Sagan af Skapta of Skafta. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Jón Ingi Hákonarson skrifar 15. mars 2023 10:00 Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn. Skapti hefur búið alla ævi á Íslandi en Skafti flutti til Hollands eftir nám og hefur búið síðan. Skapti var að greiða síðustu afborgunina á verðtryggða fasteignaláninu og fer skuldlaus inn í ævikvöldið, hann getur notið eftirlauna sinna og sleppur við gluggapóstinn. Vel gert Skapti. Skafti, líkt og bróðir sinn, keypti sams konar hús 27 ára gamall, hann kláraði síðustu greiðsluna 47 ára. Þar sem þeir lifðu samskonar lífi, ákvað hann að kaupa húsið við hliðina og skuldsetja sig upp á nýtt. Hann leigði þetta húsnæði út og lét leigutekjur dekka afborganir og kostnað við húsnæðið. Þar sem Skafti þurfti ekki að greiða af húsnæðislánum frá 47 ára aldri hélt hann áfram að greiða ígildi afborgana inn í áhættulítinn sparnaðarsjóð. Staðan við 67 ára aldurinn er þessi: Skapti sem býr í fallegu raðhúsi í Hafnarfirði er skuldlaus og fær ellilífeyri. Þau hjónin munu geta minnkað við sig og innleyst nokkrar milljónir en íbúðir ætlaðar 50 ára og eldri eru það dýrar að nánast ekkert fæst á milli. Skafti sem býr í fallegu raðhúsi í Hollandi er skuldlaus. Hann á líka raðhúsið við hliðina skuldlaust og fær leigutekjur af því. Hann á líka andvirði fasteignar sinnar á sparnaðarreikningi. Forsendurnar Innan krónu eru vextir að meðaltali 5% hærri en innan evru. Sé miðað við 50 milljóna kr. lán til 40 ára og 2,2% vexti innan evru eru jafnar afborganir um 150 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 70 milljónir eftir 40 ár – eða um 1,5 íbúð. Á Íslandi væru vextir 7,2% (5% hærri) á sama óverðtryggða láni og jafnar afborganir væru þá um 320 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 153 milljónir eftir 40 ár – eða því 3 íbúðir og 1,5 umfram það sem er innan evru. Ef um verðtryggt lán væri að ræða á Íslandi væru vextir 2,5% og verðbólga um 4,5% jafnar afborganir væru þá um í byrjun 165 þús og á seinasta ári 1,1 milljón á mán. og heildarendurgreiðslan um 245 milljónir eftir 40 ár – eða um 5 íbúðir og 3,5 umfram það sem er innan evru. Vegna mun hærri vaxta innan krónu en evru, borgar einstaklingur á Íslandi a.m.k. um 2 auka íbúðir umfram það sem er innan evru eftir afborgunartímann. Að meðaltali borgar því einstaklingur a.m.k. tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 50 milljónir, borgar aðili um 100 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er í raun 100 milljóna króna krónu skattur. Hver vill slíkt?? Kostnaður krónunnar eykur einnig á kerfisbundna stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar. Þetta veldur einnig mismunum á milli Íslands og landa evrunnar, þar sem launþegar og heimili bera miklu þyngri byrðar krónunnar, sem um leið skerðir kaupmátt og lífskjör. Mælt er eindregið með því að fólk reikni sjálft mun á vöxtum með reiknivél sem hægt er að nálgast á netinu. Munurinn á Skafta og Skapta að lokinni starfsævi er sá að Skapti verður að láta sér ellilífeyri í Hafnarfirði duga til framfærslu. Skafti bróðir hans á heilu húsnæðinu meira í eignir auk tug milljóna sparnað. Þeir lifðu samskonar lífi og voru jafn duglegir. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Skapti og Skafti eru 67 ára gamlir tvíburar og eru að stíga inn í þriðja æviskeiðið. Þeir hafa báðir sömu menntun og unnu sömu störf alla ævi. Þeir bræður eru nánir og hafa alla tíð gert allt eins. Unnu á sama vettvangi í sams konar störfum með sams konar laun og eiga jafn mörg börn. Skapti hefur búið alla ævi á Íslandi en Skafti flutti til Hollands eftir nám og hefur búið síðan. Skapti var að greiða síðustu afborgunina á verðtryggða fasteignaláninu og fer skuldlaus inn í ævikvöldið, hann getur notið eftirlauna sinna og sleppur við gluggapóstinn. Vel gert Skapti. Skafti, líkt og bróðir sinn, keypti sams konar hús 27 ára gamall, hann kláraði síðustu greiðsluna 47 ára. Þar sem þeir lifðu samskonar lífi, ákvað hann að kaupa húsið við hliðina og skuldsetja sig upp á nýtt. Hann leigði þetta húsnæði út og lét leigutekjur dekka afborganir og kostnað við húsnæðið. Þar sem Skafti þurfti ekki að greiða af húsnæðislánum frá 47 ára aldri hélt hann áfram að greiða ígildi afborgana inn í áhættulítinn sparnaðarsjóð. Staðan við 67 ára aldurinn er þessi: Skapti sem býr í fallegu raðhúsi í Hafnarfirði er skuldlaus og fær ellilífeyri. Þau hjónin munu geta minnkað við sig og innleyst nokkrar milljónir en íbúðir ætlaðar 50 ára og eldri eru það dýrar að nánast ekkert fæst á milli. Skafti sem býr í fallegu raðhúsi í Hollandi er skuldlaus. Hann á líka raðhúsið við hliðina skuldlaust og fær leigutekjur af því. Hann á líka andvirði fasteignar sinnar á sparnaðarreikningi. Forsendurnar Innan krónu eru vextir að meðaltali 5% hærri en innan evru. Sé miðað við 50 milljóna kr. lán til 40 ára og 2,2% vexti innan evru eru jafnar afborganir um 150 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 70 milljónir eftir 40 ár – eða um 1,5 íbúð. Á Íslandi væru vextir 7,2% (5% hærri) á sama óverðtryggða láni og jafnar afborganir væru þá um 320 þús. á mán. og heildarendurgreiðslan um 153 milljónir eftir 40 ár – eða því 3 íbúðir og 1,5 umfram það sem er innan evru. Ef um verðtryggt lán væri að ræða á Íslandi væru vextir 2,5% og verðbólga um 4,5% jafnar afborganir væru þá um í byrjun 165 þús og á seinasta ári 1,1 milljón á mán. og heildarendurgreiðslan um 245 milljónir eftir 40 ár – eða um 5 íbúðir og 3,5 umfram það sem er innan evru. Vegna mun hærri vaxta innan krónu en evru, borgar einstaklingur á Íslandi a.m.k. um 2 auka íbúðir umfram það sem er innan evru eftir afborgunartímann. Að meðaltali borgar því einstaklingur a.m.k. tvær íbúðir á Íslandi umfram aðila innan evrunnar vegna hærri vaxta. Kosti íbúðin 50 milljónir, borgar aðili um 100 milljónum meira en aðili innan evrunnar, sem er í raun 100 milljóna króna krónu skattur. Hver vill slíkt?? Kostnaður krónunnar eykur einnig á kerfisbundna stéttaskiptingu, þar sem tugir milljarða eru millifærðir í formi hærri vaxta, frá lántakendum og lágtekjufólki til lánveitenda og hátekjufólks umfram það sem er innan evrunnar. Þetta veldur einnig mismunum á milli Íslands og landa evrunnar, þar sem launþegar og heimili bera miklu þyngri byrðar krónunnar, sem um leið skerðir kaupmátt og lífskjör. Mælt er eindregið með því að fólk reikni sjálft mun á vöxtum með reiknivél sem hægt er að nálgast á netinu. Munurinn á Skafta og Skapta að lokinni starfsævi er sá að Skapti verður að láta sér ellilífeyri í Hafnarfirði duga til framfærslu. Skafti bróðir hans á heilu húsnæðinu meira í eignir auk tug milljóna sparnað. Þeir lifðu samskonar lífi og voru jafn duglegir. Hvor bróðirinn vilt þú vera? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar