Hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu Ingunn Högnadóttir skrifar 6. mars 2023 07:00 Á hverju ári fagna talmeinafræðingar Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars. Dagurinn er til þess gerður að vekja athygli á fjölbreyttu starfssviði og starfsumhverfi talmeinafræðinga. Árlega hefur dagurinn fyrir fram ákveðið þema og í ár er þemað sótt út á lítt þekktan jaðar starfssviðsins, nefnilega hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu. Eflaust eru fleiri en færri sem velta fyrir sér hvaða aðkomu talmeinafræðingar geti haft að bráðaþjónustu. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir þá fáu talmeinafræðinga á Íslandi sem starfa í bráðaþjónustu, til að kynna störf sín. Á Íslandi starfa nú sjö talmeinafræðingar í bráðaþjónustu; sex á Landspítalanum, þar af einn á Barnaspítala Hringsins og einn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessir talmeinafræðingar hitta einstaklinga sem glíma við tal-, mál- eða kyngingarvanda í kjölfar slysa, bráðra veikinda eða aðgerða. Röntgenrannsókn á kyngingu framkvæmd í samstarfi við geislafræðing.Aðsend Bráðameðferð er ólík endurhæfingu að því leyti að hún er íhaldssamari og snýr fyrst og fremst að greiningu og ráðgjöf og að koma í veg fyrir frekari skaða á meðan einstaklingur er í viðkvæmu ástandi. Í endurhæfingu er hins vegar meiri áhersla á þjálfun, aðlögun og aukin lífsgæði.Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu eru kallaðir til þegar einstaklingar verða fyrir slysi eða veikindum sem hafa áhrif á kyngingargetu. Skert kyngingargeta getur valdið því að matur og drykkur situr í hálsi og hamlar öndun, eða hreinlega fer ofan í öndunarveginn og veldur þar sýkingu. Kyngingarspeglun framkvæmd í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni.Aðsend Talmeinafræðingar beita ýmsum leiðum við að meta öryggi og skilvirkni kyngingar og nota til þess klínískt mat og rannsóknir (röntgenrannsóknir á kyngingu eða kyngingarspeglun í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni). Í kjölfar mats og rannsókna veita talmeinafræðingar ráðgjöf um leiðir til að gera kyngingu öruggari og skilvirkari, t.d. með uppbótaraðferðum eða breyttri mataráferð. Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu hafa einnig aðkomu að bráðveikum einstaklingum sem geta ekki tjáð sig eftir hefðbundnum leiðum, t.d. ef þeir glíma við málstol, lömun í talfærum eða eru háðir öndunarvél, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk talmeinafræðinga er þá að útvega og útskýra ýmsar leiðir til óhefðbundinna tjáskipta svo einstaklingur geti tjáð sig og veitt mikilvægar upplýsingar þó svo viðkomandi geti ekki tjáð sig með tali eða skrift. Í allri bráðaþjónustu talmeinafræðinga er fræðsla og ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda stór þáttur. Augnstafaspjald sem gerir fólki kleift að tjá sig með augnhreyfingumAðsend Verkefni talmeinafræðinga í bráðaþjónustu eru bæði fjölbreytt og krefjandi og er upptalningin hér að framan engan veginn tæmandi. Hún er aðeins ætluð til að varpa örlitlu ljósi á störf þeirra talmeinafræðinga sem starfa í bráðaþjónustu á Íslandi í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar um talmeinafræðinga og störf þeirra má finna heimasíðu Félags talmeinafræðinga á Íslandi www.talmein.is. Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári fagna talmeinafræðingar Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars. Dagurinn er til þess gerður að vekja athygli á fjölbreyttu starfssviði og starfsumhverfi talmeinafræðinga. Árlega hefur dagurinn fyrir fram ákveðið þema og í ár er þemað sótt út á lítt þekktan jaðar starfssviðsins, nefnilega hlutverk talmeinafræðinga í bráðaþjónustu. Eflaust eru fleiri en færri sem velta fyrir sér hvaða aðkomu talmeinafræðingar geti haft að bráðaþjónustu. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir þá fáu talmeinafræðinga á Íslandi sem starfa í bráðaþjónustu, til að kynna störf sín. Á Íslandi starfa nú sjö talmeinafræðingar í bráðaþjónustu; sex á Landspítalanum, þar af einn á Barnaspítala Hringsins og einn á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þessir talmeinafræðingar hitta einstaklinga sem glíma við tal-, mál- eða kyngingarvanda í kjölfar slysa, bráðra veikinda eða aðgerða. Röntgenrannsókn á kyngingu framkvæmd í samstarfi við geislafræðing.Aðsend Bráðameðferð er ólík endurhæfingu að því leyti að hún er íhaldssamari og snýr fyrst og fremst að greiningu og ráðgjöf og að koma í veg fyrir frekari skaða á meðan einstaklingur er í viðkvæmu ástandi. Í endurhæfingu er hins vegar meiri áhersla á þjálfun, aðlögun og aukin lífsgæði.Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu eru kallaðir til þegar einstaklingar verða fyrir slysi eða veikindum sem hafa áhrif á kyngingargetu. Skert kyngingargeta getur valdið því að matur og drykkur situr í hálsi og hamlar öndun, eða hreinlega fer ofan í öndunarveginn og veldur þar sýkingu. Kyngingarspeglun framkvæmd í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni.Aðsend Talmeinafræðingar beita ýmsum leiðum við að meta öryggi og skilvirkni kyngingar og nota til þess klínískt mat og rannsóknir (röntgenrannsóknir á kyngingu eða kyngingarspeglun í samvinnu við háls-, nef- og eyrnalækni). Í kjölfar mats og rannsókna veita talmeinafræðingar ráðgjöf um leiðir til að gera kyngingu öruggari og skilvirkari, t.d. með uppbótaraðferðum eða breyttri mataráferð. Talmeinafræðingar í bráðaþjónustu hafa einnig aðkomu að bráðveikum einstaklingum sem geta ekki tjáð sig eftir hefðbundnum leiðum, t.d. ef þeir glíma við málstol, lömun í talfærum eða eru háðir öndunarvél, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk talmeinafræðinga er þá að útvega og útskýra ýmsar leiðir til óhefðbundinna tjáskipta svo einstaklingur geti tjáð sig og veitt mikilvægar upplýsingar þó svo viðkomandi geti ekki tjáð sig með tali eða skrift. Í allri bráðaþjónustu talmeinafræðinga er fræðsla og ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda stór þáttur. Augnstafaspjald sem gerir fólki kleift að tjá sig með augnhreyfingumAðsend Verkefni talmeinafræðinga í bráðaþjónustu eru bæði fjölbreytt og krefjandi og er upptalningin hér að framan engan veginn tæmandi. Hún er aðeins ætluð til að varpa örlitlu ljósi á störf þeirra talmeinafræðinga sem starfa í bráðaþjónustu á Íslandi í tilefni dagsins. Frekari upplýsingar um talmeinafræðinga og störf þeirra má finna heimasíðu Félags talmeinafræðinga á Íslandi www.talmein.is. Höfundur er talmeinafræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun