnilega í för með sér auknar byrðar fyrir Ísland umfram önnur lönd, einungis vegna landfræðilegrar stöðu. Málið snýst ekki um að Ísland fái undanþágur, heldur einungis að flugfélög sem reka tengimiðstöð á Íslandi taki á sig sambærilegan kostnað og önnur evrópsk flugfélög sem fljúga yfir hafið, milli Evrópu og Norður-Ameríku. Metnaðarfull markmið um orkuskipti í flugi Um 3% af CO2 útblæstri heimsins kemur frá flugi. Við hjá Icelandair tökum loftslagsmálin mjög alvarlega og höfum sett okkur metnaðarfull markmið í því sambandi. Félagið hefur þegar stigið mikilvæg skref í átt að þeim markmiðum og hefur á síðustu fimm árum fjárfest fyrir um 100 milljarða króna í nýjum flugvélum sem eru mun umhverfisvænni en eldri vélategundir. Áframhaldandi fjárfestingar í þessa átt munu eiga sér stað hjá félaginu á næstu árum ef markmið þess ganga eftir. Félagið tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem snúa að þróun vetnis- og rafmagnsflugvéla fyrir innanlandsflug. Við erum bjartsýn á að fyrir lok þessa áratugar verði flugflotinn í innanlandsfluginu okkar knúinn áfram af 100% grænni orku. Þá er ljóst að ef markmið Icelandair og fluggeirans í heiminum í loftslagsmálum eiga að ganga eftir þá verður framleiðsla á sjálfbæru flugvélaeldsneyti að aukast verulega á næstu árum. Þar hefur Ísland tækifæri til að stíga stór skref. Í því skyni hefur Icelandair meðal annars skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á sjálfbæru flugvélaeldsneyti sem fyrirhugað er að framleitt verði hér á landi. Um hvað snýst baráttan? En aftur að baráttu íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusambandinu sem Icelandair styður heilshugar. Að undanförnu hafa ýmsir komið fram og mótmælt því að stjórnvöld séu að standa í þessari baráttu. Rökin eru í flestum tilvikum að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og ekki biðja um undanþágu á neinu sem að þeim málum snýr. En málið snýst einmitt ekki um undanþágur heldur einungis að kostnaður sé lagður jafnt á ríki innan EES. Af hverju á hærri hlutfallslegur kostnaður að leggjast á flug milli Parísar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið er beint? Eða á flug milli Hamborgar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið væri í gegnum Frankfurt? Það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga ekki síst í ljósi þess að í mörgum tilvikum er umhverfisvænna að fljúga á nýjustu tegundum mjóþotna (e. narrow body) milli heimsálfanna með viðkomu á Íslandi en á breiðþotum beint yfir hafið. Það er ljóst að ef reglurnar verða innleiddar óbreyttar verða áhrifin á Ísland verulega neikvæð. Auk þess mun eiga sér stað svokallaður kolefnisleki. Það þýðir að flugið mun ekki minnka heldur einfaldlega færast til. Kolefnislosun mun því ekki dragast saman, hún mun jafnvel aukast. Varla getur það verið markmiðið. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun