Grunur um lyfjabyrlun og samúðin með brotaþolum Eva Hauksdóttir skrifar 1. mars 2023 14:01 Aðfaranótt 4. maí 2021 var skipstjóri á Akureyri, Páll Steingrímsson, fluttur á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri. Hann var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann lá á gjörgæslu, dögum saman. Á meðan hann lá milli heims og helju í öndurnarvél var símanum hans stolið og hann afhentur blaðamanni. Undirrituð er réttargæslumaður Páls, sem hefur enn ekki náð sér af þessum veikindum. Í umfjöllun fjölmiðla og almennri samfélagsumræðu um málið hefur verið látið að því liggja að Páll sjálfur og lögreglan hafi nýtt sér veikindi Páls til að ljúga því upp á blaðamenn að þeir hafi eitrað fyrir Páli og stolið símanum hans. Hið rétta er að blaðamenn hafa aldrei verið bendlaðir við eitrun í rannsókn lögreglu, né hafa slíkar ásakanir komið fram af hálfu skjólstæðings míns. Blaðamenn eru heldur ekki grunaðir um að hafa stolið síma. Blaðamenn eru aftur á móti grunaðir um að hafa afritað símann í heilu lagi og orðið sér þannig úti um aðgang að öllu einkalífi mannsins, þ.m.t. upplýsingum um kynlíf hans, einkamál annarra fjölskyldumeðlima og fleira sem hefur ekkert fréttagildi. Grunur um byrlun Þegar skjólstæðingur minn sá að átt hefði verið við símann hans tilkynnti hann það til lögreglu. Símaþjófurinn var boðaður til yfirheyrslu og játaði að hafa tekið símann. Einnig játaði símaþjófurinn fyrir lögreglu að hafa sett svefnlyf í bjór og gefið manninum. Sú játning var síðar dregin til baka. Vert er að geta þess að símaþjófurinn skýrði frá þessari lyfjabyrlun að eigin frumkvæði en verjandi komst upp með að stöðva skýrslutökuna áður en nánari upplýsingar komu fram. Einhvern pata virðist Páll hafa haft af þeim möguleika að honum hafi verið byrlað lyf því hann nefndi það margsinnis við heilbrigðisstarfsfólk. Ekkert virðist hafa verið á það hlustað, allavega voru engar rannsóknir gerðar til þess að kanna það, heldur var hann sendur til geðhjúkrunarfræðings. Þar sem engin blóðsýni voru skoðuð með tilliti til mögulegrar eitrunar, áður en þeim var eytt, og engin önnur lífsýni tekin, er ekkert einfalt að sýna fram á eitrun, ef það er þá gerlegt. Niðurstaða réttarmeinafræðings var sú að ekki væri hægt „að svo stöddu“ að segja til um hvað olli ástandi Páls. Engar handfastar sannanir hafi fundist um að eitrað hafi verið fyrir honum en ekki væri þó hægt að útiloka að hann hefði innbyrt efni sem ekki var leitað að. Að höfðu samráði við doktor í lyfjafræði, sem telur að ekki hafi verið notað fullnægjandi próf til skimunar fyrir því efni sem líklegast er að hafi valdið veikindum Páls og að sjúkragögn gefi vísbendingar um eitrun sem ekki hafi verið nægilega kannaðar, hefur undirrituð farið fram á að lögregla óski eftir dómkvaðningu matsmanns. Samstaðan með brotaþolum Á síðustu árum og áratugum hefur verið sterk krafa um það í samfélaginu að brotaþolum sé trúað, óháð því hvað lögreglurannsókn leiðir í ljós og hvað ekki. Er þá einkum vísað til fórnarlamba heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis og lyfjabyrlunar. Ráðamenn hafa komið fram opinberlega undir slagorðinu „ég stend með brotaþolum“ og jafnvel „ég trúi brotaþolum“. Þingmenn hafa klæðst flíkum með áletruninni FO, sem stendur fyrir „fokk ofbeldi“, í salarkynnum Alþingis. Hver sá sem leyfir sér að halda fram rétti meints geranda til að teljast saklaus uns sekt er sönnuð er umsvifalaust sakaður um gerendasamúð, kvenhatur og þátttöku í ofbeldismenningu. Eitthvað er þó grunnt á samúðinni með þeim sem telja sig hafa orðið fyrir lyfjabyrlun þegar meint fórnarlamb er karlmaður sem hefur agnúast út í blaðamenn fyrir umfjöllun um Samherjamálið. Engin þörf er talin á því að trúa manni sem lenti í bráðri lífshættu. Heilbrigðisstarfsfólk trúði honum ekki, heldur taldi hann haldinn ofsóknarkennd. Lögreglan tók ekki meira mark á honum en svo að þegar sakborningur játaði brotið að eigin frumkvæði, var verjandanum gefið færi á að stöðva yfirheyrsluna. Blaðamenn og margir aðrir sem hafa tjáð sig um málið hafa gert lítið úr möguleikanum á eitrun og jafnvel sýnt undarlegt samúðarleysi vegna lífshættulegra veikinda. Ég myndi glaður halda hausnum á honum í kafi … Síðustu helgi tjáði sig lesandi DV sem harmaði það beinlínis að Páll Steingrímsson hefði ekki verið myrtur. Skilaboðin voru þessi: „Eina slæma hliðin við allt þetta mál er að ef það var raunverulega reynt að eitra fyrir þessum trúði sem ég legg engan trúnað á, er að þeir hafi ekki náð að klára verkið.“ Þegar annar þátttakandi í umræðunni átaldi manninn og sagðist hálfvorkenna honum, svaraði hann: „spurning hvort það sé verra að óska einum aula dauða eða vera í vitorði með að arðræna og raðnauðga efnahagslega einu fátækasta landi heims. Svo þarf ég enga vorkun eða annað frá þér þó ég myndi glaður halda hausnum á honum í kafi ef ég kæmi að honum drukknandi svo þú ættir að spara vorkunina fyrir atvinnufórnarlambið frá Samherja og taka þessa siðapostula möntru hjá þér og troða henni upp í ra**gatið á þér“. Laun syndarinnar er dauði, sagði Páll postuli (ekki Steingrímsson). Hér er kominn maður sem telur það dauðasynd Páls Steingrímssonar að sýna af sér gremju í garð blaðamanna fyrir fréttaflutning sem hann telur ósanngjarnan í garð vinnuveitanda síns. Ekki nóg með það heldur væri netverji þessi alveg reiðubúinn að stuðla að dauða hans. Þessi ummæli voru sett fram í björtu og telur viðkomandi það vera „siðapostula“ sem hafa eitthvað út á það að setja að óska nafngreindum manni dauða. Manni sem lenti raunverulega í lífshættu og hefur enn ekki náð fullu starfsþreki. Vinsamlegast beinið líflátshótunum til lögmanns Þetta er svosem ekki í fyrsta sinn sem skjólstæðingi mínum er óskað ófarnaðar á opinberum vettvangi en ég hef ekki áður séð athugasemd sem jaðrar við líflátshótun í hans garð. Páll hefur marga fjöruna sopið og það þarf meira til að buga hann en andstyggileg ummæli á netinu þótt það sé vitaskuld óskemmtilegt að lesa annað eins. Persónuníð í garð Páls, einkum í tengslum við umræður um símaþjófnaðinn, lyfjabyrlunina og heimildir blaðamanna til að afrita gögn og dreifa þeim, tekur þó meira á ástvini hans en hann sjálfan. Þar sem fjandmenn Páls Steingrímssonar munu upp til hópa vera siðferðilegt afbragð annarra manna, reikna ég með að þeir vilji, hvað sem líður skoðunum þeirra á „skæruliðadeild Samherja“, sýna fjölskyldu Páls ofurlitla mannúð. Þess vegna beini ég því til þeirra sem vilja setja fram hótanir í garð Páls eða óska honum dauða, að hafa samband við mig, lögmann hans. Ég mun þá koma skilaboðunum áleiðis án þess að hans nánustu þurfi að leita sér áfallahjálpar. Netfangið er eva@hlit.is Höfundur er réttargæslumaður Páls Steingrímssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Akureyri Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Aðfaranótt 4. maí 2021 var skipstjóri á Akureyri, Páll Steingrímsson, fluttur á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri. Hann var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann lá á gjörgæslu, dögum saman. Á meðan hann lá milli heims og helju í öndurnarvél var símanum hans stolið og hann afhentur blaðamanni. Undirrituð er réttargæslumaður Páls, sem hefur enn ekki náð sér af þessum veikindum. Í umfjöllun fjölmiðla og almennri samfélagsumræðu um málið hefur verið látið að því liggja að Páll sjálfur og lögreglan hafi nýtt sér veikindi Páls til að ljúga því upp á blaðamenn að þeir hafi eitrað fyrir Páli og stolið símanum hans. Hið rétta er að blaðamenn hafa aldrei verið bendlaðir við eitrun í rannsókn lögreglu, né hafa slíkar ásakanir komið fram af hálfu skjólstæðings míns. Blaðamenn eru heldur ekki grunaðir um að hafa stolið síma. Blaðamenn eru aftur á móti grunaðir um að hafa afritað símann í heilu lagi og orðið sér þannig úti um aðgang að öllu einkalífi mannsins, þ.m.t. upplýsingum um kynlíf hans, einkamál annarra fjölskyldumeðlima og fleira sem hefur ekkert fréttagildi. Grunur um byrlun Þegar skjólstæðingur minn sá að átt hefði verið við símann hans tilkynnti hann það til lögreglu. Símaþjófurinn var boðaður til yfirheyrslu og játaði að hafa tekið símann. Einnig játaði símaþjófurinn fyrir lögreglu að hafa sett svefnlyf í bjór og gefið manninum. Sú játning var síðar dregin til baka. Vert er að geta þess að símaþjófurinn skýrði frá þessari lyfjabyrlun að eigin frumkvæði en verjandi komst upp með að stöðva skýrslutökuna áður en nánari upplýsingar komu fram. Einhvern pata virðist Páll hafa haft af þeim möguleika að honum hafi verið byrlað lyf því hann nefndi það margsinnis við heilbrigðisstarfsfólk. Ekkert virðist hafa verið á það hlustað, allavega voru engar rannsóknir gerðar til þess að kanna það, heldur var hann sendur til geðhjúkrunarfræðings. Þar sem engin blóðsýni voru skoðuð með tilliti til mögulegrar eitrunar, áður en þeim var eytt, og engin önnur lífsýni tekin, er ekkert einfalt að sýna fram á eitrun, ef það er þá gerlegt. Niðurstaða réttarmeinafræðings var sú að ekki væri hægt „að svo stöddu“ að segja til um hvað olli ástandi Páls. Engar handfastar sannanir hafi fundist um að eitrað hafi verið fyrir honum en ekki væri þó hægt að útiloka að hann hefði innbyrt efni sem ekki var leitað að. Að höfðu samráði við doktor í lyfjafræði, sem telur að ekki hafi verið notað fullnægjandi próf til skimunar fyrir því efni sem líklegast er að hafi valdið veikindum Páls og að sjúkragögn gefi vísbendingar um eitrun sem ekki hafi verið nægilega kannaðar, hefur undirrituð farið fram á að lögregla óski eftir dómkvaðningu matsmanns. Samstaðan með brotaþolum Á síðustu árum og áratugum hefur verið sterk krafa um það í samfélaginu að brotaþolum sé trúað, óháð því hvað lögreglurannsókn leiðir í ljós og hvað ekki. Er þá einkum vísað til fórnarlamba heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis og lyfjabyrlunar. Ráðamenn hafa komið fram opinberlega undir slagorðinu „ég stend með brotaþolum“ og jafnvel „ég trúi brotaþolum“. Þingmenn hafa klæðst flíkum með áletruninni FO, sem stendur fyrir „fokk ofbeldi“, í salarkynnum Alþingis. Hver sá sem leyfir sér að halda fram rétti meints geranda til að teljast saklaus uns sekt er sönnuð er umsvifalaust sakaður um gerendasamúð, kvenhatur og þátttöku í ofbeldismenningu. Eitthvað er þó grunnt á samúðinni með þeim sem telja sig hafa orðið fyrir lyfjabyrlun þegar meint fórnarlamb er karlmaður sem hefur agnúast út í blaðamenn fyrir umfjöllun um Samherjamálið. Engin þörf er talin á því að trúa manni sem lenti í bráðri lífshættu. Heilbrigðisstarfsfólk trúði honum ekki, heldur taldi hann haldinn ofsóknarkennd. Lögreglan tók ekki meira mark á honum en svo að þegar sakborningur játaði brotið að eigin frumkvæði, var verjandanum gefið færi á að stöðva yfirheyrsluna. Blaðamenn og margir aðrir sem hafa tjáð sig um málið hafa gert lítið úr möguleikanum á eitrun og jafnvel sýnt undarlegt samúðarleysi vegna lífshættulegra veikinda. Ég myndi glaður halda hausnum á honum í kafi … Síðustu helgi tjáði sig lesandi DV sem harmaði það beinlínis að Páll Steingrímsson hefði ekki verið myrtur. Skilaboðin voru þessi: „Eina slæma hliðin við allt þetta mál er að ef það var raunverulega reynt að eitra fyrir þessum trúði sem ég legg engan trúnað á, er að þeir hafi ekki náð að klára verkið.“ Þegar annar þátttakandi í umræðunni átaldi manninn og sagðist hálfvorkenna honum, svaraði hann: „spurning hvort það sé verra að óska einum aula dauða eða vera í vitorði með að arðræna og raðnauðga efnahagslega einu fátækasta landi heims. Svo þarf ég enga vorkun eða annað frá þér þó ég myndi glaður halda hausnum á honum í kafi ef ég kæmi að honum drukknandi svo þú ættir að spara vorkunina fyrir atvinnufórnarlambið frá Samherja og taka þessa siðapostula möntru hjá þér og troða henni upp í ra**gatið á þér“. Laun syndarinnar er dauði, sagði Páll postuli (ekki Steingrímsson). Hér er kominn maður sem telur það dauðasynd Páls Steingrímssonar að sýna af sér gremju í garð blaðamanna fyrir fréttaflutning sem hann telur ósanngjarnan í garð vinnuveitanda síns. Ekki nóg með það heldur væri netverji þessi alveg reiðubúinn að stuðla að dauða hans. Þessi ummæli voru sett fram í björtu og telur viðkomandi það vera „siðapostula“ sem hafa eitthvað út á það að setja að óska nafngreindum manni dauða. Manni sem lenti raunverulega í lífshættu og hefur enn ekki náð fullu starfsþreki. Vinsamlegast beinið líflátshótunum til lögmanns Þetta er svosem ekki í fyrsta sinn sem skjólstæðingi mínum er óskað ófarnaðar á opinberum vettvangi en ég hef ekki áður séð athugasemd sem jaðrar við líflátshótun í hans garð. Páll hefur marga fjöruna sopið og það þarf meira til að buga hann en andstyggileg ummæli á netinu þótt það sé vitaskuld óskemmtilegt að lesa annað eins. Persónuníð í garð Páls, einkum í tengslum við umræður um símaþjófnaðinn, lyfjabyrlunina og heimildir blaðamanna til að afrita gögn og dreifa þeim, tekur þó meira á ástvini hans en hann sjálfan. Þar sem fjandmenn Páls Steingrímssonar munu upp til hópa vera siðferðilegt afbragð annarra manna, reikna ég með að þeir vilji, hvað sem líður skoðunum þeirra á „skæruliðadeild Samherja“, sýna fjölskyldu Páls ofurlitla mannúð. Þess vegna beini ég því til þeirra sem vilja setja fram hótanir í garð Páls eða óska honum dauða, að hafa samband við mig, lögmann hans. Ég mun þá koma skilaboðunum áleiðis án þess að hans nánustu þurfi að leita sér áfallahjálpar. Netfangið er eva@hlit.is Höfundur er réttargæslumaður Páls Steingrímssonar.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar