Fiskveiðiauðlindin okkar Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. mars 2023 09:31 Undanfarna mánuði hef ég, fyrir hönd Samfylkingarinnar, setið í stóru nefndinni hennar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi var rætt um stóru ágreiningsmálin, þ.e. um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni. Auðlindarenta Indriði H. Þorláksson hefur rannsakað og skrifað um auðlindarentuna og velt upp spurningum um hver sé raunveruleg afkoma fyrirtækja sem nýta fiskveiðiauðlindir landsins. Hann hefur dregið fram hver þáttur auðlindarinnar er þ.e. auðlindarentan og hvort greitt sé eðlilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Auðlindarentan fellur þeim í skaut sem fær nýtingarréttinn nema að fullt markaðsgjald komi fyrir hann. Indriði hefur tekið saman staðreyndir sem sýna fram á að á árunum 2010 – 2020 hafi auðlindarentan verið samtals 519 milljarðar króna eða um 47 milljarðar að meðaltali á ári. Auðlindarentan hafi lægst farið í 20 milljarðar árið 2017 en annars verið á bilinu 38-68 milljarðar króna á ári. Sveiflur á milli ára megi að verulegum hluta rekja til breytinga á gengi. Samkvæmt þessu er auðlindarentan tæp 20% af söluverðmæti sjávarafurða. Auðlindarentan er því óumdeilanlega mjög mikil í sjávarútvegi á Íslandi. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfélaga á síðasta áratug er einnig birtingarmynd þess segir Indriði í greinarsafni sem hann birtir á heimasíðu sinni. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfartelja aflahlutdeild og aflaheimildir vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 400 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er tæpar 18 kr kílóið. Einnig má líta á kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Eigið fé Vísis var skv. ársreikningi um 6 milljarðar króna en samt greiddi Síldarvinnslan 31 milljarð króna fyrir félagið. Þar sem ekki er verið að skapa nýjar tekjur af óbreyttum kvóta hinna sameinuðu fyrirtækja hljóta framtíðartekjur af hinum keypta kvóta að vera svo ríflegar að kaupin borgi sig, líkt og Indriði bendir á. Auðlindastefnunefnd um aldamót Jóhannes Norðdal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar um aldamótin. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Hann segir í ævisögunni að leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) yrðu fyrndar um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Og hér erum við á sama stað 23 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Norðdal í þessum efnum og tel að sátt náist ekki nema að gjöldin verði byggð á markaðslegum forsendum. Samþjöppun og raunverulegir eigendur Í atvinnuveganefnd er til vinnslu frumvarp sem ég mælti fyrir á dögunum um hvernig skilgreina skuli tengda aðila í lögum um fiskveiðistjórnun. Mér finnst það liggja beint við að miða við raunverulega eigendur sem samkvæmt lögum er 25% eignarhlutur. Það viðmið um raunverulega eigendur ætta að miða við í stað meirihluta eignar þegar reiknuð er aflahlutdeild til að meta hvort 12% lögbundinni hámarksaflahlutdeild sé náð. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja liggja öllum opin í Fyrirtækjaskrá þannig að eftirlit með því hvort hámarksaflahlutdeild sé náð er auðvelt fyrir Fiskistofu. Og því til viðbótar ætti að leita í lög um fjármálafyrirtæki að fyrirmynd um skilgreiningu á tengdum aðilum. Þar er miðað við að tengdir aðilar séu lögaðilar sem stjórnað er af sömu einstaklingum og einnig hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn og lögaðilar í þeirra eigu. Að lokum: Ég held að fullreynt sé að ekki verði sátt um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fáist fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hef ég, fyrir hönd Samfylkingarinnar, setið í stóru nefndinni hennar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi var rætt um stóru ágreiningsmálin, þ.e. um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni. Auðlindarenta Indriði H. Þorláksson hefur rannsakað og skrifað um auðlindarentuna og velt upp spurningum um hver sé raunveruleg afkoma fyrirtækja sem nýta fiskveiðiauðlindir landsins. Hann hefur dregið fram hver þáttur auðlindarinnar er þ.e. auðlindarentan og hvort greitt sé eðlilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Auðlindarentan fellur þeim í skaut sem fær nýtingarréttinn nema að fullt markaðsgjald komi fyrir hann. Indriði hefur tekið saman staðreyndir sem sýna fram á að á árunum 2010 – 2020 hafi auðlindarentan verið samtals 519 milljarðar króna eða um 47 milljarðar að meðaltali á ári. Auðlindarentan hafi lægst farið í 20 milljarðar árið 2017 en annars verið á bilinu 38-68 milljarðar króna á ári. Sveiflur á milli ára megi að verulegum hluta rekja til breytinga á gengi. Samkvæmt þessu er auðlindarentan tæp 20% af söluverðmæti sjávarafurða. Auðlindarentan er því óumdeilanlega mjög mikil í sjávarútvegi á Íslandi. Eignasöfnun eigenda íslenskra sjávarútvegsfélaga á síðasta áratug er einnig birtingarmynd þess segir Indriði í greinarsafni sem hann birtir á heimasíðu sinni. Vísbendingar eru um hvers virði útgerðirnar sjálfartelja aflahlutdeild og aflaheimildir vera. Til dæmis leigja útgerðir frá sér kvóta á um 400 kr kílóið af þorski en greiða sjálfar veiðigjald í ríkissjóð sem er tæpar 18 kr kílóið. Einnig má líta á kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Eigið fé Vísis var skv. ársreikningi um 6 milljarðar króna en samt greiddi Síldarvinnslan 31 milljarð króna fyrir félagið. Þar sem ekki er verið að skapa nýjar tekjur af óbreyttum kvóta hinna sameinuðu fyrirtækja hljóta framtíðartekjur af hinum keypta kvóta að vera svo ríflegar að kaupin borgi sig, líkt og Indriði bendir á. Auðlindastefnunefnd um aldamót Jóhannes Norðdal fyrrverandi seðlabankastjóri var formaður auðlindanefndar um aldamótin. Hann segir í ævisögu sinni að ekki hafi náðst samkomulag í nefndinni um að fara fyrningarleiðina annars vegar eða innheimta veiðigjald sem hluta af auðlindarentu hins vegar. Jóhannes segir í ævisögu sinni að fram hjá deilum um veiðigjöld og mati á auðlindarentu væri hægt að komast með fyrningarleiðinni eins og hún er kölluð í skýrslu auðlindastefnunefndarinnar. Skoðun Jóhannesar á málinu var alveg skýr. Hann segir í ævisögunni að leiðin felist í því að allar aflahlutdeildir (kvótar) yrðu fyrndar um ákveðna lága prósentu á ári hverju. Þær gengju aftur til ríkisins en yrðu jafnóðum seldar aftur til útgerðarfyrirtækjanna á uppboði eða opnum markaði. Þannig mundi útgerðin sjálf verðleggja auðlindarrentuna í frjálsri samkeppni. Jóhannes segir einnig frá því að hann hafi verið eindregið þeirrar skoðunar að fyrningarleiðin væri sanngjarnari og líklegri til að leiða til sátta um aflamarkskerfið (kvótakerfið) þegar til lengri tíma væri litið. Hún mundi stuðla að þróun virkra markaðsviðskipta með aflahlutdeildir sem mundi bæði auka sveigjanleika sjávarútvegsins og gefa skýrar vísbendingar um það hvers virði auðlindin væri útgerðinni. Þó setning laga um veiðigjöld hafi verið stórt skref til bóta hafi fljótt komið í ljós hve erfitt væri að ná sátt um upphæð þeirra og ákvörðun þeirra valdið sífelldum deilum. Og hér erum við á sama stað 23 árum seinna og enn að deila um veiðigjöld, útreikning þeirra og viðmið. Ég er sammála Jóhannesi Norðdal í þessum efnum og tel að sátt náist ekki nema að gjöldin verði byggð á markaðslegum forsendum. Samþjöppun og raunverulegir eigendur Í atvinnuveganefnd er til vinnslu frumvarp sem ég mælti fyrir á dögunum um hvernig skilgreina skuli tengda aðila í lögum um fiskveiðistjórnun. Mér finnst það liggja beint við að miða við raunverulega eigendur sem samkvæmt lögum er 25% eignarhlutur. Það viðmið um raunverulega eigendur ætta að miða við í stað meirihluta eignar þegar reiknuð er aflahlutdeild til að meta hvort 12% lögbundinni hámarksaflahlutdeild sé náð. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja liggja öllum opin í Fyrirtækjaskrá þannig að eftirlit með því hvort hámarksaflahlutdeild sé náð er auðvelt fyrir Fiskistofu. Og því til viðbótar ætti að leita í lög um fjármálafyrirtæki að fyrirmynd um skilgreiningu á tengdum aðilum. Þar er miðað við að tengdir aðilar séu lögaðilar sem stjórnað er af sömu einstaklingum og einnig hjón, sambúðarfólk, börn þeirra og fósturbörn og lögaðilar í þeirra eigu. Að lokum: Ég held að fullreynt sé að ekki verði sátt um fiskveiðiauðlindina okkar fyrr en markaðsverð fáist fyrir tímabundinn nýtingarrétt. Þetta ætti flestum að vera orðið ljóst. Auk þess verður að taka á samþjöppun í greininni með skýrum hætti og greinagóðum skilgreiningum á tengdum aðilum og raunverulegum eigendum útgerðarfyrirtækja þannig að aldrei þurfi að leika vafi á hvort lögbundnu 12% kvótaþaki sé náð. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun