Innlent

Lög­reglu­menn náðu stjörnu­hrapi á eftir­lits­mynda­vél

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Skjáskot af myndbandinu.
Skjáskot af myndbandinu. Lögreglan á Austurlandi

Lögreglumenn í eftirlitsferð á Austurlandi urðu vitni að stjörnuhrapi sem svo heppilega vildi til að festist á filmu eftirlitsmyndavélar lögreglubílsins.

„Lögreglumenn verða vitni að ýmsu á eftirlitsferðum sínum. Síðastliðna nótt sáu lögreglumenn í Fjarðabyggð stjörnuhrap og var magnað augnablik,“ segir lögreglan á Austurlandi í færslu á samfélagsmiðlum.

„Hrapið náðist á eftirlitsmyndavél lögreglubifreiðarinnar. Þó það sé kannski ekki eins að sjá það með berum augum og á upptöku þá er myndskeiðið meðfylgjandi fyrir áhugasama.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×