Hvernig lítur Ísland út 2040? Nótt Thorberg skrifar 17. mars 2023 11:30 Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll. Framtíðarsýn Íslands í þessum efnum er sérstaklega metnaðarfull. Árið 2040 verður Ísland kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti miðað við markmið ríkisstjórnarinnar sem birtast meðal annars í stefnuyfirlýsingu. Það er samhugur og fullur vilji til að raungera þessi markmið, bæði af hálfu stjórnvalda og atvinnulífs þó vissulega eigi eftir að varða leiðina að settu marki. Margt þarf vissulega að ganga upp. Draga þarf umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og skipta þarf út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orkugjafa. Árið 2040 er gert ráð fyrir að allar samgöngur á landi, sjó og flugi verði knúnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. Því mun óneitanlega fylgja miklar fjárfestingar og framsýni er þörf, nálgast þarf hlutina með nýjum hætti, í raun nýrri hugsun og með umfangsmikilli nýsköpun. Lykillinn að árangri felst í náinni samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Margt þarf að koma heim og saman á sama tíma. Leita þarf nýrra lausna, atvinnulífið er með drifkraftinn og leiðirnar en það er stjórnvalda að skapa réttu skilyrðin fyrir umbreytinguna svo hraða megi málum í átt að nýrri framtíð. Mikil þörf er á samstilltu átaki og við verðum að hafa metnað til að sjá það mögulega í því ómögulega. Ef til vill er það einmitt þetta sem gerir umbreytinguna svo heillandi. Hún kallar á aðkomu allra atvinnugreina, stjórnvalda sem og annarra hagaðila um land allt eigi markmiðin fram að ganga. Hún kallar á að við séum reiðubúin að prófa nýja hluti, hugsa út fyrir kassann og fara nýjar leiðir, en líka huga að því hvernig við vinnum best saman. Við höfum oft sýnt áræðni, nýtt okkur smæðina, auðlindir lands í formi mannauðs, sérstöðu okkar og náttúru og verið brautryðjendur á ólíkum sviðum. Við búum að ákveðnu forskoti en í þessari vegferð mun það skipta meira máli en ella að við lærum af reynslu og þekkingu annarra þjóða. Því ekkert ríki er eyland í þessum efnum. Ekki einu sinni Ísland, þrátt fyrir að vera eyja. Lausnir og samstarf við aðrar þjóðir munu gera okkur kleift að hraða málum umtalsvert og finna bestu lausnirnar. Danir standa framarlega í loftslagsmálum. Í Danmörku er stefnt að því að draga úr losun sem nemur 70% fyrir árið 2030. Danir, líkt og Íslendingar, búa við forskot hvað endurnýjanlega orkugjafa varðar en samt sem áður hefur á undanförnum árum allt kapp verið lagt á umfangsmikið, þverfaglegt og náið samstarf atvinnulífs og stjórnvalda til að ná kolefnishlutleysi. Í allri þessari vinnu hafa Danir ekki aðeins leitað nýrra leiða til að draga úr losun en líka horft til þess að öll vinna miði samhliða að því að auka samkeppnishæfi Danmerkur í alþjóðlegu umhverfi. Dæmi Dana sýnir að loftslagsmál og tækifærin geta farið saman. Framlag Dana á heimsvísu er ef til vill ekki stórt, sé horft til hlutfalls losunar Dana, samanborið við önnur lönd, en þær brautryðjendalausnir og lykilleiðir sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa komið sér saman um geta óneitanlega verið öðrum þjóðum mikil hvatning og lærdómur. Það er nefnilega allt hægt þegar að við vinnum saman. Verum því hugfangin af nýrri framtíð og sækjum fram saman. Fyrir Ísland 2040 og óskert tækifæri komandi kynslóða. Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í Danmörku í að móta sýn um kolefnishlutlausa Danmörku og lykillausnir eru meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Nótt Thorberg Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Heimurinn er á hraðri leið inn í nýja framtíð. Á síðustu öld hófst ein mesta umbreyting okkar tíma í átt að kolefnishlutlausum heimi þegar að þjóðir heims komu sér saman um að draga úr hlýnun jarðar. Heilsa jarðar og lífríki jarðar er í húfi og loftslagsmál varða okkur öll. Framtíðarsýn Íslands í þessum efnum er sérstaklega metnaðarfull. Árið 2040 verður Ísland kolefnishlutlaust og óháð jarðefnaeldsneyti miðað við markmið ríkisstjórnarinnar sem birtast meðal annars í stefnuyfirlýsingu. Það er samhugur og fullur vilji til að raungera þessi markmið, bæði af hálfu stjórnvalda og atvinnulífs þó vissulega eigi eftir að varða leiðina að settu marki. Margt þarf vissulega að ganga upp. Draga þarf umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og skipta þarf út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina orkugjafa. Árið 2040 er gert ráð fyrir að allar samgöngur á landi, sjó og flugi verði knúnar af endurnýjanlegum orkugjöfum. Því mun óneitanlega fylgja miklar fjárfestingar og framsýni er þörf, nálgast þarf hlutina með nýjum hætti, í raun nýrri hugsun og með umfangsmikilli nýsköpun. Lykillinn að árangri felst í náinni samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda. Margt þarf að koma heim og saman á sama tíma. Leita þarf nýrra lausna, atvinnulífið er með drifkraftinn og leiðirnar en það er stjórnvalda að skapa réttu skilyrðin fyrir umbreytinguna svo hraða megi málum í átt að nýrri framtíð. Mikil þörf er á samstilltu átaki og við verðum að hafa metnað til að sjá það mögulega í því ómögulega. Ef til vill er það einmitt þetta sem gerir umbreytinguna svo heillandi. Hún kallar á aðkomu allra atvinnugreina, stjórnvalda sem og annarra hagaðila um land allt eigi markmiðin fram að ganga. Hún kallar á að við séum reiðubúin að prófa nýja hluti, hugsa út fyrir kassann og fara nýjar leiðir, en líka huga að því hvernig við vinnum best saman. Við höfum oft sýnt áræðni, nýtt okkur smæðina, auðlindir lands í formi mannauðs, sérstöðu okkar og náttúru og verið brautryðjendur á ólíkum sviðum. Við búum að ákveðnu forskoti en í þessari vegferð mun það skipta meira máli en ella að við lærum af reynslu og þekkingu annarra þjóða. Því ekkert ríki er eyland í þessum efnum. Ekki einu sinni Ísland, þrátt fyrir að vera eyja. Lausnir og samstarf við aðrar þjóðir munu gera okkur kleift að hraða málum umtalsvert og finna bestu lausnirnar. Danir standa framarlega í loftslagsmálum. Í Danmörku er stefnt að því að draga úr losun sem nemur 70% fyrir árið 2030. Danir, líkt og Íslendingar, búa við forskot hvað endurnýjanlega orkugjafa varðar en samt sem áður hefur á undanförnum árum allt kapp verið lagt á umfangsmikið, þverfaglegt og náið samstarf atvinnulífs og stjórnvalda til að ná kolefnishlutleysi. Í allri þessari vinnu hafa Danir ekki aðeins leitað nýrra leiða til að draga úr losun en líka horft til þess að öll vinna miði samhliða að því að auka samkeppnishæfi Danmerkur í alþjóðlegu umhverfi. Dæmi Dana sýnir að loftslagsmál og tækifærin geta farið saman. Framlag Dana á heimsvísu er ef til vill ekki stórt, sé horft til hlutfalls losunar Dana, samanborið við önnur lönd, en þær brautryðjendalausnir og lykilleiðir sem atvinnulíf og stjórnvöld hafa komið sér saman um geta óneitanlega verið öðrum þjóðum mikil hvatning og lærdómur. Það er nefnilega allt hægt þegar að við vinnum saman. Verum því hugfangin af nýrri framtíð og sækjum fram saman. Fyrir Ísland 2040 og óskert tækifæri komandi kynslóða. Samstarf stjórnvalda og atvinnulífs í Danmörku í að móta sýn um kolefnishlutlausa Danmörku og lykillausnir eru meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar