Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2025 23:39 Logi Már Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Sýn Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Logi tilkynnti um þetta við setningu bókaþings í Hörpu, sem fer fram nú um helgina. Hátíðin markar upphaf jólabókaflóðsins í ár, að sögn skipuleggjenda, og hefur dagskráin aldrei verið umfangsmeiri, en höfundar lesa upp úr ríflega hundrað verkum sínum yfir helgina. Dalandi framboð af unglingabókum Logi segir nauðsynlegt að styðja vel við bókaútgáfu á íslensku. „Við erum að verja um 400 milljónum á ári í útgáfu bóka, og eflaust þarf að gera betur, en til þess að vita hvernig við gerum það með markvissustum hætti, þá þurfum við að skoða alla virðiskeðju bókanna, starfskjör höfunda, möguleika þeirra, útgefanda, dreifingaraðila, bókabúða og auðvitað notandans.“ „Við þurfum líka að skoða hvort það eru gloppur, og við vitum að það eru gloppur, það vantar til dæmis, það er dalandi framboð af unglingabókum, sem hlýtur að vera grunnurinn undir það að efla áhuga ungs fólks á lestri.“ Ef hljóðið virkar ekki í myndbandinu má finna annað sem virkar neðst í greininni Ekki megi fljóta sofandi að feigðarósi Logi segir að bregðast þurfi við mælingum sem sýna að fólk lesi mun minna en áður. „Við getum allavegana ekki sofið eða flotið sofandi að feigðarósi. Það sem er alvarlegt í þessu er að ungt fólk les minna heldur en eldra fólk, konur meira en karlar, og það er ýmislegt fróðlegt í þessu.“ „Nei ef við grípum til aðgerða, þá óttast ég ekki um bókina eða íslenska tungu, en við þurfum hins vegar að taka þessu alvarlega, vegna þess að við erum í samkeppni við nýja tækni, sem að í rauninni beinir hugum fólks annað en að bókinni.“ Bjartsýnni en Katrín Haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, í breska blaðinu Guardian í dag að íslensk tunga væri í útrýmingarhættu. Orsökina mætti rekja til uppgangs gervigreindar og útbreiddrar notkunar ensku, sem gæti gert útaf við íslenskuna á aðeins nokkrum áratugum. Logi segist miklu bjartsýnni en Katrín hvað þetta varðar. „Ég held að íslenskan eigi góða framtíð, en við þurfum hins vegar að hlúa að henni.“ Viðtalið við Loga hefst þegar um sex mínútur eru liðnar af kvöldfréttatímanum Bókmenntir Bókaútgáfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Logi tilkynnti um þetta við setningu bókaþings í Hörpu, sem fer fram nú um helgina. Hátíðin markar upphaf jólabókaflóðsins í ár, að sögn skipuleggjenda, og hefur dagskráin aldrei verið umfangsmeiri, en höfundar lesa upp úr ríflega hundrað verkum sínum yfir helgina. Dalandi framboð af unglingabókum Logi segir nauðsynlegt að styðja vel við bókaútgáfu á íslensku. „Við erum að verja um 400 milljónum á ári í útgáfu bóka, og eflaust þarf að gera betur, en til þess að vita hvernig við gerum það með markvissustum hætti, þá þurfum við að skoða alla virðiskeðju bókanna, starfskjör höfunda, möguleika þeirra, útgefanda, dreifingaraðila, bókabúða og auðvitað notandans.“ „Við þurfum líka að skoða hvort það eru gloppur, og við vitum að það eru gloppur, það vantar til dæmis, það er dalandi framboð af unglingabókum, sem hlýtur að vera grunnurinn undir það að efla áhuga ungs fólks á lestri.“ Ef hljóðið virkar ekki í myndbandinu má finna annað sem virkar neðst í greininni Ekki megi fljóta sofandi að feigðarósi Logi segir að bregðast þurfi við mælingum sem sýna að fólk lesi mun minna en áður. „Við getum allavegana ekki sofið eða flotið sofandi að feigðarósi. Það sem er alvarlegt í þessu er að ungt fólk les minna heldur en eldra fólk, konur meira en karlar, og það er ýmislegt fróðlegt í þessu.“ „Nei ef við grípum til aðgerða, þá óttast ég ekki um bókina eða íslenska tungu, en við þurfum hins vegar að taka þessu alvarlega, vegna þess að við erum í samkeppni við nýja tækni, sem að í rauninni beinir hugum fólks annað en að bókinni.“ Bjartsýnni en Katrín Haft var eftir Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, í breska blaðinu Guardian í dag að íslensk tunga væri í útrýmingarhættu. Orsökina mætti rekja til uppgangs gervigreindar og útbreiddrar notkunar ensku, sem gæti gert útaf við íslenskuna á aðeins nokkrum áratugum. Logi segist miklu bjartsýnni en Katrín hvað þetta varðar. „Ég held að íslenskan eigi góða framtíð, en við þurfum hins vegar að hlúa að henni.“ Viðtalið við Loga hefst þegar um sex mínútur eru liðnar af kvöldfréttatímanum
Bókmenntir Bókaútgáfa Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent