Smáhýsi í garðinum mínum! Rannveig Ernudóttir skrifar 3. mars 2023 07:31 Kæru íbúar í Laugardal Nú er búið að koma fyrir Húsnæði fyrst (e. Housing first) húsum í útjaðri hverfisins og munu þau fyrr en síðar verða heimili fólks sem bíður óþreyjufullt eftir að fá þak yfir höfuðið. Vonin er sú að þessi nýju heimili komi samfélaginu öllu til góða með því að útvega öruggt húsnæði fyrir þau sem eru í neyð. Skiljanlegt er að sum gætu haft áhyggjur af staðsetningu húsanna og hugsanlegum áhrifum þeirra á öryggi samfélagsins sem og nýtingu landrýmisins. Staðsetning þeirra hefur hins vegar verið ígrunduð bæði útfrá öryggi og velferð allra. Þá eru húsin víkjandi í deiliskipulagi svæðisins. Fyrir þau sem kannast ekki við Húsnæði fyrst líkanið, eruð þið hvött til að kynna ykkur það og hugsanlega kosti þess. Húsnæði fyrst er skaðaminnkandi nálgun sem hefur reynst vel í að draga úr heimilisleysi og bæta heilsu einstaklinga með flóknar geðheilbrigðis- og fíkniraskanir. Gera má ráð fyrir að viðbótheimilanna í hverfinu muni aukafjölbreytileika og stuðla að velferð íbúanna. Almennt viljum við öll bjóða nýja nágranna velkomna í kringum okkur, með von um að þeim líði vel í samfélaginu og að íbúar hverfisins viðhafi inngildandi nálgun og hugarfar. Eins og alltaf skiptir máli að tryggja öryggi og vellíðan allra íbúa. Að styðja einstaklinga með margvíslegar geð- og fíkniraskanir sem búa í Húsnæði fyrst húsum krefst margþættrar nálgunar. Hér eru nokkrar leiðir til að styðja þau: Aðgangur að heilbrigðisþjónustu: Einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir þurfa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu eins og læknis-, geðheilbrigðis- og fíknimeðferð, t.d. nálaskiptiþjónustu og umönnun sára. Málastjórnun: Gagnlegt er að hafa málastjóra eða félagsráðgjafa til að aðstoða íbúa við daglegar þarfir eins og aðgang að félagsþjónustu, komast í virkni, vinnu, mynda aftur tengsl, stuðla að aukinni heilsu og ná tökum fjármálum. Jafningjastuðningur: Jafningjastuðningur frá einstaklingum með svipaða reynslu getur veitt dýrmæta innsýn og stuðning fyrir þau sem eru með flókar geð- og fíkniraskanir. Þátttaka í samfélaginu: Að hvetja íbúa til að taka þátt í viðburðum og athöfnum samfélagsins. Slík hvatning hjálpar þeim að aðlagast og skapar félagsleg tengsl svo þau finni að þau tilheyri samfélaginu. Nágrannafræðsla: Að veita nágrönnum fræðslu og þjálfun um geð- og fíkniraskanir getur hjálpað til við að draga úr fordómum og aukið skilning á þeim áskorunum sem einstaklingarnir standa frammi fyrir. Öryggisráðstafanir: Að innleiða öryggisráðstafanir, eins og öryggisverði sem geta komið og aðstoðað íbúa húsanna, getur hjálpað til við að tryggja öryggi íbúa og nágranna. Rannsóknir hafa sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir eins og Húsnæði fyrst, bæta öryggi allra íbúa samfélagsins. Með því að útvega öruggt og stöðugt húsnæði eru einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir ólíklegri til að taka þátt í áhættuhegðun, eins og ýmis konar glæpastarfsemi, sem getur stofnað þeim sjálfum og öðrum í hættu. Ennfremur getur aðgengi að heilsugæslu og stoðþjónustu hjálpað einstaklingnum að ná tökum á geð- og fíkniröskun sinni og minnkað líkurnar á aðstæðum sem gætu valdið þeim eða öðrum skaða. Með því að efla samfélagsþátttöku og jafningjastuðning geta einstaklingar byggt upp félagsleg tengsl og öðlast tilfinningu um að tilheyra. Sem getur leitt til öruggara og styðjandi samfélags fyrir öll. Lykilatriði er að gefa fólki aftur færi á að vera hluti af samfélaginu, en ekki að þau séu ein og útskúfuð. Þó að það séu skiptar skoðanir á því hvernig, hvar og hvenær eigi að veita aðstoð og stuðning til þeirra sem þurfa á skaðaminnkandi aðstoð að halda, þá virðast flest vera sammála um að refsistefna og aðgerðarleysi virkar ekki. Því er löngu tímabært að nálgast þessa íbúa samfélagsins á annan og mannúðlegri hátt. Höfum í huga að það verða áfram ýmsar áskoranir. Öll þurfa í sameiningu að vera vakandi yfir þvíað bregðast við þeim vanköntum þjónustunnarog öryggisráðstöfunum fyrir fólkið sem um ræðir, öðruvísi verður þjónustan ekki betri. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir er vonin sú að nú þegar húsin eru komin, geti öll verið sammála um og stefnt að jákvæðri sambúð og velferð nýrra nágranna. Þau fái faglega og styðjandi þjónustu svo þau eigi aftur möguleika á að vera hluti af samfélaginu. Þannig skapast öruggara og styðjandi samfélag fyrir öll. Höfundur er forman íbúaráðs Laugardals og var fulltrúi í stýrihóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar í stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Reykjavík Málefni heimilislausra Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Sjá meira
Kæru íbúar í Laugardal Nú er búið að koma fyrir Húsnæði fyrst (e. Housing first) húsum í útjaðri hverfisins og munu þau fyrr en síðar verða heimili fólks sem bíður óþreyjufullt eftir að fá þak yfir höfuðið. Vonin er sú að þessi nýju heimili komi samfélaginu öllu til góða með því að útvega öruggt húsnæði fyrir þau sem eru í neyð. Skiljanlegt er að sum gætu haft áhyggjur af staðsetningu húsanna og hugsanlegum áhrifum þeirra á öryggi samfélagsins sem og nýtingu landrýmisins. Staðsetning þeirra hefur hins vegar verið ígrunduð bæði útfrá öryggi og velferð allra. Þá eru húsin víkjandi í deiliskipulagi svæðisins. Fyrir þau sem kannast ekki við Húsnæði fyrst líkanið, eruð þið hvött til að kynna ykkur það og hugsanlega kosti þess. Húsnæði fyrst er skaðaminnkandi nálgun sem hefur reynst vel í að draga úr heimilisleysi og bæta heilsu einstaklinga með flóknar geðheilbrigðis- og fíkniraskanir. Gera má ráð fyrir að viðbótheimilanna í hverfinu muni aukafjölbreytileika og stuðla að velferð íbúanna. Almennt viljum við öll bjóða nýja nágranna velkomna í kringum okkur, með von um að þeim líði vel í samfélaginu og að íbúar hverfisins viðhafi inngildandi nálgun og hugarfar. Eins og alltaf skiptir máli að tryggja öryggi og vellíðan allra íbúa. Að styðja einstaklinga með margvíslegar geð- og fíkniraskanir sem búa í Húsnæði fyrst húsum krefst margþættrar nálgunar. Hér eru nokkrar leiðir til að styðja þau: Aðgangur að heilbrigðisþjónustu: Einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir þurfa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu eins og læknis-, geðheilbrigðis- og fíknimeðferð, t.d. nálaskiptiþjónustu og umönnun sára. Málastjórnun: Gagnlegt er að hafa málastjóra eða félagsráðgjafa til að aðstoða íbúa við daglegar þarfir eins og aðgang að félagsþjónustu, komast í virkni, vinnu, mynda aftur tengsl, stuðla að aukinni heilsu og ná tökum fjármálum. Jafningjastuðningur: Jafningjastuðningur frá einstaklingum með svipaða reynslu getur veitt dýrmæta innsýn og stuðning fyrir þau sem eru með flókar geð- og fíkniraskanir. Þátttaka í samfélaginu: Að hvetja íbúa til að taka þátt í viðburðum og athöfnum samfélagsins. Slík hvatning hjálpar þeim að aðlagast og skapar félagsleg tengsl svo þau finni að þau tilheyri samfélaginu. Nágrannafræðsla: Að veita nágrönnum fræðslu og þjálfun um geð- og fíkniraskanir getur hjálpað til við að draga úr fordómum og aukið skilning á þeim áskorunum sem einstaklingarnir standa frammi fyrir. Öryggisráðstafanir: Að innleiða öryggisráðstafanir, eins og öryggisverði sem geta komið og aðstoðað íbúa húsanna, getur hjálpað til við að tryggja öryggi íbúa og nágranna. Rannsóknir hafa sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir eins og Húsnæði fyrst, bæta öryggi allra íbúa samfélagsins. Með því að útvega öruggt og stöðugt húsnæði eru einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir ólíklegri til að taka þátt í áhættuhegðun, eins og ýmis konar glæpastarfsemi, sem getur stofnað þeim sjálfum og öðrum í hættu. Ennfremur getur aðgengi að heilsugæslu og stoðþjónustu hjálpað einstaklingnum að ná tökum á geð- og fíkniröskun sinni og minnkað líkurnar á aðstæðum sem gætu valdið þeim eða öðrum skaða. Með því að efla samfélagsþátttöku og jafningjastuðning geta einstaklingar byggt upp félagsleg tengsl og öðlast tilfinningu um að tilheyra. Sem getur leitt til öruggara og styðjandi samfélags fyrir öll. Lykilatriði er að gefa fólki aftur færi á að vera hluti af samfélaginu, en ekki að þau séu ein og útskúfuð. Þó að það séu skiptar skoðanir á því hvernig, hvar og hvenær eigi að veita aðstoð og stuðning til þeirra sem þurfa á skaðaminnkandi aðstoð að halda, þá virðast flest vera sammála um að refsistefna og aðgerðarleysi virkar ekki. Því er löngu tímabært að nálgast þessa íbúa samfélagsins á annan og mannúðlegri hátt. Höfum í huga að það verða áfram ýmsar áskoranir. Öll þurfa í sameiningu að vera vakandi yfir þvíað bregðast við þeim vanköntum þjónustunnarog öryggisráðstöfunum fyrir fólkið sem um ræðir, öðruvísi verður þjónustan ekki betri. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir er vonin sú að nú þegar húsin eru komin, geti öll verið sammála um og stefnt að jákvæðri sambúð og velferð nýrra nágranna. Þau fái faglega og styðjandi þjónustu svo þau eigi aftur möguleika á að vera hluti af samfélaginu. Þannig skapast öruggara og styðjandi samfélag fyrir öll. Höfundur er forman íbúaráðs Laugardals og var fulltrúi í stýrihóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar í stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun