Vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins Hörður Þorsteinsson skrifar 23. mars 2023 09:00 Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var árið 2015, er að tryggja aðgengi allra jarðarbúa að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, auk þess að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns. Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og rúmlega 4 milljarðar hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. Það eru því ekki allir jafnheppnir og við Íslendingar sem eigum mikið af fersku neysluvatni. Við þurfum að huga að vatnsgæðum á Íslandi, draga úr mengun, útiloka óæskilega sorplosun, auka skólphreinsun frá þéttbýli og lágmarka losun hættulegra efna út í umhverfið. Ísland er aðili að tilskipun EU um að yfirborðsvatn og grunnvatn sé í viðvarandi góðu ástandi. Öll ríki EU auk EFTA ríkjanna nota samræmda aðferðarfræði við innleiðingu vatnatilskipunarinnar. Á síðasta ári var gefin út vatnaáætlun Íslands 2022-2027 ásamt aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Markmið tilskipunarinnar er að stuðla að sjálfbæri nýtingu vatns sem þýðir að við ætlum að nýta vatnsauðlindir okkar með þeim hætti að þær mæti þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Nokkur umræða hefur verið um þá ákvörðun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að loka umferð um Bláfjallaveg, frá Krýsuvíkurvegi (við hellinn Leiðarenda) að gatnamótum við Bláfjallaleið sem liggur frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þessi vegkafli liggur á fjarsvæði vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, en það er það svæði sem er aðalákomusvæði fyrir þá grunnvatnsstrauma sem liggja að núverandi vatnsbólum og framtíðarvatnsbólum höfuðborgarsvæðisins. Sú krafa er í samþykktunum að við hönnun og uppbyggingu nýrri og eldri vega á fjarsvæði skuli umferðaröryggi og mengunarvarnir lagðar til grundvallar og þar sem hætta er á útafakstri og á veghlutum þar sem grunnvatnsstreymi er til vatnsbóla skal tryggja fullnægjandi mótvægisaðgerðir. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa með sér samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma allra sveitarfélaganna og eru markmið samþykktarinnar að tryggja verndun grunnvatns höfuðborgarsvæðisins, þannig að gæði neysluvatns uppfylli ávallt kröfur um gæði. Samþykktirnar taka til hvers konar athafna eða framkvæmda sem geta haft áhrif á gæði grunnvatns á vatnstökustað og skulu allar framkvæmdir hafa öryggi vatnsverndar og faglegan undirbúning að leiðarljósi. Vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins er einungis um 300 ferkílómetrar að flatarmáli, eða innan við 0,3 % af flatarmáli Íslands. Umtalsverð starfsemi er innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins og hafa verið gerðar ítarlegar skýrslur og rannsóknir á mengunarhættu á svæðinu og t.a.m. unnu Árni Hjartarson og Þórólfur H. Hafstad skýrslu um mengunarhættu vegna aukinnar umferðar sem talin er að skapist á aðkomuleiðum að skíðasvæðinu. Í skýrslunni er reynt að meta mengunaráhættu vegna vatnajarðfræðilegra aðstæðna við aðkomuleiðirnar. Mengunarhættumat var gert á vegum sem liggja að skíðasvæðinu og var veginum skipt upp í 20 vegarkafla og fékk hver vegarkafli einkunn frá 3-10, því hærri einkunn því meira mengunarálag ef óhapp verður á leiðum til svæðisins. Niðurstaða þeirra er að mengunaráhætta sé lítil vestast og austast á leiðunum til Bláfjalla en áhættan fari vaxandi fyrir miðju svæðinu og nái hámarki á sveitarfélagamörkum Kópavogs og Hafnarfjarðar norðan við Kristjánsdalahorn, en sá vegarkafli er vestan við Þríhnúka um 13 km frá Krýsuvíkurvegi. Þar er jarðvegsþekja á svæðinu lítil og liggur vegurinn um ungt, lagskipt og gljúpt hraun frá nútíma og því eru brunnsvæðin í Vatnsendakrika, Mygludal og Kaldárbotnum í hættu ef það verður olíuslys á svæðinu. Í stuttu máli, er niðurstaða þeirra sú að kaflinn frá Leiðarenda að gatnamótum við Bláfjallaleið, sé sá vegarkafli sem fær hæstu einkunn frá 8-9, þ.e. áhætta á útbreiðslu mengunar, hættu á mengun í vatnsbólum og erfiðleikastig við hreinsun sé hvað mest. Þegar ákveðið var að fara í áframhaldandi uppbyggingu í Bláfjöllum var samþykkt að vinna að mótvægisaðgerðum vegna framkvæmda á svæðinu og aukinni umferð á skíðasvæðið. Í góðri samvinnu við Vegagerðina var farið í að bæta við umferðaöryggi á Bláfjallavegi og Bláfjallaleið, frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu, draga úr umferðarhraða og lágmarka þannig líkurnar á mengunarslysi vegna umferðar á svæðinu. Þá var ákveðið að loka þeim vegkafla sem væri hvað áhættusamastur út frá mengunarálagi og þar sem mikið grunnvatnsstreymi er í átt að Vatnsendakrika, Mygludölum og Kaldárbotnum. Á þessu svæði er einungis um 60-80 metrar niður á grunnvatnsborðið. Þetta er vegarkaflinn frá Leiðarenda að Bláfjallaleið. Nú bregður svo við að á dögunum var samþykkt samhljóða ályktun í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stefna að opnun Bláfjallavegar frá Krýsuvíkurvegi að Bláfjallaleið, fyrir einkabifreiðar. Í umræðum var lítið fjallað um öryggi vatnsverndar eða þá staðreynd að aðalákomusvæði fyrir vatnsbólið í Kaldárbotnum og hugsanlegt varavatnsból Hafnfirðinga í Mygludölum liggur undir vegstæði Bláfjallavegar. Ekki hefur verið unnið áhættumat fyrir þennan vegarkafla og ljóst að verulegar umbætur eru nauðsynlegar til að þær geti réttlætt þá ákvörðun að opna veginn fyrir umferð. Okkur ber skylda til að tryggja vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins og takmarka umfang umferðar um svæðið eins og mögulegt er og þá með þeim mótvægisaðgerðum sem best þekkjast á hverjum tíma. Kostnaður við mótvægisaðgerðir á Bláfjallavegi frá Leiðarenda upp að gatnamótum við Bláfjallaleið, er án efa umtalsverður einkum og sér í lagi vegna þess að vegurinn er lélegur fyrir og hefur ekki fengið það viðhald eða uppbyggingu sem krafist er á vatnsverndarsvæðum. Það mætti velta fyrir sér hvort þeim fjármunum sem færu í að tryggja mótvægisaðgerðir við opnun vegarins frá Krýsuvíkurvegi upp í Bláfjöll, væri betur varið í snjóframleiðslu og aðstöðusköpun á skíðasvæðinu í Bláfjöllum sem og að tryggja öryggismál á þeim vegarkafla sem liggur frá Sandskeiði upp í Bláfjöll? Fyrir Hafnfirðinga yrði sá aukakrókur að fara um Vesturlandsveg upp í Bláfjöll, örlítið framlag í þágu vatnsverndar og geta þeir þannig stuðlað að sjálfbærni í nýtingu vatns. Fyrir göngufólk og aðra sem vilja ganga um þetta fallega svæði, þá eru einungis um 5 km frá Leiðarenda að Grindaskörðum og gönguleiðin meðfram Lönguhlíðum alveg þess virði að lengja göngutúrinn aðeins. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var árið 2015, er að tryggja aðgengi allra jarðarbúa að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, auk þess að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns. Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og rúmlega 4 milljarðar hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. Það eru því ekki allir jafnheppnir og við Íslendingar sem eigum mikið af fersku neysluvatni. Við þurfum að huga að vatnsgæðum á Íslandi, draga úr mengun, útiloka óæskilega sorplosun, auka skólphreinsun frá þéttbýli og lágmarka losun hættulegra efna út í umhverfið. Ísland er aðili að tilskipun EU um að yfirborðsvatn og grunnvatn sé í viðvarandi góðu ástandi. Öll ríki EU auk EFTA ríkjanna nota samræmda aðferðarfræði við innleiðingu vatnatilskipunarinnar. Á síðasta ári var gefin út vatnaáætlun Íslands 2022-2027 ásamt aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Markmið tilskipunarinnar er að stuðla að sjálfbæri nýtingu vatns sem þýðir að við ætlum að nýta vatnsauðlindir okkar með þeim hætti að þær mæti þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Nokkur umræða hefur verið um þá ákvörðun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að loka umferð um Bláfjallaveg, frá Krýsuvíkurvegi (við hellinn Leiðarenda) að gatnamótum við Bláfjallaleið sem liggur frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þessi vegkafli liggur á fjarsvæði vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, en það er það svæði sem er aðalákomusvæði fyrir þá grunnvatnsstrauma sem liggja að núverandi vatnsbólum og framtíðarvatnsbólum höfuðborgarsvæðisins. Sú krafa er í samþykktunum að við hönnun og uppbyggingu nýrri og eldri vega á fjarsvæði skuli umferðaröryggi og mengunarvarnir lagðar til grundvallar og þar sem hætta er á útafakstri og á veghlutum þar sem grunnvatnsstreymi er til vatnsbóla skal tryggja fullnægjandi mótvægisaðgerðir. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa með sér samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma allra sveitarfélaganna og eru markmið samþykktarinnar að tryggja verndun grunnvatns höfuðborgarsvæðisins, þannig að gæði neysluvatns uppfylli ávallt kröfur um gæði. Samþykktirnar taka til hvers konar athafna eða framkvæmda sem geta haft áhrif á gæði grunnvatns á vatnstökustað og skulu allar framkvæmdir hafa öryggi vatnsverndar og faglegan undirbúning að leiðarljósi. Vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins er einungis um 300 ferkílómetrar að flatarmáli, eða innan við 0,3 % af flatarmáli Íslands. Umtalsverð starfsemi er innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins og hafa verið gerðar ítarlegar skýrslur og rannsóknir á mengunarhættu á svæðinu og t.a.m. unnu Árni Hjartarson og Þórólfur H. Hafstad skýrslu um mengunarhættu vegna aukinnar umferðar sem talin er að skapist á aðkomuleiðum að skíðasvæðinu. Í skýrslunni er reynt að meta mengunaráhættu vegna vatnajarðfræðilegra aðstæðna við aðkomuleiðirnar. Mengunarhættumat var gert á vegum sem liggja að skíðasvæðinu og var veginum skipt upp í 20 vegarkafla og fékk hver vegarkafli einkunn frá 3-10, því hærri einkunn því meira mengunarálag ef óhapp verður á leiðum til svæðisins. Niðurstaða þeirra er að mengunaráhætta sé lítil vestast og austast á leiðunum til Bláfjalla en áhættan fari vaxandi fyrir miðju svæðinu og nái hámarki á sveitarfélagamörkum Kópavogs og Hafnarfjarðar norðan við Kristjánsdalahorn, en sá vegarkafli er vestan við Þríhnúka um 13 km frá Krýsuvíkurvegi. Þar er jarðvegsþekja á svæðinu lítil og liggur vegurinn um ungt, lagskipt og gljúpt hraun frá nútíma og því eru brunnsvæðin í Vatnsendakrika, Mygludal og Kaldárbotnum í hættu ef það verður olíuslys á svæðinu. Í stuttu máli, er niðurstaða þeirra sú að kaflinn frá Leiðarenda að gatnamótum við Bláfjallaleið, sé sá vegarkafli sem fær hæstu einkunn frá 8-9, þ.e. áhætta á útbreiðslu mengunar, hættu á mengun í vatnsbólum og erfiðleikastig við hreinsun sé hvað mest. Þegar ákveðið var að fara í áframhaldandi uppbyggingu í Bláfjöllum var samþykkt að vinna að mótvægisaðgerðum vegna framkvæmda á svæðinu og aukinni umferð á skíðasvæðið. Í góðri samvinnu við Vegagerðina var farið í að bæta við umferðaöryggi á Bláfjallavegi og Bláfjallaleið, frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu, draga úr umferðarhraða og lágmarka þannig líkurnar á mengunarslysi vegna umferðar á svæðinu. Þá var ákveðið að loka þeim vegkafla sem væri hvað áhættusamastur út frá mengunarálagi og þar sem mikið grunnvatnsstreymi er í átt að Vatnsendakrika, Mygludölum og Kaldárbotnum. Á þessu svæði er einungis um 60-80 metrar niður á grunnvatnsborðið. Þetta er vegarkaflinn frá Leiðarenda að Bláfjallaleið. Nú bregður svo við að á dögunum var samþykkt samhljóða ályktun í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stefna að opnun Bláfjallavegar frá Krýsuvíkurvegi að Bláfjallaleið, fyrir einkabifreiðar. Í umræðum var lítið fjallað um öryggi vatnsverndar eða þá staðreynd að aðalákomusvæði fyrir vatnsbólið í Kaldárbotnum og hugsanlegt varavatnsból Hafnfirðinga í Mygludölum liggur undir vegstæði Bláfjallavegar. Ekki hefur verið unnið áhættumat fyrir þennan vegarkafla og ljóst að verulegar umbætur eru nauðsynlegar til að þær geti réttlætt þá ákvörðun að opna veginn fyrir umferð. Okkur ber skylda til að tryggja vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins og takmarka umfang umferðar um svæðið eins og mögulegt er og þá með þeim mótvægisaðgerðum sem best þekkjast á hverjum tíma. Kostnaður við mótvægisaðgerðir á Bláfjallavegi frá Leiðarenda upp að gatnamótum við Bláfjallaleið, er án efa umtalsverður einkum og sér í lagi vegna þess að vegurinn er lélegur fyrir og hefur ekki fengið það viðhald eða uppbyggingu sem krafist er á vatnsverndarsvæðum. Það mætti velta fyrir sér hvort þeim fjármunum sem færu í að tryggja mótvægisaðgerðir við opnun vegarins frá Krýsuvíkurvegi upp í Bláfjöll, væri betur varið í snjóframleiðslu og aðstöðusköpun á skíðasvæðinu í Bláfjöllum sem og að tryggja öryggismál á þeim vegarkafla sem liggur frá Sandskeiði upp í Bláfjöll? Fyrir Hafnfirðinga yrði sá aukakrókur að fara um Vesturlandsveg upp í Bláfjöll, örlítið framlag í þágu vatnsverndar og geta þeir þannig stuðlað að sjálfbærni í nýtingu vatns. Fyrir göngufólk og aðra sem vilja ganga um þetta fallega svæði, þá eru einungis um 5 km frá Leiðarenda að Grindaskörðum og gönguleiðin meðfram Lönguhlíðum alveg þess virði að lengja göngutúrinn aðeins. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun