Kolefnisbinding og nýtt ákall um að hraða loftslagsaðgerðum Edda Aradóttir skrifar 21. mars 2023 14:30 Í fyrradag birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lokahluta 6. skýrslu sinnar um stöðu loftslagsmála í heiminum. Óhætt er að segja að um sótsvarta lesningu sé að ræða enda á heimurinn, og Ísland þar á meðal, langt í land með að ná markmiðum Parísarsamningsins. Þó að góðu fréttirnar séu almennt þær að allar lausnirnar sem þarf til að sigrast á loftslagsvánni séu til þá eru slæmu fréttirnar að okkur gengur alltof hægt að skala þær upp og draga úr framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Guterres aðalritari S.Þ. sagði: „Skýrslan er ákall um að hraða stórkostlega aðgerðum í öllum löndum og öllum geirum og herða á öllum tímalínum. Heimurinn þarf loftslagsaðgerðir á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu“ – og vísaði þannig til sigurmyndar nýafstaðinna Óskarsverðlauna. Varanleg kolefnisbinding er nauðsynleg Á Íslandi búum við við þau forréttindi að vera þegar búin að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa hvað varðar raforku- og varmaframleiðslu. Þrátt fyrir það er losun miðað við höfðatölu mikil frá Íslandi eða hátt í þreföld á við losun meðaleinstaklings á jörðinni. Okkar ábyrgð er því mikil þegar kemur að því að ganga fram fyrir skjöldu í að þróa og innleiða lausnir sem draga úr losun frá iðnaði, samgöngum o.fl. á meðan aðrar þjóðir eru uppteknar við orkuskipti í raforku- og varmaframleiðslu. Góður árangur í þeim efnum mun ekki einungis færa okkur nær okkar loftslagsmarkmiðum heldur líka skapa spennandi tækifæri og störf í grænum hugverkaiðnaði. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í þróun og uppbyggingu kolefnisbindingar í bergi. Það er margsannreynt af fremsta vísindafólki heimsins að föngun og förgun CO2 frá orku- og iðjuverum er forsenda þess að loftslagsmarkmið náist. Við höfum lagt áherslu á förgun CO2 frá grænni orkuframleiðslu og hinum svokallaða “hard-to-abate” iðnaði þar sem CO2 á uppruna sinn í framleiðsluferlinu sjálfu – ekki orkunni sem knýr ferlið. Framleiðsla á sementi, stáli, áli og kísli fellur t.a.m. undir þá skilgreiningu. Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík – Sódastöðin - sem hefur verið töluvert í opinberri umræðu upp á síðkastið er stærsta loftslagsverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hitaveituvæðingunni. Verkefnið miðar að því að binda 3 milljónir tonna af CO2 í bergi árlega frá og með árinu 2031 þegar uppbyggingarfasa lýkur. Koldíoxíðið sem þar verður fargað getur annars vegar komið frá nálægri innlendri iðnaðarstarfsemi eða með skipum frá nágrannalöndum okkar. Unnið er að umhverfismati verkefnisins um þessar mundir og við hjá Carbfix fögnum að sjálfsögðu umræðu og ábendingum um verkefnið enda leggjum við mikla áherslu á náið og gott samtal við hagsmunaaðila. Markmiðin nást ekki án alþjóðasamvinnu Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða. Á ákveðnum landsvæðum hentar einkar vel að planta trjám og öðrum gróðri sem sogar til sín CO2 úr andrúmslofti. Annars staðar hentar vel að byggja upp græna orkuframleiðslu með því að beisla vind, sól, vatnsföll eða jarðvarma. Á Íslandi og annars staðar í heiminum þar sem basalt og skyldar bergtegundir er að finna má horfa til þess að flýta þeim náttúrulegu ferlum sem þegar binda yfir 99% alls kolefnis á jörðinni með niðurdælingu og steindabindingu CO2. Komin er 10 ára reynsla á örugga, varanlega og hagkvæma notkun Carbfix aðferðarinnar á Hellisheiði og nú er komið að því að skala hana upp víðar hér á landi sem og erlendis. Mikilvægi Coda Terminal og annarra svipaðra verkefna sem m.a. eru í undirbúningi í Norðursjó komu bersýnilega í ljós í fyrradag þegar ESB kynnti tillögur að nýrri löggjöf, “Net Zero Industry Act” sem hefur það að markmiði að hraða loftslagsaðgerðum. Löggjöfin kveður á um að ná skuli 50 milljón tonna niðurdælingargetu CO2 árið 2030 ellegar sé loftslagsmarkmiðum álfunnar teflt í tvísýnu. Skýrt er af hálfu ESB að ríki skuli samnýta þá niðurdælingarinnviði sem byggðir verða upp – enda eru loftslagsmarkmið álfunnar og Íslands sameiginleg markmið okkar allra. Útdráttur: „Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða.“ Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lokahluta 6. skýrslu sinnar um stöðu loftslagsmála í heiminum. Óhætt er að segja að um sótsvarta lesningu sé að ræða enda á heimurinn, og Ísland þar á meðal, langt í land með að ná markmiðum Parísarsamningsins. Þó að góðu fréttirnar séu almennt þær að allar lausnirnar sem þarf til að sigrast á loftslagsvánni séu til þá eru slæmu fréttirnar að okkur gengur alltof hægt að skala þær upp og draga úr framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Guterres aðalritari S.Þ. sagði: „Skýrslan er ákall um að hraða stórkostlega aðgerðum í öllum löndum og öllum geirum og herða á öllum tímalínum. Heimurinn þarf loftslagsaðgerðir á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu“ – og vísaði þannig til sigurmyndar nýafstaðinna Óskarsverðlauna. Varanleg kolefnisbinding er nauðsynleg Á Íslandi búum við við þau forréttindi að vera þegar búin að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa hvað varðar raforku- og varmaframleiðslu. Þrátt fyrir það er losun miðað við höfðatölu mikil frá Íslandi eða hátt í þreföld á við losun meðaleinstaklings á jörðinni. Okkar ábyrgð er því mikil þegar kemur að því að ganga fram fyrir skjöldu í að þróa og innleiða lausnir sem draga úr losun frá iðnaði, samgöngum o.fl. á meðan aðrar þjóðir eru uppteknar við orkuskipti í raforku- og varmaframleiðslu. Góður árangur í þeim efnum mun ekki einungis færa okkur nær okkar loftslagsmarkmiðum heldur líka skapa spennandi tækifæri og störf í grænum hugverkaiðnaði. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í þróun og uppbyggingu kolefnisbindingar í bergi. Það er margsannreynt af fremsta vísindafólki heimsins að föngun og förgun CO2 frá orku- og iðjuverum er forsenda þess að loftslagsmarkmið náist. Við höfum lagt áherslu á förgun CO2 frá grænni orkuframleiðslu og hinum svokallaða “hard-to-abate” iðnaði þar sem CO2 á uppruna sinn í framleiðsluferlinu sjálfu – ekki orkunni sem knýr ferlið. Framleiðsla á sementi, stáli, áli og kísli fellur t.a.m. undir þá skilgreiningu. Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík – Sódastöðin - sem hefur verið töluvert í opinberri umræðu upp á síðkastið er stærsta loftslagsverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hitaveituvæðingunni. Verkefnið miðar að því að binda 3 milljónir tonna af CO2 í bergi árlega frá og með árinu 2031 þegar uppbyggingarfasa lýkur. Koldíoxíðið sem þar verður fargað getur annars vegar komið frá nálægri innlendri iðnaðarstarfsemi eða með skipum frá nágrannalöndum okkar. Unnið er að umhverfismati verkefnisins um þessar mundir og við hjá Carbfix fögnum að sjálfsögðu umræðu og ábendingum um verkefnið enda leggjum við mikla áherslu á náið og gott samtal við hagsmunaaðila. Markmiðin nást ekki án alþjóðasamvinnu Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða. Á ákveðnum landsvæðum hentar einkar vel að planta trjám og öðrum gróðri sem sogar til sín CO2 úr andrúmslofti. Annars staðar hentar vel að byggja upp græna orkuframleiðslu með því að beisla vind, sól, vatnsföll eða jarðvarma. Á Íslandi og annars staðar í heiminum þar sem basalt og skyldar bergtegundir er að finna má horfa til þess að flýta þeim náttúrulegu ferlum sem þegar binda yfir 99% alls kolefnis á jörðinni með niðurdælingu og steindabindingu CO2. Komin er 10 ára reynsla á örugga, varanlega og hagkvæma notkun Carbfix aðferðarinnar á Hellisheiði og nú er komið að því að skala hana upp víðar hér á landi sem og erlendis. Mikilvægi Coda Terminal og annarra svipaðra verkefna sem m.a. eru í undirbúningi í Norðursjó komu bersýnilega í ljós í fyrradag þegar ESB kynnti tillögur að nýrri löggjöf, “Net Zero Industry Act” sem hefur það að markmiði að hraða loftslagsaðgerðum. Löggjöfin kveður á um að ná skuli 50 milljón tonna niðurdælingargetu CO2 árið 2030 ellegar sé loftslagsmarkmiðum álfunnar teflt í tvísýnu. Skýrt er af hálfu ESB að ríki skuli samnýta þá niðurdælingarinnviði sem byggðir verða upp – enda eru loftslagsmarkmið álfunnar og Íslands sameiginleg markmið okkar allra. Útdráttur: „Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða.“ Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun