Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2025 12:24 Hilmar Sigurjónsson lögreglumaður er meðal þeirra sem geta þakkað belti því að hann sé enn á lífi. Vísir Lögreglumaður telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn sunnudaginn 16. nóvember. „Já, ég sem sagt lenti sjálfur í umferðarslysi 2010, á annan í páskum. Og ég tel að í því slysi hafi bara beltið bjargað lífi mínu og bróður míns líka.“ Þetta er Hilmar Sigurjónsson lögreglumaður sem rifjar upp örlagaríkan dag fyrir fimmtán árum. Fengu stóran jeppa framan á sig „Við sem sagt vorum á lítilli bifreið, fólksbifreið, og erum sem sagt, fáum Land Cruiser á móti okkur. Framan á, já. Sem að endar síðan framan á bílnum með framan á keyrslu beggja bíla og hérna, og ég var nokkuð viss um það að ég væri, mínir dagar væru taldir þegar það gerðist, en, en við stóðum báðir upp, eða hann stendur upp og ég var klipptur út úr bílnum.“ Hilmar er einn þeirra sem geta þakkað þeirri heilbrigðu skynsemi að nota bílbelti að ekki fór verr. Hins vegar eru alltof margir sem voru ekki í beltum þegar þeir lentu í slysi. Rúmlega helmingur þeirra sem létust innanbæjar í bíl á síðustu tuttugu árum var beltislaus. Sá sem notar ekki bílbelti er talinn í um þrettán sinnum meiri hættu á að verða fórnarlamb banaslyss en sá sem notar belti. Beltin hefðu hreinlega getað bjargað Í starfi sínu hefur Hilmar séð hörmungar með eigin augum þar sem belti hefði getað komið til bjargar. „Já, ég hef komið að nokkrum málum sem að, sem að beltin hreinlega hefðu bjargað fólki sem að örkumlaðist eða og í einhverjum tilvikum lést.“ Þeirra sem hafa látist verður minnst víða um land í dag og þar á meðal við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans þar sem forseti Íslands flytur tölu og Hilmar sömuleiðis. En hvers vegna notar fólk ekki belti? „Það er mjög góð spurning af hverju fólk nýtir ekki þann öryggisbúnað sem er til staðar,“ segir Hilmar. Hann veltir fyrir sér hvort þetta sé hreinlega einhver tíska eða hugmyndafræði að grípa ekki til beltisins. „Í þeim tilvikum sem við sjáum þetta í mínu starfi, þá í rauninni er fátt um svör. Fólk bara gleymir sér, segir það. Þannig að við viljum náttúrulega bara sjá að fólk venji sig á það að nota þetta og setja þetta alltaf á sig, alveg sama hvernig staðan er,“ segir Hilmar. Hann segir fátíðara að fólk sé beltislaust í lengri ferðum, svo sem út á land. Kúltúr hjá hverjum og einum „En svo er þetta náttúrulega bara í rauninni kúltúr hjá hverjum og einum,“ segir Hilmar. „Ef fólk er vant því að keyra stuttar vegalengdir án þess að setja á sig sætisbelti þá finnst því kannski eðlilegra að fara lengri leiðir líka án þess og lítur kannski á lengri leiðir sem stuttar þó að þær séu í töluverðan tíma og töluverð hætta á því svæði sem þau fara yfir.“ Skilaboðin séu skýr. Að nota bílbelti. „Já, þetta er auðveld framkvæmd og það eiga allir að vera með bílbelti. Og notið það bara. Það skiptir öllu máli að hugsa aðeins út fyrir boxið og nota það sem við höfum.“ Beltislaus innanbæjar Þetta er í fimmtánda sinn sem minningardagurinn er haldinn hér á landi. Í ár er kastljósinu sérstaklega beint að bílbeltanotkun, sérstaklega meðal ungs fólks. Í viðhorfskönnunum sem Samgöngustofa fékk Gallup til að gera fyrir ári síðan kemur fram að bílbeltanotkun hefur dregist talsvert saman meðal ungs fólks, einkum ungra karlmanna. Fjöldi ungs fólks notar því ekki öryggisbelti að staðaldri. „Við þessu var strax brugðist með herferð á samfélagsmiðlum en betur má ef duga skal. Á hverju ári verða mörg alvarleg slys, þ.m.t. banaslys, sem rekja má til þess að bílbelti eru ekki notuð. Í nýlegri samantekt sem byggir á slysatölum Samgöngustofu kemur fram að yfir helmingur þeirra sem lést innanbæjar í bifreið á síðustu 20 árum var beltislaus,“ segir í tilkynningu Samgöngustofu. Sá sem notar ekki bílbelti er í um 13 sinnum meiri hættu á að verða fórnarlamb banaslyss en sá sem notar beltið. Þetta sést á samanburði á fjölda þeirra sem nota belti almennt í umferðinni og tíðni beltanotkunar hjá þeim sem látast í umferðarslysum hins vegar. Minningarstundir um land allt Haldnar verða minningarstundir víða um land og er staðfest að auk Reykjavíkur verði viðburðir á Akureyri, Breiðdalsvík, Borgarbyggð, Dalvík, Ísafirði, Kjalarnesi, Múlaþingi, Ólafsfirði og Siglufirði. Líklega munu fleiri staðir bætast við en nánari upplýsingar um það má sjá á minningardagur.is Í Reykjavík verður athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kl. 14. Öllum er velkomið að taka þátt og að venju verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, flytja ávörp auk Himars sem ræðir fyrrnefnda reynslu sína af umferðarslysum. „Þau sem ekki komast á viðburði eru hvött til að sýna viðeigandi hluttekningu og leiða hugann að þeirri ábyrgð sem við öll berum í umferðinni. Einnig er rík hefð fyrir því hér á landi að færa á þessum degi starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf.“ Einkennislag dagsins er lag KK, When I Think of Angels, í flutningi hans og Ellenar Kristjánsdóttur sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt samtímis á öllum útvarpsstöðum klukkan tvö. Hinsegin kórinn mun flytja lagið á minningarathöfninni í Fossvogi. Að baki minningardeginum standa innviðaráðuneytið, Samgöngustofa, Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan, Vegagerðin og ÖBÍ réttindasamtök. Tölfræði um fjölda látinna í umferðinni Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1.632 látist í umferðinni á Íslandi (til og með 11. nóv. 2025). Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum. Það sem af er þessu ári hafa átta einstaklingar látið lífið í umferðinni hér á landi. Hér að neðan er yfirlit um fjölda látinna í umferðinni í ár og á undanförnum árum. 2025 8 látnir (það sem af er ári) 2024 13 látnir 2023 8 látnir 2022 9 látnir 2021 9 látnir 2020 7 látnir 2019 6 látnir Ef síðustu 25 árum er skipt niður á tímabil er tölfræðin svona: 2020-2024 – 9 látnir að meðaltali á ári 2010-2019 – 12 látnir að meðaltali á ári 2000-2009 – 19 látnir að meðaltali á ári Samgönguslys Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
„Já, ég sem sagt lenti sjálfur í umferðarslysi 2010, á annan í páskum. Og ég tel að í því slysi hafi bara beltið bjargað lífi mínu og bróður míns líka.“ Þetta er Hilmar Sigurjónsson lögreglumaður sem rifjar upp örlagaríkan dag fyrir fimmtán árum. Fengu stóran jeppa framan á sig „Við sem sagt vorum á lítilli bifreið, fólksbifreið, og erum sem sagt, fáum Land Cruiser á móti okkur. Framan á, já. Sem að endar síðan framan á bílnum með framan á keyrslu beggja bíla og hérna, og ég var nokkuð viss um það að ég væri, mínir dagar væru taldir þegar það gerðist, en, en við stóðum báðir upp, eða hann stendur upp og ég var klipptur út úr bílnum.“ Hilmar er einn þeirra sem geta þakkað þeirri heilbrigðu skynsemi að nota bílbelti að ekki fór verr. Hins vegar eru alltof margir sem voru ekki í beltum þegar þeir lentu í slysi. Rúmlega helmingur þeirra sem létust innanbæjar í bíl á síðustu tuttugu árum var beltislaus. Sá sem notar ekki bílbelti er talinn í um þrettán sinnum meiri hættu á að verða fórnarlamb banaslyss en sá sem notar belti. Beltin hefðu hreinlega getað bjargað Í starfi sínu hefur Hilmar séð hörmungar með eigin augum þar sem belti hefði getað komið til bjargar. „Já, ég hef komið að nokkrum málum sem að, sem að beltin hreinlega hefðu bjargað fólki sem að örkumlaðist eða og í einhverjum tilvikum lést.“ Þeirra sem hafa látist verður minnst víða um land í dag og þar á meðal við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans þar sem forseti Íslands flytur tölu og Hilmar sömuleiðis. En hvers vegna notar fólk ekki belti? „Það er mjög góð spurning af hverju fólk nýtir ekki þann öryggisbúnað sem er til staðar,“ segir Hilmar. Hann veltir fyrir sér hvort þetta sé hreinlega einhver tíska eða hugmyndafræði að grípa ekki til beltisins. „Í þeim tilvikum sem við sjáum þetta í mínu starfi, þá í rauninni er fátt um svör. Fólk bara gleymir sér, segir það. Þannig að við viljum náttúrulega bara sjá að fólk venji sig á það að nota þetta og setja þetta alltaf á sig, alveg sama hvernig staðan er,“ segir Hilmar. Hann segir fátíðara að fólk sé beltislaust í lengri ferðum, svo sem út á land. Kúltúr hjá hverjum og einum „En svo er þetta náttúrulega bara í rauninni kúltúr hjá hverjum og einum,“ segir Hilmar. „Ef fólk er vant því að keyra stuttar vegalengdir án þess að setja á sig sætisbelti þá finnst því kannski eðlilegra að fara lengri leiðir líka án þess og lítur kannski á lengri leiðir sem stuttar þó að þær séu í töluverðan tíma og töluverð hætta á því svæði sem þau fara yfir.“ Skilaboðin séu skýr. Að nota bílbelti. „Já, þetta er auðveld framkvæmd og það eiga allir að vera með bílbelti. Og notið það bara. Það skiptir öllu máli að hugsa aðeins út fyrir boxið og nota það sem við höfum.“ Beltislaus innanbæjar Þetta er í fimmtánda sinn sem minningardagurinn er haldinn hér á landi. Í ár er kastljósinu sérstaklega beint að bílbeltanotkun, sérstaklega meðal ungs fólks. Í viðhorfskönnunum sem Samgöngustofa fékk Gallup til að gera fyrir ári síðan kemur fram að bílbeltanotkun hefur dregist talsvert saman meðal ungs fólks, einkum ungra karlmanna. Fjöldi ungs fólks notar því ekki öryggisbelti að staðaldri. „Við þessu var strax brugðist með herferð á samfélagsmiðlum en betur má ef duga skal. Á hverju ári verða mörg alvarleg slys, þ.m.t. banaslys, sem rekja má til þess að bílbelti eru ekki notuð. Í nýlegri samantekt sem byggir á slysatölum Samgöngustofu kemur fram að yfir helmingur þeirra sem lést innanbæjar í bifreið á síðustu 20 árum var beltislaus,“ segir í tilkynningu Samgöngustofu. Sá sem notar ekki bílbelti er í um 13 sinnum meiri hættu á að verða fórnarlamb banaslyss en sá sem notar beltið. Þetta sést á samanburði á fjölda þeirra sem nota belti almennt í umferðinni og tíðni beltanotkunar hjá þeim sem látast í umferðarslysum hins vegar. Minningarstundir um land allt Haldnar verða minningarstundir víða um land og er staðfest að auk Reykjavíkur verði viðburðir á Akureyri, Breiðdalsvík, Borgarbyggð, Dalvík, Ísafirði, Kjalarnesi, Múlaþingi, Ólafsfirði og Siglufirði. Líklega munu fleiri staðir bætast við en nánari upplýsingar um það má sjá á minningardagur.is Í Reykjavík verður athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kl. 14. Öllum er velkomið að taka þátt og að venju verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í. Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, flytja ávörp auk Himars sem ræðir fyrrnefnda reynslu sína af umferðarslysum. „Þau sem ekki komast á viðburði eru hvött til að sýna viðeigandi hluttekningu og leiða hugann að þeirri ábyrgð sem við öll berum í umferðinni. Einnig er rík hefð fyrir því hér á landi að færa á þessum degi starfsstéttum, sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verður, þakkir fyrir mikilvægt og óeigingjarnt starf.“ Einkennislag dagsins er lag KK, When I Think of Angels, í flutningi hans og Ellenar Kristjánsdóttur sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt samtímis á öllum útvarpsstöðum klukkan tvö. Hinsegin kórinn mun flytja lagið á minningarathöfninni í Fossvogi. Að baki minningardeginum standa innviðaráðuneytið, Samgöngustofa, Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan, Vegagerðin og ÖBÍ réttindasamtök. Tölfræði um fjölda látinna í umferðinni Frá því að fyrsta banaslysið var skráð hér á landi 25. ágúst 1915 hafa 1.632 látist í umferðinni á Íslandi (til og með 11. nóv. 2025). Enn fleiri slasast alvarlega, takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af þessum völdum. Það sem af er þessu ári hafa átta einstaklingar látið lífið í umferðinni hér á landi. Hér að neðan er yfirlit um fjölda látinna í umferðinni í ár og á undanförnum árum. 2025 8 látnir (það sem af er ári) 2024 13 látnir 2023 8 látnir 2022 9 látnir 2021 9 látnir 2020 7 látnir 2019 6 látnir Ef síðustu 25 árum er skipt niður á tímabil er tölfræðin svona: 2020-2024 – 9 látnir að meðaltali á ári 2010-2019 – 12 látnir að meðaltali á ári 2000-2009 – 19 látnir að meðaltali á ári
Samgönguslys Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira