Innlent

Vara við mögu­legri gler­hálku í kvöld

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hálkan getur verið lúmsk.
Hálkan getur verið lúmsk. vísir/óttar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir að hætt sé við hálku á vegum suðvesta- og vestantil í kvöld eða nótt.

„Suðvestan- og vestanlands léttir til í kvöld eða nótt. Þar sem vegir eru rennblautir er hætt við glæraísingu fljótlega eftir að það léttir til, þó svo að lofthiti sé vel yfir frostmarki,“ segir í stuttri tilkynningu frá Einari.

Hægt er að fylgjast með færð á vegum landsins á síðu Vegagerðarinnar Umferdin.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×