Fjöldi barna í ótryggu húsnæði tvöfaldast milli ára Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 19:31 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Ívar Fannar Ríflega 400 börn búa við ótryggar húsnæðisaðstæður í Reykjavík og eru nánast tvöfalt fleiri en árið áður. Borgarfulltrúi í minnihlutanum segir ekki hægt að fela sig bakvið stöðuna í samfélaginu og kallar eftir meiri skynsemi af hálfu meirihlutans. Forgangsraða þurfi verkefnum í þágu fólksins en ekki í skreytingu torga. Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík hafa lengst talsvert en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borgarinnar voru 411 börn og 206 barnafjölskyldur á þeim lista í byrjun desember 2022, nánast tvöfalt fleiri en árið 2021, þegar 211 börn og 109 barnafjölskyldur voru á listanum. Nánast tvöfalt fleiri börn og barnafjölskyldur voru á biðlista í desember 2022 heldur en árið þar áður. Grafík/Sara Rut Árin þar áður virtust biðlistarnir styttast. Árið 2019 voru 260 börn og 153 barnafjölskyldur á biðlistanum og árið 2020 voru börnin orðin 201 og barnafjölskyldurnar 110. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir þetta áfall og hefur kallað eftir því að þessi þróun verði skoðuð sérstaklega. Að hennar mati virðist ekkert eiga að gera í borginni. „Ég sé ekki nein plön, það er ekkert verið að tala um þetta. Við í Flokki fólksins erum sífellt að tala um þetta. Mér finnst viðbrögðin ekki vera mikil en hérna þurfum við að bregðast við. Auðvitað hefur ástandið verið erfitt í samfélaginu, það er auðvitað verðbólgan og Covid kom, en það er ekki alltaf hægt að fela sig bak við það. Nú þarf bara að endurskoða þetta allt saman,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarsviði má ætla að hluti fjölgunarinnar sé tilkomin meðal annars vegna fjölda flóttamanna. Fjölgun varð einnig í hópi þeirra sem þáðu fjárhagsaðstoð til framfærslu milli ára, fjölgaði um 800 og voru 3200 í lok síðasta árs, þar af tæpur helmingur flóttamenn. Kolbrún segir að hver sú sem skýringin reynist vera sé það engin afsökun. „Það breytir engu, við berum ábyrgð á þessum hópi og að ef að þarna eru nýir Íslendingar, innflytjendur, þá er það auðvitað bara í okkar höndum að sjá til þess að það fólk fái öruggt húsnæði,“ segir Kolbrún. Spyr hvað meirihlutinn ætlar að gera Ljóst sé að þörfin verði sífellt meiri, óháð því hvaðan fólkið kemur, og því kallar Kolbrún eftir meiri skynsemi í fjármálastjórnun borgarinnar. „Við þurfum líka bara að horfa til þess að forgangsraða í þágu fólksins fyrst og fremst, en ekki í skreytingu torga eins og ég hef oft sagt. Síðan þarf meiri skilvirkni í rekstrinum og við í Flokki fólksins sjáum ekki að borgin sé rekin með skilvirkum hætti,“ segir Kolbrún. Bíða þurfi með það sem megi bíða og einblína á beina þjónustu við fólkið. „Við sjáum nákvæmlega hver staðan er, og þá spyr ég aftur þennan meirihluta sem er búinn að vera í hálft ár, aðeins öðruvísi en sá síðasti; hvað ætlar hann að gera í þessari stöðu?“ Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Tengdar fréttir Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík hafa lengst talsvert en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði borgarinnar voru 411 börn og 206 barnafjölskyldur á þeim lista í byrjun desember 2022, nánast tvöfalt fleiri en árið 2021, þegar 211 börn og 109 barnafjölskyldur voru á listanum. Nánast tvöfalt fleiri börn og barnafjölskyldur voru á biðlista í desember 2022 heldur en árið þar áður. Grafík/Sara Rut Árin þar áður virtust biðlistarnir styttast. Árið 2019 voru 260 börn og 153 barnafjölskyldur á biðlistanum og árið 2020 voru börnin orðin 201 og barnafjölskyldurnar 110. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir þetta áfall og hefur kallað eftir því að þessi þróun verði skoðuð sérstaklega. Að hennar mati virðist ekkert eiga að gera í borginni. „Ég sé ekki nein plön, það er ekkert verið að tala um þetta. Við í Flokki fólksins erum sífellt að tala um þetta. Mér finnst viðbrögðin ekki vera mikil en hérna þurfum við að bregðast við. Auðvitað hefur ástandið verið erfitt í samfélaginu, það er auðvitað verðbólgan og Covid kom, en það er ekki alltaf hægt að fela sig bak við það. Nú þarf bara að endurskoða þetta allt saman,“ segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarsviði má ætla að hluti fjölgunarinnar sé tilkomin meðal annars vegna fjölda flóttamanna. Fjölgun varð einnig í hópi þeirra sem þáðu fjárhagsaðstoð til framfærslu milli ára, fjölgaði um 800 og voru 3200 í lok síðasta árs, þar af tæpur helmingur flóttamenn. Kolbrún segir að hver sú sem skýringin reynist vera sé það engin afsökun. „Það breytir engu, við berum ábyrgð á þessum hópi og að ef að þarna eru nýir Íslendingar, innflytjendur, þá er það auðvitað bara í okkar höndum að sjá til þess að það fólk fái öruggt húsnæði,“ segir Kolbrún. Spyr hvað meirihlutinn ætlar að gera Ljóst sé að þörfin verði sífellt meiri, óháð því hvaðan fólkið kemur, og því kallar Kolbrún eftir meiri skynsemi í fjármálastjórnun borgarinnar. „Við þurfum líka bara að horfa til þess að forgangsraða í þágu fólksins fyrst og fremst, en ekki í skreytingu torga eins og ég hef oft sagt. Síðan þarf meiri skilvirkni í rekstrinum og við í Flokki fólksins sjáum ekki að borgin sé rekin með skilvirkum hætti,“ segir Kolbrún. Bíða þurfi með það sem megi bíða og einblína á beina þjónustu við fólkið. „Við sjáum nákvæmlega hver staðan er, og þá spyr ég aftur þennan meirihluta sem er búinn að vera í hálft ár, aðeins öðruvísi en sá síðasti; hvað ætlar hann að gera í þessari stöðu?“
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Borgarstjórn Fjölskyldumál Tengdar fréttir Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01