Dvínandi stuðningur við staðreyndir Jón Steindór Valdimarsson skrifar 20. febrúar 2023 15:01 Á þessum vettvangi birtist grein þann 17. febrúar. Fyrirsögn hennar var: Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB. Greinarhöfundur, Hjörtur J. Guðmundsson, reynir þar að sýna fram á að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hafi farið dvínandi á síðustu misserum og birtir línurit máli sínu til sönnunar. Þar er vitnað til niðurstaðna skoðanakannana þriggja fyrirtækja. Eplin og appelsínurnar Þegar er reynt er að átta sig á þróun viðhorfs eða skoðana til tiltekins málefnis er grundvallaratriði að bera saman sömu hluti. Það er mikilvægt að um nákvæmlega sömu spurningu sé að ræða, sömu aðferðafræði sé beitt og að þýðið sé fundið með sama hætti. Þetta grundvallaratriði er virt að vettugi í framsetningu Hjartar og er niðurstaðan eftir því.Hann tekur mælingu Gallup í mars 2022, Prósents í júní og nóvember 2022 og loks Maskínu núna í febrúar. Þessi þrjú fyrirtæki spyrja ekki eins og þau beita ekki sömu aðferðum við að velja þau sem spurð eru. Það er einföld staðreynd. Gallup spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?Prósent spyr: Hve hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu aðild Íslands að Evrópusambandinu?Maskína spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)? Augljósar breytingar Það ég best veit á fyrirtækið Maskína (og áður MMR) eina lengstu samfelldu tímaröð þar sem nákvæmlega sama spurningin er borin upp um viðhorf til aðildar að Evrópusambandinu á grundvelli sömu aðferðafræði. Gögn Maskínu ná aftur til maí 2011. Allar mælingar Maskínu þar til í maí 2022 sýna að fleiri eru andvíg aðild en hlynnt, en þá er staðan hnífjöfn en í mælingunni í júní 2022 munar tæpu prósentustigi andvígum í vil. Í byrjun febrúar er niðurstaðan sú að þau sem eru hlynnt aðild eru orðin fimm prósentustigum fleiri en þau sem eru andvíg. Á meðfylgjandi línuriti má glöggt sjá að á milli mælinga í febrúar 2022 og febrúar 2023 hefur hlutfall þeirra sem eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið hækkað úr 27,9% í 40,8% eða um 12,9 prósentustig. Með sama hætti hefur hlutfall þeirra sem eru andvíg aðild lækkað úr 46,6% í 35,9% eða um 10,7 prósentustig og þeim sem eru hvorki hlynnt né andvíg fækkað úr 25,5% í 23,3% eða um 2,2 prósentustig. Niðurstaða Hjartar um að þeim sem eru hlynnt aðild að ESB hafi fækkað undanfarið er því ekki á rökum reist. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Á þessum vettvangi birtist grein þann 17. febrúar. Fyrirsögn hennar var: Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB. Greinarhöfundur, Hjörtur J. Guðmundsson, reynir þar að sýna fram á að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hafi farið dvínandi á síðustu misserum og birtir línurit máli sínu til sönnunar. Þar er vitnað til niðurstaðna skoðanakannana þriggja fyrirtækja. Eplin og appelsínurnar Þegar er reynt er að átta sig á þróun viðhorfs eða skoðana til tiltekins málefnis er grundvallaratriði að bera saman sömu hluti. Það er mikilvægt að um nákvæmlega sömu spurningu sé að ræða, sömu aðferðafræði sé beitt og að þýðið sé fundið með sama hætti. Þetta grundvallaratriði er virt að vettugi í framsetningu Hjartar og er niðurstaðan eftir því.Hann tekur mælingu Gallup í mars 2022, Prósents í júní og nóvember 2022 og loks Maskínu núna í febrúar. Þessi þrjú fyrirtæki spyrja ekki eins og þau beita ekki sömu aðferðum við að velja þau sem spurð eru. Það er einföld staðreynd. Gallup spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?Prósent spyr: Hve hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu aðild Íslands að Evrópusambandinu?Maskína spyr: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)? Augljósar breytingar Það ég best veit á fyrirtækið Maskína (og áður MMR) eina lengstu samfelldu tímaröð þar sem nákvæmlega sama spurningin er borin upp um viðhorf til aðildar að Evrópusambandinu á grundvelli sömu aðferðafræði. Gögn Maskínu ná aftur til maí 2011. Allar mælingar Maskínu þar til í maí 2022 sýna að fleiri eru andvíg aðild en hlynnt, en þá er staðan hnífjöfn en í mælingunni í júní 2022 munar tæpu prósentustigi andvígum í vil. Í byrjun febrúar er niðurstaðan sú að þau sem eru hlynnt aðild eru orðin fimm prósentustigum fleiri en þau sem eru andvíg. Á meðfylgjandi línuriti má glöggt sjá að á milli mælinga í febrúar 2022 og febrúar 2023 hefur hlutfall þeirra sem eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið hækkað úr 27,9% í 40,8% eða um 12,9 prósentustig. Með sama hætti hefur hlutfall þeirra sem eru andvíg aðild lækkað úr 46,6% í 35,9% eða um 10,7 prósentustig og þeim sem eru hvorki hlynnt né andvíg fækkað úr 25,5% í 23,3% eða um 2,2 prósentustig. Niðurstaða Hjartar um að þeim sem eru hlynnt aðild að ESB hafi fækkað undanfarið er því ekki á rökum reist. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun