Dvínandi stuðningur við staðreyndir Jón Steindór Valdimarsson skrifar 20. febrúar 2023 15:01 Á þessum vettvangi birtist grein þann 17. febrúar. Fyrirsögn hennar var: Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB. Greinarhöfundur, Hjörtur J. Guðmundsson, reynir þar að sýna fram á að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hafi farið dvínandi á síðustu misserum og birtir línurit máli sínu til sönnunar. Þar er vitnað til niðurstaðna skoðanakannana þriggja fyrirtækja. Eplin og appelsínurnar Þegar er reynt er að átta sig á þróun viðhorfs eða skoðana til tiltekins málefnis er grundvallaratriði að bera saman sömu hluti. Það er mikilvægt að um nákvæmlega sömu spurningu sé að ræða, sömu aðferðafræði sé beitt og að þýðið sé fundið með sama hætti. Þetta grundvallaratriði er virt að vettugi í framsetningu Hjartar og er niðurstaðan eftir því.Hann tekur mælingu Gallup í mars 2022, Prósents í júní og nóvember 2022 og loks Maskínu núna í febrúar. Þessi þrjú fyrirtæki spyrja ekki eins og þau beita ekki sömu aðferðum við að velja þau sem spurð eru. Það er einföld staðreynd. Gallup spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?Prósent spyr: Hve hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu aðild Íslands að Evrópusambandinu?Maskína spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)? Augljósar breytingar Það ég best veit á fyrirtækið Maskína (og áður MMR) eina lengstu samfelldu tímaröð þar sem nákvæmlega sama spurningin er borin upp um viðhorf til aðildar að Evrópusambandinu á grundvelli sömu aðferðafræði. Gögn Maskínu ná aftur til maí 2011. Allar mælingar Maskínu þar til í maí 2022 sýna að fleiri eru andvíg aðild en hlynnt, en þá er staðan hnífjöfn en í mælingunni í júní 2022 munar tæpu prósentustigi andvígum í vil. Í byrjun febrúar er niðurstaðan sú að þau sem eru hlynnt aðild eru orðin fimm prósentustigum fleiri en þau sem eru andvíg. Á meðfylgjandi línuriti má glöggt sjá að á milli mælinga í febrúar 2022 og febrúar 2023 hefur hlutfall þeirra sem eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið hækkað úr 27,9% í 40,8% eða um 12,9 prósentustig. Með sama hætti hefur hlutfall þeirra sem eru andvíg aðild lækkað úr 46,6% í 35,9% eða um 10,7 prósentustig og þeim sem eru hvorki hlynnt né andvíg fækkað úr 25,5% í 23,3% eða um 2,2 prósentustig. Niðurstaða Hjartar um að þeim sem eru hlynnt aðild að ESB hafi fækkað undanfarið er því ekki á rökum reist. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Á þessum vettvangi birtist grein þann 17. febrúar. Fyrirsögn hennar var: Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB. Greinarhöfundur, Hjörtur J. Guðmundsson, reynir þar að sýna fram á að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hafi farið dvínandi á síðustu misserum og birtir línurit máli sínu til sönnunar. Þar er vitnað til niðurstaðna skoðanakannana þriggja fyrirtækja. Eplin og appelsínurnar Þegar er reynt er að átta sig á þróun viðhorfs eða skoðana til tiltekins málefnis er grundvallaratriði að bera saman sömu hluti. Það er mikilvægt að um nákvæmlega sömu spurningu sé að ræða, sömu aðferðafræði sé beitt og að þýðið sé fundið með sama hætti. Þetta grundvallaratriði er virt að vettugi í framsetningu Hjartar og er niðurstaðan eftir því.Hann tekur mælingu Gallup í mars 2022, Prósents í júní og nóvember 2022 og loks Maskínu núna í febrúar. Þessi þrjú fyrirtæki spyrja ekki eins og þau beita ekki sömu aðferðum við að velja þau sem spurð eru. Það er einföld staðreynd. Gallup spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?Prósent spyr: Hve hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu aðild Íslands að Evrópusambandinu?Maskína spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)? Augljósar breytingar Það ég best veit á fyrirtækið Maskína (og áður MMR) eina lengstu samfelldu tímaröð þar sem nákvæmlega sama spurningin er borin upp um viðhorf til aðildar að Evrópusambandinu á grundvelli sömu aðferðafræði. Gögn Maskínu ná aftur til maí 2011. Allar mælingar Maskínu þar til í maí 2022 sýna að fleiri eru andvíg aðild en hlynnt, en þá er staðan hnífjöfn en í mælingunni í júní 2022 munar tæpu prósentustigi andvígum í vil. Í byrjun febrúar er niðurstaðan sú að þau sem eru hlynnt aðild eru orðin fimm prósentustigum fleiri en þau sem eru andvíg. Á meðfylgjandi línuriti má glöggt sjá að á milli mælinga í febrúar 2022 og febrúar 2023 hefur hlutfall þeirra sem eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið hækkað úr 27,9% í 40,8% eða um 12,9 prósentustig. Með sama hætti hefur hlutfall þeirra sem eru andvíg aðild lækkað úr 46,6% í 35,9% eða um 10,7 prósentustig og þeim sem eru hvorki hlynnt né andvíg fækkað úr 25,5% í 23,3% eða um 2,2 prósentustig. Niðurstaða Hjartar um að þeim sem eru hlynnt aðild að ESB hafi fækkað undanfarið er því ekki á rökum reist. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun