Fjöldi barna í ótryggu húsnæði tvöfaldast milli ára Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 19:31 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Ívar Fannar Ríflega 400 börn búa við ótryggar húsnæðisaðstæður í Reykjavík og eru nánast tvöfalt fleiri en árið áður. Borgarfulltrúi í minnihlutanum segir ekki hægt að fela sig bakvið stöðuna í samfélaginu og kallar eftir meiri skynsemi af hálfu meirihlutans. Forgangsraða þurfi verkefnum í þágu fólksins en ekki í skreytingu torga. Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík hafa lengst talsvert en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borgarinnar voru 411 börn og 206 barnafjölskyldur á þeim lista í byrjun desember 2022, nánast tvöfalt fleiri en árið 2021, þegar 211 börn og 109 barnafjölskyldur voru á listanum. Nánast tvöfalt fleiri börn og barnafjölskyldur voru á biðlista í desember 2022 heldur en árið þar áður. Grafík/Sara Rut Árin þar áður virtust biðlistarnir styttast. Árið 2019 voru 260 börn og 153 barnafjölskyldur á biðlistanum og árið 2020 voru börnin orðin 201 og barnafjölskyldurnar 110. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir þetta áfall og hefur kallað eftir því að þessi þróun verði skoðuð sérstaklega. Að hennar mati virðist ekkert eiga að gera í borginni. „Ég sé ekki nein plön, það er ekkert verið að tala um þetta. Við í Flokki fólksins erum sífellt að tala um þetta. Mér finnst viðbrögðin ekki vera mikil en hérna þurfum við að bregðast við. Auðvitað hefur ástandið verið erfitt í samfélaginu, það er auðvitað verðbólgan og Covid kom, en það er ekki alltaf hægt að fela sig bak við það. Nú þarf bara að endurskoða þetta allt saman,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarsviði má ætla að hluti fjölgunarinnar sé tilkomin meðal annars vegna fjölda flóttamanna. Fjölgun varð einnig í hópi þeirra sem þáðu fjárhagsaðstoð til framfærslu milli ára, fjölgaði um 800 og voru 3200 í lok síðasta árs, þar af tæpur helmingur flóttamenn. Kolbrún segir að hver sú sem skýringin reynist vera sé það engin afsökun. „Það breytir engu, við berum ábyrgð á þessum hópi og að ef að þarna eru nýir Íslendingar, innflytjendur, þá er það auðvitað bara í okkar höndum að sjá til þess að það fólk fái öruggt húsnæði,“ segir Kolbrún. Spyr hvað meirihlutinn ætlar að gera Ljóst sé að þörfin verði sífellt meiri, óháð því hvaðan fólkið kemur, og því kallar Kolbrún eftir meiri skynsemi í fjármálastjórnun borgarinnar. „Við þurfum líka bara að horfa til þess að forgangsraða í þágu fólksins fyrst og fremst, en ekki í skreytingu torga eins og ég hef oft sagt. Síðan þarf meiri skilvirkni í rekstrinum og við í Flokki fólksins sjáum ekki að borgin sé rekin með skilvirkum hætti,“ segir Kolbrún. Bíða þurfi með það sem megi bíða og einblína á beina þjónustu við fólkið. „Við sjáum nákvæmlega hver staðan er, og þá spyr ég aftur þennan meirihluta sem er búinn að vera í hálft ár, aðeins öðruvísi en sá síðasti; hvað ætlar hann að gera í þessari stöðu?“ Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Tengdar fréttir Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík hafa lengst talsvert en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borgarinnar voru 411 börn og 206 barnafjölskyldur á þeim lista í byrjun desember 2022, nánast tvöfalt fleiri en árið 2021, þegar 211 börn og 109 barnafjölskyldur voru á listanum. Nánast tvöfalt fleiri börn og barnafjölskyldur voru á biðlista í desember 2022 heldur en árið þar áður. Grafík/Sara Rut Árin þar áður virtust biðlistarnir styttast. Árið 2019 voru 260 börn og 153 barnafjölskyldur á biðlistanum og árið 2020 voru börnin orðin 201 og barnafjölskyldurnar 110. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir þetta áfall og hefur kallað eftir því að þessi þróun verði skoðuð sérstaklega. Að hennar mati virðist ekkert eiga að gera í borginni. „Ég sé ekki nein plön, það er ekkert verið að tala um þetta. Við í Flokki fólksins erum sífellt að tala um þetta. Mér finnst viðbrögðin ekki vera mikil en hérna þurfum við að bregðast við. Auðvitað hefur ástandið verið erfitt í samfélaginu, það er auðvitað verðbólgan og Covid kom, en það er ekki alltaf hægt að fela sig bak við það. Nú þarf bara að endurskoða þetta allt saman,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarsviði má ætla að hluti fjölgunarinnar sé tilkomin meðal annars vegna fjölda flóttamanna. Fjölgun varð einnig í hópi þeirra sem þáðu fjárhagsaðstoð til framfærslu milli ára, fjölgaði um 800 og voru 3200 í lok síðasta árs, þar af tæpur helmingur flóttamenn. Kolbrún segir að hver sú sem skýringin reynist vera sé það engin afsökun. „Það breytir engu, við berum ábyrgð á þessum hópi og að ef að þarna eru nýir Íslendingar, innflytjendur, þá er það auðvitað bara í okkar höndum að sjá til þess að það fólk fái öruggt húsnæði,“ segir Kolbrún. Spyr hvað meirihlutinn ætlar að gera Ljóst sé að þörfin verði sífellt meiri, óháð því hvaðan fólkið kemur, og því kallar Kolbrún eftir meiri skynsemi í fjármálastjórnun borgarinnar. „Við þurfum líka bara að horfa til þess að forgangsraða í þágu fólksins fyrst og fremst, en ekki í skreytingu torga eins og ég hef oft sagt. Síðan þarf meiri skilvirkni í rekstrinum og við í Flokki fólksins sjáum ekki að borgin sé rekin með skilvirkum hætti,“ segir Kolbrún. Bíða þurfi með það sem megi bíða og einblína á beina þjónustu við fólkið. „Við sjáum nákvæmlega hver staðan er, og þá spyr ég aftur þennan meirihluta sem er búinn að vera í hálft ár, aðeins öðruvísi en sá síðasti; hvað ætlar hann að gera í þessari stöðu?“
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Tengdar fréttir Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent