Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 4. nóvember 2025 08:00 Ríkisstjórnin kynnti húsnæðispakka á blaðamannafundi í Úlfarsárdal í síðustu viku. Húsnæðispakkinn samanstendur af 18 aðgerðum sem Viðskiptaráð hefur nú metið með tilliti til efnahagslegra áhrifa. Niðurstaðan er að þriðjungur aðgerðanna hefur jákvæð áhrif, þriðjungur lítil áhrif og þriðjungur neikvæð áhrif. Kíkjum í pakkann og sjáum hvað aðgerðirnar fela í sér. Jákvæðar aðgerðir Í húsnæðispakkanum má finna nokkrar aðgerðir sem einfalda og flýta fyrir uppbyggingu á nýju húsnæði. Einfalda á byggingarreglugerð með því að fjarlægja tæknilegar útfærslur og fækka efnisreglum. Einnig á að útvista byggingareftirliti til skoðunarstofa, sem eykur samræmi milli sveitarfélaga og tryggir skilvirkara eftirlit. Þá á að koma á fót stafrænni umsóknargátt fyrir byggingarleyfi til að hraða afgreiðslu mála og auka gagnsæi í leyfisveitingaferlinu. Auk þess er áformuð sameining Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Félags- og húsnæðismálaráðherra á hrós skilið fyrir að láta hagræðingarkröfu fylgja með sameiningunni sem mun spara ríkissjóði 80 milljónir króna árlega. Þá stendur einnig til að selja hluta lánasafns Húsnæðissjóðs, en það myndi lækka skuldir og vaxtakostnað ríkissjóðs, sem er þungur í alþjóðlegum samanburði. Áhrifalitlar eða óljósar aðgerðir Um þriðjungur aðgerða í pakkanum hafa lítil eða óljós áhrif. Þar má meðal annars nefna nýja heimild til að leggja álag á fasteignagjöld á auðar byggingarlóðir í þéttbýli, en sveitarfélög hafa í vaxandi mæli sett slík ákvæði inn í samninga undanfarin ár. Þá er einnig áformað að skattleggja söluhagnað einstaklinga sem eiga margar íbúðir, en slík skattlagning er nú þegar til staðar með svokallaðri rúmmetrareglu.[1] Aðrar hlutlausar aðgerðir eru þær þar sem útfærslur eru enn óljósar og áhrifin sömuleiðis, t.d. með hvaða hætti hraða eigi uppbyggingu í Úlfarsárdal. Neikvæðar aðgerðir Umfangsmestu neikvæðu aðgerðirnar snúa að því að auka opinber útgjöld til óhagkvæmra stuðningskerfa á kostnað almenna markaðarins. Stofnframlög eiga að hækka úr 30% í 35%, en þau renna að stærstum hluta til húsnæðisfélaga á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Húsnæðisfélög eru sögð óhagnaðardrifin en hafa engu að síður hagnast um tugi milljarða í krafti úrræðisins, þar sem öll eignamyndun á sér stað hjá félögunum, en ekki þeim sem kerfið á að aðstoða. Viðskiptaráð telur þetta brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um lögmæti ríkisaðstoðar og eftirlitsstofnun EFTA hefur nú tekið kvörtun ráðsins til efnislegrar meðferðar.[2] Þá á að auka framlög til hlutdeildarlána um tæplega 40% og rýmka lánþegaskilyrðin. Þetta beinir fyrstu kaupendum í nýbyggingar, sem er dýrasta tegund húsnæðis, og býr til áhættu fyrir ríkissjóð, sem verður eigandi að hlut í fjölda fasteigna án þess að hafa áhrif á ráðstöfun þeirra. Reynslan frá Bretlandi, þar sem sambærilegt kerfi undir heitinu „Help to Buy“ var innleitt árið 2013, sýnir að úrræðið hjálpaði helst lóðarhöfum og verktökum, en ekki fyrstu kaupendum, og leiddi til hærra fasteignaverðs.[3] Einnig stendur til að hækka fjármagnstekjuskatt á leigutekjur um helming, úr 11,0% upp í 16,5%. Sú aðgerð mun leiða til hærra leiguverðs og minna framboðs af leiguhúsnæði, þar sem hún eykur kostnað þeirra sem bjóða íbúðir til útleigu. Að lokum má finna í pakkanum nokkrar aðgerðir sem skerða ráðstöfunarrétt einstaklinga yfir fasteignum sínum. Þar ber hæst bann við leiguverðshækkunum fyrstu 12 mánuði tímabundinna samninga, sem kemur til viðbótar við fleiri nýlegar kvaðir í sama dúr, þar á meðal opinbera nefnd sem getur lækkað leiguverð ef henni þykir það of hátt. Reynslan af aðgerðum sem þessum er hvarvetna slæm.[4] Hér má nefna fræg ummæli sænsks hagfræðings sem sagði leigubremsu bestu leiðina til að eyðileggja borgir – fyrir utan loftárásir.[5] Litlir pakkar eru bestu gjafirnar Af framangreindu má sjá að á meðan margt í húsnæðispakkanum er jákvætt eru stjórnvöld á villigötum í öðru. Í stað þess að auka opinber afskipti væri betra að einskorða aðgerðir við einföldun, minni opinber afskipti og lægri álögur, sem hafa varanleg jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Í því samhengi má nefna afnám stimpilgjalds, sem væri skref í rétta átt til að einfalda fólki að flytja og auka hreyfanleika á markaði. Slíkt myndi nýtast bæði eigendum og leigjendum og styðja við virkari og heilbrigðari húsnæðismarkað. Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með auknum opinberum afskiptum, heldur af þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem mynda húsnæðismarkaðinn – fái þau til þess frelsi og ráðrúm. Í húsnæðismálum eru litlir pakkar nefnilega bestu gjafirnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. [1] Söluhagnaður íbúðarhúsnæðis er einungis skattfrjáls í dag ef (1) eignarhald varir lengur en í tvö ár, og (2) heildarstærð íbúðarhúsnæðis í eigu seljanda er undir u.þ.b. 165 fm. fyrir einstaklinga eða 330 fm. fyrir hjón. Stærðarmörkin eru tiltekin í rúmmetrum í lögum, hér er miðað við hefðbundna lofthæð. Sjá færslu eftir Bjarna Þór Bjarnason, ADVEL lögmönnum (31. október 2025): „Húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar – nokkur orð um meinta hvata einstaklinga til að safna íbúðum“ [2] Viðskiptaráð (21. ágúst 2025): „ESA skoðar óhagnaðardrifin húsnæðisfélög.“ [3] Carozzi, Hilber og Yu (2024): „On the economic impacts of mortgage credit expansion policies: Evidence from help to buy.“ Journal of Urban Economics, Volume 139. [4] Diamond, Rebecca (2018): „What does economic evidence tell us about the effects of rent control?“ [5] Assar Lindbeck, The Political Economy of the New Left: An Outsider’s View (1971), bls. 39: “In many cases rent control appears to be the most efficient technique presently known to destroy a city — except for bombing.” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti húsnæðispakka á blaðamannafundi í Úlfarsárdal í síðustu viku. Húsnæðispakkinn samanstendur af 18 aðgerðum sem Viðskiptaráð hefur nú metið með tilliti til efnahagslegra áhrifa. Niðurstaðan er að þriðjungur aðgerðanna hefur jákvæð áhrif, þriðjungur lítil áhrif og þriðjungur neikvæð áhrif. Kíkjum í pakkann og sjáum hvað aðgerðirnar fela í sér. Jákvæðar aðgerðir Í húsnæðispakkanum má finna nokkrar aðgerðir sem einfalda og flýta fyrir uppbyggingu á nýju húsnæði. Einfalda á byggingarreglugerð með því að fjarlægja tæknilegar útfærslur og fækka efnisreglum. Einnig á að útvista byggingareftirliti til skoðunarstofa, sem eykur samræmi milli sveitarfélaga og tryggir skilvirkara eftirlit. Þá á að koma á fót stafrænni umsóknargátt fyrir byggingarleyfi til að hraða afgreiðslu mála og auka gagnsæi í leyfisveitingaferlinu. Auk þess er áformuð sameining Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Félags- og húsnæðismálaráðherra á hrós skilið fyrir að láta hagræðingarkröfu fylgja með sameiningunni sem mun spara ríkissjóði 80 milljónir króna árlega. Þá stendur einnig til að selja hluta lánasafns Húsnæðissjóðs, en það myndi lækka skuldir og vaxtakostnað ríkissjóðs, sem er þungur í alþjóðlegum samanburði. Áhrifalitlar eða óljósar aðgerðir Um þriðjungur aðgerða í pakkanum hafa lítil eða óljós áhrif. Þar má meðal annars nefna nýja heimild til að leggja álag á fasteignagjöld á auðar byggingarlóðir í þéttbýli, en sveitarfélög hafa í vaxandi mæli sett slík ákvæði inn í samninga undanfarin ár. Þá er einnig áformað að skattleggja söluhagnað einstaklinga sem eiga margar íbúðir, en slík skattlagning er nú þegar til staðar með svokallaðri rúmmetrareglu.[1] Aðrar hlutlausar aðgerðir eru þær þar sem útfærslur eru enn óljósar og áhrifin sömuleiðis, t.d. með hvaða hætti hraða eigi uppbyggingu í Úlfarsárdal. Neikvæðar aðgerðir Umfangsmestu neikvæðu aðgerðirnar snúa að því að auka opinber útgjöld til óhagkvæmra stuðningskerfa á kostnað almenna markaðarins. Stofnframlög eiga að hækka úr 30% í 35%, en þau renna að stærstum hluta til húsnæðisfélaga á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Húsnæðisfélög eru sögð óhagnaðardrifin en hafa engu að síður hagnast um tugi milljarða í krafti úrræðisins, þar sem öll eignamyndun á sér stað hjá félögunum, en ekki þeim sem kerfið á að aðstoða. Viðskiptaráð telur þetta brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins um lögmæti ríkisaðstoðar og eftirlitsstofnun EFTA hefur nú tekið kvörtun ráðsins til efnislegrar meðferðar.[2] Þá á að auka framlög til hlutdeildarlána um tæplega 40% og rýmka lánþegaskilyrðin. Þetta beinir fyrstu kaupendum í nýbyggingar, sem er dýrasta tegund húsnæðis, og býr til áhættu fyrir ríkissjóð, sem verður eigandi að hlut í fjölda fasteigna án þess að hafa áhrif á ráðstöfun þeirra. Reynslan frá Bretlandi, þar sem sambærilegt kerfi undir heitinu „Help to Buy“ var innleitt árið 2013, sýnir að úrræðið hjálpaði helst lóðarhöfum og verktökum, en ekki fyrstu kaupendum, og leiddi til hærra fasteignaverðs.[3] Einnig stendur til að hækka fjármagnstekjuskatt á leigutekjur um helming, úr 11,0% upp í 16,5%. Sú aðgerð mun leiða til hærra leiguverðs og minna framboðs af leiguhúsnæði, þar sem hún eykur kostnað þeirra sem bjóða íbúðir til útleigu. Að lokum má finna í pakkanum nokkrar aðgerðir sem skerða ráðstöfunarrétt einstaklinga yfir fasteignum sínum. Þar ber hæst bann við leiguverðshækkunum fyrstu 12 mánuði tímabundinna samninga, sem kemur til viðbótar við fleiri nýlegar kvaðir í sama dúr, þar á meðal opinbera nefnd sem getur lækkað leiguverð ef henni þykir það of hátt. Reynslan af aðgerðum sem þessum er hvarvetna slæm.[4] Hér má nefna fræg ummæli sænsks hagfræðings sem sagði leigubremsu bestu leiðina til að eyðileggja borgir – fyrir utan loftárásir.[5] Litlir pakkar eru bestu gjafirnar Af framangreindu má sjá að á meðan margt í húsnæðispakkanum er jákvætt eru stjórnvöld á villigötum í öðru. Í stað þess að auka opinber afskipti væri betra að einskorða aðgerðir við einföldun, minni opinber afskipti og lægri álögur, sem hafa varanleg jákvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Í því samhengi má nefna afnám stimpilgjalds, sem væri skref í rétta átt til að einfalda fólki að flytja og auka hreyfanleika á markaði. Slíkt myndi nýtast bæði eigendum og leigjendum og styðja við virkari og heilbrigðari húsnæðismarkað. Húsnæðisvandinn verður ekki leystur með auknum opinberum afskiptum, heldur af þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem mynda húsnæðismarkaðinn – fái þau til þess frelsi og ráðrúm. Í húsnæðismálum eru litlir pakkar nefnilega bestu gjafirnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. [1] Söluhagnaður íbúðarhúsnæðis er einungis skattfrjáls í dag ef (1) eignarhald varir lengur en í tvö ár, og (2) heildarstærð íbúðarhúsnæðis í eigu seljanda er undir u.þ.b. 165 fm. fyrir einstaklinga eða 330 fm. fyrir hjón. Stærðarmörkin eru tiltekin í rúmmetrum í lögum, hér er miðað við hefðbundna lofthæð. Sjá færslu eftir Bjarna Þór Bjarnason, ADVEL lögmönnum (31. október 2025): „Húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar – nokkur orð um meinta hvata einstaklinga til að safna íbúðum“ [2] Viðskiptaráð (21. ágúst 2025): „ESA skoðar óhagnaðardrifin húsnæðisfélög.“ [3] Carozzi, Hilber og Yu (2024): „On the economic impacts of mortgage credit expansion policies: Evidence from help to buy.“ Journal of Urban Economics, Volume 139. [4] Diamond, Rebecca (2018): „What does economic evidence tell us about the effects of rent control?“ [5] Assar Lindbeck, The Political Economy of the New Left: An Outsider’s View (1971), bls. 39: “In many cases rent control appears to be the most efficient technique presently known to destroy a city — except for bombing.”
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar