Hvers vegna á að loka pósthúsinu í Mjódd? Þórhildur Ólöf Helgadóttir skrifar 24. mars 2023 17:01 Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Rétt er að halda því til haga að aðsókn er mun meiri á Dalvegi, það eru tvisvar sinnum fleiri viðskiptavinir á hverju ári sem sækja pósthúsið á Dalvegi heldur en í Mjódd. Þetta vó þungt þegar ákvörðunin var tekin. Pósthúsinu í Mjódd hefur áður verið lokað í skemmri tíma vegna viðgerða. Þá var póstafgreiðslan færð niður á Dalveg tímabundið sem gekk vel. Það verður áfram póstþjónusta í Mjódd þó að afgreiðslunni verði lokað. Póstboxið verður á sínum stað í Mjóddinni, sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum, og svo eru póstbox víðar, t.d. í Vesturbergi. Auk þess stendur til að bæta við póstboxum í Efra-Breiðholti og Seljahverfi. Þá eru fleiri pósthús í borginni, bæði á Höfðabakka og í Síðumúla. Eins og komið hefur fram hefur magn bréfa dregist saman um 80% frá árinu 2010. Nýlega samþykkti borgarráð að frá 1. mars myndi Reykjavíkurborg hætta að prenta út og senda greiðsluseðla til einstaklinga og fyrirtækja. Nú verða þeir sendir rafrænt. Þessar breytingar hafa í för með sér að bréfsendingum fækkar enn frekar og þá þarf eðlilega að skera niður kostnað vegna lægri tekna hjá Póstinum. Ljóst er að á öllum sviðum samfélagsins hafa stafrænar umbreytingar átt sér stað sem „einfalda líf fólks, eru fjárhagsleg hagræðing og umhverfisvænar,“ svo notuð séu orð öldungaráðs borgarráðs í tengslum við rafræna greiðsluseðla í hinni „Rafrænu Reykjavík“. Pósturinn er engin undantekning þegar kemur að þróun stafrænna lausna. Ýmsir lýsa yfir áhyggjum af eldri borgurum vegna lokunar pósthússins í Mjódd. Það er skiljanlegt en hins vegar fjölgar þeim stöðugt sem velja póstbox umfram pósthús, ekki síst vegna þess að póstboxin eru ósjaldan í göngufæri við heimili fólks. Þá má nefna að sá hópur sem á ekki heimangengt getur alltaf fengið sendingarnar sínar heim að dyrum. Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum og það er okkur mikið kappsmál að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku- og afhendingarstaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox og leggjum við því mesta áherslu á að fjölga þeim. Höfundur er forstjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til. Rétt er að halda því til haga að aðsókn er mun meiri á Dalvegi, það eru tvisvar sinnum fleiri viðskiptavinir á hverju ári sem sækja pósthúsið á Dalvegi heldur en í Mjódd. Þetta vó þungt þegar ákvörðunin var tekin. Pósthúsinu í Mjódd hefur áður verið lokað í skemmri tíma vegna viðgerða. Þá var póstafgreiðslan færð niður á Dalveg tímabundið sem gekk vel. Það verður áfram póstþjónusta í Mjódd þó að afgreiðslunni verði lokað. Póstboxið verður á sínum stað í Mjóddinni, sem þjónar bæði fyrirtækjum og einstaklingum, og svo eru póstbox víðar, t.d. í Vesturbergi. Auk þess stendur til að bæta við póstboxum í Efra-Breiðholti og Seljahverfi. Þá eru fleiri pósthús í borginni, bæði á Höfðabakka og í Síðumúla. Eins og komið hefur fram hefur magn bréfa dregist saman um 80% frá árinu 2010. Nýlega samþykkti borgarráð að frá 1. mars myndi Reykjavíkurborg hætta að prenta út og senda greiðsluseðla til einstaklinga og fyrirtækja. Nú verða þeir sendir rafrænt. Þessar breytingar hafa í för með sér að bréfsendingum fækkar enn frekar og þá þarf eðlilega að skera niður kostnað vegna lægri tekna hjá Póstinum. Ljóst er að á öllum sviðum samfélagsins hafa stafrænar umbreytingar átt sér stað sem „einfalda líf fólks, eru fjárhagsleg hagræðing og umhverfisvænar,“ svo notuð séu orð öldungaráðs borgarráðs í tengslum við rafræna greiðsluseðla í hinni „Rafrænu Reykjavík“. Pósturinn er engin undantekning þegar kemur að þróun stafrænna lausna. Ýmsir lýsa yfir áhyggjum af eldri borgurum vegna lokunar pósthússins í Mjódd. Það er skiljanlegt en hins vegar fjölgar þeim stöðugt sem velja póstbox umfram pósthús, ekki síst vegna þess að póstboxin eru ósjaldan í göngufæri við heimili fólks. Þá má nefna að sá hópur sem á ekki heimangengt getur alltaf fengið sendingarnar sínar heim að dyrum. Markmið okkar er ávallt að fjölga afhendingarstöðum og það er okkur mikið kappsmál að bjóða upp á þétt dreifinet móttöku- og afhendingarstaða til að vera sem næst viðskiptavinum okkar. Okkar ánægðustu viðskiptavinir eru þeir sem nota póstbox og leggjum við því mesta áherslu á að fjölga þeim. Höfundur er forstjóri Póstsins.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar