Síðasti löggilti tréskipasmiðurinn á Íslandi útskrifaður? Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. febrúar 2023 15:01 Aumt þykir mér að tréskipasmíði verði héðan í frá ekki löggild iðngrein. Kennslan í þessari grein á framvegis að falla undir kennslu í húsasmíði. Það er fátt skylt með húsasmíði og bátasmíði. Í fréttum á dögunum var viðtal við Einar Jóhann Lárusson sem hefur nýlokið við sveinspróf í tréskipasmíði og Hafliða Aðalsteinsson skipasmíðameistara og meistara Einars Jóhanns. Þeir eru að sjálfsögðu mjög óhressir með þessa ákvörðun yfirvalda að úthýsa tréskipasmíði sem löggiltri iðngrein í skólum. Þeir félagar eru núna að smíða 11 metra langan súðbyrðing af fyrirmynd báta sem notaðir voru til útgerða á Íslandi frá landnámi fram á tuttugustu öld. Efniviðurinn er allur úr íslenskri skógrækt. Í Danmörku og Noregi styrkja yfirvöld þessa iðngrein og þar er nóg að gera og hafa margir skipasmiðir vinnu í greininni. Auk þess er vinsælt þar að taka vel á móti ferðafólki sem vill kynna sér menninguna á lifandi hátt, það er að segja, sjá með eigin augum hvernig aldagömul aðferð við tréskipasmíði er viðhaldið. Sem alþingismaður lagði ég fram frumvarp og mælti fyrir í þrígang um verndun og varðveislu skipa og báta. Þar var alþingi gert að fela mennta og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp sem gerði úttekt um hvernig staðið yrði að verndun og varðveislu skipa og báta. Þetta frumvap fékk ágæta umræðu á alþingi og í fjölmiðlum en dagaði uppi inní nefndum alþingis. Er það feimni við þjóðerniskennd eða hugsunarleysi um þá staðreynd að við námum hér land á tréskipum, sem aftengir stjórnvöld við þennan menningararf um tréskipasmíði og sjósókn í gegnum aldirnar. Af því að margir eru uppteknir við að byggja undir ferðaiðnaðinn, þá er staðreynd að ferðafólk sækir í „lifandi söfn“ þar sem sýnt er í verki handbrögð, m.a í skipasmíði eins og ég gat um hér að ofan. Iðnnám í skólum landsins á undir högg að sækja almennt. Í fyrra var um 700 iðnnemum vísað frá sem sóttust eftir iðnnámi. Það er sorglegt að handverks kunnátta eigi við ramman reip að draga líkt og staðreynd er með alla þá iðnnema sem vísað var frá skóla. Það er menningarsjokk að stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera tréskipasmíði góð skil. Þess í stað er þessi iðngrein sett í glatkistuna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Skóla - og menntamál Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Aumt þykir mér að tréskipasmíði verði héðan í frá ekki löggild iðngrein. Kennslan í þessari grein á framvegis að falla undir kennslu í húsasmíði. Það er fátt skylt með húsasmíði og bátasmíði. Í fréttum á dögunum var viðtal við Einar Jóhann Lárusson sem hefur nýlokið við sveinspróf í tréskipasmíði og Hafliða Aðalsteinsson skipasmíðameistara og meistara Einars Jóhanns. Þeir eru að sjálfsögðu mjög óhressir með þessa ákvörðun yfirvalda að úthýsa tréskipasmíði sem löggiltri iðngrein í skólum. Þeir félagar eru núna að smíða 11 metra langan súðbyrðing af fyrirmynd báta sem notaðir voru til útgerða á Íslandi frá landnámi fram á tuttugustu öld. Efniviðurinn er allur úr íslenskri skógrækt. Í Danmörku og Noregi styrkja yfirvöld þessa iðngrein og þar er nóg að gera og hafa margir skipasmiðir vinnu í greininni. Auk þess er vinsælt þar að taka vel á móti ferðafólki sem vill kynna sér menninguna á lifandi hátt, það er að segja, sjá með eigin augum hvernig aldagömul aðferð við tréskipasmíði er viðhaldið. Sem alþingismaður lagði ég fram frumvarp og mælti fyrir í þrígang um verndun og varðveislu skipa og báta. Þar var alþingi gert að fela mennta og menningarmálaráðherra að skipa starfshóp sem gerði úttekt um hvernig staðið yrði að verndun og varðveislu skipa og báta. Þetta frumvap fékk ágæta umræðu á alþingi og í fjölmiðlum en dagaði uppi inní nefndum alþingis. Er það feimni við þjóðerniskennd eða hugsunarleysi um þá staðreynd að við námum hér land á tréskipum, sem aftengir stjórnvöld við þennan menningararf um tréskipasmíði og sjósókn í gegnum aldirnar. Af því að margir eru uppteknir við að byggja undir ferðaiðnaðinn, þá er staðreynd að ferðafólk sækir í „lifandi söfn“ þar sem sýnt er í verki handbrögð, m.a í skipasmíði eins og ég gat um hér að ofan. Iðnnám í skólum landsins á undir högg að sækja almennt. Í fyrra var um 700 iðnnemum vísað frá sem sóttust eftir iðnnámi. Það er sorglegt að handverks kunnátta eigi við ramman reip að draga líkt og staðreynd er með alla þá iðnnema sem vísað var frá skóla. Það er menningarsjokk að stjórnvöld hafi ekki kjark til að gera tréskipasmíði góð skil. Þess í stað er þessi iðngrein sett í glatkistuna. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun