Staðbundin nýsköpun í alþjóðlegum heimi Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar 6. mars 2023 11:01 Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Daglega sækja þangað nemendur og kennarar á öllum aldri, frumkvöðlar og íbúar til að smíða hugmyndir sínar. Fab Lab Reykjavík er leikvöllur hugmyndanna þar sem sköpunarkraftur tengir fólk saman, í smiðjunni má sjá sköpun í allri sinni breidd, allt frá heimasmíðuðum afmælisgjöfum og upp í rafmagnssportbíla. Mikil samvinna er við menntastofnanir á öllum skólastigum og hafa kennarar fengið þjálfun í gegnum Fab-Academy. Staðsetning Fab Lab í stærsta framhaldsskóla landsins, Fjölbraut í Breiðholti, undirstrikar þessi tengsl. Grunnskólar hafa nýtt sér starfsemina mikið og hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar gert nemendum kleift að nýta þekkingu og aðstöðu fyrir kraftmikið nýsköpunarnám þeirra. Sömuleiðis hefur velferðasvið Reykjavíkurborgar gert fjölda aðila kleift að nýta þessi tækifæri. Almenningur hefur einnig nýtt sér þetta vel. Staðsetning Fab Lab smiðjunnar í nærumhverfi kröftugs fjölmenningarsamfélags tengir saman hið staðbundna og alþjóðlega og virkar sem gluggi út í Heim. Nú má sjá árangur þessa breiða stuðnings við hugmyndir á fyrstu stigum þar sem mikilvægar umhverfislausnir eru að klekjast út. Dæmi eru: Sidewind sem nýtir hliðarvind til að framleiða græna orku fyrir gámaskip sem lið í orkuskiptum, sjálfvirk gróðurhús Surova sem framleiða vistvænna grænmeti en áður hefur sést og MbioBox sem eru að þróa efni sem hefur eiginleika frauðplasts en er framleitt úr sveppum, Lupine project, BioReactor frá Atmonia og svo mætti lengi telja. Þessar hugmyndir, auk þeirra mörg hundruð hugmynda sem hafa verið prófaðar af námsmönnum, grúskurum og kennurum, hafa samhljóm með þeim áskorunum sem mannfólkið stendur frammi fyrir. Þær stuðla allar að sjálfbærari framtíð. Ferlið frá því að fólk fær hugmynd heima í eldhúsi og þar til að frumgerð fæðist, getur verið langt og þarfnast stuðnings. Þannig stuðning veitir Fab Lab í Reykjavík með frábæru starfsfólki, tækjum og umhverfi af bestu gerð. Fab Lab er samstarfsverkefni ráðuneyta menntunar og nýsköpunar, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Reykjavíkurborgar. Starfið tengist vel stefnumörkun þessarra aðila um nýsköpun, þróun í námi og áætlunum um sjálfbæra þróun. Sem flaggskip hefur Fab Lab Reykjavík verið mikilvægur aðili inn í alþjóðlegt samhengi slíkra nýsköpunarmiðstöðva og sinnir af miklum krafti alþjóðlegri miðlun þekkingar og þróunar. Finna má Fab Löb víða um landið og mynda þau þétt samstarfsnet hér innanlands. Líkja má þessum miðstöðvum við fæðingarheimili nýsköpunarhugmynda sem munu í sífellt auknum mæli renna frekari stoðum undir samfélag okkar með afurðum sínum sem nýtast öllum heiminum. Fyrir frekari upplýsingar er vísað í nýútkomna ársskýrslu Fab Lab Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Reykajavíkurborgar í stjórn Fab Lab í Reykjavík https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-24-vindmyllur-sem-geta-framleitt-5-30-af-orkuthorf-skipa https://www.vb.is/frettir/hljota-14-milljarda-styrk-fra-esb/ https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-01-13/5217422 https://www.surova.tech/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Nýsköpun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Daglega sækja þangað nemendur og kennarar á öllum aldri, frumkvöðlar og íbúar til að smíða hugmyndir sínar. Fab Lab Reykjavík er leikvöllur hugmyndanna þar sem sköpunarkraftur tengir fólk saman, í smiðjunni má sjá sköpun í allri sinni breidd, allt frá heimasmíðuðum afmælisgjöfum og upp í rafmagnssportbíla. Mikil samvinna er við menntastofnanir á öllum skólastigum og hafa kennarar fengið þjálfun í gegnum Fab-Academy. Staðsetning Fab Lab í stærsta framhaldsskóla landsins, Fjölbraut í Breiðholti, undirstrikar þessi tengsl. Grunnskólar hafa nýtt sér starfsemina mikið og hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar gert nemendum kleift að nýta þekkingu og aðstöðu fyrir kraftmikið nýsköpunarnám þeirra. Sömuleiðis hefur velferðasvið Reykjavíkurborgar gert fjölda aðila kleift að nýta þessi tækifæri. Almenningur hefur einnig nýtt sér þetta vel. Staðsetning Fab Lab smiðjunnar í nærumhverfi kröftugs fjölmenningarsamfélags tengir saman hið staðbundna og alþjóðlega og virkar sem gluggi út í Heim. Nú má sjá árangur þessa breiða stuðnings við hugmyndir á fyrstu stigum þar sem mikilvægar umhverfislausnir eru að klekjast út. Dæmi eru: Sidewind sem nýtir hliðarvind til að framleiða græna orku fyrir gámaskip sem lið í orkuskiptum, sjálfvirk gróðurhús Surova sem framleiða vistvænna grænmeti en áður hefur sést og MbioBox sem eru að þróa efni sem hefur eiginleika frauðplasts en er framleitt úr sveppum, Lupine project, BioReactor frá Atmonia og svo mætti lengi telja. Þessar hugmyndir, auk þeirra mörg hundruð hugmynda sem hafa verið prófaðar af námsmönnum, grúskurum og kennurum, hafa samhljóm með þeim áskorunum sem mannfólkið stendur frammi fyrir. Þær stuðla allar að sjálfbærari framtíð. Ferlið frá því að fólk fær hugmynd heima í eldhúsi og þar til að frumgerð fæðist, getur verið langt og þarfnast stuðnings. Þannig stuðning veitir Fab Lab í Reykjavík með frábæru starfsfólki, tækjum og umhverfi af bestu gerð. Fab Lab er samstarfsverkefni ráðuneyta menntunar og nýsköpunar, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Reykjavíkurborgar. Starfið tengist vel stefnumörkun þessarra aðila um nýsköpun, þróun í námi og áætlunum um sjálfbæra þróun. Sem flaggskip hefur Fab Lab Reykjavík verið mikilvægur aðili inn í alþjóðlegt samhengi slíkra nýsköpunarmiðstöðva og sinnir af miklum krafti alþjóðlegri miðlun þekkingar og þróunar. Finna má Fab Löb víða um landið og mynda þau þétt samstarfsnet hér innanlands. Líkja má þessum miðstöðvum við fæðingarheimili nýsköpunarhugmynda sem munu í sífellt auknum mæli renna frekari stoðum undir samfélag okkar með afurðum sínum sem nýtast öllum heiminum. Fyrir frekari upplýsingar er vísað í nýútkomna ársskýrslu Fab Lab Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Reykajavíkurborgar í stjórn Fab Lab í Reykjavík https://www.ruv.is/frettir/innlent/2022-03-24-vindmyllur-sem-geta-framleitt-5-30-af-orkuthorf-skipa https://www.vb.is/frettir/hljota-14-milljarda-styrk-fra-esb/ https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-01-13/5217422 https://www.surova.tech/
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar